Ekki hægt að velja börn og hafna þeim

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Ekki hægt að velja börn og hafna þeim

Flestir líta á menntun án aðgreiningar sem rétt hvers og eins nemanda. Í samræmi við það er talið eðlilegast að allir nemendur sæki almenna skóla og stunda 98,5% barna á grunnskólaaldri á Íslandi nám í almennum skólum. Hlutfallslega færri nemendur eru í sérskólum og sérúrræðum á Íslandi en víðast annars staðar í Evrópu. Á sama tíma eru formlegar greiningar á sérþörfum nemenda á Íslandi langt yfir meðallagi en um 17% íslenskra grunnskólanema eru með greiningar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu frá árinu 2017 sem unnin var af sérfræðingum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir: Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi.

Ekki hægt að velja börn og hafna þeim

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Ragnar Þorsteinsson og Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingar í menntamálaráðuneytinu koma að …
Ragnar Þorsteinsson og Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingar í menntamálaráðuneytinu koma að gerð úrbóta sem Evrópumiðstöðin lagði til á íslenska skólakerfinu. mbl.is/Hari

Flest­ir líta á mennt­un án aðgrein­ing­ar sem rétt hvers og eins nem­anda. Í sam­ræmi við það er talið eðli­leg­ast að all­ir nem­end­ur sæki al­menna skóla og stunda 98,5% barna á grunn­skóla­aldri á Íslandi nám í al­menn­um skól­um. Hlut­falls­lega færri nem­end­ur eru í sér­skól­um og sér­úr­ræðum á Íslandi en víðast ann­ars staðar í Evr­ópu. Á sama tíma eru form­leg­ar grein­ing­ar á sérþörf­um nem­enda á Íslandi langt yfir meðallagi en um 17% ís­lenskra grunn­skóla­nema eru með grein­ing­ar. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu frá ár­inu 2017 sem unn­in var af sér­fræðing­um Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir: Úttekt á fram­kvæmd stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar á Íslandi.

Flest­ir líta á mennt­un án aðgrein­ing­ar sem rétt hvers og eins nem­anda. Í sam­ræmi við það er talið eðli­leg­ast að all­ir nem­end­ur sæki al­menna skóla og stunda 98,5% barna á grunn­skóla­aldri á Íslandi nám í al­menn­um skól­um. Hlut­falls­lega færri nem­end­ur eru í sér­skól­um og sér­úr­ræðum á Íslandi en víðast ann­ars staðar í Evr­ópu. Á sama tíma eru form­leg­ar grein­ing­ar á sérþörf­um nem­enda á Íslandi langt yfir meðallagi en um 17% ís­lenskra grunn­skóla­nema eru með grein­ing­ar. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu frá ár­inu 2017 sem unn­in var af sér­fræðing­um Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir: Úttekt á fram­kvæmd stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar á Íslandi.

Eitt af því sem sér­fræðing­ar Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar benda á er að mennta­kerfið í heild sé al­mennt vel fjár­magnað en að end­ur­hugsa þurfi ráðstöf­un fjár­muna þannig að það styðji bet­ur við stefn­una um mennt­un án aðgrein­ing­ar. Ef litið er til OECD-ríkj­anna var Ísland í sjötta sæti yfir fram­lög ríkja til mennta­mála sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu árið 2016. 

Í út­tekt­inni eru lagðar til þrjár for­gangsaðgerðir eða lyfti­stang­ir (Critical Levers). Í fyrsta lagi er að hvatt er til umræðna meðal þeirra sem vinna að mennta­mál­um um það hvernig best verði staðið að mennt­un án aðgrein­ing­ar.

Í öðru lagi að fram fari at­hug­un og end­ur­skoðun á nú­ver­andi regl­um um fjár­veit­ing­ar til skóla­kerf­is­ins.

Í þriðja lagi að gert verði sam­komu­lag um viðmið um lág­marksþjón­ustu til stuðnings mennt­un­ar án aðgrein­ing­ar í öll­um skól­um.

Þegar skýrsl­an var kynnt skipaði þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Kristján Þór Júlí­us­son stýri­hóp til að fylgja eft­ir til­lög­um sem fram koma í skýrsl­unni. Formaður stýri­hóps­ins er Ragn­heiður Bóas­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu, og starfsmaður stýri­hóps­ins er Ragn­ar Þor­steins­son.

