Raðað í  hópa eftir getu

Skóli fyrir alla? | 21. september 2019

Raðað í hópa eftir getu

Safnskólar á unglingastigi eru ekki margir á höfuðborgarsvæðinu en Garðaskóli í Garðabæ er einn þeirra. Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla, segist telja safnskóla hafa ýmsa kosti umfram hverfisskóla á unglingastigi. Einkum vegna þess að þar eru mun fleiri nemendur í hverjum árgangi og því auðveldara að bjóða upp á fagkennslu í hverri námsgrein og fjölbreytt úrval valgreina.

Raðað í hópa eftir getu

Skóli fyrir alla? | 21. september 2019

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla.
Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla. mbl.is/Hari

Safn­skól­ar á ung­linga­stigi eru ekki marg­ir á höfuðborg­ar­svæðinu en Garðaskóli í Garðabæ er einn þeirra. Bryn­hild­ur Sig­urðardótt­ir, skóla­stjóri Garðaskóla, seg­ist telja safn­skóla hafa ýmsa kosti um­fram hverf­is­skóla á ung­linga­stigi. Einkum vegna þess að þar eru mun fleiri nem­end­ur í hverj­um ár­gangi og því auðveld­ara að bjóða upp á fag­kennslu í hverri náms­grein og fjöl­breytt úr­val val­greina.

Safn­skól­ar á ung­linga­stigi eru ekki marg­ir á höfuðborg­ar­svæðinu en Garðaskóli í Garðabæ er einn þeirra. Bryn­hild­ur Sig­urðardótt­ir, skóla­stjóri Garðaskóla, seg­ist telja safn­skóla hafa ýmsa kosti um­fram hverf­is­skóla á ung­linga­stigi. Einkum vegna þess að þar eru mun fleiri nem­end­ur í hverj­um ár­gangi og því auðveld­ara að bjóða upp á fag­kennslu í hverri náms­grein og fjöl­breytt úr­val val­greina.

Í Garðaskóla er nem­end­um líka raðað í mis­stóra hópa eft­ir getu þeirra til að tak­ast á við náms­efnið. Auka megi kröf­ur til nem­enda á síðustu árum grunn­skól­ans og þar með und­ir­búa þau bet­ur und­ir nám í fram­halds­skóla. Ekki síst eft­ir að fram­halds­skól­inn var stytt­ur með til­heyr­andi til­færslu á náms­efni úr fram­halds­skól­an­um í grunn­skóla, og samþjöpp­un á yf­ir­ferð fram­halds­skól­ans í þrjú ár í stað fjög­urra.  

„Ég er ánægð með að Garðabær hafi alltaf staðið vörð um Garðaskóla en 53 ár eru liðin frá því að skól­inn hóf starf­semi. Mörg sveit­ar­fé­lög hafa lagt safn­skóla niður og mér finnst það ekki góð þróun. Ég held að stór sveit­ar­fé­lög sem það hafa gert eigi að breyta til baka því með safn­skól­um er hægt að þjóna og ein­beita sér bet­ur að mál­efn­um ung­lings­ins sem þarf á sterk­um fag­kenn­ur­um að halda þar sem hann er kom­inn lengra inn á viðkom­andi fræðisvið en á yngri skóla­stig­um og á að njóta þess með sterk­ari fag­mönn­um á af­mörkuðum sviðum. Við sjá­um það í sam­ræmd­um könn­un­ar­próf­um og eins í PISA-könn­un­um að stóru safn­skól­arn­ir eru að skila mjög sterk­um nem­end­um og ár­ang­ur þeirra með því besta sem ger­ist hér á landi,” seg­ir Bryn­hild­ur.

Yfir 40% nemenda í Garðaskóla útskrifast með A í grunnskólaeinkunn …
Yfir 40% nem­enda í Garðaskóla út­skrif­ast með A í grunn­skóla­ein­kunn í stærðfræði, þ.e. framúrsk­ar­andi ár­ang­ur. mbl.is/​Hari

