Fær barnið þjónustu sem hentar því?

Skóli fyrir alla? | 22. september 2019

Fær barnið þjónustu sem hentar því?

Fljótlega eftir að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir settist í borgarstjórn Reykjavíkur varð hún ósátt við hvernig var staðið að þjónustu fyrir börn sem þurftu á sérkennslu að halda sem og bráðger börn. Þegar hún hætti í stjórnmálum ákvað hún að snúa sér alfarið að menntamálum og stofnaði fyrirtækið Tröppu árið 2014 ásamt Tinnu Sigurðardóttur talmeinafræðingi sem er framkvæmdastjóri Tröppu.

Fær barnið þjónustu sem hentar því?

Skóli fyrir alla? | 22. september 2019

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. mbl.is/Hari

Fljót­lega eft­ir að Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir sett­ist í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur varð hún ósátt við hvernig var staðið að þjón­ustu fyr­ir börn sem þurftu á sér­kennslu að halda sem og bráðger börn. Þegar hún hætti í stjórn­mál­um ákvað hún að snúa sér al­farið að mennta­mál­um og stofnaði fyr­ir­tækið Tröppu árið 2014 ásamt Tinnu Sig­urðardótt­ur tal­meina­fræðingi sem er fram­kvæmda­stjóri Tröppu.

Fljót­lega eft­ir að Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir sett­ist í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur varð hún ósátt við hvernig var staðið að þjón­ustu fyr­ir börn sem þurftu á sér­kennslu að halda sem og bráðger börn. Þegar hún hætti í stjórn­mál­um ákvað hún að snúa sér al­farið að mennta­mál­um og stofnaði fyr­ir­tækið Tröppu árið 2014 ásamt Tinnu Sig­urðardótt­ur tal­meina­fræðingi sem er fram­kvæmda­stjóri Tröppu.

Kerfið hef­ur lengi vitað um fylgnina á milli sér­kennslu­barna og brott­falls úr skóla og stöðugt var verið að prófa eitt­hvað nýtt eða setja meira fé í hjálp án eft­ir­fylgni eða ár­ang­urs­mæl­inga, seg­ir hún. „Á sama tíma sáum við kostnaðinn aukast ár­lega. Ég held að það sé hægt að full­yrða að eng­inn stjórn­mála­maður sé þeirr­ar skoðunar að vilja ekki setja auk­inn pen­ing í sér­kennslu og gera bet­ur. En er pen­ing­ur­inn að skila ár­angri? Við verðum hrein­lega að spyrja okk­ur þeirr­ar spurn­ing­ar. Þar er ég ekki að hugsa um pen­ing­ana held­ur barnið. Er barnið að fá þjón­ustu sem hent­ar því? Hafði þjón­ust­an áhrif?“ spyr Þor­björg Helga. 

Hún vís­ar þar til þess að aðgerðir sem barn­inu er boðið upp á skili ár­angri og að ekki sé um handa­hófs­kennd­ar aðgerðir að ræða held­ur byggðar á gagn­reynd­um rann­sókn­um. Reykja­vík er stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins og hlut­falls­lega mesta þörf­in fyr­ir hjálp en borg­in réð eng­an veg­inn við verk­efnið. Sem bet­ur fer hef­ur margt lag­ast, seg­ir Þor­björg Helga.

Illa nýtt­ur tími sér­fræðinga

„Ég vildi að borg­in nýtti sér tækn­ina en það náðist ekki í gegn á þeim tíma. Þegar ég hætti í borg­ar­stjórn ákvað ég að fara inn á þetta svið og skoðaði banda­rískt fyr­ir­tæki sem þjón­ust­ar skóla í gegn­um netið. Ástæðan hjá mér var fyrst og fremst sú að aðgengi að tal­meina­fræðing­um var nán­ast ekk­ert, hvorki í þétt­býli né dreif­býli. Við eig­um of fáa starf­andi tal­meina­fræðinga og landið allt var vinnustaður þeirra þannig að mikið af tíma þeirra fór í ferðalög.

Ég hafði eng­an veg­inn getað sem stjórn­mála­maður sett mig í spor þess­ara sér­fræðinga sem störfuðu í gríðarlega krefj­andi um­hverfi. Marg­ir þeirra bæði hjá hinu op­in­bera og á stof­um  voru yf­ir­bókaðir en um leið vannýtt­ir,“ seg­ir Þor­björg Helga.

Trappa býður upp á talþjálf­un í gegn­um netið fyr­ir börn og full­orðna. Trappa þjón­ust­ar sveit­ar­fé­lög víðs veg­ar um landið. All­ir geta nýtt sér tal­meinaþjón­ustu í gegn­um fjar­búnað og í fimm ár hafa börn víðsveg­ar um landið og á höfuðborg­ar­svæðinu notið þjón­ustu tal­meina­fræðinga Tröppu. 

Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og hlutfallslega mesta þörfin fyrir …
Reykja­vík er stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins og hlut­falls­lega mesta þörf­in fyr­ir hjálp en borg­in réð eng­an veg­inn við verk­efnið. Sem bet­ur fer hef­ur margt lag­ast, seg­ir Þor­björg Helga. mbl.is//​Hari

Í kjöl­far Tröppu varð fjarþjón­ustu­fyr­ir­tækið Kara Conn­ect til og var Kara valið sproti árs­ins og heilsu­sproti árs­ins í Nordic Startup Aw­ards á Íslandi í fyrra. Á sama tíma var Þor­björg Helga val­in frum­kvöðull árs­ins á Íslandi.

Kara var svo­kallað „spin out“ frá Tröppu því það var ljóst að mjög margt fag­fólk í heil­brigðis-, mennta- og vel­ferðar­geir­an­um gæti nýtt sér ör­ugga sta­f­ræna vinnu­stöð til að skrá, fá greitt, vista viðkvæm gögn og eiga fjarþjón­ustu eða spjallsam­töl. Kara upp­fyll­ir all­ar kröf­ur embætt­is land­lækn­is varðandi ör­yggi.

Kara er notuð af sér­fræðing­um á ólík­an hátt. Hjá Reykja­vík­ur­borg er til­rauna­verk­efni tengt  sér­kennsluráðgjöf inn í leik­skól­ana ný­lokið og annað að hefjast hjá barna­vernd. Þor­björg seg­ir að fjar­fund­ir spari mik­inn tíma, ekki bara úti á landi held­ur líka á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hún seg­ir að oft sé miklu þægi­legra fyr­ir for­eldra að setj­ast niður með barn­inu í skól­an­um í stað þess að keyra á milli bæj­ar­hluta til að hitta sér­fræðing­inn. Eins er ódýr­ara fyr­ir sveit­ar­fé­lög að fá þrjá tíma hjá tal­meina­fræðingi á þenn­an hátt en að senda barnið í grein­ingu á vand­an­um. Í stað þess að barnið þurfi að bíða eft­ir grein­ingu fær það þjón­ustu tal­meina­fræðings strax. Þor­björg Helga seg­ir að hægt væri að aðstoða börn með annað tungu­mál miklu bet­ur með þess­ari þjón­ustu en nú er gert. 

Fjar­kennsla í fá­menn­um skól­um

Þor­björg seg­ir að mód­el Tröppu virki þannig að börn­in setj­ast niður í skól­an­um og fái aðstoð tal­meina­fræðings í gegn­um netið. Þetta hafi gefið góða raun og staðfest­ing þess sé að ekk­ert barn sem hafi byrjað hjá Tröppu hef­ur viljað hætta. Fyrst hafi hver tími verið 40 mín­út­ur en nú séu marg­ir tím­ar styttri þar sem það hent­ar börn­un­um oft bet­ur.

Tinna Sig­urðardótt­ir, tal­meina­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Tröppu í Reykja­vík, seg­ir í viðtali við Morg­un­blaðið ný­verið að þær hafi byrjað með einn tal­meina­fræðing en nú eru þeir fimm. Á síðasta ári var þjón­usta tal­meina­fræðinga, náms­ráðgjafa og at­ferl­is­ráðgjafa að meðaltali 266 tím­ar á mánuði hjá Tröppu.

Trappa ann­ast fjar­kennslu í sjötta til tí­unda bekk í þrem­ur fá­menn­um skól­um. Öll kennsla fer fram í gegn­um vef­inn. Sér­fræðing­ur­inn er aldrei á staðnum en hitt­ir nem­end­ur einu sinni til tvisvar á ári.

Eitt af því sem kallað hefur verið eftir er aukin …
Eitt af því sem kallað hef­ur verið eft­ir er auk­in sál­fræðiþjón­usta við börn og ung­menni en eins og staðan er í dag þurfa for­eldr­ar að greiða þann kostnað sjálf­ir fyr­ir börn sín ef leitað er út fyr­ir heilsu­gæsl­una. mbl.is/​Hari

Þegar Þor­björg er spurð hvort ekki hafi komið til greina að bjóða upp á sál­fræðiþjón­ustu í gegn­um Tröppu fyr­ir skól­ana seg­ir hún að kostnaður standi því fyr­ir þrif­um. Skól­inn þurfi að meira fjár­magn fyr­ir skóla­stjórn­end­ur að ráðstafa. Marg­ir telji að hægt sé að bjarga öllu inni í skóla­stof­unni hjá kenn­ar­an­um en það gangi ein­fald­lega ekki alltaf upp þar sem kenn­ar­inn er með allt lit­rófið þegar kem­ur að nem­end­um og stund­um allt að 25-30 börn í bekk.

