Túlkurinn stefnir á frama í kvikmyndagerð

Óskarsverðlaunin 2020 | 11. febrúar 2020

Túlkurinn stefnir á frama í kvikmyndagerð