Skólaforðun alvarlegt vandamál

Skóli fyrir alla? | 18. september 2019

Skólaforðun alvarlegt vandamál

Skólaforðun er hugtak sem er fremur nýtt af nálinni í umræðu um skólamál á Íslandi. Könnun velferðarvaktarinnar leiðir meðal annars í ljós að gera má ráð fyrir að um 1.000 börn á grunnskólaaldri glími við skólaforðun eða um 2,2% nemenda. Meðal helstu ástæðna skólaforðunar nefna skólastjórnendur andlega vanlíðan nemenda eins og kvíða og þunglyndi og erfiðar aðstæður á heimilum þeirra.

Skólaforðun alvarlegt vandamál

Skóli fyrir alla? | 18. september 2019

Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna.
Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna. mbl.is/Hari

Skóla­forðun er hug­tak sem er frem­ur nýtt af nál­inni í umræðu um skóla­mál á Íslandi. Könn­un vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar leiðir meðal ann­ars í ljós að gera má ráð fyr­ir að um 1.000 börn á grunn­skóla­aldri glími við skóla­forðun eða um 2,2% nem­enda. Meðal helstu ástæðna skóla­forðunar nefna skóla­stjórn­end­ur and­lega van­líðan nem­enda eins og kvíða og þung­lyndi og erfiðar aðstæður á heim­il­um þeirra.

Skóla­forðun er hug­tak sem er frem­ur nýtt af nál­inni í umræðu um skóla­mál á Íslandi. Könn­un vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar leiðir meðal ann­ars í ljós að gera má ráð fyr­ir að um 1.000 börn á grunn­skóla­aldri glími við skóla­forðun eða um 2,2% nem­enda. Meðal helstu ástæðna skóla­forðunar nefna skóla­stjórn­end­ur and­lega van­líðan nem­enda eins og kvíða og þung­lyndi og erfiðar aðstæður á heim­il­um þeirra.

Umboðsmaður barna, Sal­vör Nor­dal, seg­ir að ekki liggi fyr­ir ná­kvæm­lega hversu mörg börn sé um að ræða og það þurfi að kort­leggja og ekki síður hverj­ar séu helstu ástæður þess að þau sækja ekki skóla. Í kjöl­farið þurfi að setja sam­ræmd­ar verklags­regl­ur um það hvernig brugðist sé við þannig að mann­rétt­indi barna séu virt. Mik­il­vægt sé að hafa mun skýr­ari mynd af vand­an­um og grípa til ráðstaf­ana en það sé mjög al­var­legt ef ein­hver hluti barna mæti lítið sem ekk­ert í skóla. 

Sal­vör seg­ir að ekki sé til nein viður­kennd skil­grein­ing á því hvað skóla­forðun sé, enda um nýtt hug­tak að ræða og ekki séu til nein­ar sam­ræmd­ar regl­ur um viðbrögð þegar börn mæta ekki í skóla. Til­kynna beri til barna­vernd­ar ef barn mæt­ir ekki í skóla en svo virðist sem það sé ekki alltaf gert og viðbrögðin ekki nægi­lega skýr. Jafn­vel viður­kennt af nán­asta um­hverfi að þau séu dott­in úr skóla.

„Við höf­um heyrt dæmi um ung­ling þar sem sam­komu­lag hafði verið gert milli skóla og heim­il­is um að viðkom­andi barn væri að vinna frem­ur en sækja skóla. Svo virt­ist sem all­ir væru sátt­ir með fyr­ir­komu­lagið um að viðkom­andi hefði ekk­ert meira í skóla að gera. Þetta er skerðing á rétt­ind­um barns­ins og við köll­um eft­ir sam­ræmd­um verklags­regl­um á þessu sviði,“ seg­ir Sal­vör. 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Ekki ástæða til að hafa áhyggj­ur af frí­um með for­eldr­um 

Sal­vör seg­ir mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á nokkr­um ólík­um atriðum í þess­ari umræðu: Eitt er börn sem fara í frí með for­eldr­um sín­um. Ríf­lega 74% skóla­stjóra telja að for­eldr­ar og for­sjáraðilar hafi of rúm­ar heim­ild­ir til að heim­ila eig­in börn­um fjar­vist frá skóla og er mik­ill meiri­hluti þeirra hlynnt­ur því að op­in­bert viðmið verði tekið upp, s.s. um há­marks­fjölda daga vegna slíkra leyf­is­veit­inga. Embættið hef­ur ekki séð ástæðu til að hafa mikl­ar áhyggj­ur af slík­um frí­um.

