Smæðin er styrkur íslensks samfélags

Skóli fyrir alla? | 22. september 2019

Smæðin er styrkur íslensks samfélags

Snemmtæk íhlutun nemendum til aðstoðar er ein af lykilsetningunum hvað viðkemur grunnskólunum en þá er námsaðstoð veitt um leið og námsörðugleikar gera vart við sig og nýtist þannig best nemendunum sjálfum, aðstandendum þeirra og starfsfólki skóla. 
Snemmtæk íhlutun af þessu tagi virðist hafa náð mestri útbreiðslu á leikskólastigi hér á landi. Þetta kemur fram í úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Þar segir að það sé skýrt viðhorf þeirra sem sinna menntamálum að komi greining sérþarfa í námi og ráðstafanir við þeim of seint leiði það til aukins kostnaðar. „Vandinn snýr ekki síst að nemendum sem teljast á „gráu svæði“, þ.e. námsþarfir þeirra blasa við kennurum en hafa ekki verið greindar formlega og nemendur eiga því ekki rétt á sérstakri námsaðstoð,“ segir í úttektinni sem gefin var út árið 2017. 

Smæðin er styrkur íslensks samfélags

Skóli fyrir alla? | 22. september 2019

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands.
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Snemm­tæk íhlut­un nem­end­um til aðstoðar er ein af lyk­il­setn­ing­un­um hvað viðkem­ur grunn­skól­un­um en þá er námsaðstoð veitt um leið og náms­örðug­leik­ar gera vart við sig og nýt­ist þannig best nem­end­un­um sjálf­um, aðstand­end­um þeirra og starfs­fólki skóla. 
Snemm­tæk íhlut­un af þessu tagi virðist hafa náð mestri út­breiðslu á leik­skóla­stigi hér á landi. Þetta kem­ur fram í út­tekt á fram­kvæmd stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar á Íslandi. Þar seg­ir að það sé skýrt viðhorf þeirra sem sinna mennta­mál­um að komi grein­ing sérþarfa í námi og ráðstaf­an­ir við þeim of seint leiði það til auk­ins kostnaðar. „Vand­inn snýr ekki síst að nem­end­um sem telj­ast á „gráu svæði“, þ.e. námsþarf­ir þeirra blasa við kenn­ur­um en hafa ekki verið greind­ar form­lega og nem­end­ur eiga því ekki rétt á sér­stakri námsaðstoð,“ seg­ir í út­tekt­inni sem gef­in var út árið 2017. 

Snemm­tæk íhlut­un nem­end­um til aðstoðar er ein af lyk­il­setn­ing­un­um hvað viðkem­ur grunn­skól­un­um en þá er námsaðstoð veitt um leið og náms­örðug­leik­ar gera vart við sig og nýt­ist þannig best nem­end­un­um sjálf­um, aðstand­end­um þeirra og starfs­fólki skóla. 
Snemm­tæk íhlut­un af þessu tagi virðist hafa náð mestri út­breiðslu á leik­skóla­stigi hér á landi. Þetta kem­ur fram í út­tekt á fram­kvæmd stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar á Íslandi. Þar seg­ir að það sé skýrt viðhorf þeirra sem sinna mennta­mál­um að komi grein­ing sérþarfa í námi og ráðstaf­an­ir við þeim of seint leiði það til auk­ins kostnaðar. „Vand­inn snýr ekki síst að nem­end­um sem telj­ast á „gráu svæði“, þ.e. námsþarf­ir þeirra blasa við kenn­ur­um en hafa ekki verið greind­ar form­lega og nem­end­ur eiga því ekki rétt á sér­stakri námsaðstoð,“ seg­ir í út­tekt­inni sem gef­in var út árið 2017. 

