Samtalið skilar góðum árangri

Samfélagsmál | 25. janúar 2020

Samtalið skilar góðum árangri

Vegna manneklu var farið í átaksverkefni hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í að breyta afgreiðslu lyfja. Verkefnið hefur skilað góðum árangri því allt bendir til þess að notendum sterkra eftirritunarskyldra lyfja hafi fækkað um 20-25% frá því reglunum var breytt fyrir tæpum tveimur árum. 

Samtalið skilar góðum árangri

Samfélagsmál | 25. janúar 2020

Fjallað var um ofávísanir ávanabindandi lyfja á Læknadögum í vikunni.
Fjallað var um ofávísanir ávanabindandi lyfja á Læknadögum í vikunni. mbl.is/RAX

Vegna mann­eklu var farið í átaks­verk­efni hjá Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands í að breyta af­greiðslu lyfja. Verk­efnið hef­ur skilað góðum ár­angri því allt bend­ir til þess að not­end­um sterkra eft­ir­rit­un­ar­skyldra lyfja hafi fækkað um 20-25% frá því regl­un­um var breytt fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. 

Vegna mann­eklu var farið í átaks­verk­efni hjá Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands í að breyta af­greiðslu lyfja. Verk­efnið hef­ur skilað góðum ár­angri því allt bend­ir til þess að not­end­um sterkra eft­ir­rit­un­ar­skyldra lyfja hafi fækkað um 20-25% frá því regl­un­um var breytt fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. 

Linda Kristjáns­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir í Borg­ar­nesi og sviðsstjóri lækn­inga hjá Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands, kynnti á Lækna­dög­um átaks­verk­efni HVE sem miðar að því að fylgj­ast bet­ur með ávís­un­um áv­ana- og fíkni­lyfja hjá heilsu­gæslu­stöðvum um­dæm­is­ins. 

Verk­efnið hef­ur skilað góðum ár­angri þar sem þeim ein­stak­ling­um sem nota sterk verkjalyf hef­ur fækkað. Þeim sem notuðu eft­ir­rit­un­ar­skyld verkjalyf fækkaði úr 1.245 árið 2017 í um það bil 900 árið 2019.

Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir í Borgarnesi.
Linda Kristjáns­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir í Borg­ar­nesi. mbl.is/​Rax

Meðal ann­ars voru sett­ar mjög skýr­ar leiðbein­ing­ar varðandi lyfja­af­greiðslur þannig að hægt væri að ganga inn í starfið á öll­um starfs­stöðvum og all­ir gengju í takt. Á þess­um tíma var mjög mikið um dauðsföll af völd­um ópíóða og ávana­bind­andi lyfja þannig að ákveðið var að nýta tæki­færið til að sporna við þess­ari þróun. 

Með þess­um regl­um er í raun­inni verið að hvetja lækna til að vera vand­virk­ir, seg­ir Linda. Það get­ur verið auðveld­ara að klára vinnu­dag­inn með því að ýta á „senda“ á öll­um lyf­seðlun­um sem koma inn í lyfja­end­ur­nýj­un en þegar unnið er eft­ir þess­um regl­um er það ekki í boði og óheim­ilt, seg­ir hún.

Þeir sem af­greiða lyf hjá HVE þurfa að skoða vel hvenær viðkom­andi fékk síðast lyf, hvenær hann kom síðast á stöðina og hvort rætt var um lyf­in við hann þegar hann kom síðast, seg­ir Linda en þær regl­ur voru sett­ar að ef fólk not­ar svefn­lyf eða ró­andi lyf verður það að koma í viðtal út af lyfja­notk­un­inni á þriggja mánaða fresti. Það þýðir að það fær ekki lyf af­greidd aft­ur fyrr en búið er að koma í viðtal. 

Ef um sterk eft­ir­rit­un­ar­lyf er að ræða, til dæm­is ópíóða, þarf fólk að koma í viðtal í hverj­um mánuði. Þar er farið yfir notk­un­ina og hvort þörf er á henni; hvernig sé hægt að breyta henni og draga úr. Að öðrum kosti fær viðkom­andi ekki af­greidd lyf og fær höfn­un um end­ur­nýj­un lyfja­á­vís­un­ar. 

Linda seg­ir að þetta hafi verið mik­il vinna í upp­hafi og gríðarleg­ur höfuðverk­ur að vinna all­ar lyfja­á­vís­an­ir. „Okk­ur fannst það hins veg­ar þess virði,“ seg­ir hún. „Því á end­an­um græða all­ir á þessu. Ef þú hef­ur ekki tíma til að sinna þessu get­um við þá verið að nota þessi lyf?“

Þetta eru ekki lyf sem á að ávísa út í loftið og það þarf að hugsa þetta því þetta eru lyf með al­var­leg­ar auka­verk­an­ir, seg­ir Linda. „Þau auka lík­ur á dauða og þeim fylg­ir gríðarleg fíkni­á­hætta. Við eig­um að kenna skjól­stæðing­um okk­ar að þetta eru lyf sem við þurf­um að hugsa okk­ur tvisvar um áður en við end­ur­nýj­um,“ seg­ir Linda og legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að benda skjól­stæðing­um á leiðir til að hætta. 

Hún seg­ir að álagið minnki þegar á líður því marg­ir séu al­veg til í að hætta á þess­um lyfj­um. Að sögn Lindu þykur lækn­um gott að hafa regl­ur sem þess­ar. Að þeir hafi skýr­an ramma til að vinna eft­ir. Jafn­framt verða aðrir starfs­menn heilsu­gæslu­stöðvanna meðvitaðir um að þetta eru hættu­leg lyf. Þetta smit­ast út til þeirra sem nota lyf­in og verða reiðubún­ir til að reyna aðrar leiðir en að nota þessi lyf.

mbl.is