Hafa mörg búið við erfiðar aðstæður

Samfélagsmál | 26. janúar 2020

Hafa mörg búið við erfiðar aðstæður

Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir að mörg þeirra barna sem eru skjólstæðingar þeirra hafi búið við erfiðar heimilisaðstæður og eru komin í neyslu, kannski til að deyfa sig því þau hafa lent í alls konar áföllum. Hún tekur undir með forsætisráðherra Danmerkur um að grípa þurfi fyrr inn. 

Hafa mörg búið við erfiðar aðstæður

Samfélagsmál | 26. janúar 2020

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, Heiða Björg Pálma­dótt­ir, seg­ir að mörg þeirra barna sem eru skjól­stæðing­ar þeirra hafi búið við erfiðar heim­ilisaðstæður og eru kom­in í neyslu, kannski til að deyfa sig því þau hafa lent í alls kon­ar áföll­um. Hún tek­ur und­ir með for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur um að grípa þurfi fyrr inn. 

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, Heiða Björg Pálma­dótt­ir, seg­ir að mörg þeirra barna sem eru skjól­stæðing­ar þeirra hafi búið við erfiðar heim­ilisaðstæður og eru kom­in í neyslu, kannski til að deyfa sig því þau hafa lent í alls kon­ar áföll­um. Hún tek­ur und­ir með for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur um að grípa þurfi fyrr inn. 

Um­sókn­um um meðferðarúr­ræði á veg­um Barna­vernd­ar­stofu fækkaði í fyrra miðað við árin 2018 og 2017. Eins fækkaði vist­un­um á lokaðri deild Stuðla. Alls komu 65 börn á lokaða deild á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Stuðlar skipt­ast í tvær deild­ir; meðferðardeild og lokaða deild (al­mennt kölluð neyðar­vist­un). Stuðlum er ætlað að þjóna börn­um á aldr­in­um 12 – 18 ára. Á meðferðardeild fer fram grein­ing á vanda barna og meðferð sem að jafnaði stend­ur yfir í 6 - 8 vik­ur. Ein­ung­is starfs­fólk barna­vernd­ar­nefnda get­ur sótt um vist­un fyr­ir börn á meðferðardeild. Á neyðar­vist­un get­ur starfs­fólk barna­vernd­ar­nefnda eða lög­regla í sam­ráði við barna­vernd­ina vistað börn á lokaðri deild. Ástæður vist­un­ar geta verið óupp­lýst af­brot ung­lings, of­beldi, vímu­efna­neysla eða önn­ur stjórn­laus hegðun. Á neyðar­vist­un fer fram gæsla og mat á stöðu barns. Há­marks­tími vist­un­ar eru 14 dag­ar í senn fyr­ir mest 6 börn í einu.

Heiða Björg Pálma­dótt­ir, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir að þrátt fyr­ir að talað sé um lokaða deild sé aldrei um ein­angr­un að ræða. Slík úrræði séu ekki á Íslandi og hafi ekki verið. Til að mynda hafi meðferðar­heim­ilið Há­holt í Skagaf­irði ekki verið lokaðra úrræði en önn­ur meðferðar­heim­ili líkt og stund­um sé haldið fram. 

„Við höf­um áhyggj­ur þegar farið er að tala um að loka börn inni. Því við vit­um að það skil­ar engu líkt og rann­sókn­ir alls staðar úr heim­in­um sýna. Auðvitað má alltaf bæta og breyta meðferðar­kerf­in okk­ar en við ger­um það ekki með því að læsa börn inni í ein­angr­un,“ seg­ir hún.

Þú verður alltaf að reyna

Funi Sig­urðsson, for­stöðumaður Stuðla, seg­ir að meðferðar­kerfið sé mis­jafn­lega opið og það geti verið lokað að hluta fyr­ir barn í ákveðinn tíma en viðkom­andi þurfi alltaf að fara á hinn staðinn aft­ur. „Þú verður alltaf, þegar það er metið svo að það sé við hæfi, að reyna. Því raun­veru­leik­inn er ekki þessi inni­lokaði heim­ur eins og væri í lokuðu úrræði. Ég hef full­an skiln­ing á því að for­eldr­ar biðji um að börn þeirra séu lokuð inni og stund­um líður mér líka þannig. Að þau séu lokuð inni þangað til þau eru búin að ná sér en um leið veit ég að það er ekki rétt. Fyr­ir það fyrsta erum við með óyggj­andi niður­stöður rann­sókna. Það er verri ár­ang­ur og að fallið verður enn al­var­lega og verra ef það er gert og þau koma út að nýju,“ seg­ir Funi. 

Heiða seg­ir að stund­um setji for­eldr­ar fram þessa kröfu. Stund­um ráða for­eldr­ar illa við vanda barns sem er orðinn mjög al­var­leg­ur en í mörg­um til­vik­um er jafn­framt um að ræða langvar­andi van­rækslu eða ann­an vanda for­eldra sem er und­ir­liggj­andi.

Flest­ar til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar­nefnda lands­ins á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2019 voru vegna barna sem bjuggu við van­rækslu líkt og árin á und­an eða 42,4% til­kynn­inga. Alls fjölgaði til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar­nefnda um tæp 10% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs miðað við árið á und­an. Alls bár­ust rúm­lega 8.200 til­kynn­ing­ar. Hlut­fall til­kynn­inga þar sem til­kynnt var um van­rækslu og fram kom að for­eldr­ar voru í áfeng­is-og/​eða fíkni­efna­neyslu var 14,6% á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2019. Í til­kynn­ing­um um of­beldi var hlut­fall til­kynn­inga þar sem um heim­il­isof­beldi var að ræða 8,5% á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2019. Hlut­fall til­kynn­inga vegna áhættu­hegðunar barna var 30,7%. 

Vilja koma í veg fyr­ir áhættu­hegðun

Hall­dór Hauks­son, sviðsstjóri meðferðar- og fóst­ur­sviðs Barna­vernd­ar­stofu, bend­ir á að það geti verið mjög skilj­an­leg ör­ygg­isþörf þegar for­eldr­ar gera kröfu um lokuð rými fyr­ir börn sín. Það er að for­eldr­ar vilji koma í veg fyr­ir áhættu­hegðun barna sinna og þá óvissu og van­líðan sem fylg­ir því að vita af þeim í neyslu eða bak­slög­um í meðferð.