Að sögn Ragn­heiðar var mik­il samstaða allra þeirra sem koma að mennta­mál­um um að gera þær úr­bæt­ur sem talið var þörf á að ráðast í og sitja full­trú­ar allra þeirra sem hlut eiga að máli í stýri­hópn­um. Hún seg­ir mjög dýr­mætt að ná svo mik­illi sam­stöðu enda verk­efn­in ótelj­andi. Þau verk­efni sem vega þyngst á met­un­um eru annaðhvort far­in í gang eða eru að fara í gang að henn­ar sögn. 

„Al­gjör grunn­ur að þeirri vinnu er að við höf­um sam­eig­in­lega sýn á hvað mennt­un fyr­ir alla þýðir. Við rek­um okk­ur á ólík­ar hug­mynd­ir og reynslu hvað þetta varðar líkt og sést vel í út­tekt­inni,“ seg­ir hún. Því var farið í fund­ar­ferð um allt land til að ræða fyrstu lyfti­stöng­ina og sem lið í mót­un mennta­stefnu til árs­ins 2030 en mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Lilja Al­freðsdótt­ir, stefn­ir að því að leggja fram frum­varp um mennta­stefn­una á vorþingi. Alls voru haldn­ir rúm­lega 40 fræðslu- og umræðufund­ir út um allt land. 

Haldn­ir voru tveir fund­ir á hverj­um stað og var sá fyrri með for­svars­mönn­um sveit­ar­fé­lags og ábyrgðaraðilum mála­flokka mennta-, fé­lags- og heil­brigðismála ásamt full­trú­um frá Kenn­ara­sam­bandi Íslands, Skóla­meist­ara­fé­lagi Íslands, Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Mennta­mála­stofn­un, sam­tök­un­um Heim­ili & skóli, kenn­ara­mennt­un­ar­stofn­un­um og aðilum úr stýri­hópi um eft­ir­fylgni út­tekt­ar mennta­stefn­unn­ar mennt­un fyr­ir alla.

„Algjör grunnur að þeirri vinnu er að við höfum sameiginlega …
„Al­gjör grunn­ur að þeirri vinnu er að við höf­um sam­eig­in­lega sýn á hvað mennt­un fyr­ir alla þýðir." mbl.is/​Hari


Umræðan á þeim fund­um tók mið af helstu áskor­un­um sem unnið er að á vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna og varð fund­ar­mönn­um tíðrætt um mik­il­vægi sam­starfs kerfa á báðum stjórn­sýslu­stig­um. Á mörg­um stöðum kom fram góð lýs­ing á form­legu sam­starfi mennta- og fé­lags­kerf­is og heilsu­gæslu. Umræða um skort á fag­menntuðu fólki var víða áber­andi og einnig mik­il­vægi auk­ins stuðnings við starfs­fólk. Starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda var einnig til umræðu svo og hlut­verk og þjón­usta há­skóla við lands­byggðina. Af ein­stök­um áskor­un­um í mennta­mál­um má full­yrða að áhyggj­ur vegna þjón­ustu við börn og ung­menni af er­lend­um upp­runa hafi verið áber­andi. Full­trú­ar sveit­ar­fé­laga lýstu marg­ir yfir ákveðnu úrræðal­eysi þegar kem­ur að skipu­lagi þjón­ustu við þá nem­end­ur sem til dæm­is teng­ist skorti á þekk­ingu og hæfni til að mæta þörf­um þeirra.

Síðari fund­irn­ir á hverj­um stað voru með full­trú­um kenn­ara, skóla­stjórn­enda, frí­stund­a­starfs­fólks og for­eldra á skóla­stig­un­um þrem­ur. Auk þess voru boðaðir full­trú­ar frá skóla­skrif­stof­um og skóla- og fé­lagsþjón­ustu. Viðfangs­efni þeirra funda var mennta­stefn­an „mennt­un fyr­ir alla“, sem hef­ur verið í gildi hér á landi frá ár­inu 2008 og mik­il­vægi lær­dóms­sam­fé­lags í sam­hengi við skólaþróun. Þar var efnt til umræðna til að gefa þátt­tak­end­um færi á að íhuga það sem þeir telja að kunni að standa í vegi fyr­ir því að skólastarf feli í sér mennt­un fyr­ir alla og jafn­framt að sjá fyr­ir sér hvernig ryðja má hindr­un­um úr vegi eða gera þær óvirk­ar.

