Framlög án kröfu um greiningar

Skóli fyrir alla? | 16. september 2019

Framlög án kröfu um greiningar

Menntamálaráðuneytið hyggst hefja tilraunaverkefni með fjórum sveitarfélögum þar sem unnið verður markvisst að því að fjárframlög fari í auknum mæli til íhlutunar- og forvarnarstarfs, án kröfu um greiningar. Að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eru ráðuneytin í mjög góðu samstarfi við sveitarstjórnarstigið. Mikilvægt sé að vinna þvert á ráðuneyti og sinna börnum áður en það er orðið of seint. 

Framlög án kröfu um greiningar

Skóli fyrir alla? | 16. september 2019

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Hari

Mennta­málaráðuneytið hyggst hefja til­rauna­verk­efni með fjór­um sveit­ar­fé­lög­um þar sem unnið verður mark­visst að því að fjár­fram­lög fari í aukn­um mæli til íhlut­un­ar- og for­varn­ar­starfs, án kröfu um grein­ing­ar. Að sögn Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, eru ráðuneyt­in í mjög góðu sam­starfi við sveit­ar­stjórn­arstigið. Mik­il­vægt sé að vinna þvert á ráðuneyti og sinna börn­um áður en það er orðið of seint. 

Mennta­málaráðuneytið hyggst hefja til­rauna­verk­efni með fjór­um sveit­ar­fé­lög­um þar sem unnið verður mark­visst að því að fjár­fram­lög fari í aukn­um mæli til íhlut­un­ar- og for­varn­ar­starfs, án kröfu um grein­ing­ar. Að sögn Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, eru ráðuneyt­in í mjög góðu sam­starfi við sveit­ar­stjórn­arstigið. Mik­il­vægt sé að vinna þvert á ráðuneyti og sinna börn­um áður en það er orðið of seint. 

„Við verðum að treysta kenn­ur­um bet­ur til þess að ákveða hvaða börn þurfa á aukn­um stuðningi að halda án þess að þess sé kraf­ist að grein­ing liggi að baki stuðningn­um.“ Enda eiga nem­end­ur rétt á því að komið sé til móts við námsþarf­ir þeirra. Eitt af því er að hvetja sveit­ar­fé­lög­in til að koma með ný viðmið þegar kem­ur að fjár­út­hlut­un til mennta­mála. Það er allt annað að hjálpa barni með lestr­arörðug­leika eða les­blindu þegar það er 7 ára eða þegar það er komið á unglings­ár og komið í hættu á að falla á milli kerfa.

Aðstoða grunn­skóla­stigið enn frek­ar

„Ég tel að setja eigi lestr­ar­kennslu inn í leik á leik­skóla­stig­inu en leik­skól­arn­ir eru það skóla­stig sem við get­um verið einna stolt­ust af í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Mín skoðun er að við eig­um að nýta okk­ur það og eins að aðstoða grunn­skóla­stigið enn frek­ar. Til þess þurf­um við að gera okk­ur grein fyr­ir því í hvað all­ir þess­ir fjár­mun­ir eru að fara. Því háar fjár­hæðir renna til mennta­mála á Íslandi og við erum í þriðja sæti meðal OECD-ríkj­anna þegar kem­ur að fjár­mögn­un grunn­skól­anna á eft­ir Lúx­em­borg og Nor­egi. Ríkj­um með hæstu þjóðar­tekj­ur á íbúa.

Mitt mark­mið er að vinna með sveit­ar­fé­lög­un­um að þessu og eins að bæta stöðu kenn­ara. Við eig­um að hlusta á kenn­ara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er skylda stjórn­valda að skoða álagsþætt­ina. Þessi fjöldi nem­enda sem er með grein­ing­ar, en hér á landi eru tæp­lega 17% nem­enda með grein­ing­ar á meðan meðaltalið í ríkj­um OECD er 4,5%, hlýt­ur að vera álagsþátt­ur í starfi kenn­ara. Get­um við aðstoðað börn­in fyrr þannig að áhyggj­ur og álag á kenn­ara minnki?“ spyr Lilja. 

