Mikilvægt að veita aðstoð strax

Skóli fyrir alla? | 20. september 2019

Mikilvægt að veita aðstoð strax

Einkunnir í grunnskóla hafa forspárgildi þegar kemur að brottfalli úr framhaldsskóla og mikilvægt að veita börnum sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að einstaklingsmiða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, segir Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík.

Mikilvægt að veita aðstoð strax

Skóli fyrir alla? | 20. september 2019

Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í …
Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík. mbl.is/Hari

Ein­kunn­ir í grunn­skóla hafa for­spár­gildi þegar kem­ur að brott­falli úr fram­halds­skóla og mik­il­vægt að veita börn­um sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að ein­stak­lings­miða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, seg­ir Her­mund­ur Sig­munds­son, pró­fess­or í sál­fræði við Tækni- og vís­inda­há­skól­ann í Þránd­heimi og Há­skól­ann í Reykja­vík.

Ein­kunn­ir í grunn­skóla hafa for­spár­gildi þegar kem­ur að brott­falli úr fram­halds­skóla og mik­il­vægt að veita börn­um sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að ein­stak­lings­miða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, seg­ir Her­mund­ur Sig­munds­son, pró­fess­or í sál­fræði við Tækni- og vís­inda­há­skól­ann í Þránd­heimi og Há­skól­ann í Reykja­vík.

Hann seg­ir allt of lítið rætt um mennta­mál á Íslandi á sama tíma og þetta sé mik­il­væg­asti mála­flokk­ur­inn sem þjóðir standi frammi fyr­ir. Í Nor­egi eru mennta­mál helsta kosn­inga­málið, seg­ir Her­mund­ur og bend­ir á að það virðist vera að Íslend­ing­ar virðist sætta sig við lé­legt gengi ís­lenskra ung­menna í alþjóðleg­um sam­an­b­urði ef und­an­skild­ar eru nokkr­ar vik­ur eft­ir að niðurstaða PISA-könn­un­ar­inn­ar er birt. Þá fari af stað mik­il umræða í þjóðfé­lag­inu um að eitt­hvað þurfi að gera en sú umræða deyi fljótt út.

„Skóla­mál eru flók­in en við erum að tala um börn sem eiga að vera það mik­il­væg­asta í huga stjórn­mála­manna sem og annarra. Ef við ætl­um að bæta stöðu ís­lenskra skóla­kerf­is­ins á alþjóðavísu verðum við að taka okk­ur á,“ seg­ir Her­mund­ur.

Börn eru svo mikilvæg og eiga rétt á úrvalsþjónustu.
Börn eru svo mik­il­væg og eiga rétt á úr­valsþjón­ustu. mbl.is/​Hari

Um 28 pró­sent drengja og 15 pró­sent stúlkna gátu ekki lesið sér til gagns árið 2015 sam­kvæmt niður­stöðu PISA-könn­un­ar­inn­ar það ár. Þetta kem­ur fram í svari Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, við fyr­ir­spurn frá Ingu Sæ­land, for­manni Flokks fólks­ins, um læsi drengja og stúlkna við lok grunn­skóla­göngu.

Her­mund­ur seg­ir að þetta sé stórt vanda­mál, að 28% drengja lesi ekki nógu vel til að skilja texta. Dreng­ir hafi minni áhuga á lestri og lesi minna en það breyti því ekki að þeir verði að geta lesið. Öll sam­skipti bygg­ist á lestri, al­veg sama hvort þau eru ra­f­ræn eða ekki. For­eldr­ar verði að taka þátt í þessu með skól­un­um Svo sem með því að finna bæk­ur sem vekja áhuga þeirra á lestr­in­um og auka þurfi fram­boð á áhuga­verðum bók­um sem fanga at­hygli barna og ung­linga. Bók­um með mis­mun­andi erfiðleika­stig. Miða verður við færni hvers og eins og gefa börn­um og ung­ling­um rétt­ar áskor­an­ir, seg­ir Her­mund­ur.

