„Hausinn á mér var á fleygiferð“

Samfélagsmál | 28. desember 2019

„Hausinn á mér var á fleygiferð“

Stelpur skora svipað hátt og strákar á ADHD-kvarðanum en samt eru miklu færri stelpur sem fá greiningar og um leið lyf. Sonja Símonardóttir, 24 ára laganemi við Háskólann í Reykjavík, var greind með ADHD á síðasta ári í menntaskóla. Eftir að hafa fengið lyf breyttist allt hennar líf en fram að þeim tíma lýsir hún lífi sínu eins og það hafi allt verið í einhvers konar móðu. 

„Hausinn á mér var á fleygiferð“

Samfélagsmál | 28. desember 2019

Mæðgurnar Sonja Símonardóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir.
Mæðgurnar Sonja Símonardóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stelp­ur skora svipað hátt og strák­ar á ADHD-kvarðanum en samt eru miklu færri stelp­ur sem fá grein­ing­ar og um leið lyf. Sonja Sím­on­ar­dótt­ir, 24 ára laga­nemi við Há­skól­ann í Reykja­vík, var greind með ADHD á síðasta ári í mennta­skóla. Eft­ir að hafa fengið lyf breytt­ist allt henn­ar líf en fram að þeim tíma lýs­ir hún lífi sínu eins og það hafi allt verið í ein­hvers kon­ar móðu. 

Stelp­ur skora svipað hátt og strák­ar á ADHD-kvarðanum en samt eru miklu færri stelp­ur sem fá grein­ing­ar og um leið lyf. Sonja Sím­on­ar­dótt­ir, 24 ára laga­nemi við Há­skól­ann í Reykja­vík, var greind með ADHD á síðasta ári í mennta­skóla. Eft­ir að hafa fengið lyf breytt­ist allt henn­ar líf en fram að þeim tíma lýs­ir hún lífi sínu eins og það hafi allt verið í ein­hvers kon­ar móðu. 

Sonja seg­ir að eft­ir að hafa fengið grein­ingu og lyf hafi hún loks náð að ein­beita sér og dregið hafi úr hvat­vís­inni. Mamma henn­ar, Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fess­or við sál­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík og lýðheilsu­deild Col­umb­ia-há­skóla í New York, hef­ur unnið að rann­sókn­um á hög­um og líðan ungs fólks í rúm­lega 20 ár og meðal þess sem er skimað fyr­ir í spurn­ingalist­um sem lagðir eru fyr­ir grunn­skóla­nema er ADHD. Bæði með kvarða sem er viður­kennd­ur skimun­ar­kv­arði sem notaður er í fjöl­mörg­um rann­sókn­um en hann inni­held­ur 18 spurn­ing­ar þar sem helm­ing­ur mæl­ir at­hygl­is­brest og hinn helm­ing­ur­inn of­virkni. Eins eru ung­menn­in, sem eru 15 ára göm­ul, spurð hvort þau hafi verið greind með ADHD og hvort þau taki lyf við ADHD.

Inga Dóra seg­ir niður­stöðurn­ar afar áhuga­verðar enda sýni þær að eng­inn kynjamun­ur sé á meðalskor­um á ADHD-kvarðanum né á undirkvörðunum tveim­ur. Aft­ur á móti sé tals­verður mun­ur á hegðun kynj­anna. Stelp­urn­ar tali mikið, séu gleymn­ar og utan við sig á meðan strák­arn­ir sitji ekki kyrr­ir, fari úr sæt­un­um, fylgi ekki leiðbein­ing­um og klári ekki verk­efni. 

„Strák­arn­ir eru lík­legri til að fá grein­ingu en stelp­urn­ar og þær þurfa að skora hærra á þess­um kvörðum sem við mæl­um fyr­ir ADHD þar sem ein­kenn­in koma ólíkt fram. Stelp­urn­ar beina ein­kenn­un­um meira inn á við þannig að þær eru oft þægar úti í horni og al­gjör­lega til friðs í skóla­stof­unni en því miður eru þær lík­legri til að skaða sig en strák­ar. Á meðan eru strák­arn­ir óstýri­lát­ari og fá at­hygli og um leið grein­ingu þar sem þeir trufla aðra,“ seg­ir Inga Dóra.

Hún seg­ir að það eigi ekki að skipta máli hvernig þetta birt­ist hjá börn­um og ung­menn­um. „Þetta eru krakk­ar sem við þurf­um að gæta að og það er nauðsyn­legt að minnka for­dóma í garð ADHD með því að opna umræðuna. Það er bara allt í lagi að við séum ekki öll eins og þetta snýst ekki um óþekkt held­ur að all­ir fái þann stuðning sem þeir þurfa á að halda,“ seg­ir Inga Dóra.

At­hygl­is­brest­ur og of­virkni, oft kallað ADHD í dag­legu tali, er taugaþroskarösk­un sem kem­ur yf­ir­leitt snemma fram, eða fyr­ir 7 ára ald­ur, og get­ur haft víðtæk áhrif á dag­legt líf, nám og fé­lags­lega aðlög­un. At­hygl­is­brest­ur og of­virkni er al­ger­lega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skamm­stöf­un og stend­ur fyr­ir Attenti­on Deficit Hyperacti­vity Disor­der eða at­hygl­is­brest og of­virkni.

Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að 5—10% af hundraði barna og ung­linga glíma við of­virkni sem þýðir að 2—3 börn með ADHD gætu verið í hverj­um bekk að meðaltali í öll­um ald­urs­hóp­um. Auk þess geta börn haft væg­ari ein­kenni. Í hópi barna með ADHD eru þrír dreng­ir á móti hverri einni stúlku. Rann­sókn­ir benda til að fleiri stúlk­ur séu með ADHD en talið hef­ur verið, en þær koma síður til grein­ing­ar. Nýj­ar banda­rísk­ar rann­sókn­ir sýna 4,4% al­gengi ADHD hjá full­orðnum, seg­ir á vef ADHD-sam­tak­anna.

Strákar fá frekar greiningu en stelpur þar sem það fer …
Strák­ar fá frek­ar grein­ingu en stelp­ur þar sem það fer meira fyr­ir þeim. mbl.is/​Hari

Þetta er í sam­ræmi við rann­sókn­ir sem Inga Dóra og fé­lag­ar henn­ar hjá rann­sóknamiðstöðinni Rann­sókn­ir og grein­ing hafa unnið und­an­far­in tutt­ugu ár. Ein þeirra Ungt fólk er gerð ár­lega meðal allra barna í grunn­skól­um lands­ins og hef­ur nýst við stefnu­mót­un í for­varn­a­starfi á meðal fólks sem starfar á vett­vangi með börn­um og ung­ling­um í fjölda ára.

Rann­sókn­irn­ar hafa meðal ann­ars kannað þætti í lífi barna og ung­linga á borð við and­lega og lík­am­lega heilsu og líðan, fjöl­skylduaðstæður, frí­stundaiðkun, áfeng­is- og vímu­efna­neyslu, ár­ang­ur í námi, lík­ams­rækt og þátt­töku í íþrótt­a­starfi, trú­ar­skoðanir, mataræði og sjálfs­víg.

Niður­stöður rann­sókn­anna hafa verið birt­ar í meira en hundrað ritrýnd­um vís­inda­grein­um skrifuðum af vís­inda­mönn­um víða að úr heim­in­um. Eins hafa þær verið nýtt­ar með staðbundn­um hætti, inn­an sveit­ar­fé­laga, hverfa og skóla til að auka skiln­ing á hög­um ungs fólks og bæta aðstæður þeirra, heilsu og líðan.

Var viss um að ná aldrei að ljúka mennta­skóla

Inga Dóra og Sím­on Sig­valda­son héraðsdóm­ari eiga þrjár dæt­ur. Tví­bur­ana Erlu og Sonju sem eru 24 ára og Alöntu sem er tíu ára göm­ul. Tví­bur­arn­ir, sem eru tví­eggja, fengu sama upp­eldi en eru að sögn Ingu Dóru eins og svart og hvítt að mörgu leyti. „Sonju gekk mjög vel í grunn­skóla líkt og Erlu á meðan hún þurfti ekki að leggja á sig vinnu við að standa sig í nám­inu. En þegar hún byrjaði í mennta­skóla fer hún að falla,“ seg­ir Inga Dóra en Sonja byrjaði í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð líkt og Erla en skipti síðar yfir í Mennta­skól­ann við Sund. 

Sonja seg­ir að bekkjar­kerfið í MS hafi átt miklu bet­ur við hana en áfanga­kerfið í MH og áfanga­kerfi yfir höfuð henti ekki fólki eins og henni. „Ég var alltaf að falla í stök­um áföng­um í MH en í bekkjar­kerfi eins og var í MS er aðhaldið miklu meira og þannig miklu meira vesen að falla á ári en stök­um áfanga. Ég var búin að sætta mig við það að ég myndi ekki ná ár­angri í líf­inu út af því að ég var að falla. Áður en ég fór í grein­ingu var ég ekk­ert að velta framtíðinni fyr­ir mér annað en ég var viss um að ég næði aldrei að ljúka mennta­skól­an­um. 

Hjá mér sner­ist þetta um það að þegar ég þurfti að læra eitt­hvað, sem ég kunni ekki og gat ekki notað það sem heil­brigð skyn­semi sagði mér, lenti ég í vand­ræðum enda fór at­hygl­in út í veður og vind. Ég varð samt mjög hissa þegar mamma stakk upp á því að ég færi í grein­ingu og sagði að kenn­ar­ar mín­ir hefðu nefnt það við hana að ég væri mögu­lega með at­hygl­is­brest. Í raun þótti mér mjög vænt um að heyra að þetta fólk hefði velt þessu fyr­ir sér. Mér fannst það sýna að þeim væri ekki sama um mig. Auðvitað velti ég því samt fyr­ir mér hversu óþolandi ég hafi verið,“ seg­ir Sonja en þá var hún á síðasta ár­inu í MS og seg­ir að for­eldr­ar henn­ar hafi í raun á þess­um tíma verið hand­viss­ir um að hún myndi ekki ná stúd­ents­próf­un­um. 

Hér gríp­ur mamma henn­ar inn í sam­talið og seg­ir að þetta sé al­gjör vit­leysa í henni. „Þú ert og hef­ur alltaf verið ynd­is­leg og langt frá því að vera óþolandi. Jú, þú varst krefj­andi barn og uppá­tækja­söm en um­fram allt ynd­is­leg. Sonja var óvenju­legt og skemmti­legt barn enda varð hún kveikj­an að þriðjungi að doktors­rit­gerðinni minni þar sem ég fjallaði um álag og streitu í lífi barna og ung­menna og hvaða áhrif það hef­ur meðal ann­ars á hegðun þeirra. Það er al­veg rétt hjá þér, við pabbi þinn vor­um að vand­ræðast með það hvort bjóða ætti í tvö­falda stúd­ents­veislu enda báðar að út­skrif­ast sama dag úr sitt hvor­um skól­an­um.“ 

„Erla náði alltaf öllu í MH og var að klára stúd­ent­inn á fjór­um árum á meðan ég féll og féll þannig að ég þurfti að vera í sum­arskóla öll árin til að vinna upp og ná að klára á rétt­um tíma,“ seg­ir Sonja. 

Vildi fá svör áður en um­hverfið myndi breyt­ast

Inga Dóra seg­ir að þegar Sonja var á síðasta miss­er­inu í mennta­skóla hafi hún hugsað með sér: Hvert er líf Sonju að stefna? „Ég ákvað að við mynd­um senda hana í grein­ingu þannig að það væri hægt að ganga úr skugga um hvort hún væri með ADHD. Ég er nátt­úru­lega vís­indamaður og vildi líka fá svör við þess­ari spurn­ingu áður en hún færi í annað um­hverfi,“ seg­ir Inga Dóra.

Sonja fer fyrst til sál­fræðings og síðan lækn­is og í ljós kom að hún var bæði með at­hygl­is­brest og of­virkni, það er ADHD. Í kjöl­farið fékk hún lyf sem virkuðu strax vel og í til­viki Sonju er greini­legt að rösk­un­in háði henni. 

„Breyt­ing­in var gríðarleg og á stúd­ents­próf­inu hækkuðu all­ar henn­ar ein­kunn­ir mjög mikið og kenn­ar­arn­ir henn­ar voru agndofa að sjá breyt­ing­una sem varð á henni. Allt í einu náði hún fókus og fer í fram­hald­inu í lög­fræði í Há­skól­an­um í Reykja­vík og fer þar á for­setal­ista fyr­ir framúrsk­ar­andi náms­ár­ang­ur. Ég fæ enn hroll við til­hugs­un­ina ef ég hefði ekki bókað tíma fyr­ir hana í grein­ingu. Því það er eitt­hvað sem þarf að hafa fyr­ir,“ seg­ir Inga Dóra.

Langir biðlistar eru eftir greiningu á ADHD.
Lang­ir biðlist­ar eru eft­ir grein­ingu á ADHD.

Líkt og Inga Dóra veit manna best er að ADHD hef­ur hamlandi áhrif á líf fólks. Til að mynda eru tengsl milli AHDH-ein­kenna og þung­lynd­is og kvíða en þau ein­kenni eru mun sterk­ari fyr­ir stelp­ur en stráka og eins og áður sagði eru þær lík­legri til að skaða sig. 

Tengsl­in milli ADHD-ein­kenna og áfeng­is­notk­un­ar, reyk­inga og notk­un­ar annarra vímu­efna eru líka sterk­ari hjá stelp­um en strák­um á meðan tengsl­in milli ADHD-ein­kenna og af­brota­hegðunar og hegðunarrask­ana eru sterk­ari meðal stráka. 

Inga Dóra seg­ir að það sé eng­in til­vilj­un að hátt hlut­fall fanga sé með ADHD því það séu marg­ir sem fái ekki þann stuðning, grein­ingu og hjálp sem þeir þurfi á að halda. Þeir séu lík­legri til að falla út úr námi og enda í alls kon­ar ógöng­um.

Á síðustu tveim­ur ára­tug­um hef­ur neysla ís­lenskra ung­linga á áfengi og öðrum vímu­efn­um al­mennt dreg­ist sam­an og er nú ekki leng­ur með því mesta í Evr­ópu held­ur sú minnsta. Inga Dóra seg­ir að þessi ár­ang­ur hafi náðst með því að breyta um­hverfi og aðstæðum ung­menna. Að skapa þeim tæki­færi til að lifa lífi án vímu­efna. 

Við erum að tala um 200 börn

„Íslenska mód­elið geng­ur út á að hafa áhrif á um­hverfið og við sjá­um að ef þau hafa nóg að gera, hafa aðgang að upp­byggi­legu tóm­stund­a­starfi og mik­inn stuðning þá eru flest­ir krakk­arn­ir bet­ur sett­ir. Þau drekka mun síðar áfengi í dag en þau gerðu og 18 ára krakk­ar í dag drekka minna áfengi en 14 ára krakk­ar gerðu fyr­ir 20 árum. Aft­ur á móti, þessi litli hóp­ur sem við eig­um erfitt með að ná til, þessi 5%, er að glíma við svo miklu harðari og al­var­legri heim en áður var. 5% hljóm­ar ekki eins og há tala en við erum að tala um 200 börn því það eru um fjög­ur þúsund ung­menni í hverj­um ár­gangi. Ung­menni sem nota vímu­efni í dag eru í harðari neyslu en var áður. Efn­in eru hættu­legri og fram­boðið enda­laust,“ seg­ir Inga Dóra.

Hún seg­ir að ekki geri sér all­ir grein fyr­ir því hve heim­ur­inn er breytt­ur. „Það sem við vor­um að kljást við þegar við hóf­um þessa for­varna­vinnu fyr­ir 20 árum var já­kvætt viðhorf gagn­vart ung­linga­drykkju. Fólk vísaði í eig­in drykkju á unglings­ár­um og sagði kannski: Sjáðu mig í dag. En það sem breytt­ist er að þegar við vor­um að al­ast upp byrjaði fólk að nota áfengi og það endaði á áfengi. Þessu er öðru­vísi farið í dag og við erum að tala um áhættu­hóp sem tel­ur 200 börn í hverj­um ár­gangi. Þessi börn eiga fjöl­skyld­ur og vini þannig að það eru marg­ir sem verða fyr­ir áhrif­um af því að við miss­um þau út af braut­inni. Sam­fé­lags­leg­ur kostnaður sem fylg­ir því marg­fald­ast eft­ir því sem tím­inn líður og fyr­ir utan all­an til­finn­inga­lega kostnaðinn. Til að mynda þenn­an stóra hóp úr hverj­um ár­gangi sem við erum að missa úr fram­halds­skól­un­um,“ seg­ir Inga Dóra og bæt­ir við að nauðsyn­legt sé að grípa hér inn og styðja þau í að fá grein­ingu og meðferð — ut­an­um­hald frá sam­fé­lag­inu. 

Þýðir ADHD að eitt­hvað sé að?

Sonja seg­ir að ein af ástæðunum fyr­ir því að hún var ekk­ert spennt fyr­ir því að fara í grein­ing­armat á því hvort hún væri með ADHD hafi verið sú að hún hafi átt erfitt með að kyngja því að það væri eitt­hvað að henni. Að ADHD þýddi að eitt­hvað væri að. „Af hverju mega ekki bara sum­ir hreyfa sig meira en aðrir?“ spurði Sonja sjálfa sig. „Ég er ekki til­bú­in til að skil­greina ADHD sem eitt­hvað sem þarf að laga en ef þetta er eitt­hvað sem er raun­veru­lega að koma í veg fyr­ir að þú get­ir náð ein­hverj­um ár­angri í líf­inu þá er ég til­bú­in til þess. Ég er með ADHD og ég þarf að taka lyf til þess að geta lesið og ein­beitt mér en þar með er ég ekki að viður­kenna að það sé eitt­hvað að mér.“

Á vef ADHD-sam­tak­anna seg­ir: ADHD er ekki sjúk­dóm­ur og því er úti­lokað að lækna það. Sem bet­ur fer eru þó vel þekkt­ar leiðir til að draga úr ein­kenn­um og halda þeim í skefj­um þannig að þau valdi ekki al­var­legri fé­lags­legri og hug­rænni rösk­un. Meðferð þarf að byggj­ast á lækn­is­fræðilegri, sál­fræðilegri og upp­eld­is- og kennslu­fræðilegri íhlut­un ásamt hegðun­ar­mót­andi aðferðum.

Hvat­vís­in það versta við ADHD

Sonja seg­ir að hún hafi verið ung þegar hún byrjaði að drekka og hún hafi djammað mjög mikið sem ung­ling­ur á fyrstu árum mennta­skól­ans. „En um leið og ég byrjaði á lyfj­um hætti ég að drekka og þroskaðist mikið. Áður réð ég ekki við mig enda svo hvat­vís. Mér finnst hvat­vís­in það versta við ADHD og það sem ég á erfiðast að sætta mig við. Ef ég tek ekki lyf­in þá er ég að gera hluti sem ég myndi ann­ars ekki gera. Ég er hins veg­ar far­in að þekkja mig og fólkið í kring­um mig veit af þessu,“ seg­ir Sonja.

Hún hef­ur alltaf æft íþrótt­ir og hreyft sig mikið og hún fær mikla út­rás á æf­ing­um en hún æfir meðal ann­ars bras­il­ískt jiu-jitsu. 

Að sögn Sonju pass­ar hún vel upp á svefn, nær­ingu og hreyf­ingu og hún ger­ir sér fulla grein fyr­ir því hvað þetta þrennt skipt­ir miklu máli. „Nú veit ég hvað þetta skipt­ir máli og ég næ að skipu­leggja mig. Þó svo eitt­hvað komi upp á, ég kom­ist ekki á æf­ingu eða sofi illa þá fer ekki allt úr skorðum. Ég næ fókus og bregst við aðstæðum hverju sinni sem ég gerði ekki áður. Þá vakti ég á nótt­unni og svaf á dag­inn og borðaði bara rusl­fæði. Nú vakna ég snemma og ein­beiti mér að nám­inu og öðru sem skipt­ir máli,“ seg­ir Sonja en þegar blaðamaður hitti þær mæðgur skömmu fyr­ir jól var Sonja búin að taka síðustu próf­in í meist­ara­námi í lög­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. Eft­ir ára­mót er það MA-rit­gerðin og út­skrift í vor. Erla tví­bura­syst­ir henn­ar er aft­ur á móti í námi í lækn­is­fræði í Lit­há­en.

Eng­in ástæða til að all­ir séu eins

Inga Dóra seg­ir að það sé ynd­is­legt að sjá Sonju blómstra í því sem hún er að gera og það sé það sem all­ir for­eldr­ar vilji. „Við í fjöl­skyld­unni höf­um alltaf verið gott teymi og for­varn­a­starfið mitt geng­ur mikið út á það að við sem full­orðnir ein­stak­ling­ar séum ábyrg fyr­ir börn­un­um okk­ar. Hvort sem við erum for­eldr­ar, kenn­ar­ar eða hvað sem er. Það á aldrei að varpa ábyrgðinni yfir á ung­ling­inn. Við stönd­um sam­an og það sem skipt­ir öllu er að börn­um manns líði vel og gangi vel. Við erum alls kon­ar og það er bara gott enda eng­in ástæða til þess að all­ir séu steypt­ir í sama mót.“

Aðferðafræðin sem Inga Dóra og teymið henn­ar byrjaði með á Íslandi er nú notuð sem for­varna­mód­el víða um heim eða í um 30 lönd­um (sjá www.pla­netyouth.org). Auk þess eru þau að vinna að ít­ar­legri rann­sókn þar sem ein­um ár­gangi barna (2004) er fylgt eft­ir í fimm ár. Sú rann­sókn nær til þátta sem hafa áhrif á þróun áhættu­hegðunar hjá ung­ling­um, þar með talið á vímu­efna­notk­un, sjálfsskaðahegðun og sjálfs­vígs­hegðun. Rann­sókn­in er sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar á heimsvísu þar sem líf­vís­inda­leg gögn og fé­lags­vís­inda­leg gögn eru sam­einuð fyr­ir heil­an ár­gang á landsvísu.

Lyk­il­atriði að hlúa vel að þess­um hópi

Mæðgurnar Sonja Símonardóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir.
Mæðgurn­ar Sonja Sím­on­ar­dótt­ir og Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Inga Dóra seg­ir að með þessu sé hægt að skilja bet­ur sam­spil um­hverf­is og erfða. „Ég tel að það sem sé lyk­il­atriði sé að hlúa vel að um­hverfi krakk­anna þannig að lík­urn­ar á að þau blómstri auk­ist. Svo þarf að passa upp á þenn­an litla hóp, 5%, sem er viðkvæm­ur og er að glíma við ýmsa hluti, svo sem ADHD.“

Eins og hér kom fram að fram­an skipt­ir miklu máli að börn fái þær grein­ing­ar sem þau þurfa á að halda en á sama tíma eru biðlist­arn­ir eft­ir slík­um grein­ing­um afar lang­ir. 

Sonja seg­ir að hún hefði ör­ugg­lega ekki nennt að standa í þessu sjálf og þakk­ar móður sinni fyr­ir að hafa gert það fyr­ir hana. „Ég mætti bara í alla tím­ana og tók öll próf­in en ég var ekk­ert viss um að ég væri með ADHD og átti því ekki von á neinu. Ég gerði bara eins og mamma sagði,“ seg­ir hún og hlær. „Ég hafði ekki hug­mynd um að ég yrði sett á lyf og ég hafði ekki hug­mynd hverju þetta átti eft­ir að breyta í mínu lífi. Þegar ég hugsa til baka þá man ég voðal­ega lítið eft­ir líf­inu mínu áður en ég fékk grein­ingu því haus­inn á mér var bara á fleygi­ferð.“

Inga Dóra seg­ir að hún hafi rætt lýs­ingu Sonju við lækni og hann hafi sagt að þetta væri mjög al­gengt hjá fólki með ADHD. Eft­ir að fólk fær grein­ingu og viðeig­andi meðferð verði al­gjör breyt­ing á lífi viðkom­andi. Mynd­in skýrist og þú náir stjórn á þér. „En það má alls ekki of­greina og ekki flokka fólk því við erum öll með eitt­hvað. Fólk með ADHD er oft skemmti­leg­asta og klár­asta fólkið og það sem er með mestu sköp­un­ar­gáf­una. Hugs­ar út fyr­ir ramm­ann.

Ástæðan fyr­ir því að ég tók kannski svona seint við mér varðandi Sonju er líka sú að við verðum að gæta að því að nú­tímaum­hverfi geti meðhöndlað ungt fólk á rétt­an hátt. Við verðum að skilja ungt fólk án þess að þurfa alltaf að setja það í ein­hverja flokka. Heim­ur­inn í dag er miklu flókn­ari en hann var en kerf­in okk­ar eru hins veg­ar óbreytt, skóla­kerfið og fleira. Það er eins og við höf­um ekki rými fyr­ir alla. Við verðum að vera opin fyr­ir því að greina og til­bú­in að styðja þau ung­menni sem þurfa á aukn­um stuðningi að halda. Það er sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra,“ seg­ir Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir.

mbl.is