100 milljarðar evra í „tunglferð okkar kynslóðar“

Loftslagsvá | 14. desember 2019

100 milljarðar evra í „tunglferð okkar kynslóðar“

100 milljörðum evra verður varið í fjárfestingar til að hjálpa ríkjum Evrópusambandsins, sem reiða sig á óvistvæna orkugjafa, að koma sér upp endurnýjanlegri orkugjöfum. Þetta er meðal þess sem lagt er til í Grænum samfélagssáttmála Evrópusambandsins (European Green New Deal) sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti við góðar undirtektir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, sem fram fer í Madríd.

100 milljarðar evra í „tunglferð okkar kynslóðar“

Loftslagsvá | 14. desember 2019

Grænfriðungar mótmæla við höfuðstöðvar leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel. Þeim finnst …
Grænfriðungar mótmæla við höfuðstöðvar leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel. Þeim finnst Græni samfélagssáttmálinn ekki ganga nógu langt. AFP

100 millj­örðum evra verður varið í fjár­fest­ing­ar til að hjálpa ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, sem reiða sig á óvist­væna orku­gjafa, að koma sér upp end­ur­nýj­an­legri orku­gjöf­um. Þetta er meðal þess sem lagt er til í Græn­um sam­fé­lags­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins (Europe­an Green New Deal) sem Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, kynnti við góðar und­ir­tekt­ir á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP25, sem fram fer í Madríd.

100 millj­örðum evra verður varið í fjár­fest­ing­ar til að hjálpa ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, sem reiða sig á óvist­væna orku­gjafa, að koma sér upp end­ur­nýj­an­legri orku­gjöf­um. Þetta er meðal þess sem lagt er til í Græn­um sam­fé­lags­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins (Europe­an Green New Deal) sem Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, kynnti við góðar und­ir­tekt­ir á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP25, sem fram fer í Madríd.

Græni sam­fé­lags­sátt­mál­inn var meðal lof­orða henn­ar er hún sótt­ist eft­ir stuðningi Evr­ópuþing­manna til embætt­is­ins fyrr á ár­inu. Meðal þess sem kveðið er á um í sátt­mál­an­um er að los­un gróður­húsaloft­teg­unda ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins verði 50% minni árið 2030 en var árið 1990 — í stað nú­ver­andi viðmiðs sem er 40% sam­drátt­ur — og að sam­bandið verði kol­efn­is­hlut­laust 2050. Verði þessi viðmið fest í lög sam­bands­ins.

Sátt­mál­an­um hef­ur verið lýst sem mik­il­væg­ustu aðgerðaáætl­un heill­ar kyn­slóðar, en von der Leyen hef­ur sjálf sagt hann sam­bæri­leg­an tungl­ferðaráætl­un­inni; ein­stak­lega metnaðarfullri áætl­un sem þótti óhugs­andi á sín­um tíma.

Fjölmörg ríki ESB leiða sig að miklu leyti á kol …
Fjöl­mörg ríki ESB leiða sig að miklu leyti á kol til orku­fram­leiðslu. Mót­mæl­end­ur söfnuðust sam­an við Jaenschwalde-kola­verið í Aust­ur-Þýskalandi í síðasta mánuði. AFP

Inn­leiðing sátt­mál­ans er þó háð samþykki leiðtogaráðs ESB, sem í sitja leiðtog­ar rík­is­stjórna aðild­ar­ríkja, og ljóst að samþykki sumra þeirra verður dýru verði keypt. Tékk­nesk, ung­versk og pólsk stjórn­völd hafa lengi lýst sig and­víg áform­um sam­bands­ins um kol­efn­is­hlut­leysi árið 2050 og beitt neit­un­ar­valdi sínu á til­lög­ur þess efn­is. Eru þau enda meðal þeirra ríkja sem háðust eru jarðefna­eldsneyti. 

Það er af þeim sök­um sem gert er ráð fyr­ir að kostnaður við orku­skipt­in verði svo hár. Freista á þess­ara ríkja með háum fram­lög­um frá Evr­ópska fjár­fest­ing­ar­bank­an­um sem eyrna­merkt verða verk­efn­um er tengj­ast orku­skipt­un­um.

Eins og jafn­an er þykir ýms­um ekki nógu langt gengið. Ýmsir þing­menn græn­ingja á Evr­ópuþing­inu hafa gagn­rýnt til­lög­urn­ar fyr­ir að ganga of skammt, og því sjón­ar­miði deila grænfriðung­ar, sem söfnuðust sam­an við bygg­ingu leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel í morg­un, þar sem leiðtoga­fund­ur sam­bands­ins fer fram, og veifuðu fána sem á stóð „Lofts­lagsneyðarástand“.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Macron Frakklandsforseti …
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, og Macron Frakk­lands­for­seti á fundi leiðtogaráðsins í morg­un. Þar var hinn Græni sam­fé­lags­sátt­máli til umræðu. AFP
mbl.is