„En í raun­inni eru lokuð úrræði til langs tíma ekki ör­ugg­ari. Þau eru í besta falli skamm­góður verm­ir og ekki einu sinni það því börn geta verið í neyslu í lokuðum úrræðum al­veg eins og fólk get­ur verið í neyslu í fang­els­um. Það sem við erum alltaf að miða við er að það þarf að halda mjög þétt utan um þjón­ustu við þessi börn. Ekki endi­lega lokað úrræði en mjög þétt faðmlag. Þessi teg­und af þjón­ustu sem við höf­um reynt að byggja upp, stig­skipt þjón­usta, fel­ur í sér að þú sért með rétt­an styrk­leika af inn­grip­um hverju sinni. Inn­grip í takt við þjón­ustuþörf­ina og það ger­ir mikla kröfu til sam­vinnu allra sem koma að barn­inu. Barna­vernd­ar, meðferðarúr­ræðanna og síðast en ekki síst — til for­eldr­anna. Sam­vinn­an þarf meðal ann­ars að fel­ast í því að fylgj­ast vel með og hafa eft­ir­lit með barn­inu,“ seg­ir Hall­dór og bend­ir á að þegar barnið er inni á meðferðar­heim­ili er það auðvitað fyrst og fremst meðferðar­heim­il­is­ins en líka for­eldr­anna og barna­vernd­ar að hafa eft­ir­lit með barn­inu og koma auga á hvað það er að gera og með hverj­um það er.

Meðferð á ekki að hefjast og ljúka með vist­un á stofn­un

Stuðlar skiptast í tvær deildir; meðferðardeild og lokaða deild (almennt …
Stuðlar skipt­ast í tvær deild­ir; meðferðardeild og lokaða deild (al­mennt kölluð neyðar­vist­un). Stuðlum er ætlað að þjóna börn­um á aldr­in­um 12 – 18 ára. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Meðferð barns með vímu­efna­vanda má ekki hefjast og ljúka með vist­un á stofn­un. Það er ekki viður­kennd aðferð held­ur þarf meðferðin að taka til allra þátta í lífi barns­ins. Klín­ísk­ar leiðbein­ing­ar víðs veg­ar í heim­in­um leggja megin­á­herslu á þetta. Ekki ein­blína bara á vímu­efna­vand­ann, sem get­ur þó verið eitt brýn­asta viðfangs­efnið hér og nú, held­ur taka heild­stætt á mál­inu og horfa til áhættu- og vernd­andi þátta sem skipta máli í þroska og vel­ferð barna og ung­linga. Sér­stak­lega hjá þeim hópi barna sem glím­ir við langvarn­andi erfiðleika á ýms­um sviðum, oft van­rækslu eða áföll. Hvort sem sá vandi er nýtil­kom­inn í tengsl­um við vímu­efna­neyslu eða á sér lengri sögu.

Þess vegna er svo mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að hanna þjón­ustu­kerfi sem veit­ir þenn­an mögu­leika. Þegar barn hef­ur lokið vist­un á meðferðarstað get­ur meðferðin haldið áfram í tengsl­um við heim­ili fjöl­skyld­unn­ar, sem eft­ir­meðferð eða MST-meðferð og öðrum viðeig­andi stuðningi í nærum­hverfi, við heim­ilið, í skól­an­um eða á vinnu­markaði o.s.frv.,“ seg­ir Hall­dór.

MST er meðferðarúr­ræði á veg­um Barna­vernd­ar­stofu fyr­ir fjöl­skyld­ur barna á aldr­in­um 12 — 18 ára og fer fram á heim­ili barns­ins. Ef barn get­ur af ein­hverj­um ástæðum ekki búið heima hjá sér eft­ir að hafa lokið meðferð get­ur barna­vernd­ar­nefnd ráðstafað börn­um í fóst­ur eða á vistheim­ili ef þörf er fyr­ir svo um­fangs­mik­inn stuðning. 

Mætti oft­ar úr­sk­urða börn í meðferð

„Þess vegna mun Barna­vernd­ar­stofa á næst­unni opna stuðnings­heim­ili (vistheim­ili) fyr­ir börn sem hafa lokið mörg­um meðferðum vegna al­var­legs vímu­efna­vanda, jafn­vel á mis­mun­andi meðferðar­stöðum og oft með ágæt­um ár­angri, en geta ekki yf­ir­fært ár­ang­ur á heim­ili for­eldra sinna og glíma við ít­rekuð bak­slög. Þarna get­ur reynt á að for­eldr­ar og barna­vernd­ar­yf­ir­völd taki fram fyr­ir hend­ur á börn­um og úr­sk­urði þau í meðferð. Get­ur verið erfitt en er mik­il­vægt. Ef kallað er á lokuð úrræði er kannski vert að velta fyr­ir sér hvað er verið að kalla á. Það er verið að kalla á ör­yggi. Ekki endi­lega inni­lok­un. Mik­il­væg­ur ör­ygg­is­ventill í barna­vernd­ar­kerf­inu er að geta tekið fram fyr­ir hend­urn­ar á börn­um og jafn­vel for­eldr­um ef þörf kref­ur með úr­sk­urði barna­vernd­ar­nefnd­ar en verk­efni meðferðar­inn­ar er síðan að vinna með vilj­ann til breyt­inga. Þessi vilji get­ur verið sveiflótt­ur en það er mjög mik­il­vægt að vinna með hann. Að úr­sk­urða börn er mjög sjald­an gert og und­ar­lega sjald­an gert,“ seg­ir Hall­dór en það er í hönd­um barna­vernd­ar­nefnda að óska eft­ir því að barn sé vistað utan heim­il­is. Sam­kvæmt lög­um þarf barna­vernd­ar­nefnd að fá samþykki for­ráðamanna fyr­ir vist­un sem og barns­ins ef það er orðið 15 ára. 

Í hvaða aðstæðum eru börn­in í dag?

Funi tek­ur und­ir með Hall­dóri og Heiðu að barna­vernd­ar­nefnd­ir mættu úr­sk­urða barn oft­ar í meðferð og tek­ur fram að um stóra ákvörðun sé að ræða sem ekki á að gera nema að vel at­huguðu máli. 

