Greining orðin töfraorð

Skóli fyrir alla? | 17. september 2019

Greining orðin töfraorð

Að horfa á barnið sitt gráta mánuð eftir mánuð yfir því að þurfa að takast á við daginn á stað þar sem því líður illa er eitt það versta sem foreldrar þurfa að upplifa. Að kerfið sem á að halda utan um barnið þitt er ekki að gera það og upplifun þín og barnsins er sú að kerfið hafi nákvæmlega engan áhuga á að sinna því. Þetta er upplifun foreldra drengs sem ár eftir ár fékk ekki þann stuðning sem hann þurfti þar sem hann var ekki greindur með sérþarfir. 

Greining orðin töfraorð

Skóli fyrir alla? | 17. september 2019

Ársæll Már Arnarsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ársæll Már Arnarsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. mbl.is/Hari

Að horfa á barnið sitt gráta mánuð eft­ir mánuð yfir því að þurfa að tak­ast á við dag­inn á stað þar sem því líður illa er eitt það versta sem for­eldr­ar þurfa að upp­lifa. Að kerfið sem á að halda utan um barnið þitt er ekki að gera það og upp­lif­un þín og barns­ins er sú að kerfið hafi ná­kvæm­lega eng­an áhuga á að sinna því. Þetta er upp­lif­un for­eldra drengs sem ár eft­ir ár fékk ekki þann stuðning sem hann þurfti þar sem hann var ekki greind­ur með sérþarf­ir. 

Að horfa á barnið sitt gráta mánuð eft­ir mánuð yfir því að þurfa að tak­ast á við dag­inn á stað þar sem því líður illa er eitt það versta sem for­eldr­ar þurfa að upp­lifa. Að kerfið sem á að halda utan um barnið þitt er ekki að gera það og upp­lif­un þín og barns­ins er sú að kerfið hafi ná­kvæm­lega eng­an áhuga á að sinna því. Þetta er upp­lif­un for­eldra drengs sem ár eft­ir ár fékk ekki þann stuðning sem hann þurfti þar sem hann var ekki greind­ur með sérþarf­ir. 

Hann skipti um skóla eft­ir nokk­ur ár í fyrsta skól­an­um. Um­sjón­ar­kenn­ar­inn þar fann hon­um allt til foráttu og sagði hann ein­fald­lega ómögu­leg­an. „Þegar ég spurði hann hvort hann gæti ekki bent á eitt­hvað já­kvætt við barnið mitt og hans styrk­leika, leit hann und­an og sagði ekki neitt. Þá ákvað ég að taka barnið mitt úr skól­an­um. Ef þetta var viðhorf þess sem hafði mest um barnið mitt að segja í skól­an­um var hann greini­lega ekki á rétt­um stað, hvorki dreng­ur­inn minn né kenn­ar­inn,“ seg­ir móðir sem blaðamaður ræddi við.

Við að skipta um skóla varð mik­il breyt­ing á líðan hans fé­lags­lega. Þrátt fyr­ir að mjög vel sé haldið utan um hann í þess­um skóla fundu for­eldr­arn­ir að það var ekki nóg. Það var eitt­hvað að. Hann tók öll skimun­ar­próf sem í boði voru, les-, skrif- og stærðfræðiblindu en aldrei kom neitt í ljós. Fjöl­skyld­an býr svo vel að geta leitað eft­ir fag­legri aðstoð út fyr­ir kerfið og hjá stórri sál­fræðiþjón­ustu fengu þau góða þverfag­lega þjón­ustu.

Við að skipta um skóla varð mikil breyting á líðan …
Við að skipta um skóla varð mik­il breyt­ing á líðan hans fé­lags­lega. mbl.is/​Hari

Kerfið sagði að ekk­ert væri að

„Staða hans var kort­lögð og þá sá maður kerfi eins og maður vildi að það virkaði. Ólík­ir fagaðilar tóku viðtöl bæði við hann og okk­ur for­eldr­ana og farið var ofan í rót­ina á vanda hans. Í ljós kom að hann er með ADHD. Hann fékk fljót­lega lyf og teymið vann með skól­an­um ásamt hon­um og okk­ur að því að finna góða lausn á skóla­göngu hans,“ seg­ir móðir drengs­ins og bæt­ir við að ef hún hefði ekki leitað út fyr­ir kerfið eft­ir aðstoð þá væri hann senni­lega enn fast­ur inni í þess­um víta­hring en þetta var fyr­ir nokkr­um árum. Þjón­usta sem þessi er hins veg­ar dýr og ekki fyr­ir alla þar sem hver tími hjá sál­fræðing kost­ar hátt í 20 þúsund krón­ur. Allt í allt hleyp­ur kostnaður þess­ar­ar fjöl­skyldu á hundruðum þúsunda.