Nem­end­ur Garðaskóla koma úr öll­um hverf­um bæj­ar­ins auk þess sem 5-7% nem­enda eru bú­sett í öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Rúm­lega 500 nem­end­ur á aldr­in­um 13-16 ára stunda þar nám í 8.-10. bekk í vet­ur og eru 150 til 180 nem­end­ur í hverj­um ár­gangi. Eitt af því sem marg­ir hafa lagt áherslu á er að börn þurfi ekki að fara langt að heim­an til að sækja skóla og mik­il­vægt sé að börn séu í sama skóla, helst með sömu bekkj­ar­fé­lög­un­um, all­an grunn­skól­ann. For­eldr­ar barna sem hafa stundað nám í grunn­skól­um er­lend­is sem blaðamaður hef­ur rætt við telja aft­ur á móti að of mik­il áhersla sé lögð á það í ís­lensku skóla­kerfi. Ekk­ert sé hugsað út í þá nem­end­ur sem lokast inni í bekk sem þeir eiga ekki sam­leið með. Ekki síst börn sem verða fyr­ir einelti eða eiga erfitt með sam­skipti við um­sjón­ar­kenn­ara. Of mikið sé gert úr því að fara á milli hverfa, jafn­vel hverfa inn­an sömu bæj­ar­hluta. Meðal þess sem nauðsyn­legt er fyr­ir börn að læra er að tak­ast á við nýj­ar aðstæður í líf­inu og þroska þau fé­lags­lega. Það sé ekki síst gert með því að kynn­ast nýju fólki.

Að sögn Bryn­hild­ar hef­ur aldrei verið neitt vanda­mál fyr­ir nem­end­ur Garðaskóla að fara á milli hverfa. Þegar nem­end­ur koma inn í skól­ann í átt­unda bekk fylgja þeim yf­ir­leitt upp­lýs­ing­ar úr fyrri skóla þannig að fátt á að koma á óvart.

„Við reyn­um að láta þess­ar upp­lýs­ing­ar ekki hafa of mik­il áhrif á okk­ur og brjót­um upp alls kon­ar hluti, svo sem hópa. Nem­end­ur í 8. bekk eru í bekkja­kerfi sem styður við þá fé­lags­lega á meðan þeir eru að laga sig að vinnu­brögðum og skóla­brag Garðaskóla. Áhersla er lögð á að nem­end­ur fái gott svig­rúm sitt fyrsta ár í skól­an­um til að aðlag­ast vinnu­brögðum og sam­skipta­regl­um skól­ans. Bekk­irn­ir eru blandaðir en reynt er að hafa svipaðan nem­enda­fjölda í öll­um deild­un­um. Stuðning­ur við nám og hegðun fer að mestu leyti fram inni í bekkj­ar­deild­um og í 8. bekk getu­skipt­um við bara í stærðfræði,” seg­ir Bryn­hild­ur. Þar vís­ar hún til þess að nem­end­um er skipt upp í náms­hópa eft­ir getu í Garðaskóla.

Gert til að nálg­ast bet­ur þarf­ir hvers og eins

„Við telj­umst ekki skóli án aðgrein­ing­ar því við getu­skipt­um nem­end­um í kjarna­grein­um. Við ger­um það til að geta nálg­ast bet­ur þarf­ir hvers og eins. Röðun nem­enda í ferðir er alltaf unn­in í sam­ráði við nem­end­ur sjálfa og for­eldra þeirra. Það er val nem­enda að fara í hæg­ferðir þar sem þeir fá meiri tíma með kenn­ara og stuðning til að ná hæfniviðmiðum aðal­nám­skrár,” seg­ir Bryn­hild­ur og að henn­ar sögn er mik­ill meiri­hluti nem­enda og for­eldra ánægður með það. Helst hef­ur verið óánægja með þetta fyr­ir­komu­lag hjá þeim sem eru í mörg­um hæg­ferðum. Telja for­eldr­ar þeirra barna að þau fái ekki sömu tæki­færi og aðrir. Vís­ar hún þar til þess að oft eru þetta sömu krakk­arn­ir og ein­hverj­ir með mikla hegðun­ar­erfiðleika. Þess­ir hóp­ar eru yf­ir­leitt mjög litl­ir, 10 að há­marki, og vont þegar nem­end­ur fest­ast í þess­um litla hópi og eiga erfitt með að kom­ast út úr þessu mynstri.

„Til þess að bregðast við þessu erum við að fækka hæg­ferðum. Taka út hæg­ferðir í ákveðnum fög­um sem voru áður. Við telj­um að það sé auðvelt að fylgja eft­ir litl­um hópi inn­an miðferðar­inn­ar enda þekkj­um við nem­end­ur okk­ar vel og get­um fylgst með hverj­um og ein­um,” seg­ir Bryn­hild­ur.

