Harpa hyllir Hildi

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

Harpa hyllir Hildi

Textinn „Til hamingju Hildur!“ rennur viðstöðulaust eftir glerhjúpi tónlistarhússins Hörpu í kvöld, í tilefni af Óskarsverðlaunum Hildar Guðnadóttur tónskálds.

Harpa hyllir Hildi

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

00:00
00:00

Text­inn „Til ham­ingju Hild­ur!“ renn­ur viðstöðulaust eft­ir gler­hjúpi tón­list­ar­húss­ins Hörpu í kvöld, í til­efni af Óskar­sverðlaun­um Hild­ar Guðna­dótt­ur tón­skálds.

Text­inn „Til ham­ingju Hild­ur!“ renn­ur viðstöðulaust eft­ir gler­hjúpi tón­list­ar­húss­ins Hörpu í kvöld, í til­efni af Óskar­sverðlaun­um Hild­ar Guðna­dótt­ur tón­skálds.

Ljós­mynd­ari mbl.is og Morg­un­blaðsins leit þar við um kl. 18, skömmu eft­ir að text­inn byrjaði að renna eft­ir gler­hjúpn­um, og myndaði her­leg­heit­in.

„Okk­ur fannst ekk­ert annað koma til greina en að tón­list­ar­hús ís­lensku þjóðar­inn­ar fagnaði þess­um verðskulduðu sigr­um Hild­ar. Viður­kenn­ing­in sem hún hef­ur nú hlotið er mikið fagnaðarefni fyr­ir alla unn­end­ur tón­list­ar og menn­ing­ar og mark­ar vatna­skil fyr­ir kon­ur á þeim mik­il­væga vett­vangi,“ er haft eft­ir Svan­hildi Kon­ráðsdótt­ur, for­stjóra Hörpu, í frétta­til­kynn­ingu.

Ham­ingjuósk­irn­ar á hjúpn­um má sjá til miðnætt­is og eru gest­ir og gang­andi í ná­grenni Hörpu hvatt­ir til að deila kveðjunni á sam­fé­lags­miðlum.

Gestir og gangandi í nágrenni Hörpu eru hvattir til að …
Gest­ir og gang­andi í ná­grenni Hörpu eru hvatt­ir til að deila kveðjunni á sam­fé­lags­miðlum. mbl.is/​Eggert
mbl.is