Hagræðing með ömurlegum afleiðingum

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Frábær hagræðing með ömurlegum afleiðingum

„Skóli án aðgreiningar snýst um grundvallaratriði, það er að menntun sé mannréttindi. Eitthvað sem hefur verið metnaður Norðurlandaþjóðanna, að seinka uppskiptingu nemenda í mismunandi hópa. Hluti af því að skapa samfélag með skólum þar sem ólíkir félagshópar mætast á jafningjagrunni. Öll umræða um skóla án aðgreiningar verður að ganga út frá þessari sýn okkar um að menntunin eigi að vera fyrir alla en síðan er mismunandi hvernig við skipuleggjum hana,“ segir Gunnlaugur Magnússon, lektor við háskólann í Uppsölum.

Frábær hagræðing með ömurlegum afleiðingum

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Gunnlaugur Magnússon, lektor við háskólann í Uppsölum
Gunnlaugur Magnússon, lektor við háskólann í Uppsölum mbl.is/Hari

„Skóli án aðgrein­ing­ar snýst um grund­vall­ar­atriði, það er að mennt­un sé mann­rétt­indi. Eitt­hvað sem hef­ur verið metnaður Norður­landaþjóðanna, að seinka upp­skipt­ingu nem­enda í mis­mun­andi hópa. Hluti af því að skapa sam­fé­lag með skól­um þar sem ólík­ir fé­lags­hóp­ar mæt­ast á jafn­ingja­grunni. Öll umræða um skóla án aðgrein­ing­ar verður að ganga út frá þess­ari sýn okk­ar um að mennt­un­in eigi að vera fyr­ir alla en síðan er mis­mun­andi hvernig við skipu­leggj­um hana,“ seg­ir Gunn­laug­ur Magnús­son, lektor við há­skól­ann í Upp­söl­um.

„Skóli án aðgrein­ing­ar snýst um grund­vall­ar­atriði, það er að mennt­un sé mann­rétt­indi. Eitt­hvað sem hef­ur verið metnaður Norður­landaþjóðanna, að seinka upp­skipt­ingu nem­enda í mis­mun­andi hópa. Hluti af því að skapa sam­fé­lag með skól­um þar sem ólík­ir fé­lags­hóp­ar mæt­ast á jafn­ingja­grunni. Öll umræða um skóla án aðgrein­ing­ar verður að ganga út frá þess­ari sýn okk­ar um að mennt­un­in eigi að vera fyr­ir alla en síðan er mis­mun­andi hvernig við skipu­leggj­um hana,“ seg­ir Gunn­laug­ur Magnús­son, lektor við há­skól­ann í Upp­söl­um.

Hug­takið skóli án aðgrein­ing­ar – mennt­un fyr­ir alla – er ekki nýtt af nál­inni en með Salamanca-yf­ir­lýs­ing­unni sem var samþykkt af Sam­einuðu þjóðunum árið 1994 kem­ur hug­takið fyrst fram í ís­lenskri tungu. Þegar ákveðið var að óska eft­ir því að Evr­ópumiðstöð um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir yrði feng­in til að gera út­tekt á fram­kvæmd mennta­stefnu um skóla án aðgrein­ing­ar á Íslandi árið 2015 var horft til þess að á sama tíma og nem­end­um í grunn­skól­um lands­ins hafi fækkað hafi nem­end­um sem nutu sér­kennslu eða stuðnings til náms fjölgað. Að vísu hef­ur nem­end­um fjölgað á ný en nem­end­um sem njóta sér­kennslu og stuðnings til náms hef­ur fjölgað og eru nú um 30%. Meiri­hluti þeirra, eða um 17%, eru með form­lega grein­ingu sem er miklu hærra hlut­fall en geng­ur og ger­ist ann­ars staðar í Evr­ópu. Tvö­falt fleiri dreng­ir en stúlk­ur eru með form­lega grein­ingu á Íslandi. 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Sam­hliða fjölg­un kenn­ara með kennslu­rétt­indi fjölgaði þeim nem­end­um sem njóta sér­kennslu og stuðnings. Stuðnings­full­trú­um fjölgaði enn­frem­ur um rúm 19% milli 2003 og 2012. Gögn­in sýndu jafn­framt að al­mennt er litið svo á að hug­mynda­fræði um skóla án aðgrein­ing­ar er já­kvæð og að það er mik­il­vægt að öll börn eigi kost á að sækja nám í heima­skóla.