Aðgengi að sér­fræðiþjón­ustu verður að aukast

„Skóli án aðgrein­ing­ar er ekki sparnaðar­tæki en eins og staðan er í dag hafa skól­ar bara kost á að ráða stuðnings­full­trúa inn í bekk­inn. Það er ágætt en nær ekki að sinna hug­mynda­fræðinni um skóla án aðgrein­ing­ar þar sem hvert og eitt barn á að fá hjálp við hæfi inn­an veggja skól­ans. Aðgengi að sér­fræðiþekk­ingu fag­fólks verður að aukast en á sama tíma þarf líka að tryggja að þetta mik­il­væga fag­fólk brenni ekki út og hætti. Það þarf að huga vel að vinnuflæði þessa fag­fólks og styrkja það í sínu fagi í stað þess að það eigi að kunna smá í öllu,“ seg­ir Þor­björg Helga. 

Hún seg­ir að halda þurfi vel utan um alla þjón­ustu sem veitt er í skóla­kerf­inu og hvernig hún virk­ar. Sveit­ar­fé­lög og ríki skorti upp­lýs­ing­ar og yf­ir­sýn til að for­gangsraða fjár­mun­um. Allt of hátt hlut­fall af fjár­mun­um mennta­kerf­is­ins renni í sér­kennslu sem ekki er vitað hvort hafi skilað ár­angri. Með því að nýta bet­ur fjár­magn sem og tíma sér­fræðinga er hægt að gera miklu bet­ur en nú er gert.  

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Tröppu og Kara Connect, segir að …
Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, stofn­andi Tröppu og Kara Conn­ect, seg­ir að það sé ekki hægt að bjarga öllu inni í skóla­stof­unni hjá kenn­ar­an­um þar sem kenn­ar­inn er með allt lit­rófið þegar kem­ur að nem­end­um og stund­um allt að 25-30 börn í bekk. mbl.is/​Hari

„Marg­ir eru ekki sátt­ir við að Kara sé að veita þjón­ustu á mennta- og heil­brigðis­sviði þar sem þetta er einka­fyr­ir­tæki. Þetta bygg­ist á mis­skiln­ingi þar sem Kara er í raun vefþjón­usta fyr­ir sér­fræðinga sem starfa á eig­in kenni­tölu eða vinna hjá stofn­un­um eða inni í sveit­ar­fé­lög­umMeð Köru næst til fólks sem hef­ur hrein­lega ekki bol­magn til að keyra börn­in eða sína nán­ustu út og suður á vinnu­tíma. Það eru ekki all­ir í þeim aðstæðum að geta skroppið frá í vinnu. Það eru mörg hand­tök sem spar­ast hjá sér­fræðing­um og aðstand­end­um, og upp­lýs­ing­ar vist­ast á ein­um ör­ugg­um stað. Sál­fræðing­ar, nær­ing­ar­fræðing­ar, fé­lags­ráðgjaf­ar, tal­meina­fræðing­ar og sér­kenn­ar­ar nýta sér hug­búnaðinn til að bæta aðgengi að sinni sér­fræðiþjón­ustu. Draum­ur­inn er að sér­fræðing­ar geti ein­faldað dags­skipu­lagið sitt og nýtt tíma sinn frek­ar í að hitta fleiri skjól­stæðinga eða lesa nýj­ustu fræðigrein­arn­ar. All­ir græða,“ seg­ir frum­kvöðull­inn Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, seg­ir að allt frá því hann tók við sem ráðherra hafi verið hans for­gangs­verk­efni að brjóta niður múra milli kerfa og tala meira sam­an þegar kæmi að mál­efn­um barna. Að mæta börn­um þegar þau þurfa aðstoð. Sama hvar það er, hvort sem það er inn­an skól­ans, fé­lagsþjón­ust­unn­ar eða heil­brigðis­kerf­is­ins. Hann seg­ir ánægju­legt að finna vilja allra til þess að gera kerf­is­breyt­ing­ar sem miða að þessu. „Þá verður fé­lagsþjón­ust­an að tengj­ast inn í skól­ana, eins heil­brigðis­kerfið og frjáls fé­laga­sam­tök. Þetta er stóri kjarn­inn í vinn­unni sem við erum búin að vera að vinna að und­an­far­in miss­eri. Að koma með skipu­lögðum hætti að því hvernig við búum til net í kring­um börn­in og hvernig við get­um gert það á skipu­lagðan hátt. Þannig að ábyrgðin sé skýr sem og skyld­urn­ar og tryggj­um samt sam­talið á milli kerf­anna. Að við nálg­umst börn og ung­menni á þeirra for­send­um og þeirra hátt,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar. 

