Aukinn áhugi á dórófóni eftir sigurgöngu Hildar

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

Aukinn áhugi á dórófóni eftir sigurgöngu Hildar

Dórófónn, nýtt hljóðfæri Halldórs Úlfarssonar myndlistarmanns og hönnuðar, hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum og mánuðum. Ástæðan er sú að Hildur Guðnadóttir notar hljóðfærið í tónlist sinni í Jókernum. Fyrir tónlistina hefur Hildur hlotið fjölda verðlauna, nú síðast Óskarsverðlaunin sem hún hlaut í nótt. 

Aukinn áhugi á dórófóni eftir sigurgöngu Hildar

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

„Hugmyndin um ný hljóðfæri er fjarri fólki þannig að þegar …
„Hugmyndin um ný hljóðfæri er fjarri fólki þannig að þegar þetta dúkkar upp í menningunni þá vekur þetta ansi margar tengingar,“ segir Halldór. Ljósmynd/Sammi Drew

Dóró­fónn, nýtt hljóðfæri Hall­dórs Úlfars­son­ar mynd­list­ar­manns og hönnuðar, hef­ur vakið mikla at­hygli á síðustu vik­um og mánuðum. Ástæðan er sú að Hild­ur Guðna­dótt­ir not­ar hljóðfærið í tónlist sinni í Jókern­um. Fyr­ir tón­list­ina hef­ur Hild­ur hlotið fjölda verðlauna, nú síðast Óskar­sverðlaun­in sem hún hlaut í nótt. 

Dóró­fónn, nýtt hljóðfæri Hall­dórs Úlfars­son­ar mynd­list­ar­manns og hönnuðar, hef­ur vakið mikla at­hygli á síðustu vik­um og mánuðum. Ástæðan er sú að Hild­ur Guðna­dótt­ir not­ar hljóðfærið í tónlist sinni í Jókern­um. Fyr­ir tón­list­ina hef­ur Hild­ur hlotið fjölda verðlauna, nú síðast Óskar­sverðlaun­in sem hún hlaut í nótt. 

Dóró­fónn­inn er lítt þekkt­ur enda hef­ur hann verið í mót­un á síðustu árum. Hljóðfærið er hluti af doktors­rann­sókn Hall­dórs við Há­skól­ann í Sus­sex í Bretlandi. Verk­efnið hófst þó í mynd­list­ar­námi hans í Finn­landi nokkru fyrr.

Vel heyr­ist í dóró­fón­in­um í einni aðal­senu Jókers­ins, senu þar sem Jóker­inn dans­ar á barmi tauga­áfalls á al­menn­ings­sal­erni. Þá heyr­ist verk Hild­ar „Bat­hroom dance“ og leik­ur dóró­fónn­inn stórt hlut­verk í því. Mynd­bandið við lagið má sjá hér að neðan.

Ætl­un­in er að tæp­lega tvö­falda magn dóró­fóna sem finna má í heim­in­um á þessu ári og seg­ir Hall­dór að aukn­ing­una megi tengja beint við vel­gengni Hild­ar sem er fyrr­ver­andi skóla­syst­ir hans úr Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð.

Hér má sjá dórófóninn sem Hildur kallar Jimi Hendrix-selló.
Hér má sjá dóró­fón­inn sem Hild­ur kall­ar Jimi Hendrix-selló. Ljós­mynd/​Aðsend

Ræddi dóró­fón­inn við Vanity Fair

„Ég hef legið á Google í hvert sinn sem Hild­ur vinn­ur til verðlauna og at­hugað hvort minnst hafi verið á dóró­fón­inn í kjöl­farið,“ seg­ir Hall­dór. Sú hef­ur gjarn­an verið raun­in og ræddi Hild­ur dóró­fón­inn meðal ann­ars í viðtali við Vanity Fair ný­lega. 

„Í viðtöl­um hef­ur Hild­ur verið svo góð að minn­ast á að hún not­ar hljóðfærið í þessu verki. Í kjöl­farið hef­ur komið hrina af ein­hverj­um til­vís­un­um í þessi viðtöl við hana og ég hef séð svona ein­staka sam­töl og spjall á spjallþráðum um ný­stár­leg hljóðfæri eða hjá sell­ist­um og strengja­leik­ur­um sem eru að bera sam­an bæk­ur sín­ar.“

Jimi Hendrix-selló, grát­andi skrímsli

Dóró­fónn­inn er nefnd­ur í höfuðið á Hall­dóri sjálf­um og ber nafnið halldoroph­o­ne á ensku. Um er að ræða eins kon­ar rafselló sem er gætt klass­ísk­um stengj­um en einnig setti af strengj­um sem bera enduróm. 