Niðurstaða skýrslu sem unn­in var um skóla án aðgrein­ing­ar á Íslandi er sú að flest­ir þeirra sem sinna mennta­mál­um, á hvaða skóla­stigi sem þeir starfa, telja nú­ver­andi til­hög­un fjár­veit­inga og regl­ur um ráðstöf­un fjár hvorki taka mið af jafn­ræðis­sjón­ar­miðum né hug­mynd­um um skil­virkni og styðji ekki við skóla án aðgrein­ing­ar. Einnig tal­ar margt starfs­fólk skóla um ófull­nægj­andi stuðning með mennt­un án aðgrein­ing­ar að leiðarljósi. Auk þess ef­ast marg­ir starfs­menn skóla um að grunn­mennt­un þeirra og/​eða tæki­færi til fag­legr­ar starfsþró­un­ar nýt­ist sem skyldi til und­ir­bún­ings fyr­ir skólastarf án aðgrein­ing­ar. 

Ekki sparnaðar­tæki

Gunn­laug­ur seg­ir að með skóla án aðgrein­ing­ar hafi orðið til ný hugs­un hvað varðar sér­kennslu því ljóst sé að flokk­un nem­enda í minni hópa í gegn­um sér­kennslu virkaði ekki  nægj­an­lega vel. Bæði hafi verið um dýrt úrræði að ræða og nem­end­ur sem fara í slík sér­tæk úrræði fengu ekki það út úr úrræðinu sem ætl­ast var til.

Aft­ur á móti þegar nem­end­ur eru færðir úr dýr­um sér­tæk­um úrræðum í al­menna skóla án þess að pen­ing­ur fylgi með er það eng­um til góðs en hægt er að ná fram frá­bærri hagræðingu með öm­ur­leg­um af­leiðing­um því ekki er komið til móts við fé­lags­leg­ar eða náms­leg­ar aðstæður nem­andans með því að nota hug­takið skóla án aðgrein­ing­ar sem sparnaðar­tæki.

„Ef þú ert tek­inn al­farið út úr bekk og farið hæg­ar yfir náms­efnið nærðu aldrei skóla­fé­lög­un­um og ert allaf í sér­kennsl­unni. Þetta bitn­ar mjög á fé­lags­færni nem­enda. Þetta eru líka siðferðis­lega hæp­in rök þar sem þetta snert­ir alls kon­ar nem­enda­hópa og oft aðra en þá sem eru með sérþarf­ir náms­lega séð, til að mynda nem­end­ur með fatlan­ir. Það get­ur verið erfitt að draga mörk­in og það er vanda­málið. Við höf­um séð nem­end­ur slæðast með sem ekki eru með námserfiðleika eða eitt­hvað annað svo sem Róma­börn sem eru flokkuð með sérþarf­ir í Slóven­íu og fleiri lönd­um án þess að nokkuð annað búi að baki flokk­un­inni en upp­runi þeirra. Við verðum að muna og það er gríðarlega mik­il­vægt í allri umræðu um þessi mál að skóli án aðgrein­ing­ar snýst ekki bara um börn með sérþarf­ir. Þetta snýst um alla nem­end­ur. Snýst aldrei „bara“ um sér­kennslu held­ur kennslu hvernig við skipu­leggj­um kennslu og skólastarf,” seg­ir Gunn­laug­ur.

Skóli án aðgrein­ing­ar er verk­færi til þess að lag­færa fyr­ir­bæri sem er til staðar – skól­ann. Stefn­an skóli án aðgrein­ing­ar verður til vegna þess að við erum með skóla­kerfið – ann­ars myndi skóli án aðgrein­ing­ar ekki vera til. Skóli án aðgrein­ing­ar er hluti af póli­tískri umræðu og flókið sam­safn póli­tískra hug­mynda og hvernig eigi að reka skóla og hvernig þeir eigi að vera. Fyr­ir vikið þýðir skóli án aðgrein­ing­ar mis­mun­andi fyr­ir­brigði eft­ir því hver er að tala um það og í hvaða sam­hengi,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Fjölmargir hlýddu á fyrirlestur Gunnlaugs um skóla án aðgreiningar í …
Fjöl­marg­ir hlýddu á fyr­ir­lest­ur Gunn­laugs um skóla án aðgrein­ing­ar í sum­ar. mbl.is/​Hari

