Ráðgáta fremur en leiðarvísir

Skóli fyrir alla? | 19. september 2019

Ráðgáta fremur en leiðarvísir

Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla, samkvæmt því sem segir á vef stjórnarráðsins.

Ráðgáta fremur en leiðarvísir

Skóli fyrir alla? | 19. september 2019

Mey­vant Þórólfs­son, dós­ent við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands.
Mey­vant Þórólfs­son, dós­ent við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. mbl.is/Hari

Aðal­nám­skrá er rammi um skóla­starfið og leiðsögn um til­gang þess og mark­mið. Hún birt­ir heild­ar­sýn um mennt­un og út­fær­ir nán­ar þá mennta­stefnu sem felst í lög­un­um. Aðal­nám­skrá er ætluð stjórn­end­um, skóla, kenn­ur­um og öðru starfs­fólki í skóla­kerf­inu. Einnig veit­ir hún nem­end­um, for­eldr­um þeirra, op­in­ber­um stofn­un­um, fé­laga­sam­tök­um, aðilum at­vinnu­lífs­ins og al­menn­ingi upp­lýs­ing­ar um til­gang og starf­semi skóla, sam­kvæmt því sem seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins.

Aðal­nám­skrá er rammi um skóla­starfið og leiðsögn um til­gang þess og mark­mið. Hún birt­ir heild­ar­sýn um mennt­un og út­fær­ir nán­ar þá mennta­stefnu sem felst í lög­un­um. Aðal­nám­skrá er ætluð stjórn­end­um, skóla, kenn­ur­um og öðru starfs­fólki í skóla­kerf­inu. Einnig veit­ir hún nem­end­um, for­eldr­um þeirra, op­in­ber­um stofn­un­um, fé­laga­sam­tök­um, aðilum at­vinnu­lífs­ins og al­menn­ingi upp­lýs­ing­ar um til­gang og starf­semi skóla, sam­kvæmt því sem seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins.

En er aðal­nám­skrá­in ráðgáta miklu frek­ar en góður leiðar­vís­ir eða hand­bók fyr­ir skóla­fólk að fara eft­ir? Svo virðist vera ef marka má viðmæl­end­ur blaðamanns að und­an­förnu. Mey­vant Þórólfs­son, dós­ent við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands og senni­lega helsti sér­fræðing­ur lands­ins þegar kem­ur að nám­skrár­fræðum og náms­mati, tek­ur und­ir með öðrum viðmæl­end­um í greina­flokkn­um um grunn­skól­ann, Skóli fyr­ir alla? en mjög er kvartað yfir flókn­um og illskilj­an­leg­um hæfniviðmiðum í aðal­nám­skrá og seg­ir Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, greini­legt að vinna þurfi bet­ur í fram­kvæmd­inni. 

Mey­vant seg­ist hafa upp­lifað inn­leiðing­una sem eins kon­ar ráðal­eysi að vissu marki, það er þegar horft er á kerfið í heild. Því verði kannski best lýst sem ein­hvers kon­ar „haltu mér – slepptu mér“ hugs­un, seg­ir hann.

„Þetta meinta ráðal­eysi kom m.a. fram í af­stöðu eins skóla­stjórn­anda á málþingi sem við héld­um í vor, þ.e. að nám­skrá­in virkaði frek­ar eins og ráðgáta held­ur en góður leiðar­vís­ir eða hand­bók til að fara eft­ir. Það skal þó áréttað að um þetta út af fyr­ir sig eru og hafa alltaf verið skipt­ar skoðanir, þ.e. hversu stýr­andi nám­skrá­in ætti að vera.

Við gildis­töku nám­skránna fyr­ir öll skóla­stig var rík áhersla lögð á sam­fellu milli skóla­stiga. Það er samt engu lík­ara en menn hafi átt erfitt með að gera upp við sig hvað þessi sam­fella skyldi fela í sér. Í það minnsta er erfitt að koma auga á sam­fellu eða sam­ræm­ingu þegar fyr­ir­komu­lag náms­mats er skoðað. Mér sýn­ist t.d. flest­ir túlka grunn­skóla­nám­skrána svo að töl­fræði eigi að koma þar sem minnst við sögu, helst alls ekki. Náms­mat fram­halds­skól­ans virðist hins veg­ar byggj­ast að mestu á töl­fræði þegar kem­ur að náms­mati. Bók­stafa­ein­kunn­ir sem nem­end­ur koma með úr grunn­skól­um eru jafn­vel um­reiknaðar í töl­ur og þær notaðar sem viðmið við inn­töku í fram­halds­nám. En ég tel hæpið að treysta um­rædd­um bók­stafa­ein­kunn­um sem áreiðan­leg­um og rétt­mæt­um upp­lýs­ing­um um náms­stöðu,“ seg­ir Mey­vant.