Röðun nemenda í ferðir er alltaf unnin í samráði við …
Röðun nem­enda í ferðir er alltaf unn­in í sam­ráði við nem­end­ur sjálfa og for­eldra þeirra. mbl.is//​Hari

Í grein sem Jór­unn Tóm­as­dótt­ir kenn­ari skrifaði á vef Vík­ur­frétta fyr­ir nokkru fær­ir hún rök fyr­ir getu­skipt­ingu í 9. og 10. bekk.  Jór­unn seg­ist í grein­inni blása á þau rök sem hafi verið hjá skóla­fólki und­an­farna ára­tugi að getu­skipt­ing­in sé slæm fyr­ir sjálfs­mynd nem­enda.

„Sein­fær nem­andi veit að hann er sein­fær hvar í hópi sem hann stend­ur og finn­ur ekki hvað síst til van­mátt­ar síns í hópi getu­meiri nem­enda. Í hópi jafn­ingja hef­ur hann tæki­færi til að vera góður, jafn­vel best­ur.

Getu­mestu, áhuga­söm­ustu og vinnu­söm­ustu nem­end­urn­ir fengju loks að glíma við verðug, ögr­andi verk­efni. Þeir þyrftu að leggja sig fram og til­einka sér skipu­lögð vinnu­brögð til að ná ár­angri. Þeir þyrftu ekki leng­ur að fara með það sem manns­morð að þeir hefðu metnað til að standa sig vel í skól­an­um. Þeir þyrftu ekki leng­ur að liggja und­ir ámæli fyr­ir áhuga og metnað í nám­inu.

Vinnu­fælnu, áhuga­lausu nem­end­urn­ir fengju aðhald, at­hygli og upp­örvun til að sýna hvað í þeim býr í reynd og myndu efl­ast mjög í nám­inu. Sjálfs­mynd­in myndi styrkj­ast og þeim yrði það leik­ur að læra. Viðhorf þeirra til skól­ans og náms­ins myndi ör­ugg­lega verða já­kvæðara. - Þeir nem­end­ur sem eiga við náms­örðug­leika að stríða fengju alla þá aðstoð sem þeir þyrftu á að halda og myndu ör­ugg­lega njóta sín bet­ur í skólaum­hverf­inu,” seg­ir í grein Jór­unn­ar á sín­um tíma.

Löng og al­var­leg saga getu­skipt­ing­ar

Bryn­hild­ur seg­ist vel skilja að getu­skipt­ing sé ekki mjög vin­sæl í umræðunni og það skýrist meðal ann­ars af langri og al­var­legri sögu í skól­um lands­ins þar sem af­leiðing­ar getu­skipt­ing­ar voru stimplun og fé­lags­leg mis­mun­um.

„Ástæðan fyr­ir því að við hreykj­um okk­ur af getu­skipt­ingu hér í Garðaskóla er sú að hún er ekki fest í bekki. Við telj­um það grund­vall­ar­atriði. Nem­andi get­ur verið í hæg­ferð í stærðfræði en flug­ferð í ensku og sann­ast sagna er það al­gengt munst­ur. Við erum með stunda­töfl­ur í anda áfanga­kerf­is og breyt­um þeim ef þess þarf. Þannig verður til ein­stak­lings­miðað nám fyr­ir hvern og einn nem­anda. Þeir sem þurfa á stuðningi að halda fá hann og þeir sem vilja fara hraðar gera það. Við get­um tekið sem dæmi nem­anda sem hef­ur átt erfitt með að læra að lesa og stærðfræði ligg­ur kannski ekki fyr­ir viðkom­andi. Þetta þýðir að hon­um hef­ur gengið illa í skóla og átt erfitt upp­drátt­ar fyrstu sjö ár skóla­göng­unn­ar og það er svo sann­ar­lega lang­ur tími fyr­ir barn. Með því að skipta upp eft­ir getu er hægt að styðja miklu bet­ur við hvern og einn að ná sín­um mark­miðum. Það er grund­vall­ar­atriði í getu­skipt­ingu að nem­end­ur fest­ist ekki fé­lags­lega. Að þeir fest­ist ekki í hópi með erfiðum nem­end­um og að þess sé gætt að öfl­ug­ir kenn­ar­ar sinni þeim sem þurfa á mestri aðstoð að halda,” seg­ir Bryn­hild­ur.