„Kerfið sagði að ekk­ert væri að og við upp­lifðum það viðhorf gagn­vart barn­inu okk­ar að það væri öll­um sama. Það var búið að af­greiða hann út úr kerf­inu og eng­inn vilji fyr­ir því að styðja hann og okk­ur í að halda áfram. Við erum ekki ein í þess­um spor­um því í gegn­um þetta basl okk­ar kynnt­umst við mörg­um öðrum for­eldr­um sem voru í sömu spor­um. Að ár eft­ir ár var ekk­ert að ger­ast. Við meg­um ekki úti­loka börn sem þurfa á aðstoð að halda og vinna gegn þeim. Eig­um að hlusta á börn og taka til­lit til líðanar þeirra. Stund­um eru for­eldr­arn­ir ekki nægj­an­lega sterk­ir til þess að taka slag­inn við kerfið. Að gera kröf­ur og hafa yfir þeirri þekk­ingu að ráða á kerf­inu að geta gert kröf­ur. Ég veit hrein­lega ekki hver staða okk­ar væri ef við hefðum ekki neitað að gef­ast upp í bar­átt­unni við kerfið,“ seg­ir faðir ann­ars drengs í sam­tali við blaðamann.

Er fókus á grein­ing­ar af hinu góða?

Ársæll Már Arn­ars­son, pró­fess­or við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, sem hef­ur rann­sakað líðan og heilsu­far barna og ung­menna seg­ist oft velta fyr­ir sér hvort þessi fókus á grein­ing­ar í ís­lensku mennta­kerfi sé af hinu góða. Þegar barn sem á í erfiðleik­um fær grein­ingu verður barnið, for­eldr­ar og allt nærum­hverfi barns­ins fegið. Að vita hvað ami að. En að það þurfi svo oft að bíða eft­ir grein­ing­unni til að eitt­hvað sé gert til þess að styðja barnið sé slæmt fyr­ir alla. Ekki bara viðkom­andi barn held­ur einnig sam­nem­end­ur, kenn­ara og fjöl­skyldu.

mbl.is

„Get­um við ekki hugsað: við þurf­um að breyta ein­hverju og skoðað þarf­ir barns­ins án þess að það sé greint með sérþarf­ir. Grein­ing er orðin töfra­orð og í ein­hverj­um til­vik­um skipt­ir hún öllu en í flest­um til­vik­um held ég að það sé ekki aðal­atriðið held­ur miklu frek­ar að bregðast við vanda barns­ins. Stund­um get­ur ástandið verið tíma­bundið, til að mynda þung­lyndi. Þetta er hluti af miklu stærra sam­hengi og við eig­um að horfa á ein­stak­ling­inn ekki ein­hvern stimp­il. Lífið er ekki leik­ur og við erum öll gölluð. Við þurf­um að vinna með þessa galla og tak­mark­an­ir sem við höf­um en þetta er bara hluti af því að vera mann­eskja og við meg­um al­veg vera allskon­ar. Lífið er ekki Face­book.

Ef við tök­um kvíða sem dæmi þá er hann í flest­um til­fell­um bara eðli­leg til­finn­ing. Þegar ég var að al­ast upp þekkti ég eng­an kvíðinn krakka. Maður heyrði bara af ör­fá­um full­orðnum sem voru slæm­ir á taug­um. En auðvitað var fullt af kvíðnum krökk­um á þess­um tíma, þau höfðu bara ekki orð til að lýsa þess­ari til­finn­ingu. Við finn­um öll fyr­ir kvíða og hann er alls ekki slæm­ur svo lengi sem hann verður ekki alltof mik­ill hluti af okk­ur. Eitt af stóru verk­efn­un­um í lífi hverr­ar mann­eskju er að tak­ast á við sinn innri mann og þar á meðal kvíða og er hluti af þroska manns,“ seg­ir Ársæll.