En hvað þýðir það fyr­ir stjórn­end­ur fram­halds­skóla, ung­linga og for­eldra þeirra þegar ekki er sam­ræmi á milli skóla hvað ein­kunna­gjöf varðar?

„Að mínu mati mun það virka á þetta fólk eins og að reyna að kom­ast leiðar sinn­ar í ófærð eða þoku. Veg­ur­inn er ógreini­leg­ur og eins og skóla­stjórn­andi komst að orði, þá verður þetta ferðalag óþægi­leg ráðgáta og basl. Ósam­ræmi þýðir að t.d. tvö ung­menni sem sækj­ast eft­ir skóla­göngu í til­tekn­um fram­halds­skóla með sömu bók­staf­s­ein­kunn­ir í þeim grein­um sem eru metn­ar, t.d. A, C+, B, B+ og B+, sitja að öll­um lík­ind­um ekki við sama borð hvað raun­veru­lega getu snert­ir.

Ósam­ræmið gæti þess vegna ríkt inn­an sama skóla. Merk­ing ein­kunn­ar­inn­ar B+ við lok skyldu­náms frá tveim­ur skól­um er nokkuð ör­ugg­lega ekki sú sama. Sú staðreynd, sem ger­ir þenn­an vanda enn áþreif­an­legri, er að sam­fé­lag okk­ar er lítið og skyld­leiki og önn­ur tengsl því víða. Marg­ir kenn­ar­ar lenda óhjá­kvæmi­lega í því að meta náin skyld­menni eða börn vina og kunn­ingja, jafn­vel óvina,“ seg­ir Mey­vant.

Hann seg­ir að „Haltu mér – slepptu mér“ hugs­un­in birt­ist skýrt í því hve sam­ræm­ing virðist vera heitt átaka­mál. „Eins og öll­um mun kunn­ugt heyra sam­ræmd loka­próf sög­unni til vegna þeirr­ar trú­ar margra að þau sam­ræm­ist ekki hug­mynda­fræði skóla fyr­ir alla (in­klú­sjón).

En þýðir það að við ætt­um þar með al­farið að hverfa frá miðlægri sam­ræm­ingu? Um þetta virðast vera skipt­ar skoðanir, en rök­in óljós. Eins og flest­um mun vera kunn­ugt er það nú al­farið á ábyrgð kenn­ara og stjórn­enda hvers skóla að meta náms­fram­vindu og náms­ár­ang­ur, jafnt á yngri stig­um sem við lok ung­linga­stigs og þar með við lok skyldu­náms.

Hæfniviðmiðum og matsviðmiðum aðal­nám­skrár er beitt á mis­mun­andi hátt, sum­ir velja úr rúm­lega 200 hæfniviðmiðum nám­skrár­inn­ar eft­ir hent­ug­leika nán­ast eins og að velja af hlaðborði, aðrir umskrifa þau og skrifa jafn­vel ný hæfniviðmið sem þeim þykja við hæfi. Skoði maður matsviðmiðin fer ekki milli mála að hug­lægt og eig­ind­legt mat er óhjá­kvæmi­legt og þar með af­stætt,“ seg­ir Mey­vant.

Óheppilega veikleika er að finna í námsgreinahluta námskrárinnar, t.d. í …
Óheppi­lega veik­leika er að finna í náms­greina­hluta nám­skrár­inn­ar, t.d. í nátt­úru­vís­ind­um mbl.is/​Hari

„Haltu mér – slepptu mér“ hugs­un­ina birt­ist líka í ákvæðum grunn­skóla­laga og ákvæðum aðal­nám­skrár um náms­grein­ar og inn­tak þeirra, seg­ir Mey­vant

Sam­kvæmt þeim á að gæta þess að námið verði sem heild­stæðast og hver skóli megi ákveða hvort náms­grein­ar og náms­svið skuli kennd aðgreind eða samþætt. Nem­end­ur skulu eiga þess kost að upp­fylla náms­mark­mið ein­stakra náms­greina og náms­sviða með mis­mun­andi hætti. Og í al­menn­um hluta aðal­nám­skrár seg­ir: „Rétt er að hafa í huga að náms­svið, náms­grein­ar og náms­áfang­ar eru ekki mark­mið í sjálfu sér held­ur hjálp­ar­tæki til að stuðla að merk­ing­ar­bæru námi og ná mark­miðum skóla­starfs­ins,“ seg­ir í aðal­nám­skrá grunn­skóla.