Að henn­ar sögn er það ein­kenn­andi fyr­ir sterk­ustu kenn­ar­ana og öfl­ug­ustu að þeir eru að kenna ólík­um hóp­um. Oft bæði flug­ferð og hæg­ferð. Það sem ein­kenn­ir góða kenn­ara er að þeir þekkja sína náms­skrá vel og eru vel heima í þeim verk­fær­um og tækj­um sem í boði eru. „Til að mynda ef það kem­ur nem­andi í hraðferð í dönsku í ní­unda bekk en síðan kem­ur í ljós að það ligg­ur ekki fyr­ir hon­um þá er góður kenn­ari ekki í vand­ræðum við að finna viðeig­andi verk­efni fyr­ir þenn­an nem­anda svo hann sýni fram­far­ir í námi.”

Hópa­kerfið í 9. og 10. bekk er byggt upp á svipaðan hátt og áfanga­kerfi fjöl­brauta­skóla og hver nem­andi fær eig­in stunda­skrá. Í dönsku, ensku, ís­lensku og stærðfræði er skipt upp í mis­mun­andi náms­hraða. Farið er í sömu námsþætti en náms­gögn geta verið mis­mun­andi eft­ir ferðum og í hraðferðum er farið yfir tals­vert meira náms­efni en í hæg­ferðum. Teymi fag­kenn­ara raðar nem­end­um í ferðir í hverri grein. Miðað er við það náms­mat sem ligg­ur fyr­ir hverju sinni og röðunin er end­ur­skoðuð reglu­lega. Inn­an hverr­ar grein­ar eru sett ákveðin viðmið fyr­ir röðun­inni. Í gróf­um drátt­um má lýsa ferðunum á eft­ir­far­andi hátt:

Hraðferðir miðast við nem­end­ur sem hafa náð mjög góðum tök­um á þeirri hæfni sem stefnt er að í ár­gang­in­um. Hóp­arn­ir eru fjöl­menn­ir og gerð krafa um sjálf­stæð vinnu­brögð. Hraðferð/​flug­ferð mjög stór­ir hóp­ar – allt upp í 33-36 nem­end­ur í hóp. En kraf­an er sú að ef þú ætl­ar að fara þessa leið þá verður þú að leggja þig gríðarlega fram í nám­inu og sýna sjálf­stæð vinnu­brögð. Snýst um að leiða nem­end­ur áfram.. Nem­end­ur í þess­um hóp­um hafa nóg að gera og eru ánægðir.

Hraðferðir skipt­ast í:

  • Flug­ferðir í 9. bekk miðast við dug­lega og af­kasta­mikla nem­end­ur sem geta farið hraðar yfir og sótt svo nám í svo­nefnd­um fjöl­brauta­áföng­um í 10. bekk. Í flug­ferðum er farið yfir viðfangs­efni 9. og 10. bekkj­ar í 9. bekk.
  • Fjöl­brauta­áfang­ar í 10. bekk sam­svara áföng­um á öðru þrepi fram­halds­skóla. Nem­end­ur sem hafa lokið flug­ferðum í 9. bekk geta tekið fjöl­brauta­áfanga í ensku, ís­lensku, og stærðfræði. Nem­end­ur sem ljúka þess­um áföng­um með til­tek­inni lág­marks­ein­kunn geta fengið nám sitt metið til ein­inga við Fjöl­brauta­skól­ann í Garðabæ (FG) og jafn­vel fleiri skóla. Nem­end­um í ensku, ís­lensku og stærðfræði stend­ur til boða að taka loka­próf í áföng­un­um í FG og fá þá vott­un fram­halds­skóla fyr­ir að hafa lokið áfang­an­um. Vilji nem­end­ur taka fram­halds­skóla­áfanga í fleiri grein­um er sá mögu­leiki einnig fyr­ir hendi að stunda fjar­nám við fram­halds­skóla. 

Miðferðir miðast við nem­end­ur sem hafa náð nokkuð góðum tök­um á þeirri hæfni sem unnið er að í ár­gang­in­um. Hóp­arn­ir eru skipaðir 15-23 nem­end­um. 

Hæg­ferðir miðast við nem­end­ur sem hafa ekki náð góðum tök­um á þeirri hæfni sem stefnt er að í ár­gangi viðkom­andi. Farið er hæg­ar yfir og nem­end­ur fá ein­stak­lings­miðaðri stuðning við nám sitt. Hóp­arn­ir eru fá­menn­ir og oft kennd­ir af teymi fag- og sér­kenn­ara og þroskaþjálfa. 

