Fáir með eins stundatöflu

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Fáir með eins stundatöflu

Mjög fá börn í níunda og tíunda bekk Réttarholtsskóla eru með eins stundatöflu og börn sem þurfa á stuðningi að halda eða frekari áskoranir fá það í gegnum þær námsleiðir sem þau velja. Þetta getur skólinn gert í krafti stærðarinnar og mannauðs en 400 börn eru í skólanum sem er safnskóli á unglingastigi, segir Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri. Jón Pétur hefur starfað við skólann í rúm 20 ár en hætti sem skólastjóri fyrir rúmu ári síðan. Hann starfaði tímabundið sem aðstoðarmaður Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, en er kominn heim í Réttó.

Fáir með eins stundatöflu

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segir að á sama tíma …
Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segir að á sama tíma og kennsla er eitt erfiðasta starf í heimi sé það um leið mest gefandi og mikilvægasta starf í heimi. mbl.is/Hari

Mjög fá börn í ní­unda og tí­unda bekk Rétt­ar­holts­skóla eru með eins stunda­töflu og börn sem þurfa á stuðningi að halda eða frek­ari áskor­an­ir fá það í gegn­um þær náms­leiðir sem þau velja. Þetta get­ur skól­inn gert í krafti stærðar­inn­ar og mannauðs en 400 börn eru í skól­an­um sem er safn­skóli á ung­linga­stigi, seg­ir Jón Pét­ur Zimsen aðstoðarskóla­stjóri. Jón Pét­ur hef­ur starfað við skól­ann í rúm 20 ár en hætti sem skóla­stjóri fyr­ir rúmu ári síðan. Hann starfaði tíma­bundið sem aðstoðarmaður Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, en er kom­inn heim í Réttó.

Mjög fá börn í ní­unda og tí­unda bekk Rétt­ar­holts­skóla eru með eins stunda­töflu og börn sem þurfa á stuðningi að halda eða frek­ari áskor­an­ir fá það í gegn­um þær náms­leiðir sem þau velja. Þetta get­ur skól­inn gert í krafti stærðar­inn­ar og mannauðs en 400 börn eru í skól­an­um sem er safn­skóli á ung­linga­stigi, seg­ir Jón Pét­ur Zimsen aðstoðarskóla­stjóri. Jón Pét­ur hef­ur starfað við skól­ann í rúm 20 ár en hætti sem skóla­stjóri fyr­ir rúmu ári síðan. Hann starfaði tíma­bundið sem aðstoðarmaður Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, en er kom­inn heim í Réttó.

Rétt­ar­holts­skóli hef­ur verið safn­skóli á ung­linga­stigi allt frá stofn­un árið 1956 eða í rúm 60 ár. Um 400 nem­end­ur eru í skól­an­um og flest­ir þeirra koma úr Bú­staða- og Smá­í­búðahverfi, Foss­vogs­hverfi og Gróf­inni en auk þess stunda marg­ir nem­end­ur úr öðrum hverf­um og sveit­ar­fé­lög­um nám við Rétt­ar­holts­skóla. Nem­end­um við skól­ann hef­ur fjölgað mikið á síðustu árum en ekki er langt síðan þeir voru inn­an við 300 tals­ins. 

Reynt að höfða til flestra með auknu náms­fram­boði

Nem­end­ur í Rétt­ar­holts­skóla hafa staðið sig mjög vel í PISA-könn­un­um og öðrum þátt­um sem kannaðir eru s.s. einelti, líðan, ánægja for­eldra ofl. Fyr­ir nokkr­um árum var ákveðið inn­an skól­ans að grípa til aðgerða varðandi bráðger börn á sama tíma reynt er höfða til sem flestra. „Við eig­um auðveld­ara með það en marg­ir aðrir skól­ar þar sem þetta er stór safn­skóli með mik­inn mannauð. Þetta skil­ar ár­angri, nem­end­um líður enn bet­ur, skóla­menn­ing­in er já­kvæð og dríf­andi og all­ir leggj­ast á ár­arn­ar til að skapa sem allra bestu aðstæður fyr­ir nem­end­ur þannig að þeir nái að fóta sig og þrosk­ist. Hliðar­af­urðir eru svo ár­ang­ur í skóla­starfi t.d. í PISA-könn­un­inni árið 2012 og 2015 og von­andi 2018,“ seg­ir Jón Pét­ur. 

Að hans sögn var skoðað hvernig hægt væri að kafa dýpra í kennslu í ýms­um bók­leg­um grein­um og boðið uppá enn meira val í verk- og list­grein­um. „Með öðrum orðum við juk­um náms­fram­boð nem­enda og ákváðum einnig að þeir fengju líka tæki­færi til að dýpka sig í mörg­um fög­um með því að bjóða upp á nokkra valáfanga ýms­um náms­grein­um. Þetta hef­ur hald­ist svona síðan. Hér eru um 130-140 börn í ár­gangi þannig að þetta er mögu­legt en er mun erfiðara, að ég held, í fá­menn­um skól­um,“ seg­ir Jón Pét­ur.