Í hönd­um kenn­ar­ans

„Hér er það sem sagt lagt í hend­ur kenn­ara og stjórn­enda að ákveða eft­ir hvaða leiðum börn og ung­menni eiga að öðlast þá hæfni á ýms­um sviðum sem kveðið er á um í nám­skránni. Það má vera heild­stætt og samþætt þannig að hug­tök og tákn­mál stærðfræði geti til dæm­is verið lögð á borð fyr­ir nem­end­ur samþætt við hæfniviðmið um grunn­spor í para­döns­um og hæfniviðmið um getu til aðgerða í nátt­úru­fræði. Hugs­an­lega átti nám­skrá­in upp­haf­lega að vera al­mennt orðuð eins og hún birt­ist 2011, en síðan hafi „haltu mér – slepptu mér“ púk­inn bankað upp á og heimtað að náms­grein­arn­ar yrðu inni, góðu heilli frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð. Það er þó um­deil­an­legt hvernig náms­greina­hluti nám­skrár­inn­ar var á end­an­um út­færður; þar er að finna óheppi­lega veik­leika, t.d. í nátt­úru­vís­ind­um,“ seg­ir Mey­vant.

Meyvant sér ekki aðra lausn en að innleiða vandað samræmt …
Mey­vant sér ekki aðra lausn en að inn­leiða vandað sam­ræmt kerfi um inn­tak í náms­grein­um. mbl.is/​Hari

Er lausn­in að koma á sam­ræmd­um próf­um að nýju í tí­unda bekk?

„Í raun er ekki hægt að svara þess­ari spurn­ingu beint, já eða nei. Svar­inu verða að fylgja nokk­ur „ef”. Ef við vilj­um halda í það kerfi sem nú er við lýði við inn­töku í fram­halds­skóla þá verðum við a.m.k. að brjóta til mergjar þetta vanda­mál sem ég nefndi hér á und­an. Ég sé ekki aðra lausn en að inn­leiða vandað sam­ræmt kerfi um inn­tak í náms­grein­um (þar með beina þekk­ingu og kunn­áttu ekki síður en t.d. „getu til aðgerða”) og sam­ræmt mat á ár­angri, þar sem hugs­an­lega þarf ekki að fylgja skylda til að gang­ast und­ir hið sam­ræmda mat. En þegar ég tala um vandað, sam­ræmt mat, þá á ég ekki við þann bunu­gang sem tíðkaðist við fram­kvæmd sam­ræmdra prófa fyr­ir og eft­ir síðustu alda­mót, held­ur fag­lega þróað kerfi sem kost­ar óhjá­kvæmi­lega fjár­magn og aðkomu hags­munaaðila og sér­fræðinga, ekki ein­hvers svo­nefnds „fagráðs”, sem mér þykir a.m.k. oft ráðgáta hvernig er skipað,“ seg­ir Mey­vant.

Best að beina at­hygli frá fjöl­miðlafóðri

Mey­vant vís­ar í orð hol­lenska nám­skrár­fræðings­ins Jan van den Akk­er sem flutti er­indi á rann­sókna­stofu um nám­skrár, náms­mat og náms­skipu­lag í vor. Hann ræddi m.a. um hvernig hnatt­væðing og alþjóðleg­ar stefn­ur og straum­ar segðu til sín í nám­skrám ein­stakra landa, t.d. frá UNESCO, OECD, Evr­ópu­sam­band­inu og víðar. Ýmis­legt í nú­gild­andi nám­skrám og skipu­lagi skóla­kerf­is­ins hér á landi ber merki þessa, t.d. grunnþætt­ir, lyk­il­hæfni og þátt­taka í PISA. Lyk­il­hug­takið „hæfniviðmið“ er runnið frá Bologna-ferli Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hvert mun þetta leiða ef ungmennin skortir þekkingu á því …
Hvert mun þetta leiða ef ung­menn­in skort­ir þekk­ingu á því sem þau eru að reyna að mót­mæla? spyr Mey­vant. mbl.is/​Hari

