Ekkert nýtt en alltaf áskorun

Skóli fyrir alla? | 18. september 2019

Ekkert nýtt en alltaf áskorun

Hvergi í íslenska skólakerfinu eru jafn mörg börn sem búa á heimilum þar sem annað tungumál en íslenska er talað og í Fellaskóla eða 80-90% af nemendum skólans. Mörg þeirra eru fædd hér á landi og hafa aldrei búið annars staðar en annaðhvort báðir eða annað foreldrið er af erlendu bergi brotið.

Ekkert nýtt en alltaf áskorun

Skóli fyrir alla? | 18. september 2019

Sig­ur­laug Hrund Svavars­dótt­ir, skóla­stjóri Fella­skóla
Sig­ur­laug Hrund Svavars­dótt­ir, skóla­stjóri Fella­skóla mbl.is/Hari

Hvergi í ís­lenska skóla­kerf­inu eru jafn mörg börn sem búa á heim­il­um þar sem annað tungu­mál en ís­lenska er talað og í Fella­skóla eða 80-90% af nem­end­um skól­ans. Mörg þeirra eru fædd hér á landi og hafa aldrei búið ann­ars staðar en annaðhvort báðir eða annað for­eldrið er af er­lendu bergi brotið.

Hvergi í ís­lenska skóla­kerf­inu eru jafn mörg börn sem búa á heim­il­um þar sem annað tungu­mál en ís­lenska er talað og í Fella­skóla eða 80-90% af nem­end­um skól­ans. Mörg þeirra eru fædd hér á landi og hafa aldrei búið ann­ars staðar en annaðhvort báðir eða annað for­eldrið er af er­lendu bergi brotið.

Sig­ur­laug Hrund Svavars­dótt­ir, skóla­stjóri Fella­skóla, seg­ir að á hverju ári komi nýir nem­end­ur í skól­ann sem eru ný­komn­ir til lands­ins. Í haust eru þeir 14 tals­ins. „Þetta er ekk­ert nýtt fyr­ir okk­ur en alltaf áskor­un,“ seg­ir hún en rúm­lega 330 nem­end­ur eru 1. til 10. bekk í Fella­skóla. 

Síðast þegar Sig­ur­laug taldi voru töluð 26 tungu­mál við skól­ann en það er mjög breyti­legt á milli ára. Hún seg­ir að mik­il fjöl­breytni sé inn­an hóps­ins en öll kennsla fari fram á ís­lensku. „Auðvitað er það áskor­un að fá hóp nýrra nem­enda í skól­ann sem tal­ar enga ís­lensku en starfs­fólk skól­ans er mjög vant því að taka á móti ólík­um hóp­um. Nem­end­um með annað tungu­mál á heim­ili hef­ur fjölgað í ís­lensku skóla­kerfi og þetta hef­ur breyst hratt.  Til marks um það var ég feng­in til að flytja er­indi um sér­stöðu Fella­skóla árið 2004 en þá voru 7% nem­enda frá heim­il­um þar sem annað tungu­mál var talað,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Að henn­ar sögn eru flest­ir skól­ar í Reykja­vík orðnir þjálfaðir í að taka á móti börn­um af er­lend­um upp­runa. Skól­arn­ir eru eðli­lega mis­vel í stakk bún­ir til þess og það sama á við um kenn­ara og annað fag­fólk sem starfar inn­an skól­anna. „Í Fella­skóla hef­ur alltaf verið fjöl­breytt­ur nem­enda­hóp­ur allt frá því skól­inn var stofnaður árið 1972. Þessi skóli er alltaf í þróun og við verðum alltaf að bregðast við raun­veru­leik­an­um eins og hann er. Ég segi stund­um að hér sé unnið krafta­verk á hverj­um ein­asta degi og oft á dag því fag­fólkið hér er með góða reynslu af starfi með fjöl­breytt­um hóp barna,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Fyrsti og ann­ar bekk­ur í Fella­skóla er með lengri skóla­dag og samþætt skóla- og frí­stund­astarf sem er ólíkt því sem geng­ur og ger­ist í flest­um öðrum skól­um. Verk­efnið heit­ir 1, 2 og Fella­skóli. Þau byrja klukk­an 8.20 alla morgna en boðið er upp á hafra­graut klukk­an átta. Skóla og frí­stund­a­starfi lýk­ur klukk­an 15.40 og eft­ir þann tíma geta for­eldr­ar greitt fyr­ir frí­stund barns­ins.