Meðatal Réttarholtsskóla 2015 er hærra en þess ríkis sem skoraði …
Meðatal Rétt­ar­holts­skóla 2015 er hærra en þess rík­is sem skoraði hæst inn­an OECD mbl.is/​Hari

„Stund­um flókið að koma til móts við alla en við reyn­um. Kenn­ar­ar hafa metnað fyr­ir að veita þess­um nem­end­um kennslu við hæfi líkt og öðrum sem hér stunda nám. Það sem hins veg­ar skipt­ir mestu og er það mik­il­væg­asta í starfi hvers skóla er að krökk­um líði sem best. Það skipt­ir miklu meira máli en þau æði áfram í námi,“ seg­ir hann. Það að tengj­ast nem­end­um og skapa þannig skóla­menn­ingu að all­ir fái sinn sess og fái að vera þeir sjálf­ir, að all­ir skipti máli, eyk­ur lík­urn­ar mikið á því ár­ang­ur ná­ist.

Börn sem þurfa auk­inn stuðning fá hann í gegn­um þær náms­leiðir sem þau velja. Nem­end­ur geta verið í minni hóp­um með meiri stuðning sem miðar að því að all­ir nem­end­ur bæti við þekk­ingu sína í nám­inu. Í stað þess að vera í náms­um­hverfi sem viðkom­andi nem­andi ræður kannski ekki við, seg­ir Jón Pét­ur og seg­ir að reynt sé að klæðskerasauma nám hvers og eins nem­enda við skól­ann. „Auðvitað tekst það ekki alltaf í öll­um til­vik­um en við ger­um okk­ar besta,“ seg­ir Jón Pét­ur og seg­ir að ung­ling­arn­ir velji sjálf, í sam­ráði við kenn­ara og for­eldra, hvaða leið þau taka í nám­inu. 

Í síðustu PISA-könn­un­um hef­ur hlut­fall ís­lenskra nem­enda sem standa sig af­bragðsvel farið lækk­andi og var ein­ung­is 3,8% árið 2015. Þessu er aft­ur á móti öf­ugt farið í Rétt­ar­holts­skóla þar sem nem­end­um gekk vel í PISA árið 2012 og enn bet­ur 2015. Fróðlegt verður að sjá hver ár­ang­ur nem­enda skól­ans hef­ur verið 2018 en það ligg­ur ekki fyr­ir fyrr en í des­em­ber, seg­ir Jón Pét­ur. Það er ánægju­legt að meðatal skól­ans 2015 er hærra en þess rík­is sem skoraði hæst inn­an OECD. Hann tek­ur fram að PISA-könn­un­in sé ekk­ert al­gilt mæli­tæki en í dag sé þetta eina leiðin, fyr­ir þetta ald­ur­bil, til þess að sjá hvernig nem­end­ur hér á landi standi sig í alþjóðleg­um sam­an­b­urði í þeim þátt­um sem PISA mæl­ir.

„Námsskráin og matsviðmiðin áttu að vera tæki til samræmingar þannig …
„Náms­skrá­in og matsviðmiðin áttu að vera tæki til sam­ræm­ing­ar þannig að nem­end­ur væru metn­ir á jafn­rétt­is­grunni úr nám­skránni sem því miður virðist ekki hafa náð í gegn,“ seg­ir Jón Pét­ur. mbl.is/​Hari

Hefði þurft meiri kraft í inn­leiðing­una og for­ystu 

Eitt af því sem hef­ur verið gagn­rýnt harðlega af for­eld­um, nem­end­um og skóla­fólki í sam­töl­um við blaðamann er inn­leiðing á nýj­um hæfni- og matsviðmiðum með breyt­ing­un­um sem gerðar voru á aðal­nám­skrá árið 2011 og 2013. For­eldr­ar sem blaðamaður hef­ur rætt við kvarta yfir mis­mun­andi túlk­un á þess­um viðmiðum, A í ein­um skóla þýði ekki endi­lega það sama og A í öðrum og koll af kolli. Ótt­ast ýms­ir að þetta geti haft áhrif á stöðu barna þeirra þegar sótt er um fram­halds­skóla með þeim af­leiðing­um að nem­andi sem kem­ur úr skóla þar sem hærri ein­kunn­ir eru gefn­ar fái frek­ar inni í skóla en sá sem kem­ur úr skóla þar sem ekki sama ein­kunna­bóla rík­ir. 

Jón Pét­ur seg­ir að ef þetta er upp­lif­un for­eldra, nem­enda og skóla­fólks virðist sem inn­leiðing­in hafi ekki tek­ist sem skyldi. „Þetta á að vera al­veg skýrt en ég tel að það hafi þurft meiri kraft í inn­leiðing­una og for­ystu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að skóla­stjórn­end­ur hefðu vænt­an­lega þurft meiri aðstoð því þetta var ekki bara stigs­breyt­ing held­ur eðlis­breyt­ing á skóla­starfi í heild sinni. Í þess­ari nám­skrá er ein­blínt á hæfni síður en þekk­ingu. Nú eru Sví­ar t.d. að end­ur­skoða sína nám­skrá og ætla að setja fókus­inn meira á þekk­ingu enda er hún und­ir­staða hæfni. Þeir hafa verið í svipuðum vanda og við, með keim­líka nám­skrá, þar sem ár­ang­ur, vinna og skiln­ing­ur á hæfni­miðari nám­skrá hef­ur ekki skilað því sem menn ætluðu sér.