Heiða seg­ir að hafa verði í huga þær aðstæður sem sum þess­ara barna al­ast upp við. Í hvaða aðstæðum eru þau í dag og af hverju geng­ur svona illa eft­ir að meðferð lýk­ur? Í hvaða aðstæður eru þau að fara?

„Því auðvitað er það alltaf þannig að það eru for­eldr­arn­ir sem verða að grípa börn­in þegar þau koma til baka af meðferðar­heim­il­um. Að halda áfram að vinna vinn­una sem hófst á meðferðar­heim­il­inu. Þegar þau eru í heim­far­ar­leyfi þurfa for­eldr­arn­ir að grípa börn­in og hvað ger­um við þegar fjöl­skyld­ur ráða ekki við verk­efnið og hafa kannski aldrei ráðið við upp­eld­is­hlut­verkið?“ spyr Heiða. 

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur gerði málefni barna að umfjöllunarefni í …
Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur gerði mál­efni barna að um­fjöll­un­ar­efni í ný­ársávarpi sínu. AFP

Grípa þarf fyrr inn 

„Grípa þarf fyrr inn þegar eitt­hvað kem­ur upp varðandi þjón­ustu barns,“ seg­ir hún og vís­ar í orð for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Mette Frederik­sen, í því sam­hengi en Frederik­sen gerði mál­efni barna og vel­ferð þeirra að umræðuefni í ný­ársávarpi sínu.

Mette Frederik­sen hef­ur ít­rekað sagt að hún sé for­sæt­is­ráðherra barna og svipað var uppi á ten­ingn­um í ný­ársávarpi henn­ar. Þar sagði hún að börn sem búa við erfiðar aðstæður ættu í auknu mæli að fara í fóst­ur og vera ætt­leidd. „Ég hef tekið ákvörðun. Ég mun alltaf standa með börn­un­um,“ sagði Frederik­sen. 

Hún seg­ir danskt sam­fé­lag bera sér­staka ábyrgð þegar kem­ur að börn­um sem glíma við mest­an vanda. Börn sem hafa upp­lifað mis­notk­un, of­beldi og van­rækslu. Í Dan­mörku geti fleiri þúsund börn ekki búið hjá for­eld­um sín­um þar sem þeir eru ekki fær­ir um að ann­ast þau al­menni­lega. 

Frederik­sen seg­ir að vel­ferðar­kerfið bregðist of seint við ef það á annað borð bregðist við. Allt of mik­il áhersla sé á hag full­orðinna á kostnað barna. Það valdi því að í Dan­mörku séu börn sem al­ast upp við van­rækslu og of­beldi. „Við get­um ekki varið það og eig­um ekki að verja það,“ sagði Frederik­sen í ávarp­inu á ný­árs­dag.

Að henn­ar sögn þarf að bæta stöðu barna sem eru send í fóst­ur og gera hana stöðugri og eins að börn séu ætt­leidd fyrr en nú er gert. Þannig að þau geti byrjað upp á nýtt og eign­ast gott líf. 

Heiða seg­ist taka und­ir þetta með Frederik­sen sem talaði um að allt of al­gengt væri að þau færu í fóst­ur 12 ára eft­ir að hafa al­ist upp við öm­ur­leg­ar aðstæður í 11 ár. „Þegar aðstæður eru þannig enda þau oft hjá okk­ur,“ seg­ir Heiða.

„Við vit­um líka að mörg þeirra sem eru hjá okk­ur hafa búið við skort á eft­ir­liti og viðbrögðum for­eldra, búið við erfiðar heim­ilisaðstæður og eru kom­in í neyslu, kannski til að deyfa sig því þau hafa lent í alls kon­ar áföll­um. Áföll­in eru miklu al­geng­ari á heim­il­um þar sem of­beldi er, hvort sem það er kyn­ferðis­legt, lík­am­legt eða and­legt. Eins börn sem búa við van­rækslu,“ seg­ir Heiða.

Fleiri þúsund börn geta ekki búið hjá foreldum sínum í …
Fleiri þúsund börn geta ekki búið hjá for­eld­um sín­um í Dan­mörku þar sem þeir eru ekki fær­ir um að ann­ast þau al­menni­lega. AFP

Fleiri um­sókn­ir um fóst­ur­heim­ili

Beiðnum til Barna­vernd­ar­stofu um fóst­ur­heim­ili fjölgaði á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2019 úr 91 beiðni í 121 miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Beiðnir um fóst­ur­heim­ili voru 137 á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2017. Beiðnum um tíma­bundið fóst­ur fjölgaði mest og flest­ar beiðnir bár­ust frá Reykja­vík eða 38,8% á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2019.

Heiða seg­ir líkt og Hall­dór og Funi að vissu­lega geti for­eldr­ar, sem ekki hafa van­rækt börn­in sín, verið upp­gefn­ir vegna vanda barns sem af ein­hverj­um ástæðum tókst ekki að stemma stigu við á fyrri stig­um áður en hann óx fólki yfir höfuð. Barna­vernd­ar­nefnd­ir mættu oft­ar úr­sk­urða börn í vist­un utan heim­il­is, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. „Við sjá­um þetta meðal ann­ars hjá börn­um sem eru þau þyngstu í okk­ar kerfi. Það eru kannski komn­ar nokkr­ar um­sókn­ir til okk­ar sem hafa verið samþykkt­ar af hálfu Barna­vernd­ar­stofu um pláss en barna­vernd­in dreg­ur síðan um­sókn til baka þar sem barnið eða for­eldr­ar eru ekki til­bú­in til að samþykkja vist­un og barna­vernd­ar­nefnd­in er ekki til­bú­in í að úr­sk­urða barnið í vist­un á meðferðar­heim­ili. Síðan sjá­um við kannski sömu for­eldra kvarta í fjöl­miðlum. For­eldra sem ekki hafa viljað samþykkja vist­un utan heim­il­is, það er á meðferðar­heim­ili,“ seg­ir Heiða. 