Hún seg­ir að ef mennta­kerfið á Íslandi eigi að vera framúrsk­ar­andi verði að hafa þrennt í huga. Í fyrsta lagi að mik­il­væg­asta starfið er kennsla. Í öðru lagi að stjórn­mála­menn for­gangs­ræði bæði fjár­mun­um og orðræðu. Orðræða um hvað varðar mennt­un skipt­ir máli og í þriðja lagi að gleyma því aldrei að all­ir geti lært. Ef okk­ur tekst að tengja þetta allt sam­an hef ég mikla trú á því að okk­ur tak­ist þetta ætl­un­ar­verk okk­ar - að vera í fremstu röð,“ seg­ir Lilja.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Starfs­um­hverfi kenn­ara verði framúrsk­ar­andi

„Við þurf­um að vera til­bú­in að fjár­festa í mennta­kerf­inu og gæta þess að mik­il­væg­asta starfs­fólk­inu okk­ar, kenn­ur­un­um, sé umb­unað og þeir starfi við góðar aðstæður. Við kepp­um að því að starfs­um­hverfi kenn­ara á öll­um skóla­stig­um verði framúrsk­ar­andi,“ seg­ir  mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Hún seg­ir að þetta eigi að vera sam­vinnu­verk­efni alls sam­fé­lags­ins og þar sé eng­inn und­an­skil­inn. „Álagið hef­ur auk­ist í breyttu sam­fé­lagi og við verðum að vera þátt­tak­end­ur í því að móta framtíð barna og ung­menna. Ekki varpa ábyrgðinni al­farið á skól­ann held­ur á þetta að vera verk­efni okk­ar allra. Þannig náum við best­um ár­angri,“ seg­ir Lilja sem hef­ur ekki farið leynt með þá skoðun sína að kenn­ara­starfið sé mik­il­væg­asta starfið í ís­lensku sam­fé­lagi.

Þetta hef­ur skilað ár­angri því umræðan um kennslu og kenn­ara hef­ur breyst mikið á síðustu mánuðum. Um­sókn­um um kenn­ara­nám fjölg­ar veru­lega á milli ára, þar á meðal um­sókn­um um grunn­nám í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum við Há­skóla Íslands um 45%. Karl­kyns um­sækj­end­um fjölgaði í þeim hópi en um helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám í Há­skóla Íslands en í fyrra og þre­falt fleiri í nám í leik­skóla­kenn­ara­fræðum. Þá fjölgaði einnig um­sókn­um um nám leiðsagna­kenn­ara. Loka­árið í kenn­ara­námi er orðið starfs­nám og kenn­ara­nem­ar hafa mögu­leika á styrkj­um upp á 800 þúsund krón­ur þegar þeir hafa skilað meist­ara­verk­efni sínu.

Lilja seg­ir að þetta sýni að ef vilj­inn er fyr­ir hendi og samstaða næst, eins og var í þessu til­viki með átak­inu Komdu að kenna, sé allt hægt. 

Sjá þarf til þess að bráðger börn finni sig í …
Sjá þarf til þess að bráðger börn finni sig í skóla­kerf­inu. Það hafi ekki verið gert nægj­an­lega og tryggja þurfi að þau fái áskor­an­ir við sitt hæfi. mbl.isi/​Hari

Að sögn Lilju hafði hún meðal ann­ars í huga finnsku aðferðina þegar hún tók við starfi mennta­málaráðherra en meg­in­inn­tak henn­ar er að um­bæt­ur á skóla­kerf­um snú­ist um að skapa ungu fólki ákjós­an­leg­ar aðstæður til að verða áhuga­sam­ir náms­menn, ánægðir ein­stak­ling­ar og skiln­ings­rík­ir, hug­mynda­rík­ir borg­ar­ar. 

