Sjálfhverf heimsmynd mannsins

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

Sjálfhverf heimsmynd mannsins

„Guð, ég er fylltur svo miklu þakklæti núna. Og mér líður ekki eins og ég sé ofar hinum sem tilnefndir voru með mér eða nokkrum í þessum sal af því við deilum sömu ást, ást á kvikmyndum, og þessi tjáningaraðferð hefur gefið mér frábært líf. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. En ég held að besta gjöfin sem mér hefur verið gefin, líkt og mörgum okkar í þessum sal, sé tækifærið til að nota rödd okkar í þágu hinna raddlausu.“

Sjálfhverf heimsmynd mannsins

Óskarsverðlaunin 2020 | 10. febrúar 2020

Phoenix hefur gjarnan notað sviðsljósið til þess að vekja athygli …
Phoenix hefur gjarnan notað sviðsljósið til þess að vekja athygli á óréttlæti og var ræða hans í þessu skærasta sviðsljósi heims þar engin undantekning. AFP

„Guð, ég er fyllt­ur svo miklu þakk­læti núna. Og mér líður ekki eins og ég sé ofar hinum sem til­nefnd­ir voru með mér eða nokkr­um í þess­um sal af því við deil­um sömu ást, ást á kvik­mynd­um, og þessi tján­ing­araðferð hef­ur gefið mér frá­bært líf. Ég veit ekki hvar ég væri án henn­ar. En ég held að besta gjöf­in sem mér hef­ur verið gef­in, líkt og mörg­um okk­ar í þess­um sal, sé tæki­færið til að nota rödd okk­ar í þágu hinna radd­lausu.“

„Guð, ég er fyllt­ur svo miklu þakk­læti núna. Og mér líður ekki eins og ég sé ofar hinum sem til­nefnd­ir voru með mér eða nokkr­um í þess­um sal af því við deil­um sömu ást, ást á kvik­mynd­um, og þessi tján­ing­araðferð hef­ur gefið mér frá­bært líf. Ég veit ekki hvar ég væri án henn­ar. En ég held að besta gjöf­in sem mér hef­ur verið gef­in, líkt og mörg­um okk­ar í þess­um sal, sé tæki­færið til að nota rödd okk­ar í þágu hinna radd­lausu.“

Svona hóf stór­leik­ar­inn Joaquin Phoen­ix þakk­arræðu sína á Óskar­sverðlaun­un­um í nótt, þar sem hann hlaut verðlaun fyr­ir aðal­hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Joker, ein­mitt þeirri sömu og Hild­ur okk­ar Guðna­dótt­ir hlaut verðlaun fyr­ir.

Phoen­ix hef­ur gjarn­an notað sviðsljósið til þess að vekja at­hygli á órétt­læti og var ræða hans í þessu skær­asta sviðsljósi heims þar eng­in und­an­tekn­ing. „Ég held að stund­um líði okk­ur, eða að okk­ur sé látið líða þannig, að við séum tals­menn mis­mun­andi mál­efna, en ef ég tala fyr­ir sjálf­an mig, þá sé ég að við erum öll í sama liði.“

Bar­átt­an gegn mis­rétti

„Ég held það sé sama hvort litið sé til jafn­rétt­is kynj­anna, kynþátta­for­dóma, rétt­inda hinseg­in fólks, rétt­inda frum­byggja eða dýra­rétt­inda, þá sé viðfangs­efnið bar­átta gegn mis­rétti. Við erum að tala um bar­átt­una gegn þeirri trú að ein þjóð, einn þjóðflokk­ur, eitt kyn eða ein dýra­teg­und hafi rétt til þess að drottna yfir, stjórna og hag­nýta aðra hópa að vild.“

Phoen­ix sagði að marg­ir væru bún­ir að missa teng­ingu sína við nátt­úr­una og að marg­ir ættu það sam­eig­in­legt að heims­sýn þeirra væri sjálfsmiðuð. 

Phoenix var augljóslega mikið niðri fyrir.
Phoen­ix var aug­ljós­lega mikið niðri fyr­ir. AFP

„Við trú­um því að við séum miðpunkt­ur al­heims­ins. Við för­um út í nátt­úr­una og við för­um um hana ráns­hendi. Okk­ur finnst við hafa rétt til þess að sæða kú og þegar hún fæðir stel­um við barn­inu henn­ar, jafn­vel þó að ang­ist­ar­grát­ur henn­ar sé auðheyri­leg­ur. Og svo tök­um við mjólk­ina henn­ar sem er ætluð kálf­in­um henn­ar og við setj­um hana í kaffið okk­ar og á morgun­kornið.“

„Ég held við séum hrædd við að gera breyt­ing­ar hjá sjálf­um okk­ur af því við höld­um að við þurf­um að fórna ein­hverju, en einn besti eig­in­leiki mann­fólks­ins er ein­mitt hug­vit­sem­in,“ sagði Phoen­ix. „Ég trúi því að þegar við not­um ást okk­ar og sam­kennd sem meg­in­reglu get­um við skapað, þróað og inn­leitt kerfi breyt­inga sem koma sér vel fyr­ir all­ar skyni born­ar ver­ur og um­hverfið.“

Ég hef verið ill­menni

„Ég hef verið ilmenni. Ég hef verið sjálfs­elsk­ur, ég hef stund­um verið ill­gjarn erfiður sam­starfs­fé­lagi og ég er þakk­lát­ur fyr­ir það hve mörg ykk­ar hafa gefið mér annað tæki­færi.“

Phoen­ix sagði það ein­mitt lausn­ina við flest­um vanda­mál­um manns­ins, að styðja við í stað þessa úti­loka hver ann­an fyr­ir mis­tök fortíðar­inn­ar. „Þegar við hjálp­um hvert öðru að vaxa, þegar við fræðum hvert annað, þegar við leiðbein­um hvert öðru í átta að end­ur­lausn. Það er besti eig­in­leiki mann­fólks­ins. Þegar hann var 17 ára sagði bróðir minn við mig: hlauptu til bjarg­ar með ást og friður mun fylgja. Takk fyr­ir.“

mbl.is