Lengri viðvera mik­il­væg­ur hluti af lífi barns­ins

Íslenskan er algjör lykill að tækifærum. Hún er það tungumál …
Íslensk­an er al­gjör lyk­ill að tæki­fær­um. Hún er það tungu­mál sem er notað í sam­fé­lag­inu og bara lítið brot nem­enda sem get­ur nýtt sér fram­boð á námi í fram­halds­skóla á ensku seg­ir skóla­stjóri Fella­skóla. mbl.is/​Hari

Sig­ur­laug seg­ir að Reykja­vík­ur­borg geri þetta til að styðja við þenn­an nem­anda­hóp enda borðleggj­andi að þegar nem­enda­hóp­ur­inn er jafn fjöl­breytt­ur og raun ber vitni í Fella­skóla þarf hann meiri stuðning en aðrir. 

„Barnið er hér á dag­inn og í mörg­um til­vik­um stærsta hluta vöku­tím­ans og ég tel eðli­legt að önn­ur kerfi sem koma að stuðningi við barnið geri það hér. Þessi lengda viðvera er mik­il­væg­ur hluti af lífi barn­anna og gef­ur tæki­færi á að þau séu leng­ur í ís­lensku mál­um­hverfi á degi hverj­um og meira ís­lensku­nám fari fram en ann­ars væri. Þetta er lyk­il­atriði og al­gjör­lega frá­bært að mínu mínu mati,“ seg­ir Sig­ur­laug. 

Spurð út í bekkjar­stærðir seg­ir Sig­ur­laug þær afar mis­mun­andi. Alltaf sé horft á hóp­inn og sam­setn­ingu hans. Hversu mik­inn og hvernig stuðning krakk­arn­ir þurfa. „Við reyn­um að halda náms­hóp­un­um eins litl­um og við get­um og höf­um haft snemm­tæka íhlut­un að leiðarljósi í yngstu bekkj­un­um. Fyrsti bekk­ur­inn hjá okk­ur nýt­ur til að mynda mik­ill­ar og góðrar þjón­ustu, bæði tal­meina­fræðinga, tveggja kenn­ara í litl­um nem­enda­hópi, stuðnings­full­trúa og fleira,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Yf­ir­leitt eru tveir um­sjón­ar­kenn­ar­ar í flest­um ár­göng­um í Fella­skóla og seg­ir Sig­ur­laug að þriðji kenn­ar­inn komi inn í stærðfræði- og ís­lensku­tíma en þetta er hluti af stoðþjón­ustu skól­ans.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

„Auk þess erum við með sér­kennslu, stuðnings­full­trúa, þroskaþjálfa og kenn­ara sem kenna ís­lensku sem annað tungu­mál. Þegar börn eru ný­kom­in til lands­ins fá þau eðli­lega meiri stuðning við ís­lensku­námið. Þegar hlut­fall þeirra sem þurfa ein­hvern stuðning við ís­lensku­námið er orðið þetta hátt þarf að skipu­leggja hlut­ina á ann­an hátt en með hefðbund­inni kennslu í ís­lensku sem öðru tungu­máli. Starfs­hætt­ir í skól­an­um þurfa að taka til­lit til sér­stöðunn­ar og þró­ast í sam­ræmi við breyt­ing­ar í nem­enda­hópn­um. Ég held að þetta sé eins í flest­um skól­um þar sem um blönd­un er að ræða en allt sem við ger­um við Fella­skóla er miðað út frá nem­enda­hópn­um hverju sinni. Þannig að kenn­ar­ar við Fella­skóla eru mjög flink­ir í að hugsa út fyr­ir ramm­ann og koma til móts við þarf­ir allra. Við skól­ann er boðið upp á mikla stoðþjón­ustu og það er ekki bara út af börn­um með annað tungu­mál. Held­ur líka af því að nem­enda­hóp­ur­inn okk­ar er fjöl­breytt­ur,“ seg­ir hún. 

