„Nær að hitta fólk alveg í hjartastað“

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

„Nær að hitta fólk alveg í hjartastað“

„Ég held að þetta hljóti að hafa áhrif til góðs og setja fókus á íslenska menningu. Það er enn og aftur tónlist sem ber flaggið fyrir okkur,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, um Óskarsverðlaunin sem Hildur Guðnadóttir tónskáld hreppti í nótt. 

„Nær að hitta fólk alveg í hjartastað“

Hildur Guðnadóttir | 10. febrúar 2020

Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, segir að …
Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, segir að það sé eitthvað virkilega ferskt við tónlist Hildar, sem hitti fólk í hjartastað. mbl.is/Samsett mynd

„Ég held að þetta hljóti að hafa áhrif til góðs og setja fókus á ís­lenska menn­ingu. Það er enn og aft­ur tónlist sem ber flaggið fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bragi Valdi­mar Skúla­son, formaður Fé­lags tón­skálda og texta­höf­unda, um Óskar­sverðlaun­in sem Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld hreppti í nótt. 

„Ég held að þetta hljóti að hafa áhrif til góðs og setja fókus á ís­lenska menn­ingu. Það er enn og aft­ur tónlist sem ber flaggið fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bragi Valdi­mar Skúla­son, formaður Fé­lags tón­skálda og texta­höf­unda, um Óskar­sverðlaun­in sem Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld hreppti í nótt. 

„Þetta er nátt­úru­lega ótrú­leg sig­ur­ganga. Hún er bara að upp­skera eins og hún sáði fyr­ir tvö ólík verk­efni í raun og veru svo þetta er al­veg al­gjör­lega magnað,“ seg­ir Bragi. 

Hild­ur vann Óskar­inn fyr­ir tónlist sína í Jókern­um en áður hafði hún hlotið Gold­en Globe-verðlaun­in, Bafta-verðlaun­in og fleiri verðlaun vegna tón­list­ar­inn­ar í Jókern­um. Í fyrra hlaut hún svo fjölda verðlauna fyr­ir tónlist sína í þáttaröðinni Cherno­byl. Þótt tónlist Hild­ar í Cherno­byl hafi verið ólík tónlist henn­ar í Jókern­um seg­ir Bragi að í báðum til­fell­um hafi höf­und­ar­ein­kenni Hild­ar heyrst vel. 

Sál­in í tónlist Hild­ar sér­stök

Spurður hvað sé svo sér­stakt við tón­smíðar Hild­ar seg­ir Bragi: „Það er sál­in í þessu. Hún er að nota dórofón og alls kon­ar til­rauna­kennt sem hún nær ein­hvern veg­inn að beisla inn í kvik­mynda­tón­list­ina. Ég held að aðferðafræði og frum­leg nálg­un á tón­list­ina sé líka stórt stef hjá henni. Hún nær ein­hvern veg­inn að beisla sköp­un­ar­kraft­inn inn í þessi verk­efni.

Bragi seg­ir að tónlist Hild­ar nái til fólks á sér­stak­an hátt. 

„Það er eitt­hvað virki­lega ferskt við þetta sem nær að hitta fólk al­veg í hjart­astað. Nálg­un­in fer ein­hvern veg­inn al­gjör­lega inn í verkið og hún gef­ur sig alla í þau. Það er greini­lega að skila sér því nú er hún orðin heims­meist­ari.“

„Rosa­leg­ur inn­blást­ur fyr­ir yngri kyn­slóðir“

Spurður hvort sig­ur­ganga Hild­ar muni hafa áhrif á áhuga Íslend­inga á tón­smíðum seg­ir Bragi:

„Áhugi á tónlist kvikn­ar þarna og sum­ir velta því fyr­ir sér hver þetta sé og hvað hún sé að gera og fara að leggja sig fram við að hlusta á tón­list­ina henn­ar. Allt svona hef­ur áhrif á yngri kyn­slóðir, ég tala ekki um áhrif á stelp­ur. Ef maður skoðar töl­urn­ar yfir sigra kven­fólks á þess­um blessuðu hátíðum þá eru þeir ekk­ert sér­stak­lega marg­ir svo þetta er nátt­úru­lega rosa­leg­ur inn­blást­ur fyr­ir yngri kyn­slóðir að þetta sé hægt.“

mbl.is