Formlega óskað eftir úrsögn

Loftslagsvá | 5. nóvember 2019

Formlega óskað eftir úrsögn

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur formlega tilkynnt Sameinuðu þjóðunum um úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Bandaríkjanna hefur valdið miklum vonbrigðum meðal annarra ríkja. 

Formlega óskað eftir úrsögn

Loftslagsvá | 5. nóvember 2019

Frá Los Angeles.
Frá Los Angeles. AFP

Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hef­ur form­lega til­kynnt Sam­einuðu þjóðunum um úr­sögn Banda­ríkj­anna úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Ákvörðun Banda­ríkj­anna hef­ur valdið mikl­um von­brigðum meðal annarra ríkja. 

Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hef­ur form­lega til­kynnt Sam­einuðu þjóðunum um úr­sögn Banda­ríkj­anna úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Ákvörðun Banda­ríkj­anna hef­ur valdið mikl­um von­brigðum meðal annarra ríkja. 

Um eins árs ferli er að ræða og tek­ur úr­sögn­in gildi dag­inn eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. Sam­komu­lagið skuld­batt 188 ríki til þess að vinna sam­an gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Full­trú­ar 187 ríkja auk Banda­ríkj­anna und­ir­rituðu sam­komu­lag í Par­ís árið 2015 um að halda hlýn­un jarðar af manna­völd­um inn­an 2°C marks­ins og jafn­vel und­ir 1,5°C. 

Don­ald Trump gerði úr­sögn Banda­ríkj­anna úr sam­komu­lag­inu eitt af kosn­inga­mál­um sín­um en sam­kvæmt regl­um Sam­einuðu þjóðanna var ekki mögu­legt fyr­ir Banda­rík­in að hefja úr­sagn­ar­ferlið form­lega fyrr en 4. nóv­em­ber 2019. Til­kynn­ing þar að lút­andi, form­leg úr­sögn, barst síðan í gær­kvöldi. 

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Síðan á eft­ir að koma í ljós, að lokn­um for­seta­kosn­ing­um í Banda­ríkj­un­um, hvort staðið verði við brott­hvarfið en það fer eft­ir því hvort Trump verður end­ur­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna seg­ir í frétt BBC.

Þar kem­ur fram að vís­inda­menn og um­hverf­issinn­ar ótt­ist áhrif­in af ákvörðun rík­is­stjórn­ar Banda­ríkj­anna á vernd­un lofts­lags þangað til. Í skýrslu sem var gef­in út í des­em­ber af Institu­te of In­ternati­onal and Europe­an Affairs kem­ur fram að ákvörðun Trumps um að yf­ir­gefa Par­ís­ar­sam­komu­lagið hafi þegar unnið veru­leg­ar skemmd­ir á sam­komu­lag­inu þar sem með ákvörðun­inni hafi Trump skapað svig­rúm fyr­ir aðra til þess að fylgja í kjöl­farið. Í skýrsl­unni er þar talað um Rússa og Tyrki en hvor­ugt ríkið hef­ur viljað staðfesta Par­ís­ar­sam­komu­lagið þrátt fyr­ir að hafa ritað und­ir það á sín­um tíma.

AFP

Í aðsendri grein Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings í Morg­un­blaðinu í dag er fjallað um ákvörðun Gretu Thun­berg um að afþakka um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs í síðustu viku. 

„Ég tók líka eft­ir því að í um­fjöll­un norskra fjöl­miðla örlaði á tóni móðgun­ar þegar Greta lét þess getið að Norðmenn hefðu gefið út met­fjölda olíu­vinnslu­leyfa og að nýj­asta svæðið sem kennt er við Joh­an Sver­drup gæti fram­leitt olíu og gas til næstu 50 ára. Á sinn raun­sæ­is­lega hátt varpaði hún eig­in­legri sprengju fram­an í for­sæt­is­ráðherra allra Norður­landaþjóðanna sem sátu al­vöru­gefn­ir á fremsta bekk þegar hún bætti við að þess væru eng­in merki að nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar væru fram und­an.