Fagráð í stærðfræði

„Lyk­ill­inn að því að skóla­kerfið sé framúrsk­ar­andi er að fólk geri sér grein fyr­ir þess­ari miklu auðlind,  kenn­ur­un­um. Þetta bygg­ist allt á þeim. Við þurf­um að taka af­stöðu til allskon­ar erfiðra siðferðis­legra spurn­inga á næstu miss­er­um. Til þess verðum við að vera með sam­fé­lag sem er vel upp­lýst og get­ur rýnt sér til gagns. Niður­stöður PISA-könn­un­ar­inn­ar árið 2015 sýndu að 29% ís­lenskra drengja væru í lægstu hæfniþrep­um prófs­ins og gætu ekki lesið sér til gagns. Annað sem kem­ur fram í PISA er mik­il fækk­un af­burðanem­enda og að nem­end­um með litla getu hef­ur fjölgað. Haustið 2015 var sett af stað þjóðarátak um læsi og núna ætl­um við að skipa fagráð í stærðfræði. Við verðum að taka stærðfræðina sömu tök­um og við erum að taka lest­ur­inn,“ seg­ir Lilja sem er mjög hlynnt les­fim­i­próf­un­um sem lögð eru fyr­ir þris­var yfir vet­ur­inn í grunn­skól­um lands­ins.

Sumir foreldrar kvarta undan of ítarlegum og illskiljanlegum upplýsingum þar …
Sum­ir for­eldr­ar kvarta und­an of ít­ar­leg­um og illskilj­an­leg­um upp­lýs­ing­um þar sem mis­mund­andi lit­ir eru notaðir til að segja til um færni. mbl.is/​Hari

„Ég vil að við för­um í svipaðar aðgerðir í stærðfræði þannig að þris­var yfir vet­ur­inn geti for­eldr­ar og börn fylgst með í stærðfræði. Stærðfræðilæsi hef­ur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Af hverju er þetta svona? Þetta er al­var­legt og ekki boðlegt. Ég hef veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðu Íslands í sam­an­b­urði við önn­ur ríki, ekki endi­lega hvaða stig við erum að fá held­ur hver staða okk­ar er í sam­an­b­urðinum,“ seg­ir Lilja.

Andreas Schleicher, yf­ir­maður mennta­mála hjá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD), tel­ur að bilið á milli þess sem ís­lenskt sam­fé­lag þarfn­ist frá mennta­kerf­inu og þess sem mennta­kerfið skil­ar til sam­fé­lags­ins sé ekki að minnka, held­ur að breikka. Hann er þó bjart­sýnn á ýms­ar þær aðgerðir sem gripið hef­ur verið til í mennta­mál­um hér á landi, en legg­ur áherslu á að lang­tíma­mark­mið þurfi ávallt að ráða för þegar hugað sé að mennta­mál­um. Schleicher kom hingað til lands í sum­ar og að sögn Lilju er hann reiðubú­inn til að aðstoða ís­lensk stjórn­völd við að koma á breyt­ing­um á mennta­stefnu lands­ins en til stend­ur að leggja fram nýja mennta­stefnu, sem á að gilda til árs­ins 2030, á vorþingi. 

Tryggja þarf áskor­an­ir fyr­ir bráðger börn

Eitt af því sem Schleicher benti á í viðtali við blaðamann mbl.is í sum­ar er að ekki sé fylgst nægj­an­lega vel með framúrsk­ar­andi nem­end­um og að nem­end­ur fái tæki­færi til þess að þróa hæfi­leika sína. Í síðustu PISA-könn­un­um hef­ur hlut­fall ís­lenskra nem­enda sem standa sig af­bragðsvel farið lækk­andi og var ein­ung­is 3,8% árið 2015.

Lilja tek­ur und­ir þetta og seg­ir að það verði að sjá til þess að bráðger börn finni sig í skóla­kerf­inu. Það hafi ekki verið gert nægj­an­lega og tryggja þurfi að þau fái áskor­an­ir við sitt hæfi. „Ég get tekið Rétt­ar­holts­skóla sem dæmi en þar meta ung­ling­arn­ir sjálf­ir hvar þeir eru stadd­ir og þetta kerfi hef­ur gengið mjög vel. Ef þau vilja fara hraðar og um leið dýpra ofan í náms­efnið hafa þau kost á því. Rétt­ar­holts­skóli skor­ar mjög hátt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en þar, líkt og víðar í stærri safn­skól­um á ung­linga­stigi, er lögð áhersla á fag­kennslu.

