Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki hafa fallist á að greiða 260 milljónir dollara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyrir þátt fyrirtækjanna í útbreiðslu ópíóíðalyfjafaraldurs í Bandaríkjunum. Fjárhæðin nemur rúmum 32 milljörðum króna.
Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki hafa fallist á að greiða 260 milljónir dollara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyrir þátt fyrirtækjanna í útbreiðslu ópíóíðalyfjafaraldurs í Bandaríkjunum. Fjárhæðin nemur rúmum 32 milljörðum króna.
Fjögur bandarísk lyfjafyrirtæki hafa fallist á að greiða 260 milljónir dollara í dómsátt til tveggja sýslna í Ohio-ríki fyrir þátt fyrirtækjanna í útbreiðslu ópíóíðalyfjafaraldurs í Bandaríkjunum. Fjárhæðin nemur rúmum 32 milljörðum króna.
Lyfjarisinn og -framleiðandinn Teva, móðurfélag Actavis á Íslandi, er eitt fyrirtækjanna fjögurra sem féllust á sáttina. Hin eru dreifingarfyrirtækin AmerisourceBergen, Cardinal Health og McKesson.
Með dómsáttinni er komið í veg fyrir hundruð dómsmála sem sambandsríki og sveitarfélög í Bandaríkjunum ætluðu að höfða gegn fyrirtækjum sem framleiða og dreifa verkjalyfjum sem innihalda ópíóða. Flest þessara mála átti að sameina í einu dómsmáli sem dómstóll í Ohio tekur fyrir síðar í þessum mánuði.
Öll fyrirtækin fjögur hafa neitað að viðurkenna ábyrgð sína í útbreiðslu ópíóðafaraldursins, en yfir 400 þúsund dauðsföll á árunum 1997 til 2017 hafa verið rakin til ofneyslu ópíóíðalyfja.
130 Bandaríkjamenn láta lífið á dag að meðaltali vegna ofneyslu ópíóðalyfja, samkvæmt upplýsingum frá US Center for Disease Control and Prevention, sem sér um varnir gegn sjúkdómum og forvarnir í Bandaríkjunum.
Talsmaður framkvæmdastjórnar Cuyahoga-sýslu í Ohio segir dómsáttina vera skref í rétta átt og að fjármagnið muni koma að góðum notum í barátunni gegn ópíóðafaraldrinum, svo sem í formi meðferðarúrræða og annarrar aðstoðar.
„En það er enn verk að vinna. Og við mun halda áfram á þeirri vegferð,“ segir talsmaðurinn.