Sinna 80-100 manns í hverri viku

Utangarðs á Íslandi | 12. janúar 2020

Sinna 80-100 manns í hverri viku

Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (VoR-teymi) er þverfaglegt tíu manna teymi, sem veitir heimilislausum einstaklingum með flókinn og fjölþættan vanda þjónustu, á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Ætla má að teymið sinni eða sé í einhverjum samskiptum við um 80 til 100 manns. Stærstur hluti þeirra fær þjónustu við hæfi.

Sinna 80-100 manns í hverri viku

Utangarðs á Íslandi | 12. janúar 2020

Sibel Anna Ómarsdóttir hefur alltaf haft áhuga á málum jaðarsettra …
Sibel Anna Ómarsdóttir hefur alltaf haft áhuga á málum jaðarsettra í samfélaginu. mbl.is/RAX

Vett­vangs- og ráðgjafat­eymi Reykja­vík­ur­borg­ar (VoR-teymi) er þverfag­legt tíu manna teymi, sem veit­ir heim­il­is­laus­um ein­stak­ling­um með flók­inn og fjölþætt­an vanda þjón­ustu, á veg­um vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Ætla má að teymið sinni eða sé í ein­hverj­um sam­skipt­um við um 80 til 100 manns. Stærst­ur hluti þeirra fær þjón­ustu við hæfi.

Vett­vangs- og ráðgjafat­eymi Reykja­vík­ur­borg­ar (VoR-teymi) er þverfag­legt tíu manna teymi, sem veit­ir heim­il­is­laus­um ein­stak­ling­um með flók­inn og fjölþætt­an vanda þjón­ustu, á veg­um vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Ætla má að teymið sinni eða sé í ein­hverj­um sam­skipt­um við um 80 til 100 manns. Stærst­ur hluti þeirra fær þjón­ustu við hæfi.

Si­bel Anna Ómars­dótt­ir, MA-nem­andi í fé­lags­ráðgjöf við Há­skóla Íslands, vann ný­verið starfs­rann­sókn í sam­starfi við vel­ferðarsvið Reykja­vík­ur­borg­ar, á upp­lif­un og reynslu starfs­manna af starfi sínu hjá Vett­vangs- og ráðgjafat­eymi Reykja­vík­ur­borg­ar (VoR-teymi). Verk­efnið var unnið und­ir leiðsögn Guðnýjar Bjark­ar Ey­dal, prófess­ors við félagsráðgjaf­ar­deild Háskóla Íslands, og Ásgeirs Péturs­son­ar, teym­is­stjóra VoR-teym­is­ins.

Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að varpa ljósi á upp­lif­un og reynslu starfs­manna í starfi sínu í VoR-teym­inu, öðlast skiln­ing á viðhorf­um þeirra til starfs­ins og skilja bet­ur, hvaða þætt­ir stuðla að hvatn­ingu og ánægju í starfi. Einnig var kannað hvaða þætt­ir ollu álagi og hvert gildi hand­leiðslu í starfi væri að mati teym­is­ins. 

Helstu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna að þátt­tak­end­ur láta sér mjög annt um vel­ferð þeirra sem veitt er þjón­usta og þeir beittu svipuðum nálg­un­um í starfi, en þær ein­kennd­ust af virðingu, heiðarleika, for­dóma­leysi og auðmýkt í garð skjól­stæðinga. Í rann­sókn­inni kom fram nokk­ur óánægja meðal þátt­tak­enda vegna skorts á viðeig­andi aðbúnaði á vett­vangi. Þá var einnig bent á þörf fyr­ir bætt upp­lýs­ingaflæði og skýr­ar verklags­regl­ur. Þá leiddu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í ljós að hand­leiðsla hefði mikið gildi fyr­ir fólkið í teym­inu.

Gistiskýlið við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg fyrir utangarðsfólk.
Gisti­skýlið við Lind­ar­götu 48 rek­ur Reykja­vík­ur­borg fyr­ir utang­arðsfólk. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Si­bel, sem er að ljúka MA-nám­inu í júní, seg­ir að hún hafi alltaf haft áhuga á mál­efn­um jaðar­settra hópa sam­fé­lags­ins og kveikj­an að MA-rit­gerðinni var starfs­nám henn­ar á þjón­ustumiðstöð Vest­ur­bæj­ar, miðborg­ar og Hlíða haustið 2018. Þar kynnt­ist hún starf­semi VoR-teym­is­ins en það er með aðstöðu á þjón­ustumiðstöðinni á Lauga­vegi 77. Teymið var stofnað árið 2015 í sam­ræmi við stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í mál­efn­um heim­il­is­lausra með mikl­ar og flókn­ar þjón­ustuþarf­ir.

