Það sem fólk hélt að væri ást var þaulskipulagt

Bradley Cooper | 9. nóvember 2019

Það sem fólk hélt að væri ást var þaulskipulagt

Oprah Winfrey ræddi við Lady Gaga í nýju viðtali í Elle. Oprah komst ekki hjá því að spyrja Lady Gaga út í meint ástarsamband hennar og Bradley Cooper. Orðrómurinn var afar hávær í kringum Óskarsverðlaunin og eru þau Gaga og Cooper bæði hætt í þeim langtímasamböndum sem þau voru í í byrjun árs. 

Það sem fólk hélt að væri ást var þaulskipulagt

Bradley Cooper | 9. nóvember 2019

Lady Gaga og Bradley Cooper tala saman baksviðs á Óskarnum …
Lady Gaga og Bradley Cooper tala saman baksviðs á Óskarnum 2019. AFP

Oprah Win­frey ræddi við Lady Gaga í nýju viðtali í Elle. Oprah komst ekki hjá því að spyrja Lady Gaga út í meint ástar­sam­band henn­ar og Bra­dley Cooper. Orðróm­ur­inn var afar há­vær í kring­um Óskar­sverðlaun­in og eru þau Gaga og Cooper bæði hætt í þeim lang­tíma­sam­bönd­um sem þau voru í í byrj­un árs. 

Oprah Win­frey ræddi við Lady Gaga í nýju viðtali í Elle. Oprah komst ekki hjá því að spyrja Lady Gaga út í meint ástar­sam­band henn­ar og Bra­dley Cooper. Orðróm­ur­inn var afar há­vær í kring­um Óskar­sverðlaun­in og eru þau Gaga og Cooper bæði hætt í þeim lang­tíma­sam­bönd­um sem þau voru í í byrj­un árs. 

Oprah sagðist hafa rætt þetta við Cooper stuttu áður en hún hitti Lady Gaga. Á leik­ar­inn og leik­stjór­inn að hafa sagt við Opruh að ef þau hefðu átt í ástar­sam­bandi hefði hann ekki getað horft svona í augu Lady Gaga við pí­anóið á Óskarn­um. „Al­ger­lega. Al­ger­lega,“ sagði Lady Gaga mjög sam­mála. 

Lady Gaga bætti því einnig við að fjöl­miðlar væru kjána­leg­ir. Lady Gaga og Cooper bjuggu til ástar­sögu og auðvitað vildi sviðsver­an og leik­kon­an Lady Gaga að fólk tryði því að þau væru ást­fang­in. „Og við vild­um að fólk fyndi fyr­ir ást­inni á Óskarn­um. Við vild­um kom­ast í gegn­um linsu mynda­vél­ar­inn­ar og inn í öll sjón­varp sem var verið að horfa á. Og við æfðum mikið, við unn­um í marga daga. Við skipu­lögðum allt, þetta var út­fært eins og sviðfram­koma,“ sagði Lady Gaga. 

mbl.is