Þakkaði ungmennum fyrir loftslagsverkföllin

Norðurlandaráðsþing 2019 | 29. október 2019

Þakkaði ungmennum fyrir loftslagsverkföllin

„Það er ekki síst vegna baráttu grasrótarhreyfinga, ungmennanna sem hafa staðið vaktina í loftslagsverkföllum, umhverfisverndarsamtaka og vísindamanna, að loftslagsmálin eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna. Sá árangur sýnir okkur að lýðræðisleg umræða skilar árangri.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Norðurlandaráðsþingi í Svíþjóð í dag. 

Þakkaði ungmennum fyrir loftslagsverkföllin

Norðurlandaráðsþing 2019 | 29. október 2019

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs. norden.org/Magnus Fröderberg

„Það er ekki síst vegna bar­áttu grasrót­ar­hreyf­inga, ung­menn­anna sem hafa staðið vakt­ina í lofts­lags­verk­föll­um, um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka og vís­inda­manna, að lofts­lags­mál­in eru orðin hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna. Sá ár­ang­ur sýn­ir okk­ur að lýðræðis­leg umræða skil­ar ár­angri.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, á Norður­landaráðsþingi í Svíþjóð í dag. 

„Það er ekki síst vegna bar­áttu grasrót­ar­hreyf­inga, ung­menn­anna sem hafa staðið vakt­ina í lofts­lags­verk­föll­um, um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka og vís­inda­manna, að lofts­lags­mál­in eru orðin hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna. Sá ár­ang­ur sýn­ir okk­ur að lýðræðis­leg umræða skil­ar ár­angri.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, á Norður­landaráðsþingi í Svíþjóð í dag. 

Hún ræddi um mik­il­vægi þess að stjórn­mála­menn byggi ákv­arðanir sín­ar í lofts­lags­mál­um á vís­ind­um og rann­sókn­um. Sam­tal þyrfti að verða milli stjórn­valda og frjálsra fé­laga­sam­taka og hags­muna­hópa því stjórn­mála­menn þyrftu að gera sér far um að hlýða á þá sem eru ósam­mála manni. 

Stjórn­völd þyrftu enn­frem­ur að vinna að því að „breyta skatt­lagn­ingu þannig að hún þjóni mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Það þarf að tryggja að líf­eyr­is­sjóðir og sjóðir hins op­in­bera fjár­festi í græn­um skulda­bréf­um.“

Hún benti á að þetta færi sam­an. Máli sínu til stuðnings benti hún á að ákv­arðanir ís­lenskra stjórn­valda í þessa átt. Þær fela meðal ann­ars í sér að lengja fæðing­ar­or­lof barna­fólks sem þýddi minna skutl, lækka álög­ur á raf­hjól, fjár­festa í mennt­un, rann­sókn­um og ný­sköp­un um leiðir til að tak­ast á við lofts­lags­vána svo dæmi séu tek­in.  

„Stjórn­mála­flokk­ar og stjórn­mála­menn þurfa að sýna í verki að við erum reiðubú­in að tak­ast á við áskor­un­ina um sjálf­bært sam­fé­lag. Við þurf­um að vera reiðubú­in að taka djarf­ar ákv­arðanir sem þjóna al­manna­hags­mun­um og þjóna framtíðinni,“ sagði hún enn­frem­ur.  

Ræða Katrín­ar í heild sinni er hér á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands

mbl.is