Snýst ekki um að skella öll­um inn í sama bekk

Hann tek­ur Svíþjóð sem dæmi en hann hef­ur búið þar und­an­far­in 17 ár og lauk þaðan doktors­námi nám­skrár og kennslu­fræðum árið 2015. Mennta­mál hafa verið of­ar­lega í umræðu  sænsku stjórn­mál­anna síðastliðin ár ekki síst vegna versn­andi geng­is í PISA-könn­un­um.

„Und­an­farið hef­ur blossað upp póli­tísk umræða í Svíþjóð um skóla án aðgrein­ing­ar þar sem sagt er að skóli án aðgrein­ing­ar hafi gengið of langt. Þar er talað um að það verði að auka hlut sér­skóla og sinna sérþörf­um bet­ur. Ef við erum að tala um skóla án aðgrein­ing­ar sem skóla þar sem börn­um með sérþarf­ir er skellt inn í 30 manna bekk þá erum við flest ef ekki öll sam­mála um að þar hafi verið gengið of langt,” seg­ir Gunn­laug­ur.

Í Svíþjóð rík­ir mik­ill kenn­ara­skort­ur og talið að það vanti 40-60 þúsund kenn­ara til starfa á sama tíma og stór­ir hóp­ar þeirra eru á leið á eft­ir­laun og stór­ir barna­hóp­ar að koma í skóla, seg­ir Gunn­laug­ur. Á sama tíma hef­ur ekki verið fallið frá skatta­lækk­un­um hægri stjórn­ar­inn­ar þannig að tekj­ur hins op­in­bera hafa minnkað sam­fara færri ein­stak­ling­um á vinnu­markaði sem greiða skatta en um leið fjölg­ar þeim sem þurfa á þjón­ustu vel­ferðar­kerf­is­ins að halda. 

Þegar sveit­ar­fé­lög­in tóku við ábyrgð á skóla­kerf­inu í Svíþjóð árið 1990 tvö­faldaðist fjöldi nem­enda sem voru send­ir í sér­kennslu, seg­ir Gunn­laug­ur og seg­ir mis­mun­inn á milli sveit­ar­fé­laga mjög áber­andi vegna ólíkr­ar fjár­hags­stöðu þeirra.

„Mik­il­vægi um­hverf­is­ins ligg­ur ekki bara í kennsl­unni, fé­lags­skapn­um eða bekkn­um held­ur líka í efna­hags­leg­um raun­veru­leika skóla­kerf­is­ins. Skóli án aðgrein­ing­ar þarf að keppa við markaðsvæðingu mennt­unn­ar. Þetta hef­ur haft auk­in áhrif á aðskilnað. Úrræði og starfs­fólk skól­anna þýðir að eins­leitni skóla eykst og um leið safn­ast nem­end­ur sem þurfa á sérstuðningi á að halda á ákveðna skóla,“ seg­ir hann.

„Einka­væðing ábyrgðar,“ seg­ir Gunn­laug­ur og vís­ar til þess að hið op­in­bera skjóti ábyrgðinni á mennt­un æ oft­ar á börn­in og fjöl­skyld­urn­ar. „Skól­ar minna æ meira á verk­smiðjur sem fram­leiða viðráðan­lega ein­stak­linga fyr­ir at­vinnu­markaðinn og ár­ang­ur­inn er mæld­ur í skil­virkni náms­hæfni og náms­ár­angri,“ seg­ir Gunn­laug­ur í sam­tali við blaðamann mbl.is.

Skóli án aðgreiningar er verkfæri til þess að lagfæra fyrirbæri …
Skóli án aðgrein­ing­ar er verk­færi til þess að lag­færa fyr­ir­bæri sem er til staðar – skól­ann. mbl.is/​Hari

Í grein sem Gunn­laug­ur ritaði í Kjarn­ann í fyrra seg­ir hann að í mennta­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins sé margt sem minni á sænska skóla­kerfið og markaðsvæðingu þess.