Að sögn Ragn­ars hef­ur verið unnið úr þeim gögn­um sem fram komu á fund­un­um en um 1.800 manns tóku þátt í þeim. Hann seg­ir að al­mennt sé fólk sam­mála um að skil­grein­ing á mennt­un fyr­ir alla - skóli án aðgrein­ing­ar sé ekki óskýr í lög­um og en marg­ir hafi talað um skort á inn­leiðingu þegar skóli án að grein­ing­ar og ný aðal­nám­skrá var fest í lög.

Að sögn Ragn­heiðar eru þetta svipuð sjón­ar­mið og koma fram í öll­um þeim 30 lönd­um sem eiga aðild Evr­ópumiðstöðinni. Að inn­leiðing skóla án aðgrein­ing­ar gangi yfir allt mennta­kerfið en Ísland þykir al­mennt komið langt á leið með inn­leiðingu á skóla án aðgrein­ing­ar.

Í út­tekt­inni kem­ur fram að nær þrír af hverj­um fjór­um skóla­stjórn­end­um töldu sig ekki hafa fengið form­lega þjálf­un á sviði skóla­starfs án aðgrein­ing­ar eða kennslu nem­enda með sérþarf­ir. 

„Þetta er alltaf flókið og mik­il áskor­un en sem bet­ur fer eru til nógu mörg góð dæmi, ekki síst á Íslandi, að þetta er hægt með mik­illi sam­vinnu og til­trú. Auðvitað þurfa for­eldr­ar að bera mikið traust til heima­skóla barns­ins en hug­mynda­fræðin geng­ur út á mann­rétt­indi – að öll börn eigi sama rétt til náms eins og fram kem­ur í Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna sem Ísland hef­ur fest í lög,“ seg­ir Ragn­heiður.

„Evr­ópumiðstöðin seg­ir að lög­in á Íslandi séu skýr hvað þetta varðar og út­tekt­in sýn­ir það líka. Þeir sem eru spurðir eru mjög fylgj­andi þess­ari stefnu en inn­leiðing­in hef­ur gengið of hægt. Kannski er ein skýr­ing­in sú að ís­lenskt mennta­kerfi er af­skap­lega dreif­stýrt – það er ekki mik­il miðstýr­ing í gangi. Mörg sveit­ar­fé­lög reka ekki skóla­skrif­stof­ur. Á fram­halds­skóla­stigi er eng­in miðlæg skólaþjón­usta. Þess vegna fáum við ólík svör þar sem það er eng­in ein lína sem gild­ir, hvorki frá sveit­ar­fé­lög­um né rík­inu, um hvað eigi að gera,“ seg­ir Ragn­heiður.

Hún seg­ir að það hafi einnig komið skýrt fram að fram­halds­skól­ana skort­ir aðgengi að stoðþjón­ustu og þeir kalla eft­ir slík­um stuðningi. Eitt af því sem mætti skoða er hvort mögu­leiki er á því að koma á sam­starfi milli skóla­skrif­stofa sveit­ar­fé­lag­anna og fram­halds­skól­ans. Slíkt sé mjög eðli­legt þar sem oft er einn fram­halds­skóli á stóru landsvæði.

„Þetta allt gef­ur mögu­leika á að búa til lág­marksþjón­ustu/​stuðningsnet til efl­ing­ar náms á öll­um stig­um. Þegar við skoðum hin ýmsu um­dæmi sjá­um við að það eru til þjón­ustu­svæði á sviði heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu og mál­efna fatlaðra, lög­reglu o.fl. Áhuga­vert væri að nýta þetta sam­starf bet­ur.  Á nokkr­um stöðum eru far­in af stað áhuga­verð verk­efni um aukið sam­starf,“ seg­ir Ragn­heiður og bend­ir á Aust­ur­lands­líkanið sem er þverfag­legt sam­starf fé­lagsþjón­ustu, heilsu­gæslu og skóla á Aust­ur­landi. Mark­mið með starfi teym­is­ins er að ein­falda og flýta fyr­ir aðstoð við nem­anda og for­eldra, sam­hliða því að vera stuðning­ur fyr­ir starfs­fólk skóla og sam­hæfa aðgerðir. Teymið vinn­ur með börn­um, for­eldr­um, kenn­ur­um og eft­ir at­vik­um öðrum ut­anaðkom­andi sér­fræðing­um sem hafa komið að mál­efn­um barns­ins.