Á eft­ir klöppuðu all­ir sett­lega og hrósuðu Gretu litlu Thun­berg fyr­ir hug­rekkið. Þetta er málið, senni­lega eru all­ar Norður­landaþjóðirn­ar sek­ar um tví­ræðni í lofts­lags­mál­un­um. Hér á landi forðast menn t.d. eins og heit­an eld­inn að gera upp gaml­ar synd­ir stóriðjunn­ar í los­un kolt­víild­is eða hinn gríðar­mikla um­hver­fis­kostnað sem nýja „stóriðjan“ okk­ar, ferðaþjón­ust­an, er völd að. Þess í stað er sjón­um mark­visst beint að litl­um og sæt­um aðgerðum sem all­ir skilja, s.s. eins og að fella niður virðis­auka­skatt á reiðhjól­um eða auka grænkera­fæði í mötu­neyt­um skóla­barna.

Olí­an veld­ur siðferðiskreppu hjá Norðmönn­um

Aft­ur að Nor­egi. Stóra siðferðis­lega þver­sögn­in í um­hverf­is­mál­um þar er sú að á sama tíma og lands­menn telja sig með réttu vera í for­ustu í lofts­lags­mál­um eru Norðmenn með sjálft ríkið í far­ar­broddi að þéna stór­ar fúlg­ur fjár á olíu- og gas­vinnslu. Hlut­ur Norðmanna er um 2% heims­fram­leiðslunn­ar. Equin­or (sem áður hét Statoil) bend­ir sí­fellt á að hætti Norðmenn að vinna olíu gætu aðrir auðveld­lega dælt upp því sem ann­ars vantaði fyr­ir óseðjandi markaðinn. Þeir klifa líka stöðugt á því að vinnslu­svæðið sé um­hverf­i­s­vænt því not­ast er við raf­magn ofan af landi við upp­dæl­ing­una. Það sé nær ein­stakt í heim­in­um í dag.

Mörg fjölþjóðleg stór­fyr­ir­tæki í jarðefna­eldsneyti reyna hvað þau geta að rugla mynd­ina, draga vís­ind­in í efa, dreifa röng­um áróðri o.s.frv. Norðmenn fara aðeins aðrar leiðir, en slá engu að síður ryki í augu fólks þegar þeir reyna að telja fólki heima fyr­ir trú um um­hverf­i­s­væn­an ol­íuiðnað. Og svo virðist sem lands­menn trúi fegr­un­araðgerðunum og það hent­ar ágæt­lega sál­ar­lífi norsku þjóðar­inn­ar þessa dag­ana. En þegar kafað er dýpra kem­ur í ljós að vinnsl­an sjálf los­ar um 60 kg kolt­víild­is á hvert tonn hrá­ol­íu á meðan 3.000 kg losna við sjálf­an brun­ann.

Það er ekki nema mánuður síðan fyrstu ol­íu­drop­arn­ir fóru að renna um leiðslurn­ar á nýja Sver­drup-svæðinu djúpt vest­ur af Stafangri. Á næstu árum mun það standa und­ir þriðjungi allr­ar olíu­fram­leiðslu Nor­egs. Los­un kolt­víild­is við brennslu allr­ar þeirr­ar olíu sem vænta má úr þess­um brunn­um sam­svar­ar allri los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Nor­egi í 21 ár!“ seg­ir í grein Ein­ars í Morg­un­blaðinu í dag. 

Eig­um við að mót­mæla í Norður­landaráði?

Er rétt­læt­an­legt að horfa þegj­andi á ný og ný hafsvæði þar sem borað er eft­ir olíu í raun ekki svo ýkja langt frá okk­ur? Á sama tíma og streðað er við að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins!

Inn­an Norður­landa­sam­starfs­ins eig­um við rödd og líka áhrif. Eins í norður­skauts­ráðinu. Þar sitja líka Banda­ríkja­menn og Rúss­ar við okk­ar borð. Við get­um líkt og Sví­ar hér áður, sem mót­mæltu kröft­ug­lega hval­veiðum Íslend­inga, beitt okk­ur meira á þess­um vett­vangi. Snýst vit­an­lega um póli­tískt þor, en kannski ekki síður hvort við höf­um efni á að setj­ast í slíkt há­sæti dóm­ar­ans í lofts­lags­mál­um.

Höf­und­ur er veður­fræðing­ur hjá Veður­vakt­inni ehf.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is