Transmaður fær ekki að vera faðir

Réttindabarátta hinsegin fólks | 25. september 2019

Transmaður fær ekki að vera faðir

Breskur transmaður sem fæddi barn eftir frjósemismeðferð fær ekki að vera skráður faðir barns síns samkvæmt æðsta fjölskyldudómstól Breta. 

Transmaður fær ekki að vera faðir

Réttindabarátta hinsegin fólks | 25. september 2019

Í dómnum má finna fyrstu bresku lagalegu skilgreiningu orðsins móður.
Í dómnum má finna fyrstu bresku lagalegu skilgreiningu orðsins móður. Ljósmynd/Luma Pimentel

Bresk­ur transmaður sem fæddi barn eft­ir frjó­sem­is­meðferð fær ekki að vera skráður faðir barns síns sam­kvæmt æðsta fjöl­skyldu­dóm­stól Breta. 

Bresk­ur transmaður sem fæddi barn eft­ir frjó­sem­is­meðferð fær ekki að vera skráður faðir barns síns sam­kvæmt æðsta fjöl­skyldu­dóm­stól Breta. 

Í dómn­um má finna fyrstu bresku laga­legu skil­grein­ingu orðsins móður, en sam­kvæmt hon­um snýst móður­hlut­verkið um meðgöngu og að fæða barn og skipt­ir þar ekki máli hvort aðil­inn sem gekk með og fæddi barnið sé kona eða karl sam­kvæmt lög­um.

Fred­dy McConn­ell er 32 ára og hef­ur lifað sem karl­maður í nokk­ur ár en hélt kven­kyns æxl­un­ar­fær­um sín­um og fæddi barn sitt árið 2018. 

Hann ákvað að höfða mál gegn stjórn­völd­um eft­ir að að þess var kraf­ist að hann yrði skráður móðir barns­ins á fæðing­ar­vott­orði þess þrátt fyr­ir að hann fram­vísaði lög­leg­um skil­ríkj­um sem sýndu að hann væri karl­maður.

Dóm­ur­inn þykir bak­slag í rétt­inda­bar­áttu trans­fólks.

Um­fjöll­un Guar­di­an

mbl.is