Hér fær hver ein­stak­ling­ur að vera hann sjálf­ur

Að sögn Sig­ur­laug­ar er mjög gott sam­starf við skólaþjón­ust­una í þjón­ustumiðstöð Breiðholts. Þar hef­ur skól­inn aðgang að skóla­sál­fræðingi, fé­lags­ráðgjafa og kennsluráðgjöf­um. „Við vinn­um mjög þétt með þeim og fáum hjálp við skiman­ir, ráðgjöf og margþætt­an stuðning við þátt­töku í verk­efn­um er lúta að fé­lags­færni og sjálfs­rækt auk þjón­ustu við for­eldra. Ég myndi vilja efla sam­starfið enn frek­ar með áherslu á stuðning á vett­vangi nem­end­anna.

Mín skoðun er sú að við í Fella­skóla séum orðin mjög góð í að horfa á barnið óháð upp­runa eða stöðu og koma til móts við þarf­ir þess. Við höf­um mörg og mik­il tæki­færi og reynt starfs­fólk. Við kjós­um að þegar nýr nem­andi kem­ur í skól­ann að horfa bara á barnið og hvað sé best fyr­ir þetta barn. Ekk­ert eitt sem gild­ir fyr­ir alla. Ég held að okk­ur hafi tek­ist að skapa gott sam­fé­lag hér við skól­ann þar sem börn eru á sín­um for­send­um.

Nem­enda­hóp­ur­inn er ótrú­lega flink­ur í að taka á móti nýj­um krökk­um og yf­ir­leitt eru börn viður­kennd hér eins og þau eru. Hér fær hver ein­stak­ling­ur að vera hann sjálf­ur og ekk­ert til­töku­mál hvort þú ert af er­lend­um upp­runa, með ADHD eða á ein­hverfurófi, les­blind­ur eða þarft aðstoð hér og þar, þetta er ekki mikið mál. Krakk­arn­ir í Fella­skóla eru dug­leg að styðja hvert annað og það er styrk­ur í fjöl­breyti­leik­an­um. Ég er mjög ánægð með nem­end­ur og starfs­fólk við Fella­skóla og við leggj­um mikla áherslu á að koma vel fram við hveort annað og hugs­um alltaf út frá ein­stak­lingn­um. Að horfa á það já­kvæða og styrkja já­kvæð hegðun enda er ég lítið hrif­in af hörðum refs­ing­um og tek und­ir með góðum kenn­ara sem hér starfaði: Gríp­um þau góð,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir er skólastjóri Fellaskóla sem er sennilega einn …
Sig­ur­laug Hrund Svavars­dótt­ir er skóla­stjóri Fella­skóla sem er senni­lega einn fjöl­breytt­asti skóli lands­ins. mbl.is/​Hari

Þetta er heil­mik­il áskor­un og seg­ir Sig­ur­laug að skól­inn og starfs­fólk hans vilji skapa þess­um nem­end­um sömu tæki­færi og öðrum nem­end­um í Reykja­vík. „Vissu­lega höf­um við gott bak­land en ég held að til framtíðar þurf­um við að gera bet­ur. Að hugsa þetta aðeins öðru­vísi. Eins og í dag er ís­lensku­kunn­átta lyk­ill­inn að öll­um tæki­fær­um til mennt­un­ar á Íslandi. Ég vildi sjá að við vær­um að styðja  börn al­veg niður í leik­skóla að ná tök­um á ís­lensk­unni.

Íslensk­an er al­gjör lyk­ill að tæki­fær­um. Hún er það tungu­mál sem er notað í sam­fé­lag­inu og bara lítið brot nem­enda sem get­ur nýtt sér fram­boð á námi í fram­halds­skóla á ensku. Við verðum að vanda okk­ur við það sem sam­fé­lag og skóla­kerfið þarf að stíga út úr gamla ramm­an­um með því að breyta starfs­hátt­um og kennslu­hátt­um. Ég held að það sé til góða fyr­ir öll börn,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Sigurlaug segir að Fellaskóli sé í samstarfi við leikskólana í …
Sig­ur­laug seg­ir að Fella­skóli sé í sam­starfi við leik­skól­ana í hverf­inu og tal­meina­fræðinga um snemm­tæka íhlut­un og þau sjái mikl­ar fram­far­ir hjá börn­um sem er byrjað að fylgja eft­ir í leik­skóla og inn í Fella­skóla. mbl.is/​Hari

Eitt af því sem hef­ur verið áber­andi í umræðunni um skóla­mál eru sam­ræmd próf og PISA-kann­an­ir en að sögn Sig­ur­laug­ar er sam­ræmt náms­mat líkt og kem­ur fram í sam­ræmd­um próf­um afar ósann­gjarnt fyr­ir marga nem­end­ur Fella­skóla enda ekki rétt að bera sam­an niður­stöður nem­enda sem hafa alla tíð búið á Íslandi og eru með allt sitt bak­land þar, sam­an við nem­end­ur sem hafa aðeins búið í stutt­an tíma hér á landi.