„Sví­þjóð er nú mark­aðsvædd­asta mennta­kerfi heims og glím­ir við af­leið­ing­ar sams­kon­ar menntaum­bóta og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill inn­leiða. Mið­stýr­ing mennta­kerf­is­ins var minnkuð til muna í Sví­þjóð á ní­unda og tí­unda ára­tugn­um og fjár­hags­leg ábyrgð færð yfir á sveit­ar­fé­lög­in. Einnig voru kynnt til sög­unn­ar lög sem veittu ein­stak­lingn­um aukið val­frelsi og ýttu þannig und­ir sam­keppni milli skóla um fjár­magnið sem nem­end­ur bera með sér. Þannig var opnað fyr­ir sjálf­stætt rekna skóla sem fjár­magn­aðir eru með al­manna­fé frá sveit­ar­fé­lög­unum gegn­um eins­kon­ar ávís­un eða  „voucher“ sem fylg­ir nem­and­anum til þess skóla sem val­inn er. Rök­in sem voru færð fyr­ir breyt­ing­unum voru að þetta væri skref í rétta átt í frjáls­lyndu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi þar sem þeir sem nýttu sér þjón­ust­una fengju meira vald. Að auki myndi það auka fjöl­breytni í skóla­kerf­inu þar sem fleiri væru um hit­una og þyrftu að skapa nýj­ar hug­mynd­ir og starfs­hætti til að lokka til sín kúnn­ana. Þetta myndi auka gæði skóla­starfs og þekk­ingu nem­end­anna. Sam­keppn­in myndi að lok­um verða til þess að lé­leg­um skól­um yrði lokað og aðeins þeir „góðu“ lifa af. Gagn­rýn­end­um var bent á að ótti um að mark­aðsvæð­ing myndi leiða til auk­inn­ar mis­skipt­ing­ar væri raka­laus. Frjálst val um skóla myndi vera verk­færi til að auka jafn­rétti þar sem nem­end­ur sem væru ann­ars fast­ir í lé­leg­um skól­um í slæm­um hverf­um myndu geta valið að fara í betri skóla án nokk­urs auka­kostn­aðar (skóla­kerfið sænska er enn nán­ast al­gjör­lega gjald­frjálst fyr­ir nem­end­ur).

Staðan í dag er sú að sænska skóla­valið hef­ur hvorki leitt til neinn­ar veru­legr­ar ný­sköp­unar í skóla­starfi né kennslu þó að færa megi rök fyr­ir að ný­sköp­un í mark­aðs­her­ferðum skól­anna hafi auk­ist til muna. Það eru ýmis merki um að auk­in mið­stýr­ing sé að vaxa fram inn­an þessa ann­ars dreif­stýrða kerf­is, ann­ars veg­ar því ríkið þarf að þróa um­svifa­ríkt eft­ir­lits­kerfi til að fylgj­ast með gæðum starfs­ins og hins veg­ar vegna þess að rekstr­ar­að­ilar einka­rek­inna skóla verða færri og stærri og fyr­ir vikið eru fleiri skól­ar sem starfa eins, eins­kon­ar McDon­ald­is­er­ing á skóla­kerf­inu gegn­um mynd­un skóla­keðja. Sí­vax­andi hagn­aður einka­rek­inna skóla, fjár­magn­aður af skatt­fé ætl­uðu til mennt­unar barna, er einnig þyrn­ir í aug­um kjós­enda þótt flest­ir stjórn­mála­flokk­ar hér­lend­is séu treg­ir til verka hvað það varð­ar. Fjöldi rann­sókna hef­ur sýnt fram á að mis­skipt­ing hef­ur auk­ist mjög á und­an­förn­um 20 árum, bæði milli land­svæða, þar sem mis­stór sveit­ar­fé­lög hafi mis­mikið bol­magn til að standa und­ir skól­un­um, inn­an borga og bæja, þar sem hverfa­mun­ur er mik­ill hvað varðar fé­lags­leg­an bak­grunn nem­anda, sem hef­ur bæði áhrif skóla­starfið og orðstír skól­anna, og náms­ár­ang­ur. Einnig hef­ur borið á því að einka­rekn­ir skól­ar neiti nem­end­um um skóla­vist ef nem­end­urn­ir telj­ast geta valdið fjár­hags­leg­um eða skipu­lags­leg­um erf­ið­leik­um (s.s. nem­end­ur með sér­þarf­ir) og að einka­rekn­ir skól­ar skapi sér nýja mark­aði með auk­inni aðlög­un að sér­stök­um mark­hóp­um, t.d. þjóð­ar­bak­grunn, trú­ar­brögð eða þörf fyr­ir ein­hvers­kon­ar sér­tæk úrræði. Þannig skap­ast mark­aður fyr­ir eins­kon­ar sér­skóla, sem veld­ur minni fjöl­breytni nem­enda í skóla­kerf­inu al­mennt en sér­stak­lega í ein­stök­um skól­um og minni úrræðum til að glíma við sér­þarf­ir þegar úrræðin safn­ast á einka­rekna „sér­skóla“,“seg­ir í grein Gunn­laugs frá því í mars 2018.