Nauðsyn­legt að bera virðingu og sýna traust

Teymið sinn­ir ákveðnum hlut­verk­um en þau eru meðal ann­ars að vinna að for­vörn­um í sam­starfi við ráðgjafa á öll­um þjón­ustumiðstöðvum Reykja­vík­ur­borg­ar, hafa yf­ir­sýn yfir mála­flokk heim­il­is­lausra með mikl­ar og flókn­ar þjón­ustuþarf­ir, bregðast við aðstæðum þegar þess þarf og veita ein­stak­ling­um í sjálf­stæðri bú­setu stuðning og ráðgjöf. Þá er lögð áhersla á hug­mynda­fræðina um hús­næði fyrst (e. hous­ing first) í þjón­ustu við ein­stak­linga sem dvelja í sjálf­stæðri bú­setu. VoR-teymið fæst einnig við ýmis önn­ur verk­efni eins og að sinna ein­stak­ling­um sem koma í Gisti­skýlið, sér­stak­lega nýj­um ein­stak­ling­um og þeim sem eru á leið í fasta bú­setu.

Eins og staðan er í dag er VoR-teymið að sinna 17 manns í stök­um íbúðum. Auk þess eru fjöl­marg­ir í öðrum úrræðum mála­flokks­ins, um 30-40 manns. Síðan er mik­il vinnsla í mál­um 36 ein­stak­linga sem eru ým­ist án hús­næðis eða í ann­ars kon­ar bú­setu. Einnig eru starfs­menn í reglu­leg­um sam­skipt­um við mun fleiri ein­stak­linga. Þannig má ætla að teymið sinni eða sé í ein­hverj­um sam­skipt­um við um 80-100 manns í hverri viku. Þetta er þó afar breyti­legt, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá teym­is­stjór­an­um, Ásgeiri Pét­urs­syni.

Fé­lags­ráðgjaf­ar eru meðal þeirra fag­stétta sem hafa veitt heim­il­is­laus­um ein­stak­ling­um þjón­ustu. Þessi hóp­ur er viðkvæm­ur og með flókn­ar þjón­ustuþarf­ir þar sem heim­il­is­leysi er oft­ast birt­ing­ar­mynd flók­inn­ar sögu þar sem áfeng­is- og/​eða vímu­efna­vandi er samof­inn geðræn­um erfiðleik­um eða öðrum rösk­un­um af ýms­um toga. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á mik­il­vægi þess að mæta þörf­um heim­il­is­lausra ein­stak­linga, að því er fram kem­ur í MA-rit­gerð Si­bel­ar. 

Nauðsyn­legt sé að bera virðing fyr­ir þess­um hópi og að hon­um sé sýnt traust. Hér er um að ræða þjón­ustu við hóp sem glím­ir oft við al­var­leg geðræn veik­indi, fjölþætt­an vanda, mikla áfalla­sögu og litl­ar bjarg­ir, seg­ir enn frem­ur í rit­gerðinni.

Konukot er rekið í samstarfi við Rauða krossinn.
Konu­kot er rekið í sam­starfi við Rauða kross­inn. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Si­bel seg­ir rann­sókn­ina mik­il­væga í okk­ar sam­fé­lagi og að niður­stöður henn­ar geti nýst bæði vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar og öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Niður­stöðurn­ar geti komið að gagni við ákv­arðana­töku um úr­bæt­ur á starf­sem­inni eins og um bætt verklag sem skil­ar sér í betri þjón­ustu við not­end­ur þjón­ust­unn­ar. Auk þess gef­ist öðrum sveit­ar­fé­lög­um kost­ur á að sjá og læra af starf­semi VoR-teym­is­ins með því að lesa um starfið og hvaða starfsaðferðum er beitt í vinnu með not­end­um þjón­ust­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Si­bel seg­ir að hún von­ist til þess að rann­sókn­in geri gott starf VoR-teym­is­ins enn betra, ýti und­ir úr­bæt­ur fyr­ir teymið, verklags­regl­ur verði gerðar skýr­ari og flæði upp­lýs­inga aukið. Gott sam­starf sé afar mik­il­vægt á þess­um vett­vangi og til þess að þjón­ust­an nái til sem flestra og sem víðast er best að ríki og sveit­ar­fé­lög starfi sam­an. 