Í öðru lagi börn sem eru ekki að mæta í skóla af ein­hverj­um ástæðum, svo sem vegna kvíða eða annarr­ar and­legr­ar van­líðanar. Slík til­vik telj­ast til skóla­forðunar og þarfn­ast sér­stakr­ar skoðunar við. Kann­an­ir sýna vax­andi and­lega van­líðan barna og ung­menna á Íslandi og við því þarf að bregðast. Þær sýna líka að einelti hef­ur verið aukast sem get­ur haft mik­il áhrif á skól­göngu barna.

Í þriðja lagi er um að ræða börn sem virðast dott­in út úr skóla­kerf­inu og eru senni­lega sá hóp­ur sem fær minnsta at­hygli, seg­ir Sal­vör. Börn sem eru kannski með mjög al­var­leg­an hegðun­ar­vanda og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa í skól­an­um, þeim hef­ur jafn­vel verið vísað úr skóla og þau hafa ekki fengið skóla­vist eða viðun­andi úrræði ann­ars staðar.

Bið eft­ir skóla­vist í Brú­ar­skóla

Brúarskóli er starfræktur á fimm stöðum.
Brú­ar­skóli er starf­rækt­ur á fimm stöðum. Ljós­mynd/​Brú­ar­skóli

Brú­ar­skóli var stofnaður árið 2003 og er skóli fyr­ir börn sem eiga í al­var­leg­um geðræn­um, hegðunar- eða fé­lags­leg­um erfiðleik­um. Kennsl­an fer fram í litl­um bekkj­um þar sem venju­lega eru tveir kenn­ar­ar sam­an með lít­inn bekk. Brú­ar­skóli starfar á fimm stöðum í Reykja­vík. Skól­inn er tíma­bundið úrræði. Björk Jóns­dótt­ir er skóla­stjóri Brú­ar­skóla.

Í Vest­ur­hlíð, höfuðstöðvum skól­ans, er pláss fyr­ir 24-27 nem­end­ur en nú eru 24 nem­end­ur í skól­an­um. Björk seg­ir það fara eft­ir sam­setn­ingu nem­enda­hóps­ins hverju sinni hversu marg­ir nem­end­ur eru í Vest­ur­hlíð en mjög al­gengt að þeir séu 24-25. Síðan er Brú­ar­skóli með starfs­stöðvar á barna- og ung­linga­geðdeild, Stuðlum, Brú­ar­húsi, sem er þátt­töku­bekk­ur inn­an Húsa­skóla, og Brú­ar­seli, þátt­töku­bekk við Ing­unn­ar­skóla.

Alls eru nem­end­urn­ir um fimm­tíu tals­ins þegar allt er talið. 12 nem­end­ur eru á bið eft­ir því að kom­ast að í skól­an­um en flest­ir eru á ung­linga­stigi. 

„Um leið og nem­andi út­skrif­ast úr Brú­ar­skóla er ann­ar tek­inn inn. Mjög mis­mun­andi er hvenær nem­end­ur koma inn og hversu lengi þeir þurfa að bíða á biðlista. Við met­um hverja um­sókn fyr­ir sig og til grund­vall­ar er skoðuð þörf­in og erfiðleika­stig varðandi hegðun, ekki endi­lega sá sem hef­ur verið lengst á biðlista.

Þetta get­ur verið erfitt fyr­ir þá skóla sem eru að bíða eft­ir því að nem­end­ur frá þeim kom­ist að hjá okk­ur en því miður er það þannig að við verðum að for­gangsraða og meta hverja um­sókn,“ seg­ir Björk.

Átti að vera brú

Sal­vör seg­ir að Brú­ar­skóli hafi átt að vera brú en vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar hef­ur hann ekki náð að vera slíkt úrræði. „Þannig að hér er hóp­ur barna sem bíða eft­ir úrræðum og fá ekki þá þjón­ustu sem þai eiga rétt á.