Lögin eru skýr en innleiðing ekki gengið sem skyldi. „Kannski …
Lög­in eru skýr en inn­leiðing ekki gengið sem skyldi. „Kannski er ein skýr­ing­in sú að ís­lenskt mennta­kerfi er af­skap­lega dreif­stýrt – það er ekki mik­il miðstýr­ing í gangi.“ mbl.is/​Hari

Ragn­heiður seg­ir að marg­ir séu farn­ir að horfa í svipaðar átt­ir en á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur Hafn­ar­fjörður farið svipaða leið með Brúnni sem er nýtt verklag í þjón­ustu við börn í leik- og grunn­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins. 

„Það virðist vera óum­deil­an­legt að þetta sam­tal milli kerfa er grund­völl­ur þess að þjón­ust­an fær­ist nær og ein­stak­ling­ur­inn fái þjón­ustu af hvaða tagi sem er án þess að hann þurfi að velta fyr­ir sér hvaða kerfi það er sem er að veita þjón­ust­una,“ seg­ir hún. Fyr­ir ári und­ir­rituðu ráðherr­ar fé­lags- og barna­mála, heil­brigðismála, mennta- og menn­ing­ar­mála, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála og dóms­mála  vilja­yf­ir­lýs­ingu um aukið sam­starf í þágu barna.

Í út­tekt­inni á fram­kvæmd stefn­unn­ar mennt­un án aðgrein­ing­ar kem­ur fram að mjög al­gengt er að skólastarf án aðgrein­ing­ar sé talið varða fyrst og fremst nem­end­ur sem fengið hafa grein­ingu á fötl­un eða þroskarösk­un og þurfi sér­staka námsaðstoð. Skort­ur á skil­grein­ing­um á sér­hæfðum kennslu­fræðileg­um hugök­um hafa fest í sessi lækn­is­fræðileg­ar skil­grein­ing­ar á sérþörf­um í námi og „grein­ing“ þannig orðin að „aðgöngumiða“ að þjón­ustu og aðstoð í aug­um skóla, kenn­ara og nem­end­anna sjálfra. Ríkj­andi til­hög­un, sem miðast við að fjár­mun­um sé fyrst og fremst ráðstafað á grund­velli grein­ing­ar, ýtir und­ir þetta viðhorf. 

Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu.
Ragn­heiður Bóas­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mennta­málaráðuneyt­inu. mbl.is/​Hari

Ragn­ar seg­ir að þró­un­in hafi verið sú að við höf­um ef til vill myndað tvö kerfi inni í grunn­skól­an­um. Al­menna kerfið þar sem um 75% nem­enda eru en jafn­framt sér­kerfi með um 25% nem­enda. „Fræðin segja okk­ur að því bet­ur sem gert er í al­menna kerf­inu þeim mun minni er þörf­in í sér­kennsl­unni. En við höf­um að ein­hverju leyti tekið þá stefnu að þrengja þetta al­menna norm hér og stækka sér­kennsl­una. Ef vel ætti að vera ætti þessu að vera öf­ugt farið. Í dag er það þannig að pen­ing­arn­ir fara frek­ar í sér­úr­ræðin en ekki inn í al­menna kerfið. Þetta hef­ur þær af­leiðing­ar að fleiri leita inn í sér­kennsl­una. Ef horft er á grunn­skól­ann sem heild, þá er hann til­tölu­lega vel fjár­magnaður en pen­ing­arn­ir eru aft­ur á móti ekki að fara þangað sem þeir myndu nýt­ast best. Verk­efni okk­ar er að breyta þessu á þann hátt að mögu­lega 85-90% nem­enda falli und­ir al­menna út­hlut­un fjár­magns. Við mynd­um hins veg­ar jafn­framt út­hluta fjár­magni til barna sem þurfa viðbót­arstuðning. Að mínu viti verður það seint þannig að öll börn falli inn í sama hóp og sömu fjár­hagsút­hlut­un,“ seg­ir Ragn­ar. 