Stærðfræðikennsl­an ein­stak­lings­miðuð

„Kennurum fannst 40 mínútur of knappur tími og 80 mínútur …
„Kenn­ur­um fannst 40 mín­út­ur of knapp­ur tími og 80 mín­út­ur allt of langt,“ seg­ir Bryn­hild­ur. mbl.is//​Hari

„Þrátt fyr­ir að getu­skipta erum við ís­lensk­ur grunn­skóli og ber skylda til lög­um sam­kvæmt að ein­stak­lings­miða. Að passa að all­ir séu í námi við hæfi. Hvernig það er gert er alltaf áskor­un. Ég tel mig vita að okk­ur í Garðaskóla geng­ur vel miðað við það sam­tal sem við eig­um við nem­end­ur okk­ar og for­eldra þeirra. Við frétt­um hvernig okk­ar nem­end­um vegn­ar eft­ir að þeir ljúka námi við Garðaskóla og eins hvað nem­end­ur sem við fáum til okk­ar úr öðrum skól­um segja um starfið hér. Við náum að kenna og þjón­usta mjög marga nem­end­ur mjög vel og ég tel að við höf­um það fram yfir marga skóla á Íslandi. Stærðfræðin er mjög skýrt dæmi enda oft auðvelt að meta hana. Yfir 40% nem­enda hjá okk­ur út­skrif­ast með A í grunn­skóla­ein­kunn í stærðfræði, þ.e. framúrsk­ar­andi ár­ang­ur og um­fram það sem gerð er krafa um í lok grunn­skóla. Þess­um ár­angri er náð með mjög skipu­lögðum vinnu­brögðum og leiðbein­andi náms­mati sem lagt er til grund­vall­ar allri vinnu með nem­end­um. Ég hef líka grun um að flókn­ari hæfniviðmið séu tek­in inn í vinnu stærðfræðideild­ar­inn­ar í Garðaskóla held­ur en í mörg­um öðrum skól­um.

Stærðfræðináms­skrá­in hjá okk­ur er mjög efn­is­mik­il og keyrð áfram á mjög skipu­lagðan hátt. Hún er ein­stak­lings­miðuð og með þessu kerfi höf­um við séð mikl­ar fram­far­ir hjá krökk­um sem hafa verið að basla við stærðfræðina fyrstu sjö árin á skóla­göng­unni. Basla kannski hjá okk­ur í átt­unda bekk líka en kom­ast á skrið eft­ir það í skjóli getu­skipt­ing­ar­inn­ar,” seg­ir Bryn­hild­ur.

Enginn einn kennari hefur yfirsýn yfir allt og hvað hentar …
Eng­inn einn kenn­ari hef­ur yf­ir­sýn yfir allt og hvað hent­ar hverj­um og ein­um. mbl.is/​Hari

Vand­inn er stund­um les­blinda sem aldrei var skimað fyr­ir

Ekki er óal­gengt að les­blinda komi í ljós á ung­linga­stigi og þegar blaðamaður spyr hvers vegna það komi ekki í ljós fyrr seg­ir Bryn­hild­ur það oft skýr­ast af því að allt hafi gengið vel þangað til í ní­unda bekk þegar kröf­urn­ar aukast og náms­efnið eykst.

„Stund­um kem­ur í ljós að vand­inn er les­blinda sem aldrei hef­ur verið skimað fyr­ir. Dug­legu börn­in, oft stelp­ur, hafa náð að bjarga sér allt þangað til með því að sitja við og sýna ótrú­lega þraut­seigju. Gera allt sem þeim er sagt að gera og taka kannski fimm sinn­um lengri tíma í það en hin börn­in. Það er hægt þegar þú ert yngri en þegar bæk­urn­ar eru orðnar vel á annað hundrað blaðsíður er það ekki hægt,“ seg­ir Bryn­hild­ur.  

Bryn­hild­ur er mjög stolt af verk­efni sem tveir starfs­menn Garðaskóla hafa þróað fyr­ir les­blind börn sem hent­ar einnig vel fyr­ir þá sem eiga við lestr­ar­erfiðleika að stríða. Hjá skól­an­um er búið að byggja upp gagna­banka og ráðgjöf um ra­f­ræn hjálp­ar­tæki og áhersla lögð á að kynna fyr­ir for­eldr­um og börn­um þjón­ust­una sem er í boði. Þau fá aðstoð af ýmsu tagi en inn­an Garðaskóla starfar þverfag­legt teymi sem gríp­ur inn ef þörf er á frek­ari aðstoð. 

Kennsla hefst í Garðaskóla klukk­an 8.10 á morgn­ana og seg­ir Bryn­hild­ur að skóla­nefnd Garðabæj­ar hafi rætt á fund­um sín­um hvenær skólastarf ætti að hefjast vegna mik­ill­ar umræðu um svefn­venj­ur barna. Hún seg­ir að sú leið sem ein­hverj­ir skól­ar hafi farið, það er að seinka skóla til 8.30 sé sýnd­araðgerð og breyti lík­lega litlu.