Í fjórða lagi höf­um við heyrt af nokkr­um dæm­um þar sem skól­inn mæt­ir börn­um með mik­inn vanda með því að bjóða þeim skerta viðveru. Þau fá þá bara að vera í skóla hluta úr degi og ég spyr hver er heim­ild skól­anna til þess að skerða stunda­töflu skóla­skyldra barna í grunn­skól­um,“ seg­ir Sal­vör.

Umræðu um stöðu barna sem glíma við skóla­forðun eða fá ekki viðun­andi úrræði í skól­an­um þarf einnig að setja í sam­hengi við brott­fall úr fram­halds­skól­um lands­ins. „Brott­fall úr fram­halds­skól­um byrj­ar í oft­ast í grunn­skól­um, t.d. með skóla­forðun eða vegna þess að börn­in eru ekki að fá þá þjón­ustu sem þau þurfa,“ bæt­ir hún við en brott­fall úr fram­halds­skól­um er vax­andi áhyggju­efni á Norður­lönd­un­um og rann­sókn­ir sýna að 20-30% fram­halds­skóla­nema eru horf­in frá námi við 20 ára ald­ur­inn.

Umræða um stöðu barna sem glíma við skólaforðun eða fá …
Umræða um stöðu barna sem glíma við skóla­forðun eða fá ekki viðun­andi úrræði í skól­an­um þarf einnig að setja í sam­hengi við brott­fall úr fram­halds­skól­um lands­ins mbl.is/​Hari

Eru í auk­inni áhættu

Umboðsmaður barna bend­ir á að í 2. gr. grunn­skóla­laga sé kveðið á um að grunn­skóla beri að haga störf­um sín­um í sam­ræmi við stöðu og þarf­ir nem­enda og stuðla að al­hliða þroska, vel­ferð og mennt­un hvers og eins.

Í aðal­nám­skrá grunn­skóla er einnig fjallað um jöfn tæki­færi barna til náms. Í kafla 7.2 kem­ur fram að all­ir nem­end­ur í grunn­skóla eigi rétt á að stunda nám við sitt hæfi og eiga tæki­fær­in að vera jöfn óháð at­gervi og aðstæðum hvers og eins. Er sér­stak­lega áréttað að tæki­fær­in séu sam­bæri­leg og óháð því hvernig heilsu­fari viðkom­andi nem­anda er háttað eða hvort hann býr við fötl­un eða hverj­ar aðstæður hans eru að öðru leyti.

Í kafla 7.3. er fjallað um þá skyldu sveit­ar­fé­laga að sjá til þess að skóla­skyld börn fái sér­stak­an stuðning í skóla­starfi í sam­ræmi við sérþarf­ir þeirra. Kem­ur þar fram að nem­end­ur með sérþarf­ir telj­ast þeir sem eiga erfitt með nám sök­um sér­tækra náms­örðug­leika, til­finn­inga­legra eða fé­lags­legra erfiðleika og/​eða fötl­un­ar, nem­end­ur með les­höml­un, lang­veik­ir nem­end­ur, nem­end­ur með þroskarösk­un, geðrask­an­ir og aðrir nem­end­ur með heilsu­tengd­ar sérþarf­ir.

Í reglu­gerð um nem­end­ur með sérþarf­ir í grunn­skóla, nr. 585/​2010 kem­ur fram í 4. gr. að nem­end­ur eigi rétt á að komið sé til móts við náms- og fé­lags­leg­ar þarf­ir þeirra í skóla án aðgrein­ing­ar og án til­lits til lík­am­legs eða and­legs at­gervis. Þá eiga nem­end­ur í grunn­skóla rétt á að sjón­ar­miðum þeirra sé gef­in gaum­ur miðað við ald­ur þeirra og þroska og þeim veitt aðstoð, þar sem tekið er til­lit til sérþarfa þeirra og ald­urs.

