Allir fái menntun við sitt hæfi

Skóli fyrir alla? | 20. september 2019

Allir fái menntun við sitt hæfi

Arnarskóli hefur sérstöðu í íslensku skólakerfi. Skólinn er sjálfstætt starfandi og nemendur skólans fá einstaklingsmiðaða heildstæða þjónustu þar sem hver nemandi er með manneskju með sér á meðan hann er í skólanum. Þegar skólinn hóf starfsemi fyrir tveimur árum voru nemendurnir tveir. Í dag eru nemendur Arnarskóla orðnir 17 og starfsmennirnir eru 36 talsins.

Allir fái menntun við sitt hæfi

Skóli fyrir alla? | 20. september 2019

Atli Magnús­son­, fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­skóla, og María Sig­ur­jóns­dótt­ir, fag­stjóri í skól­an­um.
Atli Magnús­son­, fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­skóla, og María Sig­ur­jóns­dótt­ir, fag­stjóri í skól­an­um. mbl.is/Hari

Arn­ar­skóli hef­ur sér­stöðu í ís­lensku skóla­kerfi. Skól­inn er sjálf­stætt starf­andi og nem­end­ur skól­ans fá ein­stak­lings­miðaða heild­stæða þjón­ustu þar sem hver nem­andi er með mann­eskju með sér á meðan hann er í skól­an­um. Þegar skól­inn hóf starf­semi fyr­ir tveim­ur árum voru nem­end­urn­ir tveir. Í dag eru nem­end­ur Arn­ar­skóla orðnir 17 og starfs­menn­irn­ir eru 36 tals­ins.

Arn­ar­skóli hef­ur sér­stöðu í ís­lensku skóla­kerfi. Skól­inn er sjálf­stætt starf­andi og nem­end­ur skól­ans fá ein­stak­lings­miðaða heild­stæða þjón­ustu þar sem hver nem­andi er með mann­eskju með sér á meðan hann er í skól­an­um. Þegar skól­inn hóf starf­semi fyr­ir tveim­ur árum voru nem­end­urn­ir tveir. Í dag eru nem­end­ur Arn­ar­skóla orðnir 17 og starfs­menn­irn­ir eru 36 tals­ins.

Að sögn Atla Magnús­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Arn­ar­skóla, og Maríu Sig­ur­jóns­dótt­ur, fag­stjóra í skól­an­um, er Arn­ar­skóli fyr­ir nem­end­ur á grunn­skóla­aldri með ein­hverfu og önn­ur þroskafrávik. At­ferl­isíhlut­un er notuð við þjálf­un og kennslu barn­anna en með heild­stæðri skólaþjón­ustu er átt við að þjón­ust­an er veitt alla virka daga árs­ins, skóli, frí­stund og sum­ar­frí­stund fer öll fram á sama stað með sama starfs­fólk­inu. Eins er reynt að koma því við að önn­ur íhlut­un (s.s. talþjálf­un, iðjuþjálf­un og sjúkraþjálf­un) fari einnig fram inn­an veggja Arn­ar­skóla þannig að ekki þurfi að rjúfa skóla­dag nem­enda. Að sögn Atla ann­ast Trappa talþjálf­un nem­enda í skól­an­um en von­ir standi til að iðjuþjálfi og sjúkraþjálf­ari verði komn­ir til starfa í skól­an­um á næstu mánuðum. 

Í dag eru nem­end­ur skól­ans í fyrsta til átt­unda bekk. „Við töl­um um að hér geti verið 25 nem­end­ur en sjá­um fyr­ir okk­ur í framtíðinni að vera með þrjár álm­ur og alls 45-50 börn. Ég ef­ast um að hóp­ur­inn sem þarf á okk­ar þjón­ustu að halda sé stærri en það. Draum­ur­inn er að geta létt álag­inu á Kletta­skóla og sér­deild­um í grunn­skól­um. Þannig gætu þær sinnt sínu hlut­verki bet­ur en þær gera í dag þar sem það vant­ar fleiri hend­ur og um leið úrræði.

Við hjá Arn­ar­skóla horf­um meira á stuðningsþarf­ir barna en grein­ing­ar, því tvö börn með sömu grein­ingu geta þurft mis­mik­inn stuðning. Sum börn eru með þannig ein­hverfu að hún hef­ur mjög trufl­andi áhrif á virkni og getu til að læra, á meðan önn­ur þurfa mun minni stuðning. Þau eiga oft erfitt með að fóta sig í al­menna skóla­kerf­inu og þurfa mann­inn með sér eins og hér er. Ekki er alltaf samasem­merki við grein­ing­ar og þann stuðning sem þau þurfa á að halda og við horf­um meira til þess stuðnings sem þau þurfa óháð grein­ingu og þann stuðning fá þau hér,“ seg­ir Atli.

