Áhorf á Óskarinn aldrei minna vestanhafs

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

Áhorf á Óskarinn aldrei minna vestanhafs

Um það bil 23,6 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarsverðlaunahátíðina í gærkvöldi og hafa sjónvarpsáhorfendur aldrei verið færri, samkvæmt frétt ABC, sem sýnir Óskarinn í beinni. Um sex milljónum fleiri horfðu á Óskarinn í fyrra.

Áhorf á Óskarinn aldrei minna vestanhafs

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

Bong Joon-ho leikstjóri Parasite var sigurvegari gærkvöldsins að öðrum ólöstuðum. …
Bong Joon-ho leikstjóri Parasite var sigurvegari gærkvöldsins að öðrum ólöstuðum. Aldrei hafa færri horft á hátíðina í sjónvarpi í Bandaríkjunum. AFP

Um það bil 23,6 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna horfðu á Óskar­sverðlauna­hátíðina í gær­kvöldi og hafa sjón­varps­áhorf­end­ur aldrei verið færri, sam­kvæmt frétt ABC, sem sýn­ir Óskar­inn í beinni. Um sex millj­ón­um fleiri horfðu á Óskar­inn í fyrra.

Um það bil 23,6 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna horfðu á Óskar­sverðlauna­hátíðina í gær­kvöldi og hafa sjón­varps­áhorf­end­ur aldrei verið færri, sam­kvæmt frétt ABC, sem sýn­ir Óskar­inn í beinni. Um sex millj­ón­um fleiri horfðu á Óskar­inn í fyrra.

Áhorf­enda­töl­urn­ar hafa nú náð nýj­um lægðum, en áður höfðu fæst­ir horft á Óskar­inn árið 2018, þegar 26,5 millj­ón­ir manna sátu við skjá­inn á sunnu­dags­kvöldi einu í fe­brú­ar.

Töl­urn­ar sem ABC hef­ur koma frá fyr­ir­tæk­inu Niel­sen, sem vakt­ar sjón­varps­áhorf vestra. Í frétt þeirra kem­ur fram að þar til fyr­ir fá­ein­um árum hafi áhorf á Óskar­inn verið tölu­vert meira og alla jafna hafi á bil­inu 35-45 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna horft á hátíðina í sjón­varpi.

Brad Pitt á hátíðinni í gærkvöldi. Hann hlaut sinn fyrsta …
Brad Pitt á hátíðinni í gær­kvöldi. Hann hlaut sinn fyrsta Óskar, fyr­ir leik í auka­hlut­verki í kvik­mynd­inni Once upon a time in Hollywood. AFP
mbl.is