Hand­leiðsla mik­il­væg

„VoR-teymið er til­tölu­lega nýtt og starfs­mönn­um þess fjölgaði mjög á síðasta ári en áður voru þeir allt of fáir. Mik­il þróun og um­bæt­ur eru í gangi hjá teym­inu og það kom mér á óvart hvað lítið er til að upp­lýs­ing­um um teymið fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir hvað teymið stend­ur sem er baga­legt því þetta er mik­il­væg­ur hóp­ur sam­fé­lags­ins sem þau eru að sinna. Hóp­ur sem sjald­an heyr­ist í og á sér fáa mál­svara,“ seg­ir Si­bel.

Meðal þess sem kom fram í viðtöl­um henn­ar við fag­fólkið í teym­inu er að hand­leiðsla er af skorn­um skammti. „Hún er gríðarlega mik­il­væg og ekki síst í starfi sem þessu. Að geta speglað sjálf­an sig í gegn­um hlut­laus­an fagaðila, þar sem viðkom­andi öðlast getu til þess að skoða og ígrunda sitt per­sónu­lega og fag­lega gildi. Að viðkom­andi geti nýtt sér það í starfi að geta talað við ein­hvern óháðan aðila um starfið í stað þess að taka það með sér heim,“ seg­ir Si­bel en hand­leiðsla er aðferð sem hjálp­ar ein­stak­lingi, ein­um eða í hópi, til þess að þrosk­ast í starfi. Með hand­leiðslu get­ur ein­stak­ling­ur nýtt bet­ur hæfni sína í starfi og hún hjálp­ar ein­stak­lingi að greina á milli einka­lífs og starfs og beita fag­leg­um aðferðum í stað til­finn­inga­semi.

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu …
Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að varpa ljósi á upp­lif­un og reynslu starfs­manna í starfi sínu í VoR-teym­inu mbl.is/​RAX

Einn viðmæl­andi henn­ar í rann­sókn­inni lýsti ávinn­ingi þess að nýta sér hand­leiðslu í starfi á þenn­an veg: „Ég tel mik­il­vægt að hand­leiðsla sé til staðar af því að það er fullt af drasli í þess­ari vinnu sem ekki er hægt að skilja. Það er mik­ill sárs­auki á göt­um bæj­ar­ins sem við þurf­um að meðtaka og ná að vinna úr án þess að fuðra upp [...]. Til þess að teymið nái að virka og maður sé ekki að taka alls kyns dót með sér heim, þá held ég að maður þurfi hand­leiðslu.“

Þá skýrði einn viðmæl­andi frá þeim áhrif­um sem starfið get­ur haft á starfs­fólk og taldi hand­leiðslu eiga þar brýnt er­indi: „Segj­um sem svo að ef maður fer með ein­hverj­um í gegn­um áfallameðferð inni í viðtals­her­berg­inu sem stuðningsnet eða ör­yggi – maður er kannski að heyra hrylli­lega hluti – á maður síðan bara að ganga út eins og ekk­ert sé?“

Si­bel seg­ir að eft­ir að hún vann rann­sókn­ina hafi verið ráðist í úr­bæt­ur, meðal ann­ars sé starfs­fólki teym­is­ins boðið upp á hand­leiðslu í dag. 

Bera ekki ábyrgð á kerf­inu

„Nokkr­ir viðmæl­end­ur töluðu um mik­il­vægi þess að halda vissri fjar­lægð —  að taka ekki vinn­una með sér heim. Ég er sam­mála þessu og að starfið get­ur verið býsna erfitt. Þetta er oft og tíðum harður heim­ur sem þeir sem njóta þjón­ustu teym­is­ins búa í og ég held að maður eigi ekki að taka því per­sónu­lega þó svo að ein­hverj­ir þeirra séu á móti kerf­inu. Því starfs­menn­irn­ir eru ekki kerfið þrátt fyr­ir að vinna í kerf­inu. Þeir bera ekki ábyrgð á kerf­inu,“ seg­ir Si­bel en í MA-rit­gerðinni tek­ur hún dæmi sem er nokkuð lýs­andi fyr­ir stöðu margra sem teymið veit­ir þjón­ustu. Tekið er dæmi um ein­stak­ling sem hef­ur verið í þjón­ustu hjá teym­inu í nokk­ur ár.

