32 milljarða dómsátt vegna ópíóða

Ópíóíðar | 21. október 2019

32 milljarða dómsátt vegna ópíóða

Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki hafa fall­ist á að greiða 260 millj­ón­ir doll­ara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyr­ir þátt fyrirtækjanna í út­breiðslu ópíóíðalyfjaf­ar­ald­urs í Bandaríkjunum. Fjárhæðin nemur rúmum 32 milljörðum króna. 

32 milljarða dómsátt vegna ópíóða

Ópíóíðar | 21. október 2019

Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki, þar á meðal lyfjarisinn Teva, hafa fall­ist …
Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki, þar á meðal lyfjarisinn Teva, hafa fall­ist á að greiða 260 millj­ón­ir doll­ara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyr­ir þátt fyrirtækjanna í út­breiðslu ópíóíðalyfjaf­ar­ald­urs í Bandaríkjunum. AFP

Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki hafa fall­ist á að greiða 260 millj­ón­ir doll­ara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyr­ir þátt fyrirtækjanna í út­breiðslu ópíóíðalyfjaf­ar­ald­urs í Bandaríkjunum. Fjárhæðin nemur rúmum 32 milljörðum króna. 

Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki hafa fall­ist á að greiða 260 millj­ón­ir doll­ara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyr­ir þátt fyrirtækjanna í út­breiðslu ópíóíðalyfjaf­ar­ald­urs í Bandaríkjunum. Fjárhæðin nemur rúmum 32 milljörðum króna. 

Lyfjarisinn og -framleiðandinn Teva, móðurfélag Actavis á Íslandi, er eitt fyrirtækjanna fjögurra sem féllust á sáttina. Hin eru dreifingarfyrirtækin AmerisourceBergen, Cardinal Health og McKesson.

Með dómsáttinni er komið í veg fyrir hundruð dómsmála sem sam­bands­ríki og sveit­ar­fé­lög í Banda­ríkj­un­um ætluðu að höfða gegn fyr­ir­tækj­um sem fram­leiða og dreifa verkjalyfj­um sem inni­halda ópíóða. Flest þess­ara mála átti að sameina í einu dóms­máli sem dóm­stóll í Ohio tek­ur fyr­ir síðar í þess­um mánuði. 

Öll fyrirtækin fjögur hafa neitað að viður­kenna ábyrgð sína í út­breiðslu ópíóðafar­ald­urs­ins, en yfir 400 þúsund dauðsföll á árunum 1997 til 2017 hafa verið rakin til of­neyslu ópíóíðalyfja.  

130 Banda­ríkja­menn láta lífið á dag að meðaltali vegna of­neyslu ópíóðalyfja, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá US Center for Disea­se Control and Preventi­on, sem sér um varn­ir gegn sjúk­dóm­um og for­varn­ir í Banda­ríkj­un­um.

Talsmaður framkvæmdastjórnar Cuyahoga-sýslu í Ohio segir dómsáttina vera skref í rétta átt og að fjármagnið muni koma að góðum notum í barátunni gegn ópíóðafaraldrinum, svo sem í formi meðferðarúrræða og annarrar aðstoðar. 

„En það er enn verk að vinna. Og við mun halda áfram á þeirri vegferð,“ segir talsmaðurinn.

Frétt BBC

mbl.is