„En samt eru slík sam­ræmd próf mik­il­væg­ur mæli­kv­arði og all­ir okk­ar nem­end­ur, sem mögu­lega geta, taka þátt í sam­ræmd­um próf­um. Við not­um túlka mikið í próf­um og í for­eldraviðtöl­um. Marg­ir starfs­menn skól­ans tala fleiri tungu­mál en eitt og eins eru krakk­arn­ir afar vilj­ug­ir að aðstoða.“

Sig­ur­laug fagn­ar því að stoðdeild hafi tekið til starfa við Háa­leit­is­skóla en henni er ætlað að þjóna börn­um sem eru að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi enda seg­ist hún velta fyr­ir sér hversu mikið gagn sé að því fyr­ir þenn­an hóp barna að fara inn í ís­lensku­mæl­andi um­hverfi og hefðbundið ís­lenskt skólastarf. Líkt og fram kom í frétt mbl.is ný­verið um stofn­un deild­ar­inn er um­sókn­um um 70% hæl­is­leit­enda er hafnað og ljóst að sum þeirra eru aðeins í nokkr­ar vik­ur á Íslandi.

„Við höf­um tekið á móti ótrú­lega mörg­um hæl­is­leit­end­um og ég tel betra fyr­ir þau að fá ann­ars kon­ar þjón­ustu en þá sem við get­um veitt þeim. Við feng­um eitt haustið 16 hæl­is­leit­end­ur hingað í skól­ann og þá velti ég al­var­lega fyr­ir mér hvort þetta væri það besta sem við gæt­um gert fyr­ir þessi börn. Þau glíma sum við áfall­a­streitu, kvíða og eru búin að vera á flæk­ingi á milli landa. Ekki bara slæmt fyr­ir þau held­ur einnig börn­in og starfs­menn­ina í skól­an­um. Þessi börn eru kannski hér í nokkr­ar vik­ur og síðan hverfa þau og sam­nem­end­ur og starfs­fólk veit ekki hvað hef­ur orðið um þau. Það hef­ur verið þannig og er vont fyr­ir alla,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Breytt aðal­nám­skrá kall­ar á nýja hugs­un

Tungumálakunnátta margra nemenda við skóla hér á landi er dýrmæt …
Tungu­mála­k­unn­átta margra nem­enda við skóla hér á landi er dýr­mæt auðlind og mik­il­vægt að hlúa vel að þeim tungu­mál­um sem þeir kunna, seg­ir skóla­stjóri Fella­skóla. mbl.is/​Hari

Líkt og flest­ir viðmæl­end­ur blaðamanns tel­ur Sig­ur­laug að auka megi snemm­tæka íhlut­um barna og það áður en þau koma í grunn­skóla. „Ég myndi vilja sjá meiri samþætt­ingu náms­greina, meiri sam­vinnu nem­enda al­mennt í skóla­kerf­inu. Breyt­ing­ar sem gerðar voru á aðal­nám­skrá árið 2011 kalla á að við séum að hugsa nám á allt ann­an hátt en áður. Við þurf­um að und­ir­búa nem­end­ur á allt ann­an hátt en áður und­ir framtíðina.

Eins og staðan er í dag við ekki hug­mynd um hvað þess­ir krakk­ar sem við erum með í dag fara að gera í framtíðinni. Við vit­um að það er auk­in krafa um að þau kunni að vinna sam­an, auk­in krafa um að kunna að afla sér upp­lýs­inga og vinna úr þeim en þau verða að hafa grunn í tungu­mál­inu ef þau ætla sér að búa og starfa hér á landi.