„Í upp­hafi þegar viðkom­andi fékk þjón­ustu teym­is­ins var ástandið nokkuð bág­borið, bæði varðandi lík­am­lega og and­lega heilsu, sem vissu­lega hafði áhrif á líðan viðkom­andi og jafn­vel hegðun hans líka. Þá átti viðkom­andi ein­stak­ling­ur einnig erfitt með að sinna eig­in um­hirðu.

Því var ákveðið að setja upp áætl­un í sam­ráði við viðkom­andi, þar sem tekið var mið af þörf­um og ósk­um hans, til þess að koma í veg fyr­ir að hann neytti of mik­ils áfeng­is í einu en þess þó gætt, að viðkom­andi fengi áfram áfengi þar sem frá­hvörf og krampa­hætta geta verið lífs­hættu­leg þegar inn­töku áfeng­is er skyndi­lega hætt.

Fram­an­greint dæmi fell­ur und­ir skaðam­innk­andi nálg­un, en eins og fram hef­ur komið geng­ur skaðam­innk­un út á það, að fall­ast á vímu­efna­notk­un­ina þar sem áhersla er lögð á að draga úr áþreif­an­leg­um skaða, meðan á notk­un vímu­efna stend­ur. Þá var einnig sett upp áætl­un varðandi lyfja­gjöf, nær­ingu og þrif á íbúð viðkom­andi, ásamt aðstoð við per­sónu­lega um­hirðu ásamt öllu því sem teng­ist því að búa í sjálf­stæðri bú­setu. Einnig þurfti að fara yfir fjár­mál með viðkom­andi og koma húsa­leigu í rétt­an far­veg.

Ein­stak­ling­ur­inn er enn í þjón­ustu hjá VoR-teym­inu árið 2019 og líður mun bet­ur en fyr­ir nokkr­um árum. Viðkom­andi hef­ur mikla þörf fyr­ir fé­lags­leg­an stuðning, sem VoR-teymið hef­ur sinnt eft­ir bestu getu. Þá fær viðkom­andi fjöl­skyldu sína og vini í heim­sókn, sinn­ir grund­vall­ar­hrein­læti sjálf­ur auk þess sem hann sér sjálf­ur um marg­ar aðrar at­hafn­ir dag­legs lífs sem hann réð ekki við áður fyrr. Þá er mark­miðið að draga hægt og ró­lega úr stuðningn­um sem teymið veit­ir, með áherslu á að tengja not­and­ann við aðra þjón­ustu og ann­an fé­lags­leg­an stuðning,“ seg­ir í MA-rit­gerð Si­bel­ar.

Hér er um að ræða þjónustu við hóp sem glímir …
Hér er um að ræða þjón­ustu við hóp sem glím­ir oft við al­var­leg geðræn veik­indi, fjölþætt­an vanda, mikla áfalla­sögu og litl­ar bjarg­ir. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Mik­il­vægt að sækja sér sjálf­ur þjón­ustu

Viðmæl­end­ur Si­bel­ar voru tví­stíg­andi í af­stöðu sinni gagn­vart starfs­um­hverf­inu. Sum­ir sögðu teymið ekki vera nægi­lega aðgengi­legt fyr­ir not­end­ur þjón­ust­unn­ar. Töldu þeir að not­end­ur þjón­ust­unn­ar ættu að hafa greiðan aðgang að starfs­fólki og hafa þann mögu­leika að geta leitað til þess þegar þörf var á, eft­ir hent­ug­leika hvers og eins not­anda. Með því væri ekki verið að þröngva þjón­ust­unni upp á not­and­ann held­ur sækti hann sjálf­ur þjón­ust­una.

Si­bel tel­ur ákveðna vald­efl­ingu falda í því fyr­ir fólk að sækja sér þjón­ustu sjálft, það er að leita til teym­is­ins, að eig­in frum­kvæði. „Að það sé ein­hver staður sem tek­ur á móti fólki, það geti komið inn og hlýjað sér og spjallað,“ seg­ir Si­bel og vís­ar til mik­il­væg­is þess að það sé ein­hver staður op­inn á þeim tíma þegar Gisti­skýlið er lokað og Konu­kot. 