Eitt af því sem ít­rekað heyr­ist í umræðunni um skóla­mál er að skóli án aðgrein­ing­ar sé fal­leg hugs­un en gangi því miður ekki upp. Ragn­ar seg­ir að ef horft sé á þann tíma frá því mennt­un fyr­ir alla var lög­fest á Íslandi sjá­ist að þró­un­in hef­ur verið hæg enda sé því þannig farið með mennta­kerfi að all­ar meiri hátt­ar breyt­ing­ar ger­ist á löng­um tíma.

„Ég held að lang­flest­ir séu á því því í dag að mennt­un fyr­ir alla sé mann­rétt­indi og fæst­ir hafi áhuga á að snúa af þeirri braut. En við heyr­um alltaf ein­hverj­ar óánægjuradd­ir eins og fal­leg hugs­un en geng­ur ekki upp. Af hverju geng­ur hún ekki upp? Það er verk­efnið og það hlýt­ur að ganga út á það að láta þetta ganga upp. Við get­um ekki sagt að það séu ákveðin börn  við borðið sem eiga ekki að fá það sama og önn­ur börn. Við get­um ekki gengið út frá þeim punkti og vilj­um það ekki. Hér á Íslandi höf­um við gengið út frá því að um 98,5% barna á skóla­skyldualdri á Íslandi séu í al­menna skóla­kerf­inu og um 1,5% í sér­skól­um og sér­hæfðum sér­deild­um.

Þetta er ærið verk­efni sem mun aldrei klár­ast. Ég er bú­inn að vera í  í mennta­mál­um lengi [þ.e. sem kenn­ari, skóla­stjóri, fræðslu­stjóri, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar og sér­fræðing­ur í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu- inn­skot blaðamanns] en ég finn að á síðustu árum hef­ur orðið mik­il undiröldu­breyt­ing í átt að sam­starfi kerfa sem skýrsla Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar seg­ir að hafi ekki verið nóg áður. Eins finn ég fyr­ir mikl­um vilja til þess að auka þetta sam­starf,“ seg­ir Ragn­ar.

Í skýrslu Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar kem­ur fram að efla þurfi starfsþróun kenn­ara og þróa þær aðferðir sem nú þegar eru notaðar til þess að starfslið skóla njóti full­nægj­andi stuðnings til að sinna marg­breyti­leg­um námsþörf­um. Und­ir þetta taka fjöl­marg­ir for­eldr­ar og kenn­ar­ar grunn­skóla­barna sem blaðamaður hef­ur rætt við að und­an­förnu. Þeir tala um álag á kenn­ara og að for­eldr­ar hafi áhyggj­ur af því að kenn­ar­ar fái ekki nægj­an­leg­an tíma og stuðning til þess að sinna þeim verk­efn­um sem ætl­ast er til af þeim.

Eðli­legt ákall kenn­ara

Ragnar Þorsteinsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu.
Ragn­ar Þor­steins­son, sér­fræðing­ur í mennta­málaráðuneyt­inu. mbl.is/​Hari

Ragn­ar seg­ir mjög skilj­an­legt að kenn­ar­ar kalli á hjálp og stuðning. Ekki sé hægt að bera grunn­skól­ann sam­an við það sem hann var fyr­ir 10 árum hvað þá fyr­ir 20 árum. „Í dag er starf­semi skól­anna orðin mjög víðtæk og áhersl­an á færni, svo sem fé­lags­færni, sjálfs­efl­ingu nem­enda og fleira komið til viðbót­ar við kröf­una um ár­ang­ur. Kenn­ara­stétt­in er að eld­ast og ekki endi­lega víst að all­ir kenn­ar­arn­ir ráði við þau marg­vís­legu verk­efni sem þeim eru fal­in. En kenn­ar­ar eru að vinna krafta­verk. Þeir eru það sem held­ur skóla­kerf­inu uppi og eiga að njóta þeirr­ar virðing­ar í huga fólks að þeir komi ávallt glaðir til starfa. Ef viðhorf til skól­ans er já­kvætt af hálfu heim­il­anna og þau reiðubú­in til þess að leggja sitt af mörk­um í sam­starfi þjóðar­inn­ar um að skila ungu fólki út í þjóðfé­lagið erum við í góðum mál­um.