Í þess­um skól­um er bæði stutt vel við börn sem þurfa mik­inn stuðning og eins af­burðanem­end­ur með því að fara bæði hraðar í náms­efnið og dýpra. Þetta tel ég að sé mun betri leið en að flýta börn­um í námi sem hef­ur verið sú leið sem bráðger­um börn­um hef­ur stund­um verið boðið upp á. Við eig­um að geta sinnt þeim á þeirra ald­urs­stigi þar sem þau fá að velja sjálf og ef þau eru ekki að ráða við náms­efnið geta þau breytt um hraða á yf­ir­ferð. Þannig læra þau líka að axla ábyrgð á eig­in námi,“ seg­ir Lilja. 

Hvers vegna ekki leyfa þeim sem tala pólsku að fá …
Hvers vegna ekki leyfa þeim sem tala pólsku að fá hana metna inn í stað dönsku? mbl.is/​Hari

Skól­arn­ir sitja uppi með vanda­málið

Skóla­fólk sem og for­eldr­ar kvarta sum­ir und­an breyt­ing­unni sem varð á aðal­nám­skránni fyr­ir nokkr­um árum. Hún sé flók­in og ekki hafi verið staðið nægj­an­lega vel að inn­leiðingu henn­ar. Eft­ir­fylgni af hálfu hins op­in­bera hafi skort og skól­arn­ir setið uppi með vanda­málið án stuðnings frá þeim sem settu fram nám­skrána. Það hafi jafn­vel farið svo mik­il orka í það hjá kenn­ur­um og skóla­stjórn­end­um að vinna í verk­efn­um tengd­um henni að það hafi bitnað á kennsl­unni. Mest er kvartað und­an hæfniviðmiðum sem séu ein­fald­lega öm­ur­leg, ekki síst í nátt­úru- og sam­fé­lags­grein­um. 

Eitt af því sem bæði kem­ur fram í út­tekt Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir og í sam­töl­um blaðamanns við skóla­fólk og for­eldra er að oft er óljóst hvers er  kraf­ist af kenn­ur­um varðandi náms­mat og fyr­ir for­eldra að fá upp­lýs­ing­ar á manna­máli um stöðu barna sinna í námi. Sum­ir for­eldr­ar kvarta und­an of ít­ar­leg­um og illskilj­an­leg­um upp­lýs­ing­um þar sem mis­mun­andi lit­ir eru notaðir til að segja til um færni. Aðrir kvarta um að fá litl­ar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar um stöðu barna sinna og að stund­um skorti jafn­vel á sam­ræmi milli viðmiða milli kenn­ara inn­an sama skóla. Á sama tíma kvarta kenn­ar­ar yfir því að hæfni- og matsviðmiðin í aðal­nám­skránni séu oft of flók­in og of víðtæk. Það sé ekki vinn­andi veg­ur að skrá þetta allt skil­merki­lega fyr­ir hvern og einn nem­anda á sama tíma og þeir eigi að sinna sínu helsta verk­efni - að kenna.

Að sögn Lilju er verið að skoða þessi mál og greini­legt að vinna þurfi bet­ur í fram­kvæmd­inni. Gerð var könn­un á inn­leiðingu á aðal­nám­skrá grunn­skóla frá 2011 og 2013 með það að mark­miði að skoða hvernig skól­um hef­ur gengið að inn­leiða nám­skrána og verða niður­stöður nýtt­ir til að fara í úr­bæt­ur, m.a. hvaða varðar bætta inn­leiðingu og skýr­ari fram­setn­ingu aðal­nám­skrár í náms­mati. Að því verður unnið í sam­starfi ráðuneyt­is­ins og sveit­ar­stjórn­arstigs­ins. Eitt af því sem Schleichers segi er að miðstýr­ing­in sé of lít­il í ís­lensku mennta­kerfi og mikið frjáls­ræði. Það sé eitt af því sem verði að skoða við gerð nýrr­ar mennta­stefnu. 