Börn geta ekki beðið

Að sögn Ársæls eru lang­flest­ir lang­vinn­ir geðsjúk­dóm­ar komn­ir fram á fyrstu 25 árum æv­inn­ar. Í helm­ing til­vika eru merki um þá kom­in fram um 14 ára ald­ur. Það er því mik­il­vægt að koma snemma að stuðningi við barnið þó svo að ekki liggi fyr­ir á þeirri stundu að um geðsjúk­dóm er að ræða. Börn geta ekki beðið.

„Við verðum líka að vera gagn­rýn­in og það skort­ir að mínu viti í ís­lensku sam­fé­lagi. Höld­um að við séum að nota bestu vís­ind­in en vant­ar að við get­um rætt um þessa hluti með gagn­rýn­um hætti sem er svo nauðsyn­legt. Fólk sem vinn­ur með ung­menn­um legg­ur yf­ir­leitt mjög mikla alúð í starf sitt. Það er nán­ast óhjá­kvæmi­legt að þegar unnið er með þeim hætti að mál­efn­um sem skipta miklu máli þá tengj­ast því oft mikl­ar til­finn­ing­ar. Oft er erfitt fyr­ir fólk að taka því þegar það er gagn­rýnt, ekki síst þegar það er að gera sitt besta. En fræðin fel­ast ekki í því að velja eina grein­ingu – eina aðferð og ríg­halda í hana held­ur að ræða það hvort það sem við erum að gera sé ör­ugg­lega besta leiðin. Að geta rætt slíka hluti án þess að per­sónu­leg­ir og til­finn­inga­leg­ir hlut­ir hafi þar áhrif.“

Virði mann­eskj­un­ar felst ekki í því hversu góð hún er í skóla

Ársæll seg­ist alltaf hafa verið hlynnt­ur jafn­rétti til náms líkt og fel­ist í skóla án aðgrein­ing­ar en að við verðum að átta okk­ur á því að þetta hef­ur skapað vanda­mál sem þarf að leysa úr.

„Ein­hverj­ir hafa gef­ist upp á þessu kerfi og hafa tekið börn­in sín út úr hefðbundnu skóla­starfi. Á sama tíma eru það mann­rétt­indi hvers og eins að njóta skóla­göngu með jafn­öldr­um sín­um og það er betra fyr­ir sam­fé­lagið að all­ir séu sam­an. Þess­ir krakk­ar sem eru í svona stór­um og fjöl­breytt­um hóp eiga flest eft­ir að verða for­eldr­ar síðar á lífs­leiðinni og eign­ast allskon­ar börn. Og þá er eins gott að geta tek­ist á við það. Þetta siðferðilega sjón­ar­horn, sem maður fær ef maður hef­ur unnið með alls kon­ar krökk­um, er að virði mann­eskj­unn­ar felst ekki í því hversu góð hún er í skóla. Mann­eskj­an get­ur verið frá­bær þó svo að hún sé ekki með háar ein­kunn­ir út úr skóla. Það er mik­il­vægt að læra það. Því það mót­ar mann til allra hluta – hvert er virði mann­eskj­unn­ar. Ef þú hef­ur aldrei um­geng­ist ein­hvern sem á við mikla erfiðleika að stríða eða fatlan­ir þá skil­ur þú þetta ekki,“ seg­ir Ársæll.

Lífið er ekki leikur og við erum öll gölluð. Við …
Lífið er ekki leik­ur og við erum öll gölluð. Við þurf­um að vinna með þessa galla og tak­mark­an­ir sem við höf­um en þetta er bara hluti af því að vera mann­eskja seg­ir Ársæll. mbl.is/​Hari

Um­sókn­um um kenn­ara­nám fjölgaði veru­lega milli ára, alls um rúm­lega 200 í há­skól­un­um fjór­um sem bjóða upp á kenn­ara­nám hér á landi. Helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám á grunn- og fram­halds­stigi í Há­skóla Íslands en í fyrra, alls 121.