María seg­ir að sum börn með þroska­höml­un og börn með ein­hverfu geti stundað nám í al­menna skóla­kerf­inu. „Arn­ar­skóli  hef­ur verið í góðri sam­vinnu við Kletta­skóla og við finn­um fyr­ir mikl­um meðbyr frá starfs­fólki Kletta­skóla. Okk­ur finnst mjög mik­il­vægt að þessi skóli er með aðra þjón­ustu og aðrar áhersl­ur en aðrir skól­ar, segja Atli og María. Ekki er til eitt snið sem hent­ar öll­um og við vilj­um vera besti skól­inn fyr­ir ákveðinn hóp líkt og aðrir skól­ar fyr­ir aðra hópa.“

Ein­hverfa hverf­ur ekki um jól­in

Starfsemi Arnarskóla er svolítið mörkuð af skorti á þjónustu í …
Starf­semi Arn­ar­skóla er svo­lítið mörkuð af skorti á þjón­ustu í kerf­inu. Þessu kynnt­umst við í störf­um okk­ar hjá Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins og ákváðum að stofna skól­ann," segja stjórn­end­ur Arn­ar­skóla. mbl.is/​Hari

„Starf­semi Arn­ar­skóla er svo­lítið mörkuð af skorti á þjón­ustu í kerf­inu. Þessu kynnt­umst við í störf­um okk­ar hjá Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins og ákváðum að stofna skól­ann. Við erum ekki í sam­keppni við Kletta­skóla líkt og ein­hverj­ir gætu talið en vegna strangra viðmiða fyr­ir inn­göngu í Kletta­skóla, sem er sprung­inn og færri kom­ast að en sækja um, vild­um við bjóða þess­um hópi, sem við þekkt­um úr okk­ar starfi, þjón­ustu sem hann á rétt á í ís­lensku sam­fé­lagi. Okk­ur fannst vanta úrræði fyr­ir börn með flókn­ustu þarf­irn­ar en það eru oft þau börn sem þurfa að leita á flesta staði eft­ir þjón­ustu en mega síst við því. 

Það vantaði sár­lega skóla þar sem þessu starfi væri fléttað sam­an, það er skóla, frí­stund og sum­ar­frí­stund. Fyr­ir sum börn er upp­brot, eins og langt sum­ar­leyfi, mjög erfitt. Til að mynda fyr­ir börn með hegðun­ar­vanda og það er erfitt fyr­ir for­eldra að þurfa að senda börn sín í hend­ur á nýju og nýju fólki sem kannski er ekki sér­menntað eða þjálfað í að vinna með börn­um með sérþarf­ir. Svo ekki sé talað um mikla starfs­manna­veltu í flest­um stuðningsúr­ræðum,“ seg­ir Atli. 

María tek­ur und­ir þetta og seg­ir að nem­end­ur skól­ans þurfi meiri stöðug­leika og fagaðila til að vinna með sér, ekki bara frá 8.30 til 14 yfir vetr­ar­tím­ann held­ur all­an dag­inn allt árið því ein­hverfa hverfi ekki í júlí og ág­úst, eða um jól­in. 

„Námið er ein­stak­lings­miðað og við erum með þverfag­lega nálg­un þar sem fjöl­breytt­ur hóp­ur sér­fræðinga kem­ur að starf­inu. At­ferl­is­fræðing­ur vinn­ur í skól­an­um alla daga sem og kenn­ar­ar. Þeir koma að vinnu við gerð ein­staklings­áætl­ana fyr­ir öll börn sem eru í skól­an­um. Ýmis færni sem við erum að vinna með er hugsuð til þess að gera þau sjálf­stæðari þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu í framtíðinni,“ seg­ir hún. 