Verðbólga í ein­kunna­gjöf í kjöl­far sam­keppni

Hann seg­ir að mun­ur milli barna með inn­flytj­enda­bak­grunn og inn­lend­an bak­grunn hafi hvergi auk­ist meira en í Sví­þjóð. Skóla­valið hafi ýtt und­ir fé­lags­lega flokk­un á nem­end­um, börn efn­aðra, hvítra Svía sækja í sí­fellt meira mæli í ákveðna skóla meðan börn verr staddra for­ráða­manna og börn með er­lend­an bak­grunn safn­ast í aðra.

„Einnig hef­ur verð­bólga hlaupið í ein­kunn­ir í kjöl­far sam­keppn­inn­ar og kenn­arar hafa meðal ann­ars vakið at­hygli á þrýst­ingi frá skóla­stjór­um og stjórn­end­um sem vilja halda ein­kunn­um við ásætt­an­leg mörk svo orðstír skól­ans bíði ekki hnekki. Ein­kunn­ir skól­anna eru því ekki alltaf í sam­ræmi við þekk­ingu barn­anna sam­kvæmt sam­ræmd­um próf­um. Ný­lega kom í ljós að börn úr einka­rekn­um skól­um hefja gjarn­an há­skóla­nám með hærri ein­kunn­ir en börn úr skól­um rekn­um af sveit­ar­fé­lög­um en geng­ur verr í téðu há­skóla­námi sem ýtir und­ir nið­ur­stöður rann­sókna um að ein­kunna­verðbólg­an sé stærra vanda­mál í einka­reknu skól­unum þótt hún sé vissu­lega til staðar í sveit­ar­fé­laga­skól­um,“ seg­ir enn­frem­ur í grein Gunn­laugs.

Ein­kunn­in 5 meira krafta­verk en 10 hjá öðrum

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Gunn­laug­ur að markaðsvæðing skóla­starfs­ins laumi sér inn á Íslandi sem og í Svíþjóð. Til að mynda þegar farið er horfa á skóla­kerfið sem þjón­ustu hvort sem greitt er fyr­ir hana eða ekki. „Þá ert þú orðin kúnni sem átt rétt á þjón­ustu og get­ur kraf­ist henn­ar af kenn­ar­an­um  sem fær þá ákveðið ábyrgðar­hlut­verk sem á að vera hægt að refsa fyr­ir eða umb­una. Í þeim lönd­um þar sem laun hafa verið tengd við ár­ang­ur kenn­ara eða ánægju kúnn­anna hef­ur það ekki haft góð áhrif til lengd­ar,“ seg­ir hann.

Þetta hef­ur alls ekki góð áhrif á starf skól­ans og hef­ur í mörg­um til­vik­um leitt til svindls því kenn­ar­ar verða ör­vænt­ing­ar­full­ir í að reyna að halda starf­inu.