Stein­unn Gests­dótt­ir, aðstoðarrektor kennslu­mála og þró­un­ar við Há­skóla Íslands, tel­ur að á Íslandi sé al­menn ánægja með leik­skóla­stigið áber­andi og það frjáls­ræði sem þar rík­ir. „Frjáls leik­ur er iðulega í aðal­hlut­verki í starf­semi leik­skóla sem er að mínu mati mjög dýr­mætt og er heil­brigð sýn á þroska. Ég hef aft­ur á móti ákveðnar áhyggj­ur af því að sum börn komi í grunn­skól­ann af leik­skóla­stig­inu án þess að vera nægi­lega til­bú­in til þess. Við þurf­um að vera sér­stak­lega vak­andi fyr­ir þeim þar sem skóla­kerfið hef­ur varla bol­magn til þess að sinna þeim sér­stak­lega og þau verða strax á eft­ir hópn­um í grunn­skól­an­um.

Eitt af því sem við Freyja Birg­is­dótt­ir, dós­ent við sál­fræðideild HÍ, höf­um fundið er að börn sem standa verr að vígi þegar þau byrja í grunn­skól­an­um drag­ast alltaf meira aft­ur úr þegar á líður skóla­göng­una, svo sem í læsi og lesskiln­ingi. Að koma til­bú­inn inn í grunn­skól­ann er því lyk­il­atriði. Því er mik­il­vægt að finna þessi börn og veita þeim auk­inn stuðning strax. Oft þarf þessi hóp­ur mjög mark­vissa og stund­um „in­tens­ífa“ aðstoð. Það er t.d. ekki nóg fyr­ir marga að fá talþjálf­un tvisvar í viku eða eitt­hvað sam­bæri­legt held­ur þurfa mörg börn miklu meiri stuðning en það og það er starf sem krefst sér­fræðiþekk­ing­ar sem er óraun­hæft að hver skóli hafi yfir að ráða. Þetta þarf að efla bæði í leik- og grunn­skól­um  að veita slíka þjón­ustu. Marg­ir kenn­ar­ar eru að gera góða hluti en við þurf­um að vera með meira af sam­ræmd­um aðgerðum, ekki bara eitt­hvað sem kenn­ar­arn­ir gera sjálf­ir að eig­in frum­kvæði, þeir leysa ekki svona flók­inn vanda ein­ir,“ seg­ir Stein­unn. 

Stein­unn, sem er jafn­framt pró­fess­or við sál­fræðideild HÍ, hef­ur rann­sakað sjálf­stjórn barna bæði hér á landi og í Banda­ríkj­un­um, þ.e. hvernig börn stjórna til­finn­ing­um sín­um, hugs­un og hegðun. Þar á meðal hvernig þau læra að halda aft­ur af viðbragði, stýra at­hygli og hemja reiði, sem er nauðsyn­leg færni fyr­ir alls kon­ar fé­lags­leg sam­skipti, eins og að grípa ekki fram í, sitja kyrr og hlusta á sögu eða leysa ágrein­ing með orðum, en allt eru þetta mik­il­væg viðfangs­efni barna á leik­skóla­aldri.

Að koma tilbúinn inn í grunnskólann er lykilatriði.
Að koma til­bú­inn inn í grunn­skól­ann er lyk­il­atriði. mbl.is/​Hari

„Ég lærði og starfaði lengi í Banda­ríkj­un­um og kynnt­ist þar skól­um þar sem lögð er mik­il áhersla á sjálf­stjórn barna því við lok leik­skól­ans seg­ir sjálf­stjórn barna mikið til um hvernig þeim mun vegna náms­lega í grunn­skól­an­um. Sjálf­stjórn er því oft kennd mark­visst í leik­skól­um og sér­stak­lega hugað að börn­um sem eru veik fyr­ir – t.d. þeim sem fá ekki nægi­leg­an stuðning heima fyr­ir til að læra þessa und­ir­stöðufærni. Því þú verður að hafa þessa færni þegar þú kem­ur í skóla enda geng­ur skóla­starfið út frá því að þú kunn­ir þetta. En þetta ger­ist ekki af sjálfu sér og það er erfitt fyr­ir mörg börn að ná tök­um á þess­ari færni en er engu að síður nauðsyn­legt. Ef þau hafa ekki þessa færni þegar þau koma í skól­ann verður skólaviðver­an erfið fyr­ir þau. Þau geta átt erfitt með að sitja kyrr, hlusta lengi, læra leiðbein­ing­ar og muna þær, og svo fram­veg­is,“ seg­ir Stein­unn.

