Jolie segir börnin hafa gengið í gegnum mikið

Jolie/Pitt | 6. nóvember 2019

Jolie segir börnin hafa gengið í gegnum mikið

Leikkonan Angelina Jolie segir að líkami sinn hafi gengið í gegnum mikið síðustu fjögur ár, sárin eru sýnileg og ósýnileg. Hollywood-stjarnan finnur blóðið aftur byrjað að streyma um æðar sínar og í viðtali við Harper's Bazaar segir hún að börnin sín hafi hjálpað sér.  

Jolie segir börnin hafa gengið í gegnum mikið

Jolie/Pitt | 6. nóvember 2019

Angelina Jolie með fjórum af sex börnum sínum á frumsýningu …
Angelina Jolie með fjórum af sex börnum sínum á frumsýningu í október. AFP

Leik­kon­an Ang­el­ina Jolie seg­ir að lík­ami sinn hafi gengið í gegn­um mikið síðustu fjög­ur ár, sár­in eru sýni­leg og ósýni­leg. Hollywood-stjarn­an finn­ur blóðið aft­ur byrjað að streyma um æðar sín­ar og í viðtali við Harper's Baza­ar seg­ir hún að börn­in sín hafi hjálpað sér.  

Leik­kon­an Ang­el­ina Jolie seg­ir að lík­ami sinn hafi gengið í gegn­um mikið síðustu fjög­ur ár, sár­in eru sýni­leg og ósýni­leg. Hollywood-stjarn­an finn­ur blóðið aft­ur byrjað að streyma um æðar sín­ar og í viðtali við Harper's Baza­ar seg­ir hún að börn­in sín hafi hjálpað sér.  

Jolie seg­ir að börn­in sín hafi hjálpað sér að finna sig á nýj­an leik. 

„Þau hafa gengið í gegn­um mikið. Ég læri af styrk þeirra. Við sem for­eldr­ar hvetj­um börn­in okk­ar til að fagna því sem þau eru og allt sem býr í hjört­um þeirra er rétt. Þau líta aft­ur til okk­ar og vilja það sama fyr­ir okk­ur.“

Jolie á sex börn með leik­ar­an­um Brad Pitt en þau til­kynntu um skilnað í sept­em­ber árið 2016 og upp­hófst þá langt og strangt skilnaðarferli. Þrjú börn eru ætt­leidd en Jolie gekk sjálf með þrjú börn. 

Sex barna móðirin seg­ir að hún leggi áherslu á í móður­hlut­verk­inu að börn­in sín geti sagt: „Hér er ég og þetta er það sem ég trúi á.“ Seg­ir hún að for­eldr­ar geti ekki komið í veg fyr­ir að börn þeirra upp­lifi sárs­auka, sorg, lík­am­leg­an sárs­auka. Það sem for­eldr­ar geta þó gert að henn­ar mati er að auðvelda börn­um sín­um þessi tíma­bil. 

Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru …
Ang­el­ina Jolie með dætr­um sín­um Shi­loh Nou­vel Jolie-Pitt og Za­höru Marley Jolie-Pitt. AFP
mbl.is