Að sögn Funa eru þetta í sum­um til­vik­um for­eldr­ar sem samþykkja vist­un og allt sem henni fylg­ir en þegar kem­ur að fram­hald­inu, það er að barnið á að snúa aft­ur heim, afþakka þeir frek­ar aðstoð. Hann tek­ur þó fram að þetta eigi ein­göngu við um fáa ein­stak­linga. En vist­un á meðferðar­heim­ili er bara hluti af meðferðinni, svo tek­ur við sex mánaða tíma­bil sem er eft­ir­fylgd og for­eldr­arn­ir hafna stund­um þeim þætti. Því þá fer að reyna á þá og þeirra aðkomu. „Við erum með nokk­ur ný­leg dæmi um þetta sem ger­ir það að verk­um að þessi börn eru að koma aft­ur í vist­un inn­an ör­fárra mánaða. Því for­eldr­arn­ir afþakka eft­ir­meðferðina og stuðning­inn sem á að taka við,“ seg­ir Funi. 

Ef yngri systkini eru á heim­ili er það oft þannig að for­eldr­ar treysta sér ekki til að fá barnið inn á heim­ilið?

„Það er annað mál og eitt­hvað sem er hægt að vinna með í meðferð og stuðningi við heim­ilið. Ef það geng­ur ekki get­ur verið ákvörðun að vinna barn af meðferðar­heim­ili inn á fóst­ur­heim­ili eða vistheim­ili á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna,“ seg­ir Funi og nefn­ir Ham­arskot sem dæmi um úrræði sem geti hentað í slík­um til­vik­um. 

Ham­arskot er vistheim­ili á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar, ætlað ung­ling­um frá 16 ára aldri sem hafa lokið grunn­skóla, hafa lokið meðferð á veg­um Barna­vernd­ar­stofu og eiga ekki aft­ur­kvæmt á heim­ili sitt og barna­vernd­ar­nefnd þarf að ráðstafa sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um. 

Á vistheimilum læra krakkarnir að vera eðlilegir þátttakendur í lífinu.
Á vistheim­il­um læra krakk­arn­ir að vera eðli­leg­ir þátt­tak­end­ur í líf­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vilji er fyr­ir því að Barna­vernd­ar­stofa reki vistheim­ili sem til­rauna­verk­efni og sveit­ar­fé­lög­in borgi hluta af því. Heiða seg­ist von­ast til þess að hægt verði að koma slíku heim­ili á lagg­irn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem fyrst en opna átti slíkt heim­ili í Norðlinga­holti á sín­um tíma. Hætt var við það vegna mik­ill­ar and­stöðu ná­granna.

Um var að ræða sér­hæft bú­setu­úr­ræði í fram­haldi af vist­un á meðferðar­heim­ili þar sem áhersla yrði lögð á eft­ir­meðferð og stuðning við aðlög­un í sam­fé­lag­inu.

Íbúar í ná­grenni húss sem hýsa átti heim­ili fyr­ir ung­menni í vanda kröfðust þess að sett yrði lög­bann á starf­sem­ina áður en nokk­urt barn náði að flytja inn seint á ár­inu 2018. Sýslumaður samþykkti kröf­una skömmu áður en til stóð að börn flyttu þangað inn. Heim­ilið átti að vera fyr­ir tvö til þrjú ung­menni sem hafa verið í neyslu og þurfa hæga aðlög­un út í sam­fé­lagið að lok­inni meðferð. Um­rætt heim­ili verður ekki lokað enda meg­in­til­gang­ur­inn að aðlaga börn­in sam­fé­lag­inu eft­ir að dvöl á meðferðar­heim­ili lýk­ur. Börn­in verða þannig í skóla eða vinnu, sinna frí­stund­a­starfi o.s.frv.

„Á vistheim­il­um læra þau að verða eðli­leg­ir þátt­tak­end­ur í líf­inu og það er ekki þannig að starfs­fólkið geri alla hluti fyr­ir þau held­ur læra þau til að mynda að kaupa inn, elda og þrífa bæði sig sjálf og í kring­um sig og vakna á morgn­ana líkt og þau gera á meðferðar­heim­il­un­um. Við erum vongóð um að þetta verði að veru­leika og erum spennt að sjá ár­ang­ur­inn af slíku heim­ili,“ seg­ir Heiða.

Funi seg­ir að það sé ekk­ert skil­yrði að ein­ung­is for­eldr­ar séu þátt­tak­end­ur í eft­ir­meðferð en það verði að vera vitað frá upp­hafi, það er allt frá því að ákvörðun er tek­in um meðferð viðkom­andi ung­lings. „Því þá vinn­um við allt frá upp­hafi með þeim aðilum sem eiga að vinna áfram með barn­inu. Auðvitað geta for­eldr­ar verið hluti af því sam­starfi þrátt fyr­ir að barnið fari í fóst­ur eft­ir að það lýk­ur vist­un hjá okk­ur á Stuðlum. 

Þurfa for­eldr­ar ekki að skrifa und­ir sam­komu­lag um eft­ir­meðferð?

„Jú en þeir geta alltaf dregið sam­komu­lagið til baka. Við þurf­um kannski að ganga lengra í að upp­lýsa fólk um ábyrgð þess þegar meðferð er rædd. Þetta er kynnt fyr­ir for­eldr­um og börn­um áður en sótt er um. Fólk skrif­ar und­ir en þegar á reyn­ir er sam­starfs­vilj­inn ekki alltaf fyr­ir hendi,“ seg­ir Funi.

Mik­il­vægt að for­eldr­ar fái stuðning

Heiða seg­ir mik­il­vægt að for­eldr­ar fái stuðning í upp­eld­is­hlut­verk­inu svo barn geti búið heima. Þess vegna hafi til dæm­is MST-meðferðin verið inn­leidd hér á landi fyr­ir um ára­tug. Nú standi til að Barna­vernd­ar­stofa inn­leiði til viðbót­ar sér­staka og lengri út­gáfu af MST-meðferðinni fyr­ir for­eldra og yngri börn sem búa við of­beldi eða van­rækslu sem rekja megi til þátta og aðstæðna sem viðeig­andi meðferð get­ur bætt svo börn­in geti búið hjá for­eldr­um sín­um. Engu að síður virðist vera ákveðin feimni við að ræða það beint út við for­eldra af hálfu barna­vernd­ar­nefnda að barn sem hef­ur þurft að vista utan heim­il­is sé kannski ekki að koma heim aft­ur. Að það sé full­reynt að barnið eigi heim­ili þar sem for­eldr­arn­ir búa.