„Svo tón­list­in verður að eins kon­ar enduróms­gang­verki, eins og Jimi Hendrix-selló, grát­andi skrímsli,“ sagði Hild­ur um dóró­fón­inn í viðtali við Vanity Fair.

Hljómi dórófónsins svipar til sellós, rafmagnsgítars og orgels.
Hljómi dóró­fóns­ins svip­ar til sellós, raf­magns­gít­ars og org­els. Ljós­mynd/​Aðsend

Um­fjöll­un um dóró­fón­inn hef­ur orðið til þess að Hall­dór hef­ur fengið ein­staka fyr­ir­spurn­ir um það hvort hægt sé að fjár­festa í dóró­fóni. Spurður hvort það sé raun­in seg­ir Hall­dór létt­ur í bragði:

„Fólki er vel­komið að hringja í mig og við get­um bara séð hvort samn­ing­ar tak­ist. Dóró­fónn­inn er nægi­lega til­bú­inn. Það hef­ur tekið tíma að finna hvað það er sem ger­ir góðan dóró­fón og hvernig besti dóró­fónn­inn sem ég geti búið til sé. Það gæti breyst á ein­hverj­um tíma­punkti, það er að segja að maður verði betri í að gera dóró­fóna góða þegar fram líða stund­ir. Ég treysti mér til þess að út­skrifa dóró­fón­inn svo ef ein­hver vill dóró­fón þá gæti ég af­greitt hann.“

Sjald­gæft að ný hljóðfæri verði til

Hall­dór seg­ir að það sé sjald­gæft að ný hljóðfæri líti dags­ins ljós í nú­tím­an­um og það sé lík­lega önn­ur ástæða þess að dóró­fónn­inn hafi vakið áhuga. 

„Hug­mynd­in um ný hljóðfæri er fjarri fólki þannig að þegar þetta dúkk­ar upp í menn­ing­unni þá vek­ur þetta ansi marg­ar teng­ing­ar. Til að mynda teng­ingu við upp­finn­ingu sem er alltaf róm­an­tísk. Hljóðfæri eiga sér­stak­an sess í menn­ing­unni okk­ar, þau eru mik­ils­verðir hlut­ir sem fólki þykir al­mennt vænt um og þykir mikið til koma. Það held ég að auki til­finn­ing­una fyr­ir því að það sé eitt­hvað sér­stakt á ferðinni.“

Hildur Guðnadóttir með Óskarinn á verðlaunaafhendingunni í nótt.
Hild­ur Guðna­dótt­ir með Óskar­inn á verðlauna­af­hend­ing­unni í nótt. AFP

Áhugi tón­listar­fólks á dóró­fón­in­um ligg­ur helst í áhuga á hljómn­um sem hann gef­ur frá sér, að mati Hall­dórs.

„Það er líka svo sér­stakt og þekkj­an­legt sánd í dóró­fón­in­um og ég held að það veki líka áhuga og fólk verður for­vitið. Tón­listar­fólk fer að velta fyr­ir sér hvernig sé að spila á þetta, hvar þetta sánd eigi heima og hvernig sé hægt að nota það.“

Fimm dóró­fón­ar til, fjór­ir á leiðinni

Fimm dóró­fón­ar eru til í heim­in­um í dag og verða fjór­ir nýir skapaðir í ár. 

„Það má tengja það bein­lín­is við vel­gengni Hild­ar en líka það að nú er ég starf­andi mest­megn­is í Bretlandi þar sem er stærra hag­kerfi með meira fjár­magni í menn­ing­ar­mál­um og stór­um menn­ing­ar­verk­efn­um breitt yfir. Það er áhuga­vert verk­efni að fara í gang í sam­starfi við tvo skóla þar sem nem­andi í ein­um skóla með leiðsögn minni og kenn­ara smíðar nýj­an dóró­fón og svo fer það hljóðfæri í hend­urn­ar á öðrum nem­enda­hópi, fólk í tón­smíðanámi á há­skóla­stigi sem mun semja fyr­ir það hljóðfæri og kynn­ast því,“ seg­ir Hall­dór.

mbl.is