„Það væri mun­ur fyr­ir ung­ling­inn ef skól­inn byrjaði klukk­an 10 á morgn­ana en það hef­ur ekki komið til al­var­legr­ar umræðu hér því það hefði áhrif á allt tóm­stund­astarf, íþrótt­ir, tónlist og aðrar frí­stund­ir. Við höf­um áhyggj­ur af því að ef skóla­byrj­un seinki verði að æf­ing­arn­ar færðar yfir á á morgn­ana og hver er þá til­gang­ur­inn því um það bil 80% nem­enda í Garðaskóla æfa hjá Stjörn­unni. Íþrótta­kennsla skól­ans fer að miklu leyti fram í sama hús­næði og Stjarn­an er með æf­ing­ar í og það er mikið púslu­spil að koma öll­um tím­um fyr­ir.

Staðan er sú að við erum í sam­fé­lagi þar sem for­eldr­ar fara í vinnu og okk­ur hef­ur fund­ist skyn­sam­legra að for­eldr­ar taki þátt í því með okk­ur að börn fari fyrr að sofa. Þegar við höf­um rætt við nem­end­ur um hvenær eigi að hefja skóla­starfið á morgn­ana er helm­ing­ur fylgj­andi því að byrja seinna en aðrir vilja mæta snemma og klára snemma.“

Kennslu­stund­in er 55 mín­út­ur  í Garðaskóla - ekki 40 mín­út­ur líkt og hefð er fyr­ir. Bryn­hild­ur seg­ir að kennslu­stund­in hafi verið lengd fyr­ir nokkr­um árum og í fyrstu hafi þau gert til­raun með 60 mín­út­ur en ákveðið að taka 5 mín­út­ur af hverj­um tíma dags­ins og safnað þeim sam­an í 20 mín­útna ynd­is­lest­ur á hverj­um degi. Ákvörðunin um að lengja kennslu­stund­irn­ar hafi verið tek­in í sam­ein­ingu. „Kenn­ur­um fannst 40 mín­út­ur of knapp­ur tími og 80 mín­út­ur allt of langt. Þetta þykir hafa gefið góða raun og kenn­ar­ar telja tím­ann nýt­ast bet­ur. Aft­ur á móti eru tím­ar í sér­kennslu oft styttri eða 30-40 mín­út­ur,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

Íslensk­ir kenn­ar­ar kalla eft­ir meiri þjálf­un í kennslu fjöltyngdra nem­enda og nem­enda með fjöl­menn­ing­ar­leg­an bak­grunn. Hlut­fall skóla með fjöl­breytta nem­enda­hópa er svipað hér og á hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um, en hér­lend­is telja kenn­ar­ar og skóla­stjór­ar meiri þörf á slíkri þjálf­un. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í TAL­IS, alþjóðlegri rann­sókn þar sem skoðuð eru viðhorf kenn­ara og skóla­stjórn­enda til starfa sinna en hún er fram­kvæmd reglu­lega á veg­um Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD). 

Það er oft einkennandi fyrir sterkustu kennarana og öflugustu að …
Það er oft ein­kenn­andi fyr­ir sterk­ustu kenn­ar­ana og öfl­ug­ustu að þeir eru að kenna ólík­um hóp­um. Oft bæði flug­ferð og hæg­ferð. mbl.is/​Hari

Fé­lags­leg eins­leitni vanda­mál

Afar fáir nem­end­ur Garðaskóla eru með ís­lensku sem annað tungu­mál og seg­ir Bryn­hild­ur fé­lags­lega eins­leitni vera vanda­mál hjá skól­an­um. „Nem­enda­sam­fé­lagið er mjög eins­leitt og við lok­umst inni í þröngri lífs­reynslu og hugs­un­ar­hætti ef fjöl­breytn­in er lít­il sem eng­in. Við höf­um lagt áherslu á að taka vel á nem­end­um sem eru með annað tungu­mál en þau eru bara sára­fá. Síðan eru hér nem­end­ur sem eiga ís­lenska for­eldra en hafa búið lengi er­lend­is og hafa litla þjálf­un í ís­lensku. Við erum með ís­lensku­kenn­ara sem er sér­hæfður í að kenna börn­um með annað tungu­mál. Staða þeirra get­ur verið flók­in því þrátt fyr­ir að vera kannski kom­in lengra í ákveðnum náms­grein­um vant­ar ís­lensk­una sem er lyk­ill að svo mörgu. Við verðum að gæta vel þessa hóps því van­hæfni þeirra í ís­lensku get­ur dregið niður hæfni þeirra og náms­mat í öðrum grein­um þar sem þau hafa ekki þann orðaforða í ís­lensku sem þarf til við verk­efna­vinnu í öðrum náms­grein­um,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

