„Klikkað“ kvöld

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

„Klikkað“ kvöld

Suðurkór­eska kvik­mynd­in Paras­ite vann sögulegt afrek á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar myndin var val­in besta mynd árs­ins. Parasite var einnig ótvíræður sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun. 

„Klikkað“ kvöld

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

00:00
00:00

Suðurkór­eska kvik­mynd­in Paras­ite vann sögu­legt af­rek á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í nótt þegar mynd­in var val­in besta mynd árs­ins. Paras­ite var einnig ótví­ræður sig­ur­veg­ari kvölds­ins með fern verðlaun. 

Suðurkór­eska kvik­mynd­in Paras­ite vann sögu­legt af­rek á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í nótt þegar mynd­in var val­in besta mynd árs­ins. Paras­ite var einnig ótví­ræður sig­ur­veg­ari kvölds­ins með fern verðlaun. 

Bong Joon-ho hlaut verðlaun fyr­ir leik­stjórn eft­ir að Paras­ite hafði verið val­in besta er­lenda mynd­in og hlotið verðlaun fyr­ir besta frum­samda hand­ritið, fyrst asískra mynda. Hann sagði í ræðu sinni að hann hefði ekki bú­ist við fleiri verðlaun­um og væri því „bú­inn að segja þetta gott í dag“. Það átti al­deil­is eft­ir að breyt­ast. Fern verðlaun voru niðurstaðan. 

Paras­ite er fyrsta er­lenda kvik­mynd­in, það er kvik­mynd á öðru tungu­máli en ensku, sem hlýt­ur verðlaun fyr­ir bestu mynd­ina og brýt­ur þar með blað í 92 ára langri sögu verðlaun­anna.

Bong Joon-ho lýsir kvöldinu sem óraunverulegu. Kvikmynd hans, Parasite, hlaut …
Bong Joon-ho lýs­ir kvöld­inu sem óraun­veru­legu. Kvik­mynd hans, Paras­ite, hlaut fern verðlaun á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í nótt. AFP

Paras­ite hef­ur verið lýst sem kol­svartri gam­an­mynd en hún seg­ir frá fá­tækri suðurkór­eskri fjöl­skyldu sem tekst að lauma sér lúmskt inn í fjöl­skyldu- og heim­il­is­líf auðugr­ar fjöl­skyldu. Af­leiðing­arn­ar eru væg­ast sagt svaka­leg­ar svo ekki sé meira sagt. Und­ir­tónn­inn er þó al­var­leg­ur þar sem viðfangs­efn­in eru stétta­átök og fé­lags­leg mis­skipt­ing. 

Í sam­tali við fjöl­miðlafólk baksviðs eft­ir að hafa hlotið verðlaun­in sagði Bong verðlaun­in vera mik­inn heiður. „Mér líður eins og ég muni vakna og kom­ast að því að þetta er allt sam­an draum­ur. Þetta er mjög óraun­veru­legt,“ sagði Bong og lýsti kvöld­inu sem „klikkuðu“.

Þakkaði Scorsese og Tar­ant­ino

Í þakk­arræðu sinni vitnaði Bong í Mart­in Scorsese sem sagði eitt sinn að því per­sónu­legri sem leik­stjór­ar verða, því meiri verði sköp­un­ar­gleðin. Scorsese var til­nefnd­ur fyr­ir leik­stjórn The Iris­hm­an en laut í lægra haldi fyr­ir Bong. Scorsese klappaði Bong lof í lófa en sal­ur­inn tók und­ir með Bong þegar hann hyllti Scorsese og stóð fólk á fæt­ur. 

Bong Joon-ho með styttuna fyrir bestu leikstjórn.
Bong Joon-ho með stytt­una fyr­ir bestu leik­stjórn. AFP

Bong þakkaði einnig Qu­ent­in Tar­ant­ino fyr­ir að hafa vakið at­hygli á kvik­mynd­um hans þegar „eng­inn þekkti þær utan Banda­ríkj­anna“. „Ég elska þig Qu­ent­in,“ sagði Bong og fékk fing­ur­koss frá Tar­ant­ino til baka. 

Bong sagði það mik­inn heiður að hafa verið til­nefnd­ur en hann óraði ekki fyr­ir að hann myndi nokk­urn tím­ann vinna. 

„Ég mun drekka fram á næsta morg­un,“ sagði Bong áður en hann steig af sviðinu. 

Í spil­ar­an­um hér að ofan má sjá hóg­vær­an Bong í viðtali á rauða dregl­in­um í upp­hafi kvölds en hér að neðan má sjá þakk­arræðuna hans sem hann flutti eft­ir að hafa hlotið Óskar­inn fyr­ir bestu leik­stjórn: 

mbl.is