Gunnlaugur Magnússon, lektor við háskólann í Uppsölum, segir að með …
Gunn­laug­ur Magnús­son, lektor við há­skól­ann í Upp­söl­um, seg­ir að með skóla án aðgrein­ing­ar hafi orðið til ný hugs­un hvað varðar sér­kennslu mbl.is/​Hari

„Tök­um góða kenn­ara sem hafa lyft Grett­i­staki við að styðja við nem­enda­hóp sem kannski er ekki að fá næg­an stuðning heima fyr­ir. Nem­end­ur sem svo sann­ar­lega sýna góðan ár­ang­ur í námi. Þetta þýðir að þeir fá hærri ein­kunn­ir en þeir hefðu ann­ars fengið. En hvorki þeir né kenn­ar­inn fá umb­un fyr­ir því mæl­ing­in virk­ar ekki þannig. Því þess­ir nem­end­ur eru ekki meðal af­reksnem­enda.

Ef þú ert með nem­end­ur, sem eru marg­ir hverj­ir fá­tæk­ir og eru kannski ekki með tungu­málið með sér, en kenn­ari nær þeim yfir fimm í ís­lensku þá er það miklu meira krafta­verk held­ur en að nem­end­ur sem eru all­ir með há­skóla­menntaða for­eldra sem hjálpa til við heima­námið og fá all­ir 10 í ein­kunn.

Hvernig á að mæla er líka vanda­mál. Markaðsvæðing náms snýst mikið um hugs­un­ar­hátt okk­ar til mennt­unn­ar. Hvað er það sem við ætl­umst til þess að skól­arn­ir geri. Af hverju að hafa skóla? Er það til þess að mennta fólk fyr­ir at­vinnu­markaðinn? Er það til þess að mennta fólk til þátt­töku í lýðræðinu? Er það til þess að skapa ein­stak­linga sem finna til sam­kennd­ar og er um­hugað um aðra? Sjá gildi í því að við séum mis­mun­andi eða er það til þess að þú náir að upp­fylla þín mark­mið?” spyr Gunn­laug­ur.

mbl.is/​Hari

Eitt af því sem var áber­andi þegar blaðamaður ræddi við for­eldra um grunn­skól­ann og skóla án aðgrein­ing­ar var að marg­ir sögðu: Skóli án aðgrein­ing­ar er fal­leg hug­mynd en hún virk­ar ekki. Spurður út í þetta seg­ir Gunn­laug­ur að þegar við erum að tala um skóla án aðgrein­ing­ar erum við oft að tala um mis­mun­andi hluti.

„Þegar fólk seg­ir að skóli án aðgrein­ing­ar sé fal­leg hug­mynd en hún virki ekki þá er fólk að tala um að setja nem­end­ur inn í bekk án þeirra úrræða sem þeir þurfa á að halda. Ekki að tala um að breyta skóla­starf­inu. Það eru eig­in­lega all­ir sam­mála um að það er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að taka nem­anda sem þarf á aðstoð að halda og setja hann inn í bekk án aðstoðar. Allt aðrar for­send­ur eru í litl­um hóp­um en í stór­um bekkj­um og það eru alltaf ein­hverj­ir nem­end­ur sem ekki ráða við þess­ar stóru bekkj­ar­deild­ir. En við eig­um ekki að fórna hug­mynd­inni um skóla án aðgrein­ing­ar vegna þess að ein út­gáfa af henni virk­ar ekki. Verðum að leita leiða til að bæta stöðuna í stað þess að henda hug­mynd­inni.

Ég vil meina að við eig­um að gefa skóla án aðgrein­ing­ar al­menni­leg­an séns. Ræða hvað  skóli án aðgrein­ing­ar eigi að vera, hvernig við ætl­um  að ná því og grund­vallarpunkt­ur­inn verður að vera mennt­un sé mann­rétt­indi og við séum að reyna að búa til sam­fé­lag framtíðar­inn­ar. Ekki bara að koma nem­end­um í gegn­um skól­ann þannig að þeir geti tekið þátt í at­vinnu­markaðnum. Held­ur forma rík­is­borg­ara fyr­ir lýðræðis­sam­fé­lag framtíðar­inn­ar. Þau þurfa að geta talað við hvert annað og búið sam­an,” seg­ir Gunn­laug­ur.

