Skipulagði Cox endurfundi Aniston og Pitt?

Brad Pitt | 29. janúar 2020

Skipulagði Cox endurfundi Aniston og Pitt?

Leikkonan Courteney Cox hefur verið manneskjan á bak við tjöldin í endurfundum fyrrverandi hjónanna Jennifer Aniston og Brad Pitt. 

Skipulagði Cox endurfundi Aniston og Pitt?

Brad Pitt | 29. janúar 2020

Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004.
Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. AFP

Leik­kon­an Courteney Cox hef­ur verið mann­eskj­an á bak við tjöld­in í end­ur­fund­um fyrr­ver­andi hjón­anna Jenni­fer Anist­on og Brad Pitt. 

Leik­kon­an Courteney Cox hef­ur verið mann­eskj­an á bak við tjöld­in í end­ur­fund­um fyrr­ver­andi hjón­anna Jenni­fer Anist­on og Brad Pitt. 

Cox og Anist­on eru mjög nán­ar vin­kon­ur og hafa verið það í 25 ár, allt frá því þær léku sam­an í Friends. Anist­on og Pitt voru gift á ár­un­um 2000-2005 en hafa átt vingott síðustu ár. Hún bauð hon­um í af­mælið sitt á síðasta ári sem og í jólapartý í des­em­ber. Faðmlag þeirra á SAG-verðlauna­hátíðinni fyr­ir stuttu vakti svo gríðarlega at­hygli og hafa marg­ir beðið til Guðs að þau takið upp þráðinn 15 árum eft­ir skilnaðinn. 

Sögulegt faðmlag að mati sumra.
Sögu­legt faðmlag að mati sumra. AFP

Sam­kvæmt heim­ild­ar­manni The Sun hef­ur Cox unnið að því að Anist­on og Pitt yrðu vin­ir aft­ur á bak við tjöld­in. „Eng­inn þekk­ir Jen bet­ur en Courteney. Þær tvær hafa staðið sam­an í gegn­um þykkt og þunnt og passa upp á hvor aðra,“ sagði heim­ild­armaður­inn.

Sam­kvæmt hon­um hitt­ust Cox og Pitt á viðburði í janú­ar 2017. Þau hafi spjallað sam­an og Cox sagt hon­um að það sem Anist­on saknaði væri að eiga Pitt sem vin. Að lok­um gaf Cox hon­um síma­núm­erið henn­ar Anist­on og síðan þá hafa þau verið í sam­bandi af og til. 

Cox virðist hafa verið gríðarlega ánægð með inni­leg sam­skipti Pitt og Anist­on á SAG-verðlauna­hátíðinni en hún smellti á „like“-hnapp­inn á ansi mörg­um at­huga­semd­um og tíst­um á sam­fé­lags­miðlum þar sem aðdá­end­ur óskuðu þess að fyrr­ver­andi parið byrjaði aft­ur sam­an.

Hefur Courteney Cox unnið að þessu síðustu árin?
Hef­ur Courteney Cox unnið að þessu síðustu árin? AFP
mbl.is