Fram kom í viðtöl­um við viðmæl­end­ur að þeir höfðu nokkuð ólík­ar skoðanir varðandi aðbúnað starfs­fólks. VoR-teymið er hreyf­an­legt vett­vangsteymi sem starfar mikið á vett­vangi með not­end­um þjón­ust­unn­ar. VoR-teymið er með nokkra bíla til umráða sem all­ir eru í notk­un dag­lega. All­ir þeir viðmæl­end­ur, sem lýstu yfir óánægju, voru sam­mála um að tryggja þyrfti bet­ur ör­yggi starfs­manna á vett­vangi. Það var mikið áhyggju­efni hjá sum­um viðmæl­end­um að ekki væri búið að taka í gildi hand­frjáls­an búnað sem starfs­menn gætu notað í akstri:

„Við höf­um verið að berj­ast fyr­ir hand­frjálsa búnaðinum og skóm og svona! Þetta tek­ur svo lang­an tíma. Það er aðallega það. Það er svo mikið af hring­ing­um og við get­um ekki verið með ein­hvern á hátal­ara í sím­an­um, þegar við erum með not­anda í bíln­um. Þetta vant­ar al­gjör­lega og það er mik­ill seina­gang­ur á þessu.

Ann­ar viðmæl­andi tók í sama streng:

Svo erum við með mjög lé­lega bíla þú veist […] við erum búin að biðja um hand­frjáls­an búnað og það er ein/​nn búin/​nn að fá sekt hjá okk­ur og við þurf­um að borga þetta sjálf. Það er margt svona sem er horft fram hjá,“ seg­ir í MA-rit­gerðinni. Spurð út í þetta seg­ir Si­bel að þetta sé eitt af því sem hef­ur verið lagað frá því hún vann rann­sókn­ina og nú sé kom­inn hand­frjáls búnaður í alla bíl­ana. 

Flest­ir viðmæl­end­ur töldu að fjöl­breytt­ur bak­grunn­ur fólks, gott upp­lýs­ingaflæði, gagn­rýni starfs­manna, traust, góð sam­vinna og virðing væru þau atriði sem ár­ang­urs­rík teymi þyrftu að inni­halda. 

Si­bel seg­ir að fram hafi komið að gagn­rýni og skoðanir annarra í teym­inu skipti starfs­fólkið máli. Aft­ur á móti leiddu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í ljós að sumt fólk væri stund­um hrætt við að viður­kenna mis­tök og taka við gagn­rýni sem sé mik­il­vægt í starfi sem þessu — að geta gagn­rýnt hvert annað á upp­byggi­leg­an hátt. Mik­ill meiri­hluti greindi frá því í viðtöl­um að hann upp­lifði góðan stuðning frá stjórn­end­um, teym­is­stjór­an­um.

Greina mátti af frá­sögn­um viðmæl­enda að þeir beittu all­ir svipuðum nálg­un­um í starfi sem ein­kennd­ust af virðingu, heiðarleika og auðmýkt gagn­vart not­end­um þjón­ust­unn­ar. Það var áber­andi hvað þakk­læti frá þjón­ustu­not­end­um átti stór­an þátt í starfs­ánægju teym­is­ins: „Á vett­vangi finnst mér ég ekk­ert vera að gera ein­hverja stór­kost­lega hluti en skjól­stæðing­ar okk­ar upp­lifa það allt öðru­vísi. [...] Bara það að sitja og spjalla og hjálpa til, þá finn­ur maður fyr­ir miklu þakk­læti frá skjól­stæðing­un­um. Ég finn það al­mennt frá skjól­stæðing­um okk­ar. Það er minn drif­kraft­ur.“