„Námið er einstaklingsmiðað og við erum með þverfaglega nálgun þar …
„Námið er ein­stak­lings­miðað og við erum með þverfag­lega nálg­un þar sem fjöl­breytt­ur hóp­ur sér­fræðinga koma að starf­inu, seg­ir María Sig­ur­jóns­dótt­ir. mbl.is/​Hari

Þau segja mark­miðið að taka mið af því hvernig barnið er statt og ef það er statt á þeim stað að geta ekki valið á milli tveggja hluta er byrjað að vinna með það. „Ákveðið lýðræði er falið í því að geta valið í hverju maður vill klæðast eða hvað maður vill borða. Færni sem yf­ir­leitt kem­ur snemma fram hjá börn­um en sum­um þarf að kenna þessa færni. Síðan erum við með aðra nem­end­ur sem kunna að lesa og skrifa og þá er aðkoma kenn­ara­meiri með þeim börn­um. Aðkoma kenn­ara get­ur bæði verið í beinni vinnu með barnið eða hand­leiðsla við stuðningsaðila barns­ins. Við miðum við stöðu hvers og eins og með sum­um nem­end­um er kenn­ari með mikla aðkomu en minni með öðrum. Fer allt eft­ir stöðu barns­ins,“ seg­ir Atli. 

Tveir þriðju þeirra sem starfa á gólf­inu í Arn­ar­skóla eru með fag­mennt­un á þessu sviði en þriðjung­ur er ungt fólk sem yf­ir­leitt er í námi eða stefn­ir á nám á þessu sviði.

All­ir nem­end­urn­ir búa í for­eldra­hús­um og eru í Arn­ar­skóla í átta klukku­stund­ir á dag. Sum þeirra þyrftu mun meiri þjón­ustu en þar er pott­ur brot­inn, það er bú­setu­úr­ræði fyr­ir fötluð börn. Stund­um eru aðstæður þannig að mjög erfitt er að vera með mjög fötluð börn á heim­ili, mik­ill hegðun­ar­vandi sem get­ur reynst for­eldr­um og systkin­um þung­ur í skauti, segja þau. „Fyr­ir þess­ar fjöl­skyld­ur er fátt annað í boði en hvíld­ar­inn­lögn og liðveisla sem er ekki alltaf nóg,“ seg­ir María. „Í gegn­um starf okk­ar á Grein­ing­ar­stöðinni höf­um við séð allt of marg­ar fjöl­skyld­ur brotna und­an álagi. Aðstæðurn­ar eru oft óyf­ir­stíg­an­leg­ar,“ bæt­ir Atli við.

Nem­end­ur koma af öllu höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um og ým­ist eru það for­eldr­ar eða sveit­ar­fé­lög­in sem leita til skól­ans seg­ir María. Yf­ir­leitt eru það for­eldr­ar sem hafa haft sam­band að fyrra bragði, en unnið er með fræðslu­yf­ir­völd­um í sveit­ar­fé­lög­un­um í inn­töku­ferl­inu. 

Of mik­il áhersla á bók­lega hlut­ann í stað starfs­náms

Við erum ekki í samkeppni við Klettaskóla líkt og einhverjir …
Við erum ekki í sam­keppni við Kletta­skóla líkt og ein­hverj­ir gætu talið, seg­ir Atli Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­skóla. mbl.is/​Hari

„Skóli án aðgrein­ing­ar á ekki að vera sparnaðar­tæki. Skóli án aðgrein­ing­ar á ekki að snú­ast um að all­ir eigi að vera í sömu bygg­ing­unni held­ur að skóla­kerfið komi til móts við þarf­ir allra og að all­ir fái mennt­un við hæfi í sínu nærsam­fé­lagi, hvort sem það er í sveit­ar­fé­lag­inu sem barnið er með lög­heim­ili eða í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um. Ekki er hægt að ætl­ast til þess að það séu sér­fræðing­ar í öllu í öll­um skól­um. Eins og skóla­starfi er háttað í dag eru kenn­ar­ar störf­um hlaðnir. Með því að bjóða upp á þessa þjón­ustu erum við að vona að aðrir skól­ar geti bet­ur sinnt þeim fjöl­breytta hópi barna sem hjá þeim er. Við von­um því að við séum stuðning­ur við skóla án aðgrein­ing­ar og von­andi verður það þannig í framtíðinni,“ seg­ir Atli. 

Þau eru sam­mála um að skort hafi á starfs­náms­hluta í ýms­um fög­um sem snúa að stuðningi við börn. Til að mynda í þroskaþjálf­anám­inu en þar er of mik­il áhersla á bók­lega hlut­ann og rétt­inda­gæslu á kostnað þess að vinna með fólki, seg­ir Atli. 