„Auðvitað hætta for­eldr­arn­ir ekki að vera for­eldr­ar barn­anna enda börn­in orðin stálpuð og munu alltaf vera í sam­bandi við for­eldra sína ef þau vilja, en segja: Nú held ég að það sé full­reynt að þú ráðir við þetta verk­efni. Ég upp­lifi það sem feimni og verið sé að setja for­eldra í eitt­hvert hlut­verk sem þeir ráða ekki við og munu aldrei ráða við. Eng­um greiði gerður, hvorki for­eldr­um né barni og oft sé hægt að sjá þetta strax í upp­hafi skóla­göngu. Að sjá hver leið barns­ins verður,“ seg­ir Heiða.

Mik­il­vægt að úrræðin séu á sömu hendi

Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndastofu, segir mikilvægt að foreldrar fái …
Heiða Björg Pálma­dótt­ir, for­stjóri Barna­vernda­stofu, seg­ir mik­il­vægt að for­eldr­ar fái stuðning í upp­eld­is­hlut­verk­inu svo barn geti búið heima. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eitt af því sem þau tala um er mik­il­vægi þess að hafa öll úrræði á sömu hendi en það er ekki þannig í dag held­ur skipt­ast þau á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga.

„Þetta er ein hindr­un­in í að þjón­ust­an sé stig­skipt og sam­felld eins og best verður á kosið. Auðvitað er hægt að gera þetta eins og það er í dag en erfiðara að sam­hæfa aðgerðir. Til að mynda er það svo að Barna­vernd­ar­stofa rek­ur meðferðar­heim­il­in og barna­vernd­ar­nefnd­ir vistheim­il­in. Eins og barna­vernd­ar­lög­in eru núna höf­um við ekk­ert um það að segja hvort nægi­legt fram­boð sé af vistheim­il­um eða hvort börn­um er ráðstafað þangað. Þannig verður of ein­hliða áhersla á sterk­asta og um leið dýr­asta úrræðið, þ.e. meðferðar­heim­il­in. Ekki ósvipað vanda­mál og með hjúkr­un­ar­rým­in og yf­ir­full­ar deild­ir á Land­spít­al­an­um. Sum börn eru að koma end­ur­tekið í meðferð sem get­ur verið eðli­leg­ur hluti af stig­skiptri meðferð. En stund­um virðist meðferðar­ár­angri ekki fylgt eft­ir að lok­inni vist­un og í öðrum til­vik­um eru dæmi um að börn séu að dvelja of stutt í hvert skipti þar sem svo virðist sem reynt sé að semja um skemmri vist­un­ar­tíma til að kom­ast hjá því að fylgja þörf fyr­ir lengri vist­un eft­ir með úr­sk­urði þrátt fyr­ir að meðferðarþörf sé enn til staðar. Að sjálf­sögðu er nauðsyn­legt að hlusta á vilja barna og ná sam­komu­lagi við þau en stund­um vita all­ir að þetta er ekki næg­ur tími á meðferðar­heim­ili,“ seg­ir Hall­dór.

Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að …
Hall­dór Hauks­son, sviðsstjóri meðferðar- og fóst­ur­sviðs Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að er­lend­ar rann­sókn­ir sýni að ung­ling­ar í vímu­efnameðferð þurfi flest­ir fleiri og fjöl­breytt­ari meðferðir en eina, og stig­skipta þjón­ustu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heiða tek­ur und­ir þetta og seg­ir að vist­un­ar­tím­inn verði að vera nægj­an­lega lang­ur til að hægt sé að vinna í rót vand­ans. Það sé ekki gert á stutt­um tíma.

Að sögn Hall­dórs var fjöldi úrræða Barna­vernd­ar­stofu meiri hér áður en þá voru þau hvort tveggja í senn – vistheim­ili og meðferðarúr­ræði. „Fyr­ir 15 til 20 árum var blönd­un­in inni á meðferðar­heim­il­um of mik­il ef miðað er við þá vitn­eskju sem við höf­um í dag og sam­kvæmt alþjóðleg­um rann­sókn­um. Þar voru börn með mjög ólík­an og mis­mik­inn vanda. Síðan þegar vitn­eskj­an varð meiri um hætt­una á nei­kvæðum fé­lags­leg­um áhrif­um breytt­ist þetta, bæði eft­ir­spurn­in og í kjöl­farið þjón­ustu­fram­boðið. Lögð var áhersla á að þjón­usta börn heima hjá sér ef þess er nokk­ur kost­ur og að ein­ung­is þau sem eru í al­var­leg­asta vand­an­um séu vistuð utan heim­il­is“ seg­ir Hall­dór.

Viðhorfs­breyt­ing­in var bæði hjá for­eldr­um og barna­vernd­ar­nefnd­um og það dró veru­lega úr vist­un­um á meðferðar­heim­il­um. Þess­ar breyt­ing­ar hafi verið hraðari en lagaum­hverfið og í fyrstu hafi ekki all­ir sætt sig við þess­ar breyt­ing­ar þrátt fyr­ir að þær hafi verið góðar og í takt við eðli­lega þróun í heim­in­um. Að ein­blína ekki á innskrift inn á stofn­an­ir held­ur gera það þegar þess þarf en ljúka því um leið og hægt er og nota væg­ara og meira viðeig­andi úrræði. Unnið er að end­ur­skoðun á barna­vernd­ar­kerf­inu í heild og stig­skipt þjón­usta við börn og ung­linga er mik­il­væg­ur hluti af því, seg­ir Hall­dór. 

Ýmis þeirra úrræða og verk­efna sem eru í hönd­um Barna­vernd­ar­stofu eiga lög­um sam­kvæmt heima hjá sveit­ar­fé­lög­un­um svo sem MST-meðferð og Barna­hús.

