Bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma óskaði eftir greiðslustöðvun (Chapter 11) í gær en unnið er að dómsátt sem felur í sér að fyrirtækið muni greiða yfir 10 milljarða Bandaríkjadala í bætur vegna ópíóíðafaraldursins vestanhafs.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma óskaði eftir greiðslustöðvun (Chapter 11) í gær en unnið er að dómsátt sem felur í sér að fyrirtækið muni greiða yfir 10 milljarða Bandaríkjadala í bætur vegna ópíóíðafaraldursins vestanhafs.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma óskaði eftir greiðslustöðvun (Chapter 11) í gær en unnið er að dómsátt sem felur í sér að fyrirtækið muni greiða yfir 10 milljarða Bandaríkjadala í bætur vegna ópíóíðafaraldursins vestanhafs.
Lyfjafyrirtækið framleiðir verkjalyfið OxyContin en talið er að lyfið eigi einna mestan hlut að máli í þeim faraldri fíknar sem geisað hefur í ríkjum Bandaríkjanna. Þúsundir lögsókna bíða fyrirtækisins um öll Bandaríkin.
Talið er að samkomulagið verði samþykkt af dómstól og með því verði hægt að meta virði Purdue áður en farið verður að greiða út bætur.
Yfir 400 þúsund manns hafa dáið úr ofskömmtun ópíóíðalyfja á sama tíma og lyfjaframleiðendur hafa rakað inn milljörðum dala í hagnað á sölu lyfjanna. Árið 2017 létust 47 þúsund Bandaríkjamenn af ofskömmtun ópíóíðalyfja, heróíns og fentanýl.
Purdue Pharma, sem er í eigu Sackler-fjölskyldunnar, gerði fyrstu dómsáttina í mars og var hún við Oklahoma-ríki.
Eignir Sackler-fjölskyldunnar eru metnar á annan tug milljarða Bandaríkjadala. Fjölskyldan hefur verið áberandi í kastljósi fjölmiðla vegna þeirra fjölmörgu dómsmála sem hafa verið höfðuð að undanförnu. Líkt og fjallað hefur verið um á mbl.is hefur fjölskyldan lagt háar fjárhæðir í alls konar menningartengd málefni sem og vísindastarf og menntun. Bæði breskar og bandarískar stofnanir hafa að undanförnu tilkynnt að þær séu hættar að þiggja fé frá fjölskyldunni eftir að hafa þegið frá þeim háar fjárhæðir áratugum saman.