„Okk­ur verður tíðrætt um PISA-niður­stöður, t.d. að sam­kvæmt þeim reyn­ist til­tekið hlut­fall nem­enda ekki geta lesið og ís­lensk­um nem­end­um fækki í efstu hæfniþrep­um en fjölgi í neðstu hæfniþrep­um, sem er vissu­lega vert skoðunar. En best færi lík­lega á því að við beind­um at­hygl­inni frá fjöl­miðlafóðri eins og röðun landa og þeirri fá­sinnu að draga hæpn­ar álykt­an­ir eins og að þriðjung­ur drengja geti ekki lesið sér til gagns, en reynd­um frek­ar að gera eins og stjórn­end­ur Rétt­ar­holts­skóla á sín­um tíma, óskuðu eft­ir gögn­um síns skóla úr PISA-niður­stöðum, ræddu þau og lærðu af þeim. Enn frem­ur tel ég ástæðu til að rann­saka bet­ur fram­kvæmd PISA-könn­un­ar­inn­ar hér á landi, þ.e. hvernig hún geng­ur fyr­ir sig inni í skól­um. Þar hefði ég einnig trú á að menn gætu lært af stjórn­end­um áður­nefnds skóla,“ seg­ir Mey­vant og bæt­ir við að það væri fróðlegt að borg­ar­yf­ir­völd eða sér­fræðinga í mennt­un gæfu þess­um ár­angri gaum, Rétt­ar­holts­skóli náði af­bragðsár­angri í PISA, eða sýndu vilja til að rann­saka nán­ar hvað ylli. 

Mey­vant seg­ir að eitt af því sem hann hafi áhyggj­ur af sé hversu þröngt sé talað um læsi. Ef skýrsla Mennta­mála­stofn­un­ar um niður­stöður PISA-könn­un­ar­inn­ar árið 2015 er skoðuð sést að stærðfræðilæsi við lok grunn­skóla er lak­ara á Íslandi en í meiri­hluta OECD-ríkj­anna og lægra hér en í hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um.

Staðan á höfuðborgarsvæðinu er almennt betri en á landsbyggðinni þegar …
Staðan á höfuðborg­ar­svæðinu er al­mennt betri en á lands­byggðinni þegar kem­ur að niður­stöðum PISA. mbl.is/​Hari

Stærðfræðilæsi hér á landi hef­ur látið und­an síga frá PISA-fyr­ir­lögn­inni árið 2003 þegar megin­áhersla var á mæl­ingu stærðfræðilæsis í fyrsta sinn í PISA. Sú lækk­un nem­ur tæpu skóla­ári og birt­ist í fjölg­un nem­enda á lægri hæfniþrep­um og fækk­un í efri hæfniþrep­um. Ekki varð þó mark­tæk lækk­un á stærðfræðilæsi milli ár­anna 2012 og 2015. Kynjamun­ur er nú lít­ill sem eng­inn hér á landi sem rekja má til þess að stúlk­ur sýna nú lak­ari ár­ang­ur en áður, frem­ur en að pilt­ar hafi bætt sig. Höfuðborg­ar­svæðið er svipað meðaltali OECD en utan þess er stærðfræðilæsi mun lak­ara.

Læsi á nátt­úru­vís­indi er minna hér á landi en í öðrum lönd­um á Norður­lönd­um og gild­ir það um alla und­irþætti, þekk­ing­ar­svið og efn­is­svið nátt­úru­vís­inda. Læsi á nátt­úru­vís­indi er nú nokkru minna en það var 2006 þegar það var fyrst aðalviðfangs­efni PISA. Mik­ill meiri­hluti OECD-ríkja stend­ur bet­ur en Ísland á þessu sviði. Staðan á höfuðborg­ar­svæðinu er al­mennt betri en á lands­byggðinni. Lækk­un meðaltals hef­ur verið meiri í dreif­býli milli ár­anna 2006 og 2015 (35 stig) en lækk­un­in í þétt­býlis­kjörn­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins (22 stig) en á höfuðborg­ar­svæðinu er lækk­un­in aðeins lít­ils­hátt­ar (10 stig). Þetta kem­ur fram í skýrslu Mennta­mála­stofn­un­ar um PISA-könn­un­ina árið 2015.

Talað um „getu til aðgerða“

Að sögn Mey­vants má sjá að vís­inda­læsi snú­ist um að geta út­skýrt fyr­ir­bæri með hjálp nátt­úru­vís­inda, rann­sakað og metið fyr­ir­bæri á vís­inda­leg­an hátt og túlkað gögn og upp­lýs­ing­ar af sviði nátt­úru­vís­inda. Hann seg­ir að hér verði að hafa í huga að um er að ræða ramma fyr­ir nátt­úru­vís­indi við lok skyldu­náms, það er við 15 til 16 ára ald­ur.