Heiða seg­ir að það sé mjög brýnt og um leið spenn­andi verk­efni að end­ur­skoða þjón­ustu­kerfið við börn, þar á meðal barna­vernd­ar­kerfið. „Hvernig get­um við brugðist hraðar við þegar við sjá­um að börn eru ekki í góðum aðstæðum á heim­ili sínu? Eitt af því er að fækka barna­vernd­ar­nefnd­um en í dag eru þær 27 tals­ins. Eins hvaða aðilar eiga að úr­sk­urða þvert á vilja barna og for­eldra? Hvort sem það er í meðferð eða fóst­ur. Er eðli­legt að það sé í hönd­um barna­vernd­ar­nefnda sem eru póli­tískt skipaðar? Þetta er fólk sem er í fullri vinnu ann­ars staðar. Eða ættu þetta að vera sér­fræðing­ar sem þekkja þessi mál út og inn? Þetta eru þyngstu ákv­arðanir sem þú ert að taka um líf fólks og við erum í raun­inni að ætla ófag­lærðu fólki að gera það. Þrátt fyr­ir að þetta sé gott fólk þá er þetta ekki þeirra sér­svið,“ seg­ir Heiða.

Hún bend­ir á að á sama tíma sé það í hönd­um barna­vernd­ar­yf­ir­valda á hverj­um stað fyr­ir sig að ákveða hvers kon­ar vist­unar­úr­ræði eigi við á sama tíma og úrræðunum fylgi mis­mik­ill kostnaður fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in. 

Að sögn Heiðu þurfa sveit­ar­fé­lög­in ekki að greiða neitt þegar barn er vistað á meðferðar­heim­ili. Mik­il­vægt sé að breyta því hvernig kostnaður vegna vist­un­ar skipt­ist milli rík­is og sveit­ar­fé­laga og koma á sól­ar­hrings­gjöld­um líkt og er í Nor­egi. „Það á ekki að skipta máli í hvers kon­ar úrræði barn er vistað. Öll börn eiga að hafa aðgengi að viðeig­andi þjón­ustu,“ seg­ir hún en þetta og margt annað tengt þjón­ustu við börn er í end­ur­skoðun á veg­um fé­lags- og barna­málaráðuneyt­is­ins.

For­eldr­ar og fleiri sem blaðamaður hef­ur rætt við um þenn­an mála­flokk nefna Há­holt og að ekk­ert hafi komið í staðinn fyr­ir það meðferðar­heim­ili sem var rekið um ára­bil í Skagaf­irði. Há­holti var lokað um mitt ár 2017 en þar var rými fyr­ir fjóra en sein­ustu fjög­ur til fimm árin sem heim­ilið starfaði hafði eft­ir­spurn­in dreg­ist mjög sam­an og dvöldu þar að meðaltali tveir pilt­ar hverju sinni. Starf­sem­in kostaði á milli 160 og 170 millj­ón­ir á ári og börn­in of fá til að hægt væri að halda uppi eig­in­legu meðferðar­starfi, að því er fram kom í frétt­um þegar Há­holti var lokað.

Hall­dór seg­ir að þegar glímt sé við flók­inn vanda sé til­hneig­ing­in oft sú að ein­blína á eitt­hvað sem vanti. Fyrstu árin sem Stuðlar störfuðu var stöðugt verið að kvarta und­an lok­un meðferðar­heim­il­is­ins Tinda á Kjal­ar­nesi. Heim­il­inu var lokað árið 1995 eft­ir fimm ára starf­semi. Ástæðan var of dýr rekst­ur og lé­leg nýt­ing. Fram kom í Morg­un­blaðinu á þeim tíma að í upp­hafi var gert ráð fyr­ir að þar dveld­ust að jafnaði 16— 18 ung­menni á aldr­in­um 12 — 18 ára. Þörf­in á plássi hafi greini­lega verið of­met­in því fyrstu árin hafi ein­ung­is um 6 — 7 ung­menni leitað meðferðar þar að jafnaði.

Erfitt að halda uppi fag­legu starfi ef börn­in eru of fá

„Það get­ur vel verið að eitt­hvað fari for­görðum þegar úrræði er lokað en við verðum alltaf að horfa á eft­ir­spurn­ina, nýt­ing­una og kostnaðinn. Þannig var það með Há­holt. Það hef­ur ekk­ert bent til þess í okk­ar meðferðar­kerfi að það hafi komið niður á vist­un barna að Há­holti hafi verið lokað. Því það hafa alltaf á þessu tíma­bili, með ein­staka und­an­tekn­ing­um, verið laus pláss á meðferðar­heim­il­un­um okk­ar og í dag eru rými laus á meðferðar­heim­il­un­um,“ seg­ir Hall­dór en auk Stuðla rek­ur Barna­vernd­ar­stofa tvö meðferðar­heim­ili, Lauga­land í Eyjaf­irði og Lækj­ar­bakka á Rangár­völl­um. Um er að ræða rými fyr­ir sam­tals 12 börn á aldr­in­um 13 – 18 ára.  

Funi Sigurðsson forstöðumaður Stuðla segir að það sé ekkert skilyrði …
Funi Sig­urðsson for­stöðumaður Stuðla seg­ir að það sé ekk­ert skil­yrði að ein­ung­is for­eldr­ar séu þátt­tak­end­ur í eft­ir­meðferð en það verði að vera vitað frá upp­hafi, það er allt frá því að ákvörðun er tek­in um meðferð viðkom­andi ung­lings. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Funi seg­ir erfitt að halda uppi fag­legu starfi á meðferðar­heim­ili þar sem dvelja mjög fá börn og hann vilji taka ofan hatt­inn fyr­ir starfs­fólk­inu á Laugalandi sem geri það mjög vel, en þar hef­ur nýt­ing ekki verið mjög mik­il und­an­farna mánuði. „En meðferðin verður allt öðru­vísi. Hluti af meðferðinni er að vera í áreiti. Ekki endi­lega að það þurfi alltaf að vera fullt hús en það verður að reyna á þig. Þetta er bara eins og að búa með öðrum. Það reyn­ir á alla og þú þarft að laga þig að þörf­um annarra. Á meðferðar­heim­ili hitt­ir þú kannski ein­hvern sem kann enn minna en þú og þú verður að læra á að lífið er þannig. Stór hluti af þessu sam­spili er að vera með öðrum. Eðli­legt að fólk hafi áhyggj­ur af börn­um sín­um og gall­inn við okk­ar kerfi er að fjöl­breyti­leik­inn er ekki mjög mik­ill. Við erum að tala um pínu­lít­inn hóp barna og við ger­um okk­ar allra besta til að halda þeim í sund­ur ef nauðsyn­legt þykir,“ seg­ir Funi.