Við vit­um að það verða aukn­ir fólks­flutn­ing­ar, bæði milli landa og lands­hluta, á næstu árum og þá er tungu­mála­k­unn­átta mik­il­væg­ur þátt­ur. Tungu­mála­k­unn­átta margra nem­enda við skóla hér á landi er dýr­mæt auðlind og mik­il­vægt að hlúa vel að þeim tungu­mál­um sem þeir kunna. Í framtíðinni vit­um við að fólk þarf að geta unnið með öðrum og megin­áhersl­an er á það. Að kunna að afla upp­lýs­inga og vinna úr þeim. Fé­lags­færni hef­ur til að mynda aldrei verið mik­il­væg­ari en í dag. Þú þarft að vera fær á því sviði. Við sem sam­fé­lag þurf­um að æfa okk­ur í að vera umb­urðarlynd­ari og góð hvert við annað,“ seg­ir skóla­stjóri Fella­skóla.

Sigurlaug segir að Fellaskóli sé í samstarfi við leikskólana í …
Sig­ur­laug seg­ir að Fella­skóli sé í sam­starfi við leik­skól­ana í hverf­inu og tal­meina­fræðinga um snemm­tæka íhlut­un og þau sjái mikl­ar fram­far­ir hjá börn­um sem er byrjað að fylgja eft­ir í leik­skóla og inn í Fella­skóla. mbl.is/​Hari

Gott sam­starf í hverf­inu

Þetta er í takt við hug­mynd­ir Lilju Al­freðsdótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, en hún hef­ur skipað starfs­hóp sem á að vinna að heild­ar­stefnu­mörk­un fyr­ir nem­end­ur með annað móður­mál en ís­lensku. Lilja seg­ir ljóst að marg­ir nem­end­ur, sem eiga annað móður­mál en ís­lensku, eiga erfitt upp­drátt­ar í ís­lensku skóla­kerfi og við því verði að bregðast hratt og ör­ugg­lega. Að finna leiðir til þess að ís­lensk­ir skól­ar geti bet­ur mætt fjöl­breytt­ari nem­enda­hóp­um en áður. Þar er snemm­tæk íhlut­un afar mik­il­væg, því fyrr sem nem­end­ur fá stuðning og úrræði við hæfi – þeim mun meiri ár­angri ná þau, seg­ir Lilja. 

Eitt af því sem Fella­skóli ger­ir er að nýta tækni­lausn­ir við kennslu og not­ar Google skólaum­hverfið meðal ann­ars við kennsl­una. „Byrjuðum á þessu til þess að nem­end­ur hefðu betri aðgang að hug­tök­um á sínu móður­máli. Ég geri ráð fyr­ir að við fet­um okk­ur áfram í því að samþætta náms­grein­ar í aukn­um mæli. Þetta eru hænu­skref og við verðum að gefa starfs­fólki skól­ans tæki­færi á að læra nýj­ar aðferðir með end­ur­mennt­un og mín reynsla af starf­inu hér í Fella­skóla er sú að það er ekk­ert vanda­mál. Það eru all­ir til­bún­ir til að gera allt til þess að gera það besta fyr­ir börn­in. En þetta tek­ur allt tíma og ytri ramm­inn oft fast­ur í form­inu,“ seg­ir Sig­ur­laug. 

Hún seg­ir að Fella­skóli sé í sam­starfi við leik­skól­ana í hverf­inu og tal­meina­fræðinga um snemm­tæka íhlut­un og þau sjái mikl­ar fram­far­ir hjá börn­um sem er byrjað að fylgja eft­ir í leik­skóla og inn í Fella­skóla. „Þeim er fylgt stíft eft­ir og þetta skil­ar gríðarlega góðum ár­angri en er mjög kostnaðarsamt en við höf­um kosið að taka af fjár­magni skól­ans til stoðþjón­ustu í verk­efnið auk þess sem við höf­um fengið ein­hverja styrki. En við telj­um að til framtíðar sé aðal­málið að byrja sem fyrst í stað þess að bíða þangað til allt er í óefni komið og allt of seint á skóla­göng­unni. Þetta á við um all­an stuðning hvort sem það er tungu­málið eða annað. Ef maður hugs­ar um sam­fé­lagið og kostnað þess er þetta svo miklu miklu betri lausn til framtíðar ef við get­um komið  til móts við þau sem fyrst. Öll ævi barns sem við miss­um út úr hönd­un­um er í húfi,“ seg­ir Sig­ur­laug Hrund Svavars­dótt­ir, skóla­stjóri Fella­skóla.

mbl.is