mbl.is/​Hari

Mynd­in að þessu er búin að teikn­ast upp í sam­tali milli allra ráðuneyta, stjórn­mála­flokka, í hliðar­hóp­um sem sveit­ar­fé­lög­in áttu meðal ann­ars aðild að, seg­ir hann. „Það eru all­ir bún­ir að vera við borðið og nú er verk­efnið að segja: Við erum til­bú­in í þessa veg­ferð. Ef við erum það verðum við að byrja að skipu­leggja á hve löng­um tíma við get­um gert þessa kerf­is­breyt­ingu. Sum­ir segja að það þurfi bara aukna pen­inga inn í kerfið, jú vissu­lega mun þurfa aukið fjár­magn á næstu árum þegar kem­ur að snemm­tækri íhlut­un. Þegar kem­ur að þessu sem verið er að prófa í mennta­kerf­inu, með tengsl­um við fé­lagsþjón­ust­una og fleira. En þetta mun skila sér marg­falt til baka síðar meir, seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Sam­talið má ekki vera handa­hófs­kennt

„Það er dýr­ara að gera þetta ekki en ég held að það væri var­huga­vert að setja inn fjár­muni í þetta verk­efni áður en kerf­is­breyt­ing­in er kom­in. Við þurf­um að tryggja sam­talið á milli kerfa og það má ekki vera handa­hófs­kennt. Það má ekki byggj­ast ein­göngu á vilja ein­stak­ling­anna í kerf­inu til að vinna sam­an. Við þurf­um að sýna ábyrgð og ber­um skyld­ur til þess þegar kem­ur að mál­efn­um barna, sama hvað það er, og það er mjög já­kvætt að upp­lifa hversu vilj­ug­ir all­ir eru til þess að taka þátt í þess­ari veg­ferð fyr­ir börn.

Við þurf­um að vinna sam­an og á skipu­lagðan hátt. Tak­ist okk­ur að gera það tel ég að þetta geti orðið stærsta aðgerð í þágu barna á Íslandi og muni gjör­breyta stöðu barna til næstu ára. Í mín­um huga verðum við að gera það því það eru svo mörg teikn á lofti. Auk­inn kvíði, meira álag á alla í sam­fé­lag­inu á sama tíma og sam­fé­lags­gerðin er að breyt­ast. Við verðum að grípa inn og aðstoða þessa ein­stak­linga,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar Daðason. 

Hann hef­ur boðað til ráðstefnu und­ir yf­ir­skrift­inni Breyt­ing­ar í þágu barna og verður hún hald­in 2. októ­ber. 

Vel­ferðarráðuneytið boðaði til ráðstefnu um snemm­tæka íhlut­un í mál­efn­um barna á Íslandi í maí 2018. Þangað mættu 350 manns. Mark­miðið var að fá fram sam­tal um það hvernig sam­fé­lagið gæti gripið fyrr inn í þegar kem­ur að börn­um og ung­menn­um sem þarfn­ast aðstoðar. Þátt­tak­end­ur ráðstefn­unn­ar voru sam­mála um að gera þyrfti kerf­is­breyt­ing­ar í þágu barna.

Í fram­hald­inu skrifuðu fé­lags- og barna­málaráðherra, dóms­málaráðherra, heil­brigðisráðherra, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra auk sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að auka ætti sam­starf á milli mál­efna­sviða sem snúa að börn­um og í kjöl­farið var skipaður sér­stak­ur stýri­hóp­ur stjórn­ar­ráðsins í mál­efn­um barna. Sam­hliða því skipaði fé­lags- og barna­málaráðherra nefnd þing­manna með full­trú­um allra þing­flokka sem falið var, í sam­vinnu við fé­lags­málaráðuneytið og stýri­hóp stjórn­ar­ráðsins í mál­efn­um barna, að móta til­lög­ur að breyttri skip­an vel­ferðar­mála til að ná bet­ur utan um börn og ung­menni.

Óskað var víðtæks sam­ráðs í þess­ari vinnu og mikið lagt upp úr því að fá sem flesta að borðinu. Frá upp­hafi var skýrt að öll­um sem vildu væri vel­komið að vera með. Fjöl­marg­ir sér­fræðing­ar, full­trú­ar fé­laga­sam­taka og not­end­ur kerf­is­ins svöruðu kall­inu og lögðu sitt af mörk­um. Þátt­tak­end­um var skipt niður í átta hliðar­hópa sem fjölluðu um:

  • sam­tal þjón­ustu­kerfa
  • barna­vernd­ar­lög
  • for­varn­ir og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir
  • skipu­lag og skil­virkni úrræða
  • tækni og jöfn­un þjón­ustu um allt land
  • gagna­grunn og upp­lýs­inga­mál
  • börn í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu
  • vel­ferð og virkni ungs fólks 18-24 ára

Sjá nán­ar hér

mbl.is