All­ir þurfa að vera sam­stiga

Lilja seg­ir nauðsyn­legt að end­ur­gjöf skóla­kerf­is­ins verði gerð skýr­ari og marg­ir hafi kvartað yfir breyt­ing­unni úr tölu­stöf­um í bók­stafi og að all­ir, hvort sem það eru skól­ar eða heim­ili, séu sam­stiga þar. „Ég er hlynnt sam­ræmd­um könn­un­ar­próf­um en þau þurfa ekk­ert endi­lega að vera byggð upp eins og þau eru í dag. Ég tel að þau stuðli að jöfnuði í kerf­inu og gefi góða mynd af því hvar börn­in standa í námi og eins í sam­an­b­urði við önn­ur börn. Sam­an­b­urður­inn get­ur verið erfiður og ég skil mæta­vel að það séu ekki all­ir sátt­ir við hann en ég held að hann sé eitt þeirra tækja sem hægt er að nota til að sjá hvar skór­inn krepp­ir og brugðist við með snemm­tækri íhlut­un í stað þess að við missa allt of stór­an hóp út úr fram­halds­skól­un­um,“ seg­ir Lilja. 

Tæknin getur nýst vel í kennslu.
Tækn­in get­ur nýst vel í kennslu. mbl.is/​Hari

Þegar horft er á töl­ur um brott­fall úr skól­um á Íslandi sést að staða barna með annað móður­mál en ís­lensku er verri en annarra ís­lenskra barna. Lilja seg­ir að hlúa þurfi sér­stak­lega vel að þess­um hópi barna. „Við erum að kort­leggja stöðu þeirra á landsvísu og ég vil að þessi börn hafi sömu tæki­færi til að stunda nám við fram­halds­skóla og þetta verður að breyt­ast ef við ætl­um að vera land sem er í fremstu röð. Ríkj­um eins og Kan­ada og Sviss hef­ur tek­ist vel til og við eig­um að læra af því sem skilað hef­ur ár­angri er­lend­is.  

Öll börn sem búa á Íslandi eiga sama rétt, alltaf

For­eldr­ar þess­ara barna koma hingað og leggja sitt af mörk­um til hag­kerf­is­ins og okk­ur ber sem sam­fé­lagi að veita þess­um börn­um framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Öll börn sem búa á Íslandi eru ís­lensk og eiga öll að eiga sama rétt, alltaf.

Við eig­um að leggja áherslu á að þau fái góða ís­lensku­kennslu og fái tæki­færi til að nota ís­lensku inn­an veggja skól­ans. Ein af for­send­um þess að Ísland verði í fremstu röð er að fólk vilji koma hingað og búa. Eitt af því er að leyfa börn­um sem tala pólsku að fá hana metna inn í stað dönsku líkt og við ger­um fyr­ir börn sem tala sænsku eða norsku. Þessi börn eru að koma með frá­bæra þekk­ingu inn í ís­lenskt sam­fé­lag. Þekk­ingu sem við eig­um að meta og bera virðingu fyr­ir án þess að ég sé að gera lítið úr dönsku,“ seg­ir Lilja. 

Hún seg­ir að eitt af því sem hægt sé að gera til þess að styðja börn með annað tungu­mál sé að koma upp svipuðum fart­eym­um og Reykja­vík­ur­borg er kom­in með varðandi stuðning við börn með hegðun­ar­vanda. Að kenn­ar­ar, sem eru sér­menntaðir í að sinna börn­um með annað tungu­mál, auk tal­meina­fræðinga fari á milli skóla og styðji við nem­end­ur sem þess þurfa. 