Ekki farið í ólög­leg­ar kúg­un­araðgerðir

Unnið er að breyt­ing­um á hús­næði neyðar­vist­un­ar­inn­ar á Stuðlum þannig að verið er að fjór­skipta deild­inni. „Við kom­um samt ekki í veg fyr­ir ein­hver sam­skipti milli barna enda er þetta ekki ein­angr­un­ar­vist. Við vilj­um ekki ein­angra barn og ef við neyðumst til þess er það ekki gert nema í afar skamma stund. Þetta er íþyngj­andi úrræði og sama á við um að stöðva barn lík­am­lega sem ætl­ar að skaða sig eða aðra. Eitt­hvað sem eng­inn vill þurfa að gera og eitt það erfiðasta sem við þurf­um að gera. Þetta tek­ur alltaf á starfs­fólk, viðkom­andi barn, önn­ur börn og for­eldra. Ger­um þetta ekki nema við neyðumst til þess og þá und­ir eft­ir­liti,“ seg­ir Funi.

For­eldr­ar hafa talað um fíkni­efna­próf á börn­um í meðferð

Að sögn Funa eru tekn­ar þvag­pruf­ur á Stuðlum og starfs­fólk geri þá kröfu að pissa í glas fyr­ir fram­an starfs­mann ef mjög rík­ar ástæður séu til þess. Yf­ir­leitt sé það þannig að ef þeim er tjáð að það þurfi að taka þvag­prufu þá upp­lýsi þau um þau efni sem tek­in hafa verið inn. En barn get­ur neitað og ef það neit­ar þá er það neit­un sem gild­ir enda ekki farið í ólög­leg­ar kúg­un­araðgerðir. 

Þegar barn kem­ur á meðferðar­heim­ili eða lokaða deild er gerð svo­kölluð hand­leit í þeim til­gangi að leggja hald á hættu­lega hluti eða fíkni­efn­i. Ekki er heim­ild til að gera svo­kallaða lík­ams­leit að fíkni­efn­um eða öðru sem gæti verið falið í lík­ams­op­um eða inn­vort­is, t.d. eft­ir að hafa gleypt það. Lík­ams­leit yrði mjög íþyngj­andi fyr­ir börn og jafn­gild­ir ákveðinni inn­rás í lík­ama þeirra. Lík­ams­leit skal ákveðin með úr­sk­urði dóm­ara nema fyr­ir liggi ótví­rætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er lík­ams­leit heim­il án dóms­úrsk­urðar ef brýn hætta er á að bið eft­ir úr­sk­urði valdi sak­ar­spjöll­um, seg­ir á vef héraðssak­sókn­ara.

Fjórðung­ur þróar með sér fíkn

Alls ekki öll börn í neyslu þróa með sér fíkn.
Alls ekki öll börn í neyslu þróa með sér fíkn. mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son

Funi seg­ir sama eiga við um inni­lok­un en alltaf sé hægt að vera vit­ur eft­ir á og við reyn­um að draga lær­dóm af því sem ekki er nógu vel gert, seg­ir hann. „Allt starfs­fólk meðferðar­heim­ila legg­ur sig fram við að gera rétt en við erum að fást við mann­lega hegðun og hún er miklu flókn­ari en allt annað sem við get­um ímyndað okk­ur. Það er ekki til nein forskrift þó svo við vild­um óska þess stund­um. Það sem er svo sorg­legt er að við vit­um að það eru ein­stak­ling­ar meðal okk­ar skjól­stæðinga sem deyja allt of snemma. Við sitj­um eft­ir og velt­um fyr­ir okk­ur gát­um við gert bet­ur? Stund­um velti ég því fyr­ir mér hvort við séum að slást við vind­myll­ur en á sama tíma eig­um við fullt af sög­um sem enda vel og ylja manni. Við fáum heim­sókn­ir frá fyrr­ver­andi skjól­stæðing­um okk­ar og for­eldr­um. Þetta held­ur okk­ur gang­andi og minn­ir okk­ur á hvers vegna við erum að þessu,“ seg­ir Funi.

Mér sárn­ar hvað umræðan um dauða vegna fíkn­ar er fljót að snú­ast upp í það hver klikkaði. Að það hljóti alltaf ein­hver að hafa gert mis­tök eða klikkað því við sjá­um reglu­lega að fólk deyr úr öðrum sjúk­dóm­um, svo sem hjarta­sjúk­dóm­um eða krabba­meini, jafn­vel börn og það er eng­inn ásakaður um að hafa klikkað. Mér finnst að við þurf­um að þroska umræðuna um fíkn á þann veg að þetta er sjúk­dóm­ur sem við höf­um ekki endi­lega svör­in við. Við get­um bjargað mjög mörg­um en ekki öll­um. Það er ekki sam­nefn­ari milli þess að kerfið hafi brugðist og að ein­hver deyr,“ seg­ir Heiða. 

„Sem bet­ur fer er það ekki stærri hóp­ur en fjórðung­ur af þeim börn­um sem fer í neyslu sem þróar með sér fíkn. En við vit­um að hluti þeirra ger­ir það fyr­ir 18 ára ald­ur. Fíkni­sjúk­dóm­ur­inn er með öm­ur­legri sjúk­dóm­um sem hægt er að þróa með sér og sum­ir sigr­ast ekki á þeim sjúk­dómi held­ur sigr­ar sjúk­dóm­ur­inn þá. Það er hrika­lega vont að vita til þess og þess vegna þurf­um við að bregðast fyrr við því við vit­um að ef börn­in eru kom­in á þenn­an stað þá eru þau í lífs­hættu. Þetta ger­um við með því að horfa á hvað gerðist áður en þau fara í neyslu og leggja áherslu á for­varn­ir.“

Hall­dór seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að er­lend­ar rann­sókn­ir sýni að ung­ling­ar í vímu­efnameðferð þurfi flest­ir fleiri og fjöl­breytt­ari meðferðir en eina og stig­skipta þjón­ustu. Bak­slög séu því miður regla frem­ur en und­an­tekn­ing og að alþjóðleg­ar rann­sókn­ir sýni að stór hluti ung­linga sem hafa lokið vímu­efnameðferð noti áfram vímu­efni. Jafn­vel í lokuðum úrræðum verða bak­slög. Hlut­fallið er 70 — 80% á 2 — 3 árum eft­ir út­skrift úr lokuðum úrræðum í Svíþjóð og Dan­mörku þar sem slík úrræði eru, ólíkt Íslandi og Nor­egi.