„Það sama má segja um sér­kennslu­fræði og skóli marg­breyti­leik­ans til M.Ed.-prófs, sem er kennd í deild mennt­un­ar og marg­breyti­leika, en var áður sér­kennslu­fræði. Þar er ekki gerð krafa um starfs­nám og því það er hægt að út­skrif­ast án þess að hafa unnið með barni. Þetta er hins veg­ar að breyt­ast og há­skól­arn­ir eru byrjaðir að end­ur­skoða sitt nám. Við vilj­um vera í sam­starfi við há­skól­ana með því að vera starfsþjálf­un­arstaður. Við erum þegar í sam­starfi við Há­skól­ann í Reykja­vík og erum að vinna að gerð sam­komu­lags við Há­skóla Íslands,“ seg­ir Atli. 

Þau segja að enn hafi ekki komið til þess að barn hafi komið í skól­ann sem þau hafi ekki getað þjón­ustað. Eðli­lega hafi komið upp spurn­ing­ar þar að lút­andi en þau segja að starfs­fólk Arn­ar­skóla hafi sterkt bak­land sér­fræðinga á svið at­ferl­is­fræði sem hafi reynst þeim ótrú­lega vel.

Upp­haf­lega hug­mynd­in var að deila hús­næði með al­menn­um skóla en það hef­ur ekki orðið. Stjórn­end­ur Arn­ar­skóla lögðu ríka áherslu á að skól­inn yrði ekki deild í öðrum skóla, og að Arn­ar­skóli yrði rek­inn sem sjálf­stæð ein­ing en kannski í sam­starfi við aðra skóla. Ekki eru greidd skóla­gjöld í Arn­ar­skóla held­ur greiða sveit­ar­fé­lög­in fyr­ir sína nem­end­ur. For­eldr­ar greiða aft­ur á móti fyr­ir há­deg­is­mat og frí­stund líkt og í öðrum grunn­skól­um.

Þung­ur rekst­ur enda dýrt úrræði

Nemendur Arnarskóla koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Nem­end­ur Arn­ar­skóla koma af öllu höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um. mbl.is/​Hari

Arn­ar­skóli er í sam­starfi við Hofstaðaskóla í Garðabæ og þau sjá fyr­ir sér sam­starf við fleiri skóla í framtíðinni þar sem hvor aðili get­ur stutt hinn. „Við erum að horfa til frek­ara sam­starfs við Kópa­vog og erum afar þakk­lát fyr­ir að hafa fundið hús­næði í Kópa­vogi þar sem bæj­ar­yf­ir­völd hafa tekið okk­ur vel og stutt við okk­ur,“ seg­ir Atli. 

Rekst­ur skól­ans er þung­ur enda rekst­ur á skóla sem þess­um dýrt úrræði. Við sem rek­um skól­ann leggj­um allt okk­ar í söl­urn­ar og erum svo sann­ar­lega ekki að þessu til að græða. Þetta er okk­ar hjart­ans mál og það sama á við um allt starfs­fólk skól­ans segja þau Atli Magnús­son og María Sig­ur­jóns­dótt­ir.

Til að standa und­ir fjár­mögn­un á kostnaðar­söm­um fram­kvæmd­um við skól­ann til að bæta aðstöðu nem­enda bæði inn­an­húss, sem og við skóla­lóð þurf­um við að reiða okk­ur á fram­lög og styrki frá ein­stak­ling­um og fé­laga­sam­tök­um. Nú er verið að safna fyr­ir breyt­ing­um á aðstöðu nem­enda inn­an­húss sem og utan og er það gert með fjár­öfl­un þar sem hóp­ur fólks hring­ir út fyr­ir skól­ann og safn­ar fram­lög­um. Við höf­um líka fengið rausn­ar­lega styrki t.d. frá Odd­fellow, en að öðrum ólöstuðum hef­ur Kven­fé­lagið í Kópa­vogi verið burðarstólpi í fjár­mögn­un á þess­um fram­kvæmd­um. Við erum þeim, sem og öll­um sem hafa styrkt okk­ur, ótrú­lega þakk­lát.

María Sigurjónsdóttir, fagstjóri Arnarskóla og Atli Magnússon, framkvæmdastjóri skólans, segja …
María Sig­ur­jóns­dótt­ir, fag­stjóri Arn­ar­skóla og Atli Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri skól­ans, segja að Arn­ar­skóli hafi orðið til vegna skorti á þjón­ustu í kerf­inu fyr­ir þenn­an hóp barna. mbl.is/​Hari
mbl.is