Hann seg­ir að lest­ur sé vissu­lega for­senda þess að geta til­einkað sér þekk­ingu. En hann sjái ekki merki þess að hér séu viðmið sem OECD  hef­ur gefið út í þessu riti um PISA 2018 höfð að leiðarljósi. 

„Lesi maður kafl­ann um nátt­úru­vís­indi í nú­gild­andi aðal­nám­skrá hjá okk­ur er að minnsta kosti ekki svo að sjá. Þar er hins veg­ar talað um „getu til aðgerða“ í lík­ingu við það sem Greta Thun­berg boðar nú með góðum ár­angri um heim all­an, þ.e. „skólaskróp“ ung­menna til að mót­mæla óheillaþróun í lofts­lags­mál­um. Vissu­lega er það göf­ugt og mik­il­vægt mark­mið, en maður hlýt­ur að spyrja: Hvert mun þetta leiða ef ung­menn­in skort­ir þekk­ingu á því sem þau eru að reyna að mót­mæla? Til viðbót­ar má segja að þetta teng­ist stærra og flókn­ara vanda­máli, t.d. kenn­ara­mennt­un og tak­mörkuðum áhuga og kunn­áttu kenn­ara­efna þegar svið eins og nátt­úru­vís­indi eru ann­ars veg­ar. 

Miðstýringu skortir í grunnskólakerfið á Íslandi að mati yfirmanns menntamála …
Miðstýr­ingu skort­ir í grunn­skóla­kerfið á Íslandi að mati yf­ir­manns mennta­mála hjá OECD. mbl.is/​Hari

Við get­um ekki bara reitt okk­ur á PISA og að fá niður­stöður þeirra til að byggja á þar sem það er aðeins prófað á þriggja ára fresti!

„Nei, ég tel hins veg­ar að við höf­um van­rækt þá skyldu að rýna nán­ar í allt ferlið sem þar er á ferðinni. Rann­saka bet­ur viðhorf nem­enda, for­ráðamanna og kenn­ara til þess­ar­ar rann­sókn­ar, rýna í hvernig hún geng­ur fyr­ir sig í skól­um. Ræða líka og skoða nán­ar hvað er raun­veru­lega verið að meta í PISA, ekki bara í al­mennu læsi, held­ur ekki síður í nátt­úru­vís­ind­um (m.a. þekk­ing og kunn­átta) og stærðfræði (m.a. þekk­ing og kunn­átta, ekki bara að lesa). Síðast en ekki síst að skoða gaum­gæfi­lega hvað hef­ur verið gert í þeim ís­lensku skól­um sem skora hátt í PISA, til að mynda Rétt­ar­holts­skóla.“

Vant­ar ekki meiri miðstýr­ingu inn í grunn­skóla­kerfið líkt og Andreas Schleicher, yf­ir­maður mennta­mála hjá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD), bend­ir í raun­inni á í viðtöl­um við ís­lenska fjöl­miðla í vor?

„Stutta svarið mitt er já, sem þyrfti að vísu að skýra, en ekki tæki­færi til hér. Spurn­ing­ar af þessu tagi koma æv­in­lega við kvik­una á ýmsu þunga­vigtar­fólki í sam­fé­lag­inu, ekki síst sér­fræðing­um á sviði menntavís­inda og þeim sem láta sig þau vís­indi varða. Það er að vísu skilj­an­legt þar sem marg­ar af stærstu kanón­um á þessu sviði í ver­öld­inni hafa ára­tug­um sam­an bent á vand­ann sem þessu vill fylgja, þar sem pend­úl­hreyf­ing­ar í skólapóli­tík hafa ósjald­an virkað tví­eggja á þróun skóla­starfs. En ég tel m.ö.o. rök­in sem styðja skoðun Schleicher vega þyngra en þau sem mæla gegn henni,“ seg­ir Mey­vant.

Á 20. öld var talað um að mæl­inga­fræðin með skýr náms­mark­mið, próf og töl­fræði hefði haft vinn­ing­inn fram yfir boðskap heim­spek­inga á borð við John Dewey og fleiri um opið og sveigj­an­legt mennta­kerfi með barnið og þarf­ir þess í brenni­depli.

Í mín­um huga munu þessi tvö sjón­ar­mið halda áfram að tak­ast á og nú á dög­um má spyrja hvort sé að verða yf­ir­sterk­ara. Að margra mati er nú­gild­andi aðal­nám­skrá Dewey-ísk að mörgu leyti, en aft­ur á móti eru áhöld um hvernig menn vilja skilja, út­færa og meta hin sund­ur­greindu hæfniviðmið,“ seg­ir Mey­vant Þórólfs­son. 

mbl.is