„Það þarf mikla inn­leiðingu, aðstoð og hjálp þegar jafn stór breyt­ing og þessi er gerð. Töl­urn­ar voru kannski t.d. niðurstaða af þriggja mánaða náms­efni eða eins árs á meðan bók­staf­irn­ir eru vís­un í ákveðinn sam­ræmd­an texta sem all­ir eiga að fara eft­ir skv. lög­um. Í tölu­einnk­un­um gat t.d. verið ólíkt vægi vinnu­ein­kunn­ar eða þekk­ing­ar­ein­kunn­ar, í mis­mun­andi skól­um, í loka­ein­kunn og einnig voru viðmið fyr­ir töl­urn­ar ekk­ert sam­ræmd. Náms­skrá­in og matsviðmiðin áttu að vera tæki til sam­ræm­ing­ar þannig að nem­end­ur væru metn­ir á jafn­rétt­is­grunni úr nám­skránni sem því miður virðist ekki hafa náð í gegn,“ seg­ir Jón Pét­ur.

„Við sem samfélag verðum að hjálpa krökkunum að takast á …
„Við sem sam­fé­lag verðum að hjálpa krökk­un­um að tak­ast á við þá ábyrgð sem fylg­ir tækn­inni og sam­fé­lags­miðlum." mbl.is/​Hari

Flókn­ara að meta hæfni en þekk­ingu

Að hans sögn get­ur verið flókn­ara að meta hæfni en þekk­ingu og oft erfiðara. Eðli­lega þyki for­eldr­um, börn­um og kenn­ur­um sér­stakt þegar tækið (nám­skrá­in) er ekki notað eins og á að nota það. Þetta þurfi að laga enda vilji kenn­ar­ar vinna vinn­una sína vel og ekki upp­lifa óör­yggi. 

Spurður út í starf kenn­ara seg­ir Jón Pét­ur að á sama tíma og kennsla er eitt erfiðasta starf í heimi sé það um leið mest gef­andi og mik­il­væg­asta starf í heimi. „Þess vegna er svo mik­il hætta á að fólk brenni út þegar það eigi erfitt með að vinna eft­ir því sem nám­skrá­in boðar. Kenn­ari verður að gæta þess að koma á móts við sem flesta krakka og þá eru þau lík­legri til sam­starfs. Ég upp­lifi það að viðhorfið til kenn­ara og grunn­skól­ans sé að breyt­ast og þar skipt­ir miklu máli það átak sem mennta­málaráðuneytið fór í ásamt há­skól­um við að hvetja fólk til kenn­ara­náms. Það er unnið frá­bært starf í öll­um skól­um um allt land vil ég meina og fullt af frá­bæru hug­sjón­ar­fólki sem starfar við kennslu,“ seg­ir Jón Pét­ur.

Hann seg­ir mikið álag á ungu fólki í dag og líf þeirra nán­ast í beinni út­send­ingu á sam­fé­lags­miðlum. Þetta þurfi skóla­fólk að hafa í huga og vera stans­laust á verði og vak­andi fyr­ir öllu því sem get­ur get­ur farið af stað þegar allt ger­ist svona hratt.

„Hér skipt­ir svo miklu að tengj­ast krökk­un­um og hlusta á þá. Að börn finni að þau skipti máli og í skól­an­um séu þau kom­in á svæði þar sem þeim líði vel og upp­lifi ör­yggi. Að þau upp­lifi skól­ann þannig að þau geti farið til full­orðna fólks­ins rætt við það um öll mál. Að traust ríki inn­an skól­ans og milli skól­ans og heim­ila,“ seg­ir Jón Pét­ur.

Hann seg­ir að margt sé hægt að gera til að tryggja að svo sé. Meðal ann­ars með því að ræða við börn­in um að bera ábyrgð. Að níða ekki skó­inn af öðrum á net­inu enda vit­ir þú aldrei hvenær er komið að þér eða hvaða áhrif nei­kvæðar at­huga­semd­ir  og skila­boð hafa á aðra.

„Við sem sam­fé­lag verðum að hjálpa krökk­un­um að tak­ast á við þá ábyrgð sem fylg­ir tækn­inni og sam­fé­lags­miðlum. Tækn­in er kom­in til að vera og við þurf­um að læra að nota hana á ábyrg­an hátt. Sýna ábyrgð í ra­f­ræn­um sam­skipt­um, hvort held­ur sem það eru sam­skipti manna á milli eða á milli skóla og heim­il­is,“ seg­ir Jón Pét­ur Zimsen.

mbl.is