Hetjurnar sem sameina okkur

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

Hetjurnar sem sameina okkur

„Undanfarið ár þar sem Judy Garland hefur verið fagnað þvert á kynslóðir og menningu hefur verið góð áminning um að hetjurnar okkar sameina okkur. Þau bestu meðal okkar sem hvetja okkur til að finna það besta í okkur sjálfum. Þau sameina okkur, þegar við horfum á hetjurnar okkar, þá erum við sammála.“

Hetjurnar sem sameina okkur

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

Renée Zellweger þakkaði hetjunum sem sameina okkur í ræðu sinni.
Renée Zellweger þakkaði hetjunum sem sameina okkur í ræðu sinni. AFP

„Und­an­farið ár þar sem Judy Garland hef­ur verið fagnað þvert á kyn­slóðir og menn­ingu hef­ur verið góð áminn­ing um að hetj­urn­ar okk­ar sam­eina okk­ur. Þau bestu meðal okk­ar sem hvetja okk­ur til að finna það besta í okk­ur sjálf­um. Þau sam­eina okk­ur, þegar við horf­um á hetj­urn­ar okk­ar, þá erum við sam­mála.“

„Und­an­farið ár þar sem Judy Garland hef­ur verið fagnað þvert á kyn­slóðir og menn­ingu hef­ur verið góð áminn­ing um að hetj­urn­ar okk­ar sam­eina okk­ur. Þau bestu meðal okk­ar sem hvetja okk­ur til að finna það besta í okk­ur sjálf­um. Þau sam­eina okk­ur, þegar við horf­um á hetj­urn­ar okk­ar, þá erum við sam­mála.“

Þetta sagði leik­kon­an Renée Zellwe­ger í þakk­arræðu sinni á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í nótt, þar sem hún hlaut verðlaun fyr­ir að leika aðal­hlut­verk Judy Garland í kvik­mynd­inni Judy, sem ein­mitt fjall­ar um líf banda­rísku leik- og söng­kon­unn­ar.

Með am­er­íska draum­inn í fartesk­inu

Zellwe­ger notaði stór­an hluta ræðu sinn­ar til þess að þakka fyr­ir það tæki­færi sem henni var veitt með hlut­verk­inu og þakka sam­starfs­fólki sínu, umboðsmanni sín­um og for­eldr­um sín­um, inn­flytj­end­um sem komu til Banda­ríkj­anna með ekk­ert í fartesk­inu nema hvert annað og am­er­íska draum­inn. 

Zellweger notaði stóran hluta ræðu sinnar til þess að þakka …
Zellwe­ger notaði stór­an hluta ræðu sinn­ar til þess að þakka fyr­ir það tæki­færi sem henni var veitt með hlut­verk­inu. AFP

Meðal hetja sem Zellwe­ger taldi upp í ræðu sinni voru Neil Armstrong, Sally Ride, Del­or­es Hu­erta, Ven­us og Serena Williams, Bob Dyl­an, Scorsese, Fred Rogers og Harriet Tubm­an, að ógleymd­um hvers­dags­hetj­un­um: kenn­ur­um, her­mönn­um, sjúkra­flutn­inga- og slökkviliðsmönn­um.

„Þegar við fögn­um hetj­un­um okk­ar erum við minnt á það hver við erum, sam­einuð. Og þó að Judy Garland hafi ekki hlotið þenn­an heiður á sinni lífs­leið er ég viss um að þetta augna­blik er fram­leng­ing á þeim fögnuði á arf­leifð henn­ar sem hófst í kvik­mynda­ver­inu okk­ar.“

„Ung­frú Garland, þú varst sann­ar­lega meðal þeirra hetja sem sam­eina og skil­greina okk­ur. Og þetta er sann­ar­lega fyr­ir þig. Ég er svo þakk­lát. Takk, all­ir. Góða nótt.“



mbl.is