Þegar fólk segir að skóli án aðgreiningar er falleg hugmynd …
Þegar fólk seg­ir að skóli án aðgrein­ing­ar er fal­leg hug­mynd en hún virk­ar ekki þá er fólk að tala um að setja nem­end­ur inn í bekk án þeirra úrræða sem þeir þurfa á að halda. Ekki að tala um að breyta skóla­starf­inu. mbl.is/​Hari

Blönd­un skil­ar betri ár­angri

Hann bend­ir á að kenn­ar­ar sem fara í gegn­um kenn­ara­nám læri og hafi all­ar for­send­ur til þess að vera sveigj­an­leg­ir í kennsl­unni. Það er að leyfa hverj­um nem­anda að njóta sín. En þegar þeir eru komn­ir út í skól­ana geta þess­ar for­send­ur brostið eða að minnsta kosti breyst og verið ólík­ar á milli skóla.

„Á meðan skól­ar eru flokkaðir eft­ir ein­kunn­um á sam­ræmd­um próf­um, sem er hluti af markaðsvæðing­unni, þegar það er alltaf sett á odd­inn, miss­um við hæfi­leik­ann til þess að vera sam­an – að hugsa um og hlúa að sam­skipt­um og sam­vinnu fólks á milli, ekki síst milli kenn­ara og nem­enda. En þegar ár­ang­ur skóla, ekki síst á sam­ræmd­um próf­um og PISA er það sem einkum er horft til hverf­ur þetta. Orðspor skóla hef­ur líka áhrif á getu hans til þess að vera skóli án aðgrein­ing­ar. Eins þegar blönd­un­in hverf­ur og eft­ir standa börn sem eru af er­lend­um upp­runa eða börn sem búa við erfiðar aðstæður. Ábyrgðinni er varpað á for­eldra – að þeir velji góðan skóla fyr­ir börn sín. Að það sé á þeirra ábyrgð að hafa ekki valið nægj­an­lega góðan skóla fyr­ir börn sín í stað þess að hið op­in­bera beri ábyrgð á því að all­ir for­eldr­ar fái góða mennt­un fyr­ir börn sín. Ýmis­legt sem bend­ir til þess að blönd­un skili betri ár­angri,” seg­ir Gunn­laug­ur.

mbl.is/​Hari

Í aðal­nám­skrá er kveðið á um ein­stak­lings­miðað nám sem merk­ir að námið er sniðið að hverj­um ein­stak­lingi þannig að mark­miðin sem hann vinn­ur að og verk­efn­in sem hann fæst við eru í sam­ræmi við þroska hans, getu og áhuga.

Gunn­laug­ur seg­ir að normal­kúrf­an geti virkað sem mynd­lík­ing um hvernig skól­inn sinni þeim sem eru á breiða svæðinu, það er meðal­nem­and­an­um. Skóli án aðgrein­ing­ar snú­ist um að breikka þetta bil – að þeir sem séu á jaðrin­um í báðar átt­ir fái það sem þeir þurfa. Það er ein­stak­lings­miðað nám.

„En á sama tíma erum við að tala um ein­stak­lings­miðað nám í 30 barna bekk með einn kenn­ara og gef­ur auga leið að það geng­ur ekki upp. Kerfið seg­ir að við ætl­um að bjóða upp á ein­stak­lings­miðað nám þar sem all­ir nái mark­miðum sín­um á gefn­um tíma­punkti. En við vit­um að þetta geng­ur ekki upp. Ákveðinn lógísk­ur árekst­ur er þegar við segj­um all­ir eigi að fá að þrosk­ast á sín­um hraða og að all­ir eigi að ná mark­miðium nám­skrár­inn­ar á ákveðnum tíma­punkti.

Hér er það ekki endi­lega nem­andinn sem er vanda­málið held­ur er það skól­inn því hann nær ekki að sinna þessu. Samt eru fyrstu viðbrögðin þau að halda því fram að eitt­hvað sé að kenn­ur­un­um en það er held­ur ekki rétt því þeir hafa ekki for­send­ur eða þau verk­færi til þess að geta sinnt hlut­verki sínu. Er þá eitt­hvað að skóla­stjór­an­um eða stjórn­end­um? Nei þeir fá sinn ramma frá yf­ir­völd­um,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Ganga þarf út frá fjölbreytileika. Að nemendur séu mismunandi.
Ganga þarf út frá fjöl­breyti­leika. Að nem­end­ur séu mis­mun­andi. mbl.is/​Hari

Á þá að hætta við þessa hug­mynd um ein­stak­lings­miðað nám í skóla án aðgrein­ing­ar og samþykkja markaðsvæðingu skól­ans?