„Það eru sér­stak­ir hóp­ar sem við þurf­um að vera sér­stak­lega vak­andi fyr­ir að þurfi e.t.v. meiri stuðning. T.d. hafa rann­sókn­ir sýnt að börn sem eiga í mest­um vanda eru oft strák­ar með lé­lega til­finn­inga­stjórn­un og sem búa við slök upp­eld­is­skil­yrði. Þeir eru lík­leg­ir til þess að lenda í vanda í grunn­skóla ef þeir fá ekki aðstoð í leik­skól­an­um. Þá er hætta á að þeir lendi í vanda í tengsl­um við vini, sé hafnað af fé­lög­um og geta mætt nei­kvæðu viðhorfi frá skól­an­um þegar þeir hefja nám. Þegar komið er á miðstig hef­ur staða þeirra oft versnað enn frek­ar ef ekk­ert er að gert og þeir leita þá gjarn­an uppi aðra stráka sem þeir sam­sama sig við. Þegar þeir eru komn­ir á ung­linga­stig get­ur þessi hóp­ur verið kom­inn í veru­leg­an vanda,“ seg­ir Stein­unn og vís­ar til banda­rískra rann­sókna sem sýna að mjög lít­ill hóp­ur ung­lings­drengja frem­ur stór­an hluta allra af­brota sem framd­ir eru af ung­ling­um.

Að sögn Stein­unn­ar er þetta mynstur vel þekkt í mörg­um sam­fé­lög­um og þess­ir dreng­ir komn­ir í mik­inn vanda ef þeir fá ekki aðstoð og nán­ast eng­in leið að grípa þá þegar allt er komið í óefni á unglings­ár­un­um. Ef gripið er inn í fyrr og þeir studd­ir af full­um krafti er hægt að bjarga svo miklu seg­ir hún. „Við verðum að vera með aug­un opin á þess­um hópi. Það skipt­ir öllu máli.“

Miklu skiptir að börn hafi einhvern góðan og traustan í …
Miklu skipt­ir að börn hafi ein­hvern góðan og traust­an í líf­inu sem trú­ir á þau. mbl.is/​Hari

Hún seg­ir að það sé samt eng­in ástæða til að ör­vænta því það sé svo margt sem geti verndað börn fyr­ir áhættuþátt­um og við sem sam­fé­lag get­um byggt upp marg­ar leiðir til að börn og ungt fólk hafi marg­vís­leg­an stuðning. Þar leika góðir kenn­ar­ar og skól­ar lyk­il­hlut­verk en ekki síður að börn hafi ein­hvern góðan og traust­an í líf­inu sem sem trú­ir á þau. Eins er ótrú­lega mik­il seigla hjá fjöl­skyld­um og mik­il­vægt að vinna með styrk­leika fólks, ekki veik­leika. Ýmsar fjöl­skyld­ur hér á landi þurfa að vinna und­ir meira álagi en við get­um flest ímyndað okk­ur að sé ger­legt, svo sem þær sem búa við fá­tækt eða hafa ekk­ert fé­lags­legt net, eins og marg­ir inn­flytj­end­ur búa við. Mik­il­vægt sé að hafa þetta í huga í stað þess að al­hæfa um fólk og stöðu þess. 