Nær öll börn á grunn­skóla­aldri ganga í al­menna grunn­skóla en um 2-3% nem­enda eru í sér­skól­um. Sveit­ar­fé­lög greiða all­an rekstr­ar­kostnað al­mennra grunn­skóla og þau greiða sjálf­stætt rekn­um grunn­skól­um fram­lag sem nem­ur að minnsta kosti 75% af vegnu meðaltali heild­ar­rekstr­ar­kostnaðar. 

„Í grunn­skóla eiga all­ir nem­end­ur rétt á að stunda nám við sitt hæfi. Tæki­fær­in eiga að vera jöfn óháð at­gervi og aðstæðum hvers og eins. Þess er því gætt að tæki­fær­in ráðist ekki af því hvort nem­andi er af ís­lensku bergi brot­inn eða af er­lend­um upp­runa. Þau eru óháð því hvort um drengi eða stúlk­ur er að ræða, hvar nem­andi býr, hverr­ar stétt­ar hann er, hvaða trú­ar­brögð hann aðhyll­ist, hver kyn­hneigð hans er, hvernig heilsu­fari hans er háttað eða hvort hann býr við fötl­un eða hverj­ar aðstæður hans eru,“ seg­ir í aðal­nám­skrá grunn­skóla.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið. mbl.is//​Hari

For­eldr­arn­ir á hliðarlín­unni

Lilja seg­ir að í henn­ar drauma­skóla­kerfi fái all­ir mennt­un við hæfi. All­ir skipti máli og all­ir geti lært. „Ég er hins­veg­ar á því ef við veit­um börn­um betri þjón­ustu í sér­skól­um þá eigi for­eldr­ar og börn að hafa val um það. Ég tel að val­frelsi og að for­eldr­ar sýni skóla­göngu barna sinna áhuga sé ein skýr­asta vís­bend­ing­in um að barn­inu muni ganga vel í líf­inu. Við meg­um aldrei van­meta for­eldra og þeirra þátt­töku í lífi og verk­efn­um barna sinna. Ég myndi vilja sjá þetta viðhorf koma skýr­ar fram í mennta­kerf­inu líkt og við sjá­um í íþrótt­un­um. Þar sjá­um við for­eldra á hliðarlín­unni all­ar helg­ar. Þetta þekkja for­eldr­ar og ég segi fyr­ir mig að ég væri til í að gera það sama varðandi lest­ur og stærðfræði. En þá þurf­um við að til­einka okk­ur það hug­ar­far og muna að gagn­rýn­in hugs­un hef­ur aldrei verið jafn mik­il­væg og nú vegna þess mikla áreit­is sem við búum við. Við get­um líka nýtt tækn­ina bet­ur í þágu þessa, skól­arn­ir geta lagt sitt af mörk­um til þess að halda utan um  þessi tækna og tryggja að upp­lýs­ing­ar sem henni tengj­ast skili sér á upp­byggi­leg­an hátt til barna,“ seg­ir Lilja. 

Að sögn Lilju eru Norðmenn framar­lega í að nýta sér tækn­ina við kennslu, til að mynda í stærðfræði. Hún seg­ist binda von­ir við að þetta komi til með að breyt­ast hér og um leið geti þetta bætt stöðu ís­lenskra drengja en miklu fleiri strák­ar en stelp­ur eru með form­leg­ar grein­ing­ar á Íslandi. Þeir standa mun verr að vígi í lestri og lesskiln­ingi en stelp­ur á grunn­skóla­aldri. Eitt af því sem er til skoðunar inn­an mennta­málaráðuneyt­is­ins er hvort hægt sé að nýta gervi­greind varðandi færni í ís­lensku. „Tækn­in er frá­bær svo lengi sem það erum við sem stjórn­um henni en ekki öf­ugt,“ seg­ir hún og bæt­ir við að miklu skipti einnig að bæk­ur séu í boði fyr­ir börn. Brýn­ast er þó ekki hvað sé lesið eða hvar, held­ur að það sé gert og það helst á hverj­um degi.

mbl.is