Spurð út í skóla án aðgrein­ing­ar og hvernig hug­takið horf­ir fyr­ir skóla­stjóra í safn­skóla á ung­linga­stigi seg­ir Bryn­hild­ur að við verðum að viður­kenna að eng­inn einn kenn­ari hef­ur yf­ir­sýn yfir allt og hvað hent­ar hverj­um og ein­um.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

„Við verðum að horfa  heiðarlega á skóla án aðgrein­ing­ar og fyr­ir hvern hann er. Til hvers ætl­umst við af öll­um kenn­ur­um? Er raun­hæft gera þá kröfu til allra kenn­ara að þeir geti kennt öll­um ein­stak­ling­um í blönduðum og oft mjög stór­um hóp­um? Það er ekki hægt að ætl­ast til þess að hver og einn kenn­ari geti leyst all­ar sérþarf­ir og hvað þá kenn­ar­ar sem eru ný­út­skrifaðir. Það þarf að skoða miklu bet­ur hvort við ger­um raun­hæf­ar kröf­ur til kenn­ara og styðjum við þá til að geta staðið und­ir þeim.

Það þarf m.a. að horfa til kenn­ara­náms­ins. Í Garðaskóla eru nokkr­ir ung­ir kenn­ar­ar sem hafa stund­um lýst þeirri upp­lif­un sinni að eft­ir fimm ára há­skóla­nám hafa þeir ekki öðlast færni og reynslu til þess að tak­ast á við ein­stak­lings­miðað nám. Það er um­hugs­un­ar­vert að kenn­ara­nem­ar upp­lifi það að sú kennslu­fræði sem þeir hafa lært nýt­ist þeim ekki til að setja hana í sam­hengi við ein­stak­lings­miðað nám sem er hryggj­ar­stykki í nám­skránni,“ seg­ir Bryn­hild­ur. Hún er ekki ein á þess­ari skoðun því fjöl­marg­ir kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur töluðu um þetta í sam­töl­um við blaðamann við vinnslu þess­ara greina um grunn­skól­ann. 

Til þess að tak­ast á við þetta býðst nem­end­um á loka­ári í meist­ara­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi launað starfs­nám. Í starfs­námi kenn­ara­nema starfa þeir við hlið reyndra kenn­ara yfir heilt skóla­ár. 

Já­kvæð þróun á umræðu um skóla­mál

Bryn­hild­ur seg­ir já­kvætt hvernig umræðan um skóla­mál hef­ur verið að þró­ast hér á landi. Miklu já­kvæðari og upp­byggi­legri en áður sem er af hinu góða. Eitt af því sem hef­ur verið nefnt er starf kenn­ar­ans, hversu heild­rænt það sé og hversu mikið grund­vall­ar­atriði það sé að kenn­ar­inn hafi víðtæk tengsl við nem­end­ur sína.

Bryn­hild­ur seg­ir að eitt af því sem stjórn­end­ur Garðaskóla hafi lagt áherslu á sé að létta álagið á um­sjón­ar­kenn­ur­um og færa stór­an hluta af sam­skipt­um við for­eldra á skrif­stofu skól­ans. En þetta hafi valdið því að kenn­ar­ar misstu að hluta beina sam­bandið við for­eldra. Um­sjón­ar­kenn­ar­ar eru kannski ekki al­veg með á nót­un­um hvaða skýr­ing er á því hvers vegna barn er ekki í skól­an­um. Því sam­talið, sem tók tíma frá öðrum verk­efn­um (kennslu), er komið annað.

Gallinn við þetta öfluga stuðningsnet okkar er að hlutverk umsjónarkennarans …
Gall­inn við þetta öfl­uga stuðningsnet okk­ar er að hlut­verk um­sjón­ar­kenn­ar­ans minnk­ar og það hef­ur sýnt sig að hann dett­ur út úr sam­skipt­um við þá nem­end­ur sem þurfa mesta sérþjón­ustu. mbl.is/​Hari

Agi og bekkjar­stjórn­un eru stærra viðfangs­efni í ís­lensku skóla­kerfi en ger­ist á hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um, að því er fram kem­ur í TAL­IS-rann­sókn­inni sem kynnt var í sum­ar. 