Stjórn­end­ur þurfa að hlusta á fólkið í teym­inu

mbl.is/​Jakob Fann­ar

Nokkr­ir viðmæl­end­ur Si­bel­ar töluðu um hvað það væri streitu­vald­andi þegar stjórn­end­ur hl­ustuðu ekki á fólkið í teym­inu. Oft tengd­ist streit­an hús­næðisút­hlut­un­um. Til að mynda greindu nokkr­ir þeirra frá því að ein íbúð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hefði staðið auð í nokkra mánuði. Ástæðan sé sú að hús­næðisteymið hafi út­hlutað íbúðinni til aðila sem vildi ekki íbúðina, hún hafi ekki hentað að mati ein­stak­lings­ins sjálfs og teym­is­ins. Lýsti einn viðmæl­andi því svona: „Það var ein íbúð sem hef­ur staðið tóm í nokkra mánuði [...] því þar var út­hlut­un í það hús­næði sem að við sögðum nei við, að þetta hentaði ekki og ein­stak­ling­ur­inn sagði meira að segja nei sjálf­ur. Þessi íbúð er því búin að vera laus í hálft ár!“

Ann­ar viðmæl­andi greindi frá sama dæmi: „Það er búin að standa auð íbúð í nokkra mánuði af því að við vor­um með ákveðna mann­eskju í huga og viss­um al­veg að tvær aðrar sem komu til greina, skil­urðu, í kerf­inu [...] að þeim var út­hlutað, en við [VoR-teymið] viss­um að þær vildu ekki þetta hús­næði og síðan er íbúðin búin að standa auð. Hin kom meira að segja úr fang­elsi, edrú og allt, og vildi fara þangað inn en hún er bara kom­in í neyslu aft­ur. Við erum að tala um líf fólks,“ seg­ir í MA-rit­gerðinni. 

Meðal ann­ars er fjallað um þau miklu áhrif sem of­beldi á hend­ur kvenna hef­ur í för með sér í viðtöl­um við teymið. 

Í ákveðnum til­vik­um þurfa starfs­menn teym­is­ins að vinna bæði með þolend­um og gerend­um of­beld­is. „Ég á svo­lítið siðferðis­lega erfitt með að – hvað á ég að segja – sinna konu og hún er að segja mér frá of­beldi sem hún varð fyr­ir og svo eft­ir há­degi er ég að aðstoða og finna lausn­ir fyr­ir mann­inn sem beitti hana of­beldi,“ seg­ir í einu viðtal­inu en viðmæl­and­inn seg­ir að of­beldið sé það sem taki mest á í starf­inu. 

Niður­stöður rann­sókn­ar Si­bel­ar benda til þess að starfs­menn VoR-teym­is­ins láti sér mjög annt um málstaðinn og vel­ferð not­enda þjón­ust­unn­ar. Að sögn Si­bel­ar tók hóp­ur­inn mjög vel á móti henni. „Ég vil þakka vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar og VoR-teym­inu fyr­ir þátt­tök­una og gott sam­starf og það traust sem þau sýndu mér. Það voru all­ir til­bún­ir til að aðstoða mig og svara spurn­ing­um mín­um hvenær sem var,“ seg­ir hún en að henn­ar sögn von­ast hún til þess að námi loknu að hún muni starfa með jaðar­sett­um hóp­um þjóðfé­lags­ins því þar þurfi svo sann­ar­lega á fé­lags­ráðgjöf­um að halda.

Rann­sókn­in beind­ist al­farið að starfs­fólki VoR-teym­is­ins og spurð út í radd­ir þeirra sem njóta þjón­ustu teym­is­ins seg­ir Si­bel þeirra radd­ir efni í aðra rann­sókn sem von­andi verði farið í að vinna síðar. 

„Ég vona að það verði hægt að draga úr heim­il­is­leysi með nauðsyn­leg­um úr­bót­um í mála­flokkn­um. Ríki og sveit­ar­fé­lög gætu horft til ár­ang­urs Finn­lands, sem er ein þeirra fáu þjóða sem hef­ur tek­ist raun­veru­lega að draga úr heim­il­is­leysi með yf­ir­grips­mik­illi sam­vinnu milli sveit­ar­fé­laga, borga og stofn­ana,“ seg­ir Si­bel.

