Fimm uppeldisráð Rögnu Bjargar

5 uppeldisráð | 24. október 2019

Fimm uppeldisráð Rögnu Bjargar

Ragna Björg Ársælsdóttir á tvö börn, þau Árdísi Rún sem er sex ára og Ármann Dag sem er þriggja ára. Ragna Björg heldur úti matarblogginu Ragna.is auk þess að vera hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans og verkefnastjóri. Ragna Björg segir að störf hennar, hvort sem það er á spítalanum eða í eldhúsinu, hafi töluverð áhrif á uppeldið. Ragna Björg sagði Barnavef Mbl.is frá fimm ráðum sem hún leggur áherslu á í uppeldinu.

Fimm uppeldisráð Rögnu Bjargar

5 uppeldisráð | 24. október 2019

Ragna Björg ásamt börnum sínum Ármanni Degi og Árdísi Rún.
Ragna Björg ásamt börnum sínum Ármanni Degi og Árdísi Rún. Ljósmynd/Aðsend

Ragna Björg Ársæls­dótt­ir á tvö börn, þau Árdísi Rún sem er sex ára og Ármann Dag sem er þriggja ára. Ragna Björg held­ur úti mat­ar­blogg­inu Ragna.is auk þess að vera hjúkr­un­ar­fræðing­ur á bráðamót­töku Land­spít­al­ans og verk­efna­stjóri. Ragna Björg seg­ir að störf henn­ar, hvort sem það er á spít­al­an­um eða í eld­hús­inu, hafi tölu­verð áhrif á upp­eldið. Ragna Björg sagði Barna­vef Mbl.is frá fimm ráðum sem hún legg­ur áherslu á í upp­eld­inu.

Ragna Björg Ársæls­dótt­ir á tvö börn, þau Árdísi Rún sem er sex ára og Ármann Dag sem er þriggja ára. Ragna Björg held­ur úti mat­ar­blogg­inu Ragna.is auk þess að vera hjúkr­un­ar­fræðing­ur á bráðamót­töku Land­spít­al­ans og verk­efna­stjóri. Ragna Björg seg­ir að störf henn­ar, hvort sem það er á spít­al­an­um eða í eld­hús­inu, hafi tölu­verð áhrif á upp­eldið. Ragna Björg sagði Barna­vef Mbl.is frá fimm ráðum sem hún legg­ur áherslu á í upp­eld­inu.

Til­finn­inga­greind barna

„Það er mik­il­vægt að hlúa að til­finn­inga­greind barna en til­finn­inga­greind (e. emoti­onal in­telli­gence) er mikið í umræðunni í kring­um mín störf sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og verk­efna­stjóri. Það hef­ur þess vegna verið hálf­gert hugðarefni mitt að hjálpa börn­un­um mín­um að ná styrk í til­finn­inga­greind. Það er hægt að gera með því að viður­kenna til­finn­ing­ar þeirra upp­hátt, með því til dæm­is að segj­ast sjá að þau séu pirruð, glöð, spennt, reið og svo fram­veg­is. Að kenna þeim hvaða til­finn­ing­ar þau hafa í mis­mun­andi aðstæðum og hvernig þau vinna með það.

Barn sem er að efla til­finn­inga­greind­ina get­ur sam­glaðst, sýnt sam­kennd og skil­ur eig­in til­finn­ing­ar. Ég stóð mig að því eitt kvöldið um dag­inn að vera stolt móðir þegar ég var að tann­bursta Árdísi dótt­ur mína. Hún hafði verið óþæg og ekki viljað koma inn á bað í tann­burst­un. Ég var því skilj­an­lega kom­in ansi langt með þol­in­mæðina þegar tann­burst­un kvölds­ins hófst loks­ins. Henni fannst ég vera hraðhent í tann­burst­un­inni og sagðist vita af hverju ég burstaði svona hratt. Ég væri pirruð af því að hún hefði verið óþæg. Ágæt­istilfinn­inga­greind hjá sex ára barni,“ seg­ir Ragna Björg. 

Samverustundir í eldhúsinu eru ómissandi.
Sam­veru­stund­ir í eld­hús­inu eru ómiss­andi. Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­vera

„Sam­veru­tími barna og for­eldra er mér mjög mik­il­væg­ur. Hann þarf ekki að vera lang­ur og flók­inn í fram­kvæmd eða tíma­frek­ur. Ég lærði það af fjöl­skyld­unni sem ég bjó hjá í Bretlandi sem au-pair árið 2005 til 2006 að það að setj­ast niður með börn­um í heima­lær­dómi og kvöld­mat skipt­ir máli. Ég er alin upp við það að það sé alltaf kvöld­mat­ur á sama tíma öll kvöld þar sem all­ir setj­ast niður og hef hingað til haldið þeirri sam­veru á mínu heim­ili. Ég sá að það er mik­il­vægt að að for­eldri setj­ist ein­fald­lega niður með barn­inu þó svo að það sé ekki form­leg­ur kvöld­verður. 

Ann­ars kon­ar sam­vera sem ég hef mikið stundað er að eyða tíma í elda­mennsku með börn­un­um. Ég hef alltaf haft gam­an af því að elda og fékk mikið að eyða tíma í eld­hús­inu með móður minni. Hún er mín fyr­ir­mynd þar og hef ég alltaf leyft börn­un­um að vera eins mikið með og þau kjósa í elda­mennsk­unni. Þeim bregður reglu­lega fyr­ir inni á Ragna.is. Það er ansi gam­an að sjá þau hafa sín­ar skoðanir á aðferðum eða und­ir­bún­ingi.“

Ragna Björg kennir börnunum sínum að vera sjálfstæð.
Ragna Björg kenn­ir börn­un­um sín­um að vera sjálf­stæð. Ljós­mynd/​Aðsend

Setja mörk

„Það eru flest­ir sam­mála því að börn þurfi að al­ast upp inn­an ramma sem set­ur þeim mörk. Hvað má og hvað má ekki. Þau þurfa líka að vita hvaða af­leiðing­ar það hef­ur í för með sér að fara yfir mörk­in áður en þau eru kom­in yfir mörk­in. Góð lýs­ing á mörk­um sem ná ekki til barna er að nota þá lík­ingu að börn eigi ekki að búa í hamstra­kúlu. Þá á ég við að setja börn­un­um skýr mörk í formi kúlu en í hvert sinn sem barnið stíg­ur nær mörk­un­um þá fær­ast þau lengra frá þeim. Það er mik­il­vægt að börn búi í kassa eða ramma þar sem þau vita ná­kvæm­lega hvar vegg­ur­inn er og þegar þau ganga of nærri þeim mörk­um þá lenda þau á veggn­um.“ 

Ver­um til staðar

„Við erum nógu góð í þeirri mynd sem við erum og við for­eldr­ar eig­um ekki að falla í þá gryfju að bera okk­ur sam­an við aðra. Ég hef enga löng­un til þess að vera full­komna for­eldrið en mig lang­ar að vera ham­ingju­sama for­eldrið. Ég reyni að stýra þeim hlut­um sem ég hef tæki­færi til þess að stýra, í þá átt að það auki ham­ingju mína. Að standa í sam­an­b­urði og lífs­gæðakapp­hlaupi er ekki hluti af minni ham­ingju.“

Þau Ármann Dagur, Árdís Rún og Ragna Björg eiga margar …
Þau Ármann Dag­ur, Árdís Rún og Ragna Björg eiga marg­ar góðar sam­veru­stund­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Sjálf­stæði

„Ég er alin upp þannig að mér var sýnt hvernig ég ætti að gera hlut­ina og svo fékk ég að spreyta mig á því að gera þá sjálf. Ég vil að börn­in mín fái sama upp­eldi og á sama tíma upp­lifi þau sjálfs­traust og finni eig­in getu á því að fram­kvæma verk­efni eða kom­ast í gegn­um erfiðleika og efla þannig sjálfs­traustið. Ég tel það vera mikið og gott far­ar­nesti út í lífið að vera ör­ugg­ur ein­stak­ling­ur með sjálf­traust. Ég nýt þess að fylgj­ast með börn­un­um úr fjar­lægð tak­ast á við litlu verk­efni lífs­ins, vera til staðar ef þau þurfa stuðning en einnig taka und­ir þegar þau gleðjast yfir litlu sigr­un­um sín­um sem eru jafn­framt oft svo stór­ir þegar börn­in eru bara þriggja og sex ára.“ 

View this post on In­sta­gram

Just smile... ☺️

A post shared by Ragna Björg (@ragnab) on Oct 9, 2019 at 6:42pm PDT

mbl.is