Ragn­heiður seg­ir mik­il­vægt að ræða um mál­efni barna og að mik­il vakn­ing hafi orðið þar á. „Umræðan um mennt­un fyr­ir alla hef­ur því miður oft og tíðum verið of þröng. Þegar þess er kraf­ist að meira sé lagt í grein­ing­arþátt­inn er gott að hafa í huga að grein­ing­in verði til þess sem barn­inu er fyr­ir bestu. Þegar grein­ing­in er orðin grund­völl­ur þess að skóli seg­ist geta veitt barn­inu þjón­ustu, hvort sem hún er aðkeypt eða ráðið inn í skól­ann, er farið að tala um grein­ingu sem þrösk­uld. Þetta á ekki að vera svona og sem bet­ur fer hef­ur umræðan breyst og færst í: Ég sé að þetta barn get­ur ekki nýtt þá þjón­ustu sem ég veiti og  þá er það ég sem þarf að breyta,“ seg­ir Ragn­heiður.

Hún bend­ir á að slík­ar breyt­ing­ar á kennslu­hátt­um eða aðferðum, svo sem með rými, geti komið sér vel fyr­ir alla nem­end­ur. Ekki bara þann sem breyt­ing­in er fyrst og fremst hugsuð fyr­ir. Við verðum að vera sveigj­an­leg og brjóta múra ef þess þarf. Til að mynda hvers vegna má barn ekki liggja á gólf­inu ef það er að lesa og læra? Hver seg­ir að lær­dóm­ur þurfi endi­lega að fara fram sitj­andi við borð?

Teymis­kennsla hef­ur verið tek­in upp í mörg­um skól­um og þykir gefa góða raun. Að fleiri en einn kenn­ari deili ábyrgð. Áður var ár­gangi skipt upp og einn kenn­ari með hvern bekk og stuðnings­full­trú­ar sem fylgdu inn í bekki.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Ragn­heiður og Ragn­ar segja að í Nor­egi sé víða verið að breyta kerf­inu á þann veg að þegar ell­efta barnið mæt­ir í bekk­inn komi sjálf­krafa inn ann­ar kenn­ari. Tveggja kenn­ara kerfi og kannski end­ar bekk­ur­inn í 20 börn­um með tvo fag­lærða kenn­ara. Eng­inn aðal­um­sjón­ar­kenn­ari og eng­inn aðal­sér­kenn­ari held­ur skipta þeir á milli sín vinnu með bekk­inn. Víða á Íslandi má einnig finna frá­bær dæmi um tveggja kenn­ara kerfi.

„Á Íslandi eru um 17% nem­enda með form­leg­ar grein­ing­ar. Ég er ekki á því að það verði að greina ákveðinn hóp barna til þess að tryggja að hann fái rétta þjón­ustu. En ekki er endi­lega þörf á að greina alla sem fara í dag í gegn­um slík­ar grein­ing­ar held­ur frek­ar auka skiman­ir. Þetta gæti fært til fjár­magn til auk­ins stuðnings því grein­ing­ar eru dýr­ar og auk þess myndu biðlist­arn­ir stytt­ast. Þess vegna þurf­um við kannski að breyta okk­ar fjár­magns­kerfi á þann hátt að auka sveigj­an­leika inn­an kerf­is­ins. Að þegar barn kem­ur inn í skól­ann þá sé hægt að mæta því án þess að það sé með form­lega grein­ingu. Því miður eru börn stund­um lát­in bíða eft­ir þjón­ustu þangað til grein­ing­in ligg­ur fyr­ir. Þetta er ekki rétt­ur skiln­ing­ur á lög­un­um því sam­kvæmt þeim á barn rétt á þjón­ustu með eða án grein­ing­ar,“ seg­ir Ragn­ar.

