Tímamótadómur í Kína

Ópíóíðar | 7. nóvember 2019

Tímamótadómur í Kína

Níu voru dæmdir fyrir sölu á fentanýli til Bandaríkjanna í Kína í dag. Einn þeirra var dæmdur til dauða. Dómarnir marka tímamót en bandarísk yfirvöld hafa lengi sakað Kína um að vera helstu uppsprettu fentanýls í Bandaríkjunum en efnið er gríðarlega ávanabindandi.

Tímamótadómur í Kína

Ópíóíðar | 7. nóvember 2019

Fentanýl er gríðarlega ávanabindandi og deyja á hverjum degi um …
Fentanýl er gríðarlega ávanabindandi og deyja á hverjum degi um 100 manns í Bandaríkjunum vegna ofskömmtunar á ópíóíðum. AFP

Níu voru dæmdir fyrir sölu á fentanýli til Bandaríkjanna í Kína í dag. Einn þeirra var dæmdur til dauða. Dómarnir marka tímamót en bandarísk yfirvöld hafa lengi sakað Kína um að vera helstu uppsprettu fentanýls í Bandaríkjunum en efnið er gríðarlega ávanabindandi.

Níu voru dæmdir fyrir sölu á fentanýli til Bandaríkjanna í Kína í dag. Einn þeirra var dæmdur til dauða. Dómarnir marka tímamót en bandarísk yfirvöld hafa lengi sakað Kína um að vera helstu uppsprettu fentanýls í Bandaríkjunum en efnið er gríðarlega ávanabindandi.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur jafnvel sakað kínversk yfirvöld um að bera að hluta ábyrgð á dauða fjölmargra Bandaríkjamanna vegna ofskömmtunar á fentanýli. 

Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum deyja yfir 100 manns daglega þar í landi vegna ofskömmtunar ópíóíða. Við uppkvaðningu dómanna í Hebei-héraði í morgun kom fram að þetta væri fyrsta málið þar sem reyndi á gott samstarf kínverskra og bandarískra yfirvalda í baráttunni gegn fentanýl-smygli. Bandarísk yfirvöld hafa fagnað niðurstöðunni.

Fíkniefnadeild kínversku lögreglunnar komst á snoðir um starfsemi glæpahóps, með höfuðstöðvar í Singapúr og í Jiangsu, árið 2017. Hald var lagt á 11,9 kíló af fentanýli eftir að hafa fengið ábendingu þar um frá bandarísku tollgæslunni. 

Einn þeirra var dæmdur til dauða en dómurinn verður endurskoðaður eftir tvö ár. Yfirleitt þýðir það að dómi er breytt í lífstíðarfangelsi. Tveir fengu lífstíðardóm fyrir smygl á fentanýli og alprazolam, sem er gríðarlega vinsælt kvíðastillandi lyf sem yfirleitt gengur undir heitinu  Xanax.

Þeir þrír sem fengu þyngstu dómana létu von um mikinn hagnað og mikla eftirspurn af hálfu bandarískra kaupenda afvegaleiða sig, að því er fram kom við dóminn. Í nóvember 2016 hófu tveir þeirra sem voru sakfelldir í dag að auglýsa lyf á netinu í gegnum fyrirtæki sem þeir höfðu skráð sem lyfjasölufyrirtæki. 

Árið 2017 settu tveir aðrir, þar á meðal Lku Yong sem var dæmdur til dauða, upp verksmiðju þar sem þeir framleiddu með ólöglegum hætti fentanýl og seldu til fyrirtækjanna sem hinir tveir höfðu stofnað. Efnin voru seld til Bandaríkjanna. 

Tollverðir í New Orleans komust á snoðir um birgi í Kína sem gekk undir heitinu Diana. Yfirvöld í Kína voru upplýst um málið og leiddi það til handtöku mannanna í lok árs 2017.

mbl.is