Finnska aðferðin

Forsætisráðherra Finnlands, Sanna Marin.
For­sæt­is­ráðherra Finn­lands, Sanna Mar­in. AFP

Heim­il­is­leysi til langs tíma hef­ur verið mikið áhyggju­efni á Norður­lönd­um, einkum í Finn­landi þar sem heim­il­is­laus­um meðal inn­flytj­enda og ungs fólks hef­ur fjölgað hratt. Miklu fjár­magni hef­ur verið varið í að út­búa ný var­an­leg hús­næði fyr­ir heim­il­is­lausa til langs tíma í Finn­landi en Finn­land er ein þeirra fáu þjóða sem tek­ist hef­ur að draga veru­lega úr heim­il­is­leysi á tíma­bil­inu 2008–2016, að því er seg­ir í MA-rit­gerð Si­bel­ar Önnu Ómars­dótt­ur. 

Finnska rík­is­stjórn­in samþykkti þrjár stefnu­mót­andi áætlan­ir sem ætlað var að upp­ræta heim­il­is­leysi í öllu land­inu. Árið 2008 samþykkti rík­is­stjórn Finna áætl­un, sem nefn­ist PAAVO I, sem ein­kenn­ist af stefnu í mál­efn­um heim­il­is­lausra og er inn­blás­in af hús­næði fyrst-nálg­un­inni. Vinna að áætl­un­inni stóð yfir á ár­un­um 2008–2011 og var mark­miðið með henni að fækka til­vik­um langvar­andi heim­il­is­leys­is um helm­ing árið 2011 með því að breyta skýli (e. shelter) í var­an­legt leigu­hús­næði.

PAAVO I var gerð í um­fangs­mik­illi sam­vinnu milli ráðuneyta, hags­muna­hópa og borga í sam­fé­lag­inu þar sem hús­næði var keypt og byggt með stuðningi rík­is­ins. Þá báru ríki og sveit­ar­fé­lög fjár­hags­lega ábyrgð. Mark­mið PAAVO I náðist ekki þar sem ekki tókst að helm­inga lang­tíma­heim­il­is­leysi en ár­ang­ur­inn leyndi sér ekki þar sem langvar­andi heim­il­is­leysi minnkaði um 28% á milli ár­anna 2008–2011.

Næsti áfangi var PAAVO II sem náði yfir árin 2012–2015. Mark­mið PAAVO II var að halda áfram þeirri vinnu, sem unn­in var und­ir áætl­un­inni PAAVO I, með meiri áherslu á for­varn­ir gegn heim­il­is­leysi. Unnið var að því að vinna bug á nei­kvæðum viðhorf­um í garð heim­il­is­lausra auk inn­leiðing­ar á nýj­um þjón­ustu­úr­ræðum með það að mark­miði að auka fé­lags­lega þjón­ustu heim­il­is­lausra. Heim­il­is­laus­um hélt áfram að fækka á þess­um árum. Heim­il­is­laus­ir til langs tíma voru 2.628 tals­ins árið 2012 en 2.047 tals­ins árið 2016 sem þýðir 23% minnk­un á langvar­andi heim­il­is­leysi.

Aðgerðaáætl­un­in er þriðji liður­inn í áfram­hald­andi stefnu­mót­un sem ætlað er að upp­ræta heim­il­is­leysi í Finn­landi. Áætl­un­in stóð yfir á ár­un­um 2016–2019. Mark­hóp­ur áætl­un­ar­inn­ar er fólk sem ný­lega hef­ur orðið heim­il­is­laust, fólk sem hef­ur verið heim­il­is­laust til lengri tíma og fólk sem er í hættu á að verða heim­il­is­laust, t.d. ungt fólk eða fjöl­skyld­ur sem eru í skulda­vanda.

Í aðgerðaáætl­un­inni er ekki litið til form­gerðar heim­il­is­leys­is­ins held­ur er unnið að ráðstöf­un­um við hvers kyns heim­il­is­leysi er um að ræða í hverju til­felli fyr­ir sig. Með því er átt við að heim­il­is­leysið er litið eins aug­um þó svo það stafi af mis­mun­andi þátt­um eins og lág­um tekj­um eða skuld­um, jafn­vel hvoru tveggja, eða vímu­efna- og geðheil­brigðis­vanda. Áætl­un­inni lauk árið 2019.

Sibel Anna Ómarsdóttir segir að fólkið í VoR-teymi Reykjavíkurborgar hafi …
Si­bel Anna Ómars­dótt­ir seg­ir að fólkið í VoR-teymi Reykja­vík­ur­borg­ar hafi tekið henni mjög vel og veitt mikla aðstoð við rann­sókn­ina. mbl.is/​RAX
mbl.is