Ætlar ekki að flytja til Hollywood

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

Ætlar ekki að flytja til Hollywood

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vann fyrst Íslendinga Óskarsverðlaunin í nótt, segist ekki ætla að flytja til Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Ætlar ekki að flytja til Hollywood

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

Hildur ætlar ekki að flytja til Hollywood.
Hildur ætlar ekki að flytja til Hollywood. AFP

Tón­skáldið Hild­ur Guðna­dótt­ir, sem vann fyrst Íslend­inga Óskar­sverðlaun­in í nótt, seg­ist ekki ætla að flytja til Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. 

Tón­skáldið Hild­ur Guðna­dótt­ir, sem vann fyrst Íslend­inga Óskar­sverðlaun­in í nótt, seg­ist ekki ætla að flytja til Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. 

Í viðtali við fjöl­miðla baksviðs á Óskarn­um var Hild­ur spurð hvort hún ætlaði að flytj­ast frá Berlín í Þýskalandi til Los Ang­eles til að ein­beita sér meira að kvik­myndaiðnaðinum. Hild­ur svaraði því neit­andi og sagði vera of sól­ríkt í Los Ang­eles fyr­ir sinn smekk, auk þess sem það myndi ekki henta tón­list­ar­stíl sín­um að búa í borg­inni. 

Hild­ur ræddi einnig um kon­ur í tónlist en hún er sú fyrsta í 20 ár til að vinna þessi verðlaun ein. Hún seg­ir það magnaða til­finn­ingu að vera fyrsta kon­an í fjöl­mörg ár til að vinna mörg þess­ara verðlauna. Það sé heiður fyr­ir sig að sig­ur­för sín hafi komið af stað umræðunni um hversu fáar kon­ur vinna til verðlauna í kvik­myndaiðnaðinum.

mbl.is