„Smæð ís­lensks sam­fé­lags er styrk­ur þess. Hér eru all­ir í sama heil­brigðis­kerf­inu og við eig­um auðvelt með að grípa inn, til að mynda varðandi áfeng­isneyslu og fleira líkt og dæm­in sanna. Við höf­um góð tæki­færi til að tengja sam­an skóla­kerfi og búum við aðstæður sem gera breyt­ing­ar auðveld­ar. Við get­um alltaf gripið inn í en snemm­tæk úrræði eru best,“ seg­ir Stein­unn.  

Eitt af því sem bæði kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur hafa rætt við blaðamann um er skort­ur á gagn­reynd­um rann­sókn­um í menntavís­ind­um. Ekki síst meg­in­d­leg­um rann­sókn­um þar sem mik­il áhersla er lögð á eig­ind­leg­ar rann­sókn­ir við há­skóla hér á landi. Hug­mynd­ir eins og rann­sókn­ar­set­ur mennt­un­ar eru eitt af því sem hef­ur verið nefnt og talið að myndi styrkja starf fólks í mennta­kerf­inu.

Stein­unn tek­ur und­ir þetta og seg­ir að það sé veik­leiki ís­lenska mennta­kerf­is­ins að okk­ur vant­ar enn öfl­ugri mennt­a­rann­sókn­ir. „Það er óhjá­kvæmi­legt að við, svona fá­menn þjóð, erum með frek­ar lítið vís­inda­sam­fé­lag, en af­leiðing þess er að við erum að byggja heilt mennta­kerfi á til­tölu­lega litlu fræðasam­fé­lagi. Víða er­lend­is eru heilu stofn­an­irn­ar sem sinna mennt­a­rann­sókn­um eða halda utan um slík­ar gagn­reynd­ar rann­sókn­ir og vinna mark­visst að því að koma þeim inn í skól­ana. Það grát­lega er að við skul­um ekki nýta rann­sókn­ir enn bet­ur hér á landi – við erum ekki að tala um gríðarlegt um­fang, nokkr­ir rann­sak­end­ur gætu gert heil­mikið ef þeir hefðu þetta að sínu aðal­starfi; að styðja við að gagn­reynd­ar aðferðir séu nýtt­ar í skóla­kerf­inu  þó það væri ekki annað en að finna og þýða er­lend­ar rann­sókn­ir.“

„Við getum alltaf gripið inn í en snemmtæk úrræði eru …
„Við get­um alltaf gripið inn í en snemm­tæk úrræði eru best,“ seg­ir Stein­unn. mbl.is/​Hari

Stein­unn, sem hef­ur komið að ýms­um rann­sókn­um á þroska leik- og grunn­skóla­barna, vill sjá aukna áherslu á meg­in­d­leg­ar rann­sókn­ir á Íslandi.

Meg­in­d­leg­ar rann­sókn­ir eru best til þess falln­ar að finna hvaða aðferðir virka og hverj­ar ekki. Þess­ar rann­sókn­ir eru því miður of stutt komn­ar hér. Ég tel að ís­lensk­ar mennt­a­rann­sókn­ir séu á fleygi­ferð, en það kom mér á óvart þegar ég flutti til Íslands aft­ur að slík­ar rann­sókn­ir væru ekki fyr­ir­ferðarmeiri.“

Hún seg­ir að þetta sé smátt og smátt að breyt­ast og nefn­ir sem dæmi doktors­rann­sókn Sig­ríðar Ólafs­dótt­ur sem rann­sakaði þróun orðaforða og lesskiln­ings hjá nem­end­um með ís­lensku sem annað mál. Í rann­sókn­inni voru tveir ald­urs­hóp­ar grunn­skóla­nema með ís­lensku sem annað mál prófaðir þris­var á þriggja ára tíma­bili með orðaforða- og lesskiln­ings­próf­um.