Víða á Íslandi má finna frábær dæmi um tveggja kennara …
Víða á Íslandi má finna frá­bær dæmi um tveggja kenn­ara kerfi. mbl.is/​Hari

Ragn­heiður seg­ir að grein­ing­ar séu að sjálf­sögðu nauðsyn­leg­ar en færa mætti þjón­ust­una meira í ráðgjöf og stuðning inn á gólfið líkt og kenn­ar­ar hafa óskað eft­ir og þannig sjái sér­fræðing­ar barnið í því ljósi sem það er all­an dag­inn. En lækn­is­fræðilega mód­elið okk­ar geng­ur út á það að barnið fer í biðröð eft­ir grein­ingu og síðan viðtal kannski mörg­um mánuðum síðar. Eitt af því sem er lagt til af Evr­ópumiðstöðinni er að leggja áherslu á að draga úr form­leg­um kröf­um um grein­ingu. Þær hafi oft leitt til þess að helsta leiðin til að veita nem­end­um, sem eiga erfitt upp­drátt­ar í skóla, viðeig­andi aðstoð er að flokka þá í sam­ræmi við greinda þörf. 

Snemm­tæk íhlut­un er töfra­orð þegar kem­ur að mál­efn­um barna og virðast all­ir þeir sem blaðamaður hef­ur rætt við vera þar sam­mála. Þau Ragn­ar og Ragn­heiður taka und­ir þetta enda sé oft komið snemma í ljós að barnið muni þurfa á stuðningi að halda. Hvort sem það er vegna fé­lags­legra aðstæðna eða af öðrum ástæðum. Að það sé gripið strax og unnið með það allt frá leik­skóla yfir í grunn­skóla.

mbl.is/​Hari

Að sögn Ragn­heiðar sýn­ir út­tekt Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar að mik­il ánægja er með starf leik­skól­anna en það er á marg­an hátt ólíkt því starfi sem er í grunn­skól­an­um. „Við þurf­um að skoða og reyna að út­færa hvernig við get­um yf­ir­fært góðar aðferðir yfir á næsta skóla­stig, grunn­skól­ann. Á því skóla­stigi lær­ir barnið náms­grein­ar en í leik­skól­an­um er verið að kenna færni sem get­ur verið al­gjör grund­völl­ur fyr­ir því að þú get­ir náð ár­angri í bók- og verk­grein­um í grunn­skóla.

Við erum að fá börn inn í skóla­kerfið á ein­um tíma­punkti og það get­ur verið allt að árs­ald­urs­mun­ur á börn­um þegar þau hefja grunn­skóla­göngu. Það hlýt­ur að segja sig sjálft að sá mun­ur geti verið þannig að hann geti skipt sköp­um. Við verðum að taka til­lit til þess og mæta börn­un­um þar sem þau eru stödd,“ seg­ir Ragn­heiður. 

„Við höf­um ekki horft nægj­an­lega til for­varna og snemm­tækr­ar íhlut­un­ar í mennta­kerf­inu og þetta er ein­fald­lega stóra verk­efnið sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir Ragn­ar og að horfa já­kvætt á mennta­kerfið og það góða starf sem þar er unnið, bæt­ir hann við.

 „Við Íslend­ing­ar verðum að hætta að tala niður skól­ann og þá þjón­ustu sem þar er veitt. Sem skóla­maður og for­eldri segi ég alltaf að það sem á sér stað við eld­hús­borðið heima end­ur­spegl­ar mjög viðhorf barns til skól­ans. Ef þú tal­ar stöðugt niður vinnustað barns­ins þíns þá er ekki von á góðu. Við höf­um leyft okk­ur umræðu sem þessa en erum ekki að segja að það megi ekki gagn­rýna kerfið en við meg­um ekki tala svona enda­laust til barn­anna.“

Ragn­heiður tek­ur und­ir með Ragn­ari um ábyrgð okk­ar þegar kem­ur að því hvernig við kom­um fram við aðra og töl­um. „Þú get­ur sett horn­in á þig og stangað alla. En barnið þitt er í grunn­skóla í 10 ár og hvernig haldið þið að barni líði ef það er stöðugt verið að tala niður staðinn sem það dvel­ur lung­ann úr deg­in­um. Við sem sam­fé­lag eig­um að taka hönd­um sam­an og breyta þessu og gera það að verk­efni sam­fé­lags­ins. 

Við erum að tala um tíu ár í lífi mik­il­væg­ustu ein­stak­ling­ana í sam­fé­lag­inu. Ég tek und­ir það með mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra að kenn­ara­starfið er mik­il­væg­asta starfið enda eru þeir að tak­ast á við ótrú­lega mörg krefj­andi en um leið gef­andi verk­efni – að mennta og ala upp. Við eig­um að hætta hnútukasti um hvað skól­inn á að gera og hvað heim­ilið á að gera. Við eig­um öll að sjá um þetta og við ber­um ábyrgð á því að koma börn­um til manns. Að vernda þau og um leið styrkja þau.