Að sögn Bryn­hild­ar eru aga­vanda­mál í Garðaskóla oft­ast til kom­in vegna náms­legr­ar stöðu. „Aga­vanda­mál kem­ur upp ef námið er ekki við hæfi nem­andans. Hvað ger­um við þá? við still­um því upp að í fyrsta lagi verði kenn­ari að skoða hvernig hann get­ur mætt þörf­um nem­andans. Ef hegðun nem­anda er þannig að hann sinn­ir ekki námi sínu, trufl­ar aðra nem­end­ur og kennslu­stund­ina þá stíg­um við inn með skila­boð um að það sé óá­sætt­an­legt að ekki sé vinnufriður eða að tími kenn­ar­ans fari svo mikið í sam­tal við einn nem­anda að aðrir í hópn­um fái hvorki leiðsögn né kennslu. Þá erum við með ferli þar sem kenn­ari vís­ar nem­and­an­um til annarra starfs­manna.

Það get­ur verið náms­ráðgjafi, deild­ar­stjóri, skóla­stjóri. Við réðum fé­lags­ráðgjafa til starfa við Garðaskóla í vor til að halda utan um skjól fyr­ir nem­end­ur sem af marg­vís­leg­um ástæðum ná ekki að ein­beita sér að námi í hóp­um með öðrum nem­end­um. Fé­lags­ráðgjaf­inn vinn­ur náið með kenn­ur­um, bæði inni í kennslu­stund­um og í sér­stofu. Fé­lags­ráðgjaf­inn vinn­ur með nem­and­an­um til að byggja hann upp virk­ari inn í kennslu­stund­ir með kenn­ar­an­um. Við vilj­um að kenn­ar­ar þurfi ekki að upp­lifa að þeir sitji uppi með stjórn­leysi eða vanda­mál sem þeir geti ekki leyst þar sem þeir þurfa að sinna öll­um bekkn­um.

Í okk­ar skóla starfar stórt teymi þar sem skól­inn er stór og við höf­um fjár­hags­legt svig­rúm til að hliðra til sem minni skól­ar hafa kannski ekki. Ég hef gætt þess vel í mínu starfi að hér sé hald­in ná­kvæm skrá yfir allt starf inn­an skól­ans. Með því er hægt að koma í veg fyr­ir að mál detti út af borðinu og týn­ist. Held­ur sé tekið skipu­lega á þeim mál­um sem koma upp og þeim fylgt eft­ir. Við ætl­um einnig að leggja aukna áherslu á að það sé ábyrgðaraðili í hverju máli. Ábyrgð sem er skipt á milli stjórn­enda og náms­ráðgjafa. Okk­ur finnst mik­il­vægt að í starfs­manna­hópn­um séu líka sér­fræðing­ar aðrir en kenn­ar­ar, þroskaþjálf­ar og fé­lags­ráðgjafi starfa í skól­an­um. Þess­ir fag­menn eru afar já­kvæð og góð viðbót við starfs­fólk skól­ans. Ekki síst vegna þess að þeir hugsa aðeins öðru­vísi en kenn­ar­ar. Nálg­ast hlut­ina frá öðru sjón­ar­horni sem er oft nóg til að sjá nýja og betri leið að lausn mála.

Gall­inn við þetta öfl­uga stuðningsnet okk­ar er að hlut­verk um­sjón­ar­kenn­ar­ans minnk­ar og það hef­ur sýnt sig að hann dett­ur út úr sam­skipt­um við þá nem­end­ur sem þurfa mesta sérþjón­ustu. Stund­um er það orðið þannig að viðkom­andi nem­andi er sára­lítið inni í tím­um held­ur er aðallega hjá náms­ráðgjafa eða deild­ar­stjór­um. Þegar svo er fer að vanta náms­fram­vindu­vink­il­inn. En við erum að reyna að hugsa þetta upp á nýtt enda lyk­il­inn að far­sælu skóla­starfi að vera op­inn fyr­ir breyt­ing­um og að gera bet­ur,“ seg­ir Bryn­hild­ur Sig­urðardótt­ir og vís­ar til orða Andreas Schleicher, yf­ir­mann mennta­mála hjá OECD, sem seg­ir að gæði náms geti aldrei orðið meiri en gæði kenn­ara og kennsl­unn­ar. 

mbl.is