Einnig var sam­an­b­urðar­hóp­ur nem­enda sem hafa ís­lensku sem móður­mál í rann­sókn­inni og var hann prófaður á sama hátt. Niður­stöðurn­ar sýndu að börn­in sem höfðu ís­lensku sem annað mál höfðu minni orðaforða í fjórða bekk en þau sem höfðu ís­lensku að móður­máli og breikkaði bilið á milli hóp­anna tveggja á rann­sókn­ar­tím­an­um. Hvað lesskiln­ing varðar þá þróaðist hann hægt hjá báðum hóp­um á tíma­bil­inu en þau börn sem höfðu ís­lensku að móður­máli héldu þó jöfnu for­skoti sínu á hinn hóp­inn all­an tím­ann. „Þetta eru mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar sem þarf að nota til að mæta þörf­um þessa hóps sem klár­lega fær ekki þann stuðning sem hann þarf,“ seg­ir Stein­unn.

„Við þurf­um að tryggja að við nýt­um vís­inda­lega þekk­ingu og not­um hana. Það háir okk­ur að vera ekki með meira af rann­sókn­um sem segja okk­ur hvaða gagn­reyndu aðferðir virka í starfi með börn­um og hverj­ar ekki. Það er frá­bært starf unnið í ís­lensk­um skól­um og kenn­ar­ar beita frum­kvæði og sköp­un við að leysa ótrú­leg­ustu verk­efni en það get­ur ekki verið á þeirra ábyrgð að gera rann­sókn­ir á t.d. kennsluaðferðum. Það myndi styðja mjög við þeirra starf að geta nýtt sér niður­stöður gagn­reyndra rann­sókna í starfi í stað þess að renna blint í sjó­inn,“ seg­ir Stein­unn. 

Mik­ill meiri­hluti kenn­ara á grunn­skóla­stigi er fag­menntaður og hef­ur hlut­fallið hækkað jafnt og þétt und­an­far­in ár. Í skýrsl­unni Mat á fram­kvæmd stefnu um skóla án aðgrein­ing­ar seg­ir að al­mennt sé litið svo á að hug­mynda­fræði um mennt­un án aðgrein­ing­ar sé já­kvæð en marg­ir í skóla­sam­fé­lag­inu séu þeirr­ar skoðunar að til þurfi að koma aukið fjár­magn, meiri sér­fræðiþekk­ing og meiri fag­leg­ur stuðning­ur auk þess sem efla þurfi rann­sókn­ar­starf til þess að tryggja ár­ang­urs­ríka fram­kvæmd stefn­unn­ar skóli án aðgrein­ing­ar.

Stein­unn seg­ir að fag­mennska hafi auk­ist mikið í ís­lensku skóla­kerfi með auk­inni mennt­un kenn­ara en að við verðum að vera nógu hug­rökk til þess að leita uppi veik­leik­ana og bæta þá. Að breyta umræðunni um kenn­ara, sem mennta­málaráðherra hef­ur lagt gríðarlega áherslu á, og átakið Komdu að kenna eru skýr dæmi um hvað slíkt átak get­ur skilað miklu. Um sam­eig­in­legt átak há­skól­anna fjög­urra sem bjóða upp á kenn­ara­nám var að ræða og miðaði að því að kynna kenn­ara­nám sem spenn­andi kost fyr­ir fólk á öll­um aldri. Það, ásamt breyttri orðræðu, skilaði sér meðal ann­ars í stór­auk­inni aðsókn í kenn­ara­nám, seg­ir Stein­unn Gests­dótt­ir, „og ég get ekki hugsað mér betri fjár­fest­ingu fyr­ir sam­fé­lagið en í kenn­ara­mennt­un og mennt­a­rann­sókn­um“.

Að breyta umræðunni um kennara, sem menntamálaráðherra hefur lagt gríðarlega …
Að breyta umræðunni um kenn­ara, sem mennta­málaráðherra hef­ur lagt gríðarlega áherslu á, og átakið Komdu að kenna, eru skýr dæmið um hvað slíkt átak get­ur skilað miklu, seg­ir Stein­unn. mbl.is/​Hari
mbl.is