„Nei, segi ég því að þeir sem setja kröf­urn­ar og stefn­una, þið sem skrifuðuð und­ir Salamanca-yf­ir­lýs­ing­una og fengið Evr­ópu­stofn­un­ina til að taka út kerfið eigið að standa með skól­an­um og veita hon­um úrræði og for­send­ur. Eitt­hvað sem þarf ekki  endi­lega að snú­ast um pen­inga, held­ur úrræði sem gefa þeim færi á að sinna því starfi sem þeim er sett að gera.

Al­veg sama hvort það er skóli án aðgrein­ing­ar, ein­stak­lings­miðað nám eða hvað annað. Þar stend­ur hníf­ur­inn í kúnni. Stjórn­mála­menn, sem eru kosn­ir til fjög­urra ára í senn vilja gjarna nota fög­ur orð en ekki endi­lega veita úrræðin sem þarf. Því það kost­ar meðal ann­ars pen­inga auk ann­ars og það fer ekki sam­an að lækka skatta á sama tíma og gef­in eru lof­orð um að bæta stöðu mennta­kerf­is­ins,” seg­ir Gunn­laug­ur.

Ef þú ætlar að einhvern tíma að ná markmiðinu um …
Ef þú ætl­ar að ein­hvern tíma að ná mark­miðinu um skóla án aðgrein­ing­ar þá þarftu ein­fald­lega að rífa niður skóla­starfið í heild og byggja það upp á ný. mbl.is/​Hari

Verðum að viður­kenna fjöl­breyti­leika

Spurður út í hvað sé til ráða seg­ir Gunn­laug­ur að seg­ir að eitt af því fyrsta sem þurfi að gera sé að viður­kenna og ganga út frá fjöl­breyti­leika. Að nem­end­ur séu mis­mun­andi og að það þurfi að veita kenn­ur­um úrræði og tíma til að ræða kennslu, ræða nem­end­ur sína.

„Ég hugsa að marg­ir kenn­ar­ar vildu frek­ar hafa tíma til að ræða starfið sitt og þróa það í stað þess að fá endi­lega hærri laun. Starfsaðstæður kenn­ara séu fag­leg­ar og veiti þeim úrræði og vald til þess að gera hlut­ina. Mis­mun­andi kennsluaðferðir, gott náms­efni fyr­ir mis­mun­andi for­send­ur. Eitt af því vænt­an­lega að minnka bekki og skapa úrræði. Ef ekki er hægt að minnka grunn­ein­ing­una þá að skapa aðstæður þannig að hægt sé að vinna í minni hóp­um og skipu­lagt skóla­starfið á þann hátt. Ekki er nóg að fjölga kenn­ur­um inni í rým­inu held­ur verður rýmið að vera þannig að það henti til kennslu.

Ef þú ætl­ar að ein­hvern tíma að ná mark­miðinu um skóla án aðgrein­ing­ar þarftu ein­fald­lega að rífa niður skóla­starfið í heild og byggja það upp á ný. Það þýðir að þú vé­feng­ir ald­urs­skipt­ingu. Vé­feng­ir hluti eins og einn kenn­ari á 30 nem­end­ur, vé­feng­ir rýmið. Þetta er aldrei að fara að ger­ast og alls ekki víst að þetta væri held­ur það rétta. Það sem við þurf­um að gera er að vé­fengja stofn­un­ina og kerfið. Ann­ars náum við ekki lengra. Lang­tíma­mark­mið er það sem skipt­ir miklu máli og að sleppa klisj­um eins og að við ætl­um að vera með „heims­ins besta skóla­kerfi“ o.fl. sem er merk­ing­ar­laust mark­mið þótt það hljómi voðal­ega vel í kosn­inga­bar­átt­unni,“ seg­ir Gunn­laug­ur Magnús­son, lektor við há­skól­ann við Upp­söl­um, en hann hef­ur unnið fjöl­marg­ar rann­sókn­ir á skóla­starfi og ritað gagn­rýnd­ar grein­ar um skóla án aðgrein­ing­ar og ein­stak­lings­miðað nám.

mbl.is