„Íslend­ing­ar virðast sætta sig við að þetta sé ekki í lagi og eru dug­leg­ir við að reyna að draga úr gildi PISA þar sem niðurstaðan er okk­ur ekki hag­felld í stað þess að skoða hvað sé ekki í lagi hér á landi í skóla­kerf­inu. Á sama tíma er lít­il virðing bor­in fyr­ir kenn­ur­um og kenn­ara­starf­inu,“ seg­ir Her­mund­ur. Það verður að bæta. Hann seg­ir erfitt að breyta áhersl­um hér og því sé ekki vel tekið ef ein­hver vog­ar sér að gagn­rýna kerfið. „Ég held samt að við séum öll sam­mála um að vilja það besta fyr­ir börn­in,“ bæt­ir hann við.

Umhverfismálin eru sennilega helsta umræðuefnið hjá ungu fólki í dag …
Um­hverf­is­mál­in eru senni­lega helsta umræðuefnið hjá ungu fólki í dag og við eig­um að geta verið framar­lega í þeirri umræðu, seg­ir Her­mund­ur mbl.is//​Hari

Eitt af því sem þyrfti að bæta á efri stig­um grunn­skól­ans er að auka kennslu í nátt­úru­fræði og um­hverf­inu, seg­ir Her­mund­ur.

„Við sjá­um ekki tæki­fær­in sem bíða okk­ar í næsta ná­grenni, það er í nátt­úru Íslands. Um­hverf­is­fræði er sú fræðigrein sem er mest vax­andi í heim­in­um. Hægt að sam­tvinna kennslu í nátt­úru­fræði með hreyf­ingu og heilsu barna. Eins og við vit­um eru 35-40 mín­út­ur há­marks­tími fyr­ir barn að ein­beita sér inni í kennslu­stofu. Með því að not­færa okk­ur næsta ná­grenni er hægt að fræða börn um ólíka hluti nátt­úr­unn­ar og þessi fræðsla gæti byrjað strax í leik­skóla. Mark­miðið væri kennsla þar sem börn­in fengju að kynn­ast hverju viðfangs­efni á sem best­an og ár­ang­urs­rík­an hátt með því að snerta og prófa. Að vera úti í nátt­úr­unni. Þetta gæti orðið til þess að fleiri tækju ákvörðun um frek­ara nám á þessu sviði.

Um­hverf­is­mál­in eru senni­lega helsta umræðuefnið hjá ungu fólki í dag og við eig­um að geta verið framar­lega í þeirri umræðu,“ seg­ir Her­mund­ur og bæt­ir við að með því get­ur Ísland skapað ný at­vinnu­tæki­færi, tryggt ný­sköp­un og leyst stór­ar áskor­an­ir sem blasi við. Síðan þyrfti mark­visst átak til að fá fleiri nem­end­ur til að velja nám sem teng­ist þessu gíf­ur­lega mik­il­væga sviði fyr­ir framtíðina, þar sem um­hverf­is­mál og sjálf­bærni eru í brenni­depli úti um all­an heim.

Hann seg­ir að eitt af því sem vanti hér á landi esé rann­sókn­ar­set­ur mennt­unn­ar. „Við þurf­um á rann­sókn­ar­setri fyr­ir grunn­færni að halda. Að byggja upp rann­sókn­ir á þessu sviði og öll starf­semi rann­sókn­ar­set­urs­ins yrði byggð á mest viður­kenndu rann­sókn­um sem völ er á,” seg­ir Her­mund­ur.

Aðal rann­sókn­aráhersl­an yrði á læsi og lest­ur, töl­um og stærðfræði, nátt­úru­fræði og um­hverfi, hreyfi­færni, hreyf­ing og heilsu. Hug­ar­far, ástríðu, þraut­seigju. Rann­sókn­ar­setrið myndi ann­ast miðlun á kunn­áttu út í sam­fé­lagið þannig að for­eldr­ar myndu tengj­ast setr­inu. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf fyr­ir sveit­ar­fé­lög og skóla lands­ins. Þarna yrði unnið að þróun á kennslu­efni í grunn­fög­um svo sem lestri/​stærðfræði og nátt­úru­fræði á fyrstu skóla­stig­um, seg­ir Her­mund­ur. 

mbl.is