Samþykkja 27.000 km² til Færeyja

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Samþykkja 27.000 km² til Færeyja

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Stokkhólmi í dag mun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt kollegum sínum frá Noregi og Danmörku, auk utanríkisfulltrúa landsstjórnar Færeyinga, undirrita nýjan samning sem stækkar landgrunn Færeyja um 27 þúsund ferkílómetra í Ægisdjúpi (Síldarsmugunni), norður af eyjunum. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið.

Samþykkja 27.000 km² til Færeyja

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Færeyjar stækka um 27.000 ferkílómetra samkvæmt samkomulaginu.
Færeyjar stækka um 27.000 ferkílómetra samkvæmt samkomulaginu. mbl.is/Björn Jóhann

Á fundi ut­an­rík­is­ráðherra Norður­land­anna í Stokk­hólmi í dag mun Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra ásamt koll­eg­um sín­um frá Nor­egi og Dan­mörku, auk ut­an­rík­is­full­trúa lands­stjórn­ar Fær­ey­inga, und­ir­rita nýj­an samn­ing sem stækk­ar land­grunn Fær­eyja um 27 þúsund fer­kíló­metra í Ægis­djúpi (Síld­ars­mugunni), norður af eyj­un­um. Þetta staðfest­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið.

Á fundi ut­an­rík­is­ráðherra Norður­land­anna í Stokk­hólmi í dag mun Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra ásamt koll­eg­um sín­um frá Nor­egi og Dan­mörku, auk ut­an­rík­is­full­trúa lands­stjórn­ar Fær­ey­inga, und­ir­rita nýj­an samn­ing sem stækk­ar land­grunn Fær­eyja um 27 þúsund fer­kíló­metra í Ægis­djúpi (Síld­ars­mugunni), norður af eyj­un­um. Þetta staðfest­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið.

Samn­ing­ur­inn er niðurstaða margra ára viðræðna ríkj­anna til þess að leysa and­stæðar kröf­ur þeirra á Norður-Atlants­hafi. Er samn­ing­ur­inn gerður á grund­velli alþjóðahaf­rétt­ar­samn­ings­ins, en sam­kvæmt hon­um er ríkj­um heim­ilt að gera til­kall til land­grunns utan 200 mílna lög­sögu.

Samn­ing­ur ríkj­anna bygg­ir á sam­komu­lagi þeirra frá ár­inu 2006 þar sem land­grunn­inu var skipt upp og hlutu Íslend­ing­ar 29 þúsund fer­kíló­metra, Norðmenn 55 og Fær­ey­ing­ar 27. Land­grunns­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur nú samþykkt körf­ur Íslands, Nor­egs og Fær­eyja.

Yf­ir­ráð yfir land­grunni hef­ur áhrif á nýt­ing­ar­rétt á hafs­botni, til að mynda vegna olíu, gass eða nám­u­starf­semi.

mbl.is