Við þurf­um líka að muna að það sem skipt­ir mestu er að börn­un­um líði vel og þau upp­lifi jafn­ræði en það gild­ir ekki um all­ar fjöl­skyld­ur og ein­stak­linga og við meg­um ekki gleyma því að hugsa um þau. Því þó svo að flest­um gangi ágæt­lega eru alltaf ein­hverj­ir sem fara hallloka og okk­ar, sem sam­fé­lags, er að búa til um­hverfiþar  sem þau hverfa ekki á braut vegna þess að þau gef­ast upp,“ seg­ir Ragn­heiður. 

„Mikið óskaplega væri gaman ef foreldrar myndu fylgja börnum sínum …
„Mikið óskap­lega væri gam­an ef for­eldr­ar myndu fylgja börn­um sín­um á þenn­an hátt í skól­ann og hann opna faðm sinn fyr­ir þeim líkt og íþrótta­hreyf­ing­in ger­ir.“ mbl.is/​Hari

Eitt af því sem for­eldr­ar hafa rætt um við blaðamann í vinnslu þess­ara viðtala um mál­efni grunn­skól­ans er mun­ur­inn á milli þess hvað for­eldr­ar barna eru reiðubún­ir að gera þegar kem­ur að íþrótt­um og frí­stund­a­starfi barna sinna og því sem fer fram í skól­um þeirra. For­eldr­ar keyri lands­horna á milli til að fylgja barni sínu í keppni en erfitt er að fá for­eldra til þess að taka þátt í starfi inn­an veggja skól­ans. Að fara í for­eldr­aráð er álitið afplán­un sem fólk „neyðist til“ að gera. Samt eyði börn marg­falt meiri tíma inn­an veggja skól­ans og hann móti framtíð barn­anna senni­lega mest. 

Ragn­ar tek­ur und­ir þetta seg­ist stund­um hafa sagt að mikið óskap­lega væri gam­an ef for­eldr­ar myndu fylgja börn­um sín­um á þenn­an hátt í skól­ann og hann opna faðm sinn fyr­ir þeim líkt og íþrótta­hreyf­ing­in ger­ir. „Skól­inn þarf að taka for­eldr­um meira opn­um örm­um en nú er víða gert og ekki bara líta á þá sem stuðningsaðilar þegar árs­hátíð er til að raða borðum og stól­um held­ur einnig þegar kem­ur að nám­inu því eðli­lega kunna for­eldr­ar best á sín eig­in börn,“ seg­ir Ragn­ar.

„Ef þú færð for­eldra með í verk­efnið þarf að vinna það með nær­gætni. Við vit­um  að það eru ákveðnar kröf­ur til að mynda með heima­nám og vit­um al­veg að það eru heim­ili sem ekki ráða við að fylgja þeim eft­ir. Það er ekki gott fyr­ir barn sem  fær sí­fellt aðfinnslu fyr­ir að vera ekki búið að læra heima. Auðvitað vilj­um við að barn­inu sé fylgt eft­ir í námi af for­eldr­um en við verðum að gæta þess að það verði ekki með þeim hætti að búa til aðgrein­ingu.

 Margt fólk vinn­ur mikið og þarf að vinna mikið og hef­ur þar af leiðandi lít­inn tíma af­lögu. Þess­ir for­eldr­ar hafa ekki endi­lega mögu­leika á að hjálpa barn­inu sínu. Við verðum að hugsa þetta út frá barn­inu og stöðu þess,“ seg­ir Ragn­heiður.

„Grunn­ur að vel­sæld og sam­keppn­is­hæfni þjóða er lagður með góðri mennt­un þegn­anna.  Allt byrj­ar þetta heima og held­ur svo áfram upp öll skóla­stig.  Við ber­um því öll sam­eig­in­lega ábyrgð á að huga sem best að mennt­un og upp­eldi okk­ar yngsta fólks og styðja við hvert annað er kem­ur að flókn­um stund­um í lífi barna, til að líðan þeirra og ár­ang­ur verði sem best­ur,” segja Ragn­heiður og Ragn­ar.

mbl.is