Í vor kynnti Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, aðgerðir sem miða að fjölg­un kenn­ara. Í aðgerðunum felst meðal ann­ars að nú býðst leik- og grunn­skóla­kenn­ara­nem­um á loka­ári launað starfs­nám. Þá geta nem­end­ur á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi sótt um náms­styrk til að sinna loka­verk­efn­um sín­um sam­hliða launuðu starfs­námi. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið veit­ir enn frem­ur styrki til að fjölga kenn­ur­um með sér­hæf­ingu í starfstengdri leiðsögn. Um­sókn­um um nám slíkra leiðsagn­ar­kenn­ara hef­ur fjölgað um 100% milli ára sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Há­skóla Íslands. Ársæll fagn­ar þessu og seg­ir mik­il­vægt að auka þjálf­un kenn­ara­nema og gera þá hæf­ari í að tak­ast á við ólík vanda­mál sem óhjá­kvæmi­lega fylgja kennslu í skóla án aðgrein­ing­ar.
„Það er gríðarlega mik­il­vægt að tak­ast á við flótta kenn­ara úr grunn­skól­un­um en hann staf­ar meðal ann­ars af miklu vinnu­álagi á sama tíma og þeir þurfa að tak­ast á við mjög erfið mál sem þeir fá lít­inn stuðning við að leysa,“ seg­ir Ársæll.

Ársæll segir mikilvægt að auka þjálfun kennaranema og gera þá …
Ársæll seg­ir mik­il­vægt að auka þjálf­un kenn­ara­nema og gera þá hæf­ari í að tak­ast á við ólík vanda­mál sem óhjá­kvæmi­lega fylgja kennslu í skóla án aðgrein­ing­ar. mbl.is/​Hari

Börn sem al­ast upp við sleggju­dóma eru mótuð fyr­ir lífstíð

Að hans sögn hef­ur umræðan um mennta­mál stund­um snú­ist upp í skít­kast í komm­enta­kerf­um þar sem fólk slær fram full­yrðum sem eiga ekki við nein rök að styðjast. „Hér er verið að ræða mik­il­væg mál sem snerta æsku lands­ins og aðal­málið á að vera að umræðan sé á réttu plani án þess að láta til­finn­ing­ar taka völd­in. Það eru fleiri en ein hlið á öll­um mál­um og oft fær aðeins ein hlið að koma fram í umræðu sem þess­ari. Ef börn al­ast upp við sleggju­dóma er búið að móta þau fyr­ir lífstíð – að það sé allt í lagi að af­greiða mál­in með því að segja aðra vera fífl og fá­vita.

Eitt af því sem hef­ur breyst í starfi kenn­ar­ans er að í stað þess að tak­ast bara á við erfiða nem­end­ur þarf stund­um að taka glím­una við for­eldra sem ekki geta ímyndað sér að þeirra barn geti hegðað sér illa. Það er eitt að elska börn­in sín en annað að vera ást­fang­inn af þeim. Börn þurfa aga og þú ert að aga þau til þau öðlist sjálf­saga. Vegna þess að ef þau hafa ekki sjálf­saga þá geta þau ekki staðið á eig­in fót­um. Börn þurfa mörk. Ekki til þess að það fari minna fyr­ir þeim eða þau séu þægi­legri. Ef þessi mörk eru ekki til staðar fara vanda­mál­in að banka upp á, kvíði, þung­lyndi og fleira.

For­eldr­ar verða að vera reiðubún­ir til sam­vinnu og kenn­ar­ar verða að gera sér grein fyr­ir því að þetta er það sem for­eldr­ar eiga erfiðast með að tak­ast á við. Flest­ir geta sætt sig við náms­örðug­leika barna sinna en fé­lags­leg­ir erfiðleik­ar setja eðli­lega alla for­eldra á hliðina. Það er mjög erfitt að hugsa rök­rétt sem for­eldri þegar þú veist að barn­inu þínu líður illa, það er ekki í sam­skipt­um við aðra. Það er líka eitt­hvað sem kenn­ar­ar verða að læra að tak­ast á við - for­eldra á hliðarlín­unni á sama tíma og for­eldr­ar verða að taka ábyrgð á hegðun barna sinna. Þetta er ekk­ert óyf­ir­stíg­an­legt vanda­mál ef við tök­um okk­ur sam­an sem sam­fé­lag að stuðla að eðli­legri orðræðu og sam­vinnu milli heim­il­is og skóla,“ seg­ir Ársæll Már Arn­ars­son.

mbl.is