„Auðvitað eru börn með mis­sterk­an fé­lags­leg­an bak­grunn og ef þau eru ekki með það aðhald sem þau þurfa detta þau jafn­vel úr skóla þrátt fyr­ir að hér sé skóla­skylda. Við vit­um af rann­sókn­um að börn sem mæta ekki í skól­ann eru í mun meiri áhættu, eins og neyslu vímu­efna, og hættu á fé­lags­leg­um vanda, kvíða og  þung­lyndi. Það er því mik­il­vægt að bregðast strax við þegar börn lenda í vanda inn­an skól­ans og er í sam­ræmi við stefnu fé­lags- og barna­málaráðherra, Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, sem hef­ur lagt áherslu á snemm­tæka íhlut­un - svo hægt sé að koma í veg fyr­ir að börn lendi í slík­um vanda.“

Skól­inn snýst um miklu meira en nám

„Við eigum að vera tilbúin til að ræða nýjar hugmyndir“ …
„Við eig­um að vera til­bú­in til að ræða nýj­ar hug­mynd­ir“ seg­ir Sal­vör. mbl.is/​Hari

Sal­vör velt­ir því upp hvort margt í skóla­kerf­inu þurfi að hugsa upp á nýtt t.d. hvort mörk­in milli leik­skóla- og grunn­skóla­stigs ættu að vera sveigj­an­legri og meiri sam­vinna þegar börn fær­ast á milli skóla­stiga þar sem tekið er meira til­lit til þroska en ald­urs. Til að mynda er þroski kynj­anna ólík­ur og það get­ur verið mik­ill mun­ur á börn­um í hverj­um ár­gangi eft­ir því hvort þau eru fædd snemma eða seint á ár­inu. Sum­um hent­ar bet­ur að læra í gegn­um leik. Sum­um hent­ar að vera styttra í leik­skóla og öðrum leng­ur og svipað gæti verið upp á ten­ingn­um þegar kem­ur að lok­um grunn­skól­ans og upp­hafi fram­halds­skóla.

„Við eig­um að vera til­bú­in að ræða nýj­ar hug­mynd­ir. Skóli snýst um svo miklu meira en nám í til­tekn­um grein­um. Hann er sí­fellt að verða stærri og stærri hluti af lífi barna þar sem þau dvelja lung­ann af deg­in­um. Víða er verið að vinna mjög flott starf í skól­um og við eig­um að treysta kenn­ur­um og skóla­stjórn­end­um og gera þeim kleift að gera hlut­ina eins og þeir telja rétt og best. Þau eru sér­fræðing­ar í að kenna börn­um okk­ar og við þurf­um að treysta þeim og gefa þeim meira frelsi í starfi.

Með breyttu sam­fé­lagi er hlut­verk skól­ans að breyt­ast og um leið kröf­urn­ar sem við ger­um til hans. Skól­inn hef­ur rík­ara hlut­verk í að ala upp börn­in en áður og skil­in milli heim­il­is og skóla eru orðin minni og breytt. Verðum að vera til­bú­in að ræða þau og tak­ast á við þau. Hér skipt­ir máli hvernig við ræðum um skóla­kerfið og afstaða for­eldra til skól­ans. Hér þurf­um við líka að skoða hvernig við und­ir­bú­um og mennt­um kenn­ara og annað starfs­fólk skól­anna til að styðja við börn sem koma úr mis­mun­andi aðstæðum og með mis­mun­andi þarf­ir,“ seg­ir Sal­vör.

Eitt af því sem hún nefn­ir þegar talið berst að skóla án aðgrein­ing­ar er rétt­ur allra barna til mennt­unn­ar. Við þurf­um að tryggja að all­ir fái sam­bæri­lega mennt­un.

„Þegar verið er að bregðast við vanda barna t.d. varðandi skóla­forðun, hvort sem það er í skól­an­um eða í sveit­ar­fé­lög­um virðast viðbrögðin oft fara eft­ir því hvaða skóli eða sveit­ar­fé­lag á í hlut. Að okk­ar mati þarf því að sam­ræma regl­ur um viðbrögð. Einnig er mik­il­vægt að viðbrögð við vanda barna bygg­ist á gagn­reynd­um aðferðum, aðferðum sem hafa sýnt sig að skili ár­angri.

Skort­ur á sam­ræm­ingu í viðbrögðum get­ur haft þær af­leiðing­ar að þjón­ust­an er ekki sú sama alls staðar sem geng­ur þvert á jafn­ræðis­regl­una sem fel­ur í sér að ef þú flyt­ur á milli sveit­ar­fé­laga áttu að eiga rétt á sömu þjón­ustu. Að minnsta kosti á þann veg að hægt sé að ganga að ein­hverri lág­marksþjón­ustu,“ seg­ir Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna.

mbl.is