Að sögn Hall­dórs geta vist­an­ir ung­linga í lokuðum úrræðum til langs tíma haft víðtæk­ari af­leiðing­ar en bak­slög. Við slík­ar aðstæður get­ur orðið til stöðug­leiki og ör­yggi og barn­inu get­ur með tím­an­um fund­ist þægi­legra að vera þar og óþægi­legt að fara út á meðal fólks og heim. Það treyst­ir sér ekki til þess að tak­ast á við erfiðar til­finn­ing­ar, krefj­andi aðstæður og áreiti í um­hverf­inu. Stöðug­leik­inn í lokuðu úrræði geti því byggst á því að „slökkva“ á erfiðum til­finn­ing­um. Í þess­um til­vik­um geta bak­slög­in orðið enn al­var­legri en ann­ars væri og yf­ir­færsla ár­ang­urs eft­ir að vist­un lýk­ur verður minni. Þetta kem­ur til dæm­is fram í rann­sókn sænskr­ar fræðikonu sem tók viðtöl við bæði börn og starfs­fólk í lokuðum lang­tíma­úr­ræðum í Svíþjóð. Með þessu sé ekki úti­lokað að ein­hver ár­ang­ur geti náðst en lík­legt að verið sé að fresta vand­an­um og í versta falli sé verið að valda skaða með inni­lok­un­inni. Hugs­an­lega ertu að valda meiri skaða því þú ert að búa til falskt ör­yggi. Býrð til stöðug­leika sem bygg­ir á því að þú slekk­ur á þér sem er ekki hollt fyr­ir neinn,“ seg­ir Hall­dór. 

Hann seg­ir lík­lega best, miðað við nú­ver­andi vitn­eskju, að börn dvelji við verndaðar aðstæður inni á meðferðar­heim­il­inu og að reyna aðlög­un smám sam­an að nærum­hverfi í takti við auk­inn stöðug­leika og að tak­ast þannig á við bak­slög­in jafnóðum. Að und­ir­búa öll skref í aðlög­un eins vel og kost­ur er til að reyna að koma í veg fyr­ir bak­slög eða lág­marka þau og læra af síðasta bak­slagi. Þessu miði öll vinn­an á meðferðar­heim­il­um að – hvernig get­um við aukið ör­yggi, vilja og getu til breyt­inga og unnið úr bak­slög­um?

Þeir Funi segja að stöðugt sé tek­ist á við bak­slög í meðferðar­starf­inu. Hvaða áreiti í um­hverf­inu og fé­lags­legu aðstæður verða kveikj­an að bak­slag­inu? Hvaða hugs­an­ir og til­finn­ing­ar verða til þess að þú ferð aft­ur í neyslu? „Þarna liggja okk­ar helstu áhersl­ur í dag, að auka og viðhalda ör­yggi en jafn­framt að tak­ast á við bak­slög. Bak­slög þýða ekki endi­lega að það sé verið að gera mis­tök. Alltaf er reynt að byggja upp stöðug­leika í kjöl­far bak­slaga,“ seg­ir Hall­dór og Funi bæt­ir því við að verið sé að ráða tvo starfs­menn í hálfu starfi á Stuðla sem ætlað er að sinna börn­um sem eru í heim­ferðarleyfi. Vera í sam­bandi við þau og hjálpa þeim og fjöl­skyld­um þeirra að tak­ast á við aðstæður utan Stuðla og þannig und­ir­búa þau und­ir eft­ir­meðferðina sem hefst þegar vist­un lýk­ur. 

Barnaverndarstofa rekur þrjú meðferðarheimili, Laugaland, Lækjarbakka og Stuðla.
Barna­vernd­ar­stofa rek­ur þrjú meðferðar­heim­ili, Lauga­land, Lækj­ar­bakka og Stuðla. mbl/​Arnþór Birk­is­son

„Þegar barnið kem­ur út af meðferðar­heim­il­inu er ekki allt orðið í lagi og eitt af því sem reynt er að efla inni á meðferðar­heim­il­inu er fjöl­skyldu­hlut­inn. Að vinna meira og þétt­ar með for­eldr­um. Þetta get­ur verið mjög krefj­andi fyr­ir for­eldr­ana. Ekki síst þar sem meðferðar­heim­il­in eru kannski í öðrum lands­hluta en heim­ili for­eldra. Unnið er að því að opna meðferðar­heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu og sú vinna er í full­um gangi. Búið er að ganga frá vilja­yf­ir­lýs­ingu um lóð í Garðabæ og talað var um að hefja fram­kvæmd­ir á ár­inu 2020 og alls ekki úti­lokað að það tak­ist,“ seg­ir Heiða en verið er að end­ur­bæta frum­at­hug­un og sú niðurstaða fer síðan í fé­lags- og barna­málaráðuneytið og þaðan í fjár­málaráðuneytið. Þegar ráðuneyt­in hafa lagt bless­un sína yfir fram­kvæmd­ina og fjár­hags­áætl­un­ina er útboð næsta skref. 

Um­sókn­um um meðferðarúr­ræði á veg­um Barna­vernd­ar­stofu fækkaði á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil árið á und­an úr 129 um­sókn­um í 103. Um­sókn­ir voru 107 á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2017 og voru flest­ar þeirra um MST (fjöl­kerfameðferð). Flest­ar um­sókn­ir um meðferð bár­ust frá Reykja­vík eða 40,8%. Engu að síður hef­ur verið biðlisti eft­ir MST-meðferð, sam­fellt frá janú­ar 2018, og nær sam­fellt eft­ir meðferð á Stuðlum. Það virðast því vera skýr­ar vís­bend­ing­ar um að for­eldr­ar og barna­vernd­ar­starfs­menn gera aukna kröfu um meðferð í nærum­hverfi með aðgengi að fjöl­breyttri sér­fræðiþjón­ustu og þátt­töku for­eldra.

mbl.is