Brad Pitt segir einkalíf sitt vera stórslys

Brad Pitt | 8. janúar 2020

Brad Pitt segir einkalíf sitt vera stórslys

Leikarinn Brad Pitt má ekki helst ekki láta mynda sig við hliðina á konu og þá er hann sagður eiga í ástarsambandi við hana. Pitt reyndi að útskýra í hlaðvarpsþætti Marc Maron af hverju einkalíf hans fengi jafn mikla athygli og raun ber vitni að því fram kemur á vef E!. 

Brad Pitt segir einkalíf sitt vera stórslys

Brad Pitt | 8. janúar 2020

Leikarinn Brad Pitt.
Leikarinn Brad Pitt. AFP

Leik­ar­inn Brad Pitt má ekki helst ekki láta mynda sig við hliðina á konu og þá er hann sagður eiga í ástar­sam­bandi við hana. Pitt reyndi að út­skýra í hlaðvarpsþætti Marc Mar­on af hverju einka­líf hans fengi jafn mikla at­hygli og raun ber vitni að því fram kem­ur á vef E!. 

Leik­ar­inn Brad Pitt má ekki helst ekki láta mynda sig við hliðina á konu og þá er hann sagður eiga í ástar­sam­bandi við hana. Pitt reyndi að út­skýra í hlaðvarpsþætti Marc Mar­on af hverju einka­líf hans fengi jafn mikla at­hygli og raun ber vitni að því fram kem­ur á vef E!. 

Brad Pitt sem held­ur því fram að hann sé á lausu vill meina að það sé hon­um sjálf­um að kenna að slúður­blöð skrifi um hann. Í hlaðvarpsþætt­in­um var hann spurður að því hvort áhugi slúður­blaða hefði minnkað með ár­un­um. Svaraði hann því svo að áhug­inn hefði bara auk­ist með ár­un­um. 

„Vegna stór­slyss­ins sem einka­líf mitt er, lík­lega,“ svaraði Brad Pitt þegar Mar­on reyndi að fá út­skýr­ingu á aukn­um áhuga. „Ég er bara fóður fyr­ir rusl­tíma­rit.“

Drama­tísk­ir skilnaðir Pitt við Jenni­fer Anist­on ann­ars veg­ar og Ang­el­inu Jolie hins veg­ar hafa ekki hjálpað hon­um. Pitt seg­ist fara reglu­lega í frí þar sem hann fái að vera í friði og fólk tek­ur ekki eft­ir hon­um. Blekk­ing­ar eins og tvífar­ar og dul­ar­gervi hjálpa ekki í til­viki Pitts. 

Leik­ar­inn Leon­ar­do DiCaprio var með Pitt í hlaðvarpsþætt­in­um og viður­kenndi hann að einka­líf Pitt væri áhuga­vert þessa dag­ana. „Þú átt mjög spenn­andi einka­líf,“ sagði DiCaprio. 

Meira að segja Leonardo DiCaprio segist hafa áhuga á einkalífi …
Meira að segja Leon­ar­do DiCaprio seg­ist hafa áhuga á einka­lífi Brad Pitts. AFP
mbl.is