Greta hafnaði verðlaunum Norðurlandaráðs

Umhverfisvitund | 29. október 2019

Greta hafnaði verðlaunum Norðurlandaráðs

Greta Thunberg hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í kvöld en hún ákvað að taka ekki við verðlaunum. 

Greta hafnaði verðlaunum Norðurlandaráðs

Umhverfisvitund | 29. október 2019

Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur ekki áhuga á fleiri verðlaunum, …
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur ekki áhuga á fleiri verðlaunum, einungis aðgerðum. AFP

Greta Thun­berg hlaut um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs í kvöld en hún ákvað að taka ekki við verðlaun­um. 

Greta Thun­berg hlaut um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs í kvöld en hún ákvað að taka ekki við verðlaun­um. 

Greta var ekki viðstödd verðlauna­af­hend­ing­una en tveir full­trú­ar komu upp á svið fyr­ir henn­ar hönd. Þær tjáðu gest­um sam­kom­unn­ar að Greta hygðist ekki taka á móti verðlaun­un­um því um­hverf­is­bar­átt­an þyrfti ekki fleiri verðlaun held­ur aðgerðir. 

Greta er sænsk­ur aðgerðarsinni en bæði Norðmenn og Sví­ar til­nefndu hana til verðlaun­anna. Hún hef­ur verið ötul í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um og fengið fjölda ung­menna um all­an heim með sér í lið. 

Fata­merkið Aft­ur var til­nefnt fyr­ir Íslands hönd en fata­merkið end­ur­vinn­ur eldri föt og býr til ný úr þeim. 

mbl.is