Umhverfisvænna að fljúga en keyra

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 22. október 2019

Umhverfisvænna að fljúga en keyra

Ef einstaklingur kýs að keyra einn á smábíl til Akureyrar, Ísafjarðar eða Egilsstaða mengar hann meira en ef hann tæki flug þangað í flugvél með 80% sætanýtingu. 

Umhverfisvænna að fljúga en keyra

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 22. október 2019

Í grein­ingu á um­hverf­isáhrif­um ferðamáta til Ak­ur­eyr­ar sem Isa­via birti …
Í grein­ingu á um­hverf­isáhrif­um ferðamáta til Ak­ur­eyr­ar sem Isa­via birti í fyr­ir­lestri ný­verið kem­ur fram að verst sé fyr­ir um­hverfið að keyra á jeppa til Ak­ur­eyr­ar. mbl.is/Árni Sæberg

Ef ein­stak­ling­ur kýs að keyra einn á smá­bíl til Ak­ur­eyr­ar, Ísa­fjarðar eða Eg­ilsstaða meng­ar hann meira en ef hann tæki flug þangað í flug­vél með 80% sæta­nýt­ingu. 

Ef ein­stak­ling­ur kýs að keyra einn á smá­bíl til Ak­ur­eyr­ar, Ísa­fjarðar eða Eg­ilsstaða meng­ar hann meira en ef hann tæki flug þangað í flug­vél með 80% sæta­nýt­ingu. 

Þetta seg­ir Sveinn V. Ólafs­son, verk­fræðing­ur hjá Jen­sen ráðgjöf, sem rann­sakað hef­ur þessi efni.

„Ef þú ert ein í smá­bíl á leiðinni norður þá er það verra. Þá eyðirðu meira af eldsneyti en ef þú tek­ur flugið og kol­efn­is­sporið þitt er aðeins stærra,“ seg­ir Sveinn.

Und­an­farið hafa um­hverf­isáhrif vegna flug­ferða verið í umræðunni, þá sér­stak­lega vegna hug­mynda sam­gönguráðherra um niður­greiðslur flug­ferða fyr­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar. 

Um­hverf­is­ráðherra hef­ur gefið út að hann sé fylgj­andi hug­mynd­un­um en fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar sagði ný­verið að þær væru ekki sniðugar í um­hverf­is­sam­hengi. Sér­stak­lega vegna þess að þær myndu hvetja fólk til að fljúga meira. 

Sæta­nýt­ing í flug­ferðum Air Ice­land Conn­ect til Eg­ilsstaða og Ak­ur­eyr­ar er um 80%, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Isa­via. 

Mun­ur­inn ligg­ur helst í vega­lengd

Eldsneytis­eyðsla er um það bil sú sama á hverja 100 kíló­metra fyr­ir hvern farþega í inn­an­lands­flugi þar sem sæta­nýt­ing­in er 80% og fyr­ir ein­stak­ling sem keyr­ir einn á smá­bíl. 

„Stærðargráða per 100 kíló­metra er nokk­urn veg­inn sú sama. Þá ligg­ur mun­ur­inn fyrst og fremst í því að vega­lengd­in er miklu styttri í flug­inu,“ seg­ir Sveinn. 

„Helsti mun­ur­inn ligg­ur í vega­lengd­inni. Að fljúga til Ak­ur­eyr­ar eru að mig minn­ir 250 kíló­metr­ar í beinni línu en vega­lengd­in er tals­vert lengri ef land­leiðin er far­in. Það er það sem flugið hef­ur fram yfir bíl­ana er að það get­ur farið styttri leið.“

For­send­urn­ar breyt­ast um leið og farþegum í bíln­um fjölg­ar. 

„Um leið og það eru komn­ir tveir í bíl­inn þá er þetta kannski komið á par við flug­vél­ina, ef við erum að tala um smá­bíl. Um leið og þú ert kom­inn í meðal­stór­an bíl þá þarftu kannski að fara upp í þrjá í bíl­inn til þess að það sé um­hverf­i­s­vænna en að fljúga.“

Verst að vera einn á jeppa

Sveinn seg­ir að eyðsla flug­véla sé minni en marg­ur held­ur. 

„Stóra málið er það að það halda all­ir að flugið sé svo ofboðslega óum­hverf­i­s­vænt og núna eru all­ir komn­ir með flug­visku­bit. Þegar þú ert kom­inn með milli­landa­vél­arn­ar þá eru fleiri inn­an­borðs og þá er eyðslan per farþega miklu minni. Fólk seg­ir að þarna fari svo mikið eldsneyti en það deil­ist á býsna marga. Ef það væri brú frá Íslandi til Kaup­manna­hafn­ar þá væri aldrei um­hverf­i­s­vænna að keyra þangað en að fljúga.“

Í grein­ingu á um­hverf­isáhrif­um ferðamáta til Ak­ur­eyr­ar sem Isa­via birti í fyr­ir­lestri ný­verið kem­ur fram að verst sé fyr­ir um­hverfið að keyra á jeppa til Ak­ur­eyr­ar. 

Grein­ing­in er m.a. byggð á gögn­um frá Sveini. Þar kem­ur fram að það sé tæp­lega þris­var sinn­um verra fyr­ir um­hverfið að keyra einn á jeppa til Ak­ur­eyr­ar en að fljúga þangað í flug­vél þar sem 80% sæta eru nýtt. 

Fyr­ir ein­stak­linga er um­hverf­i­s­væn­ast að fara til Ak­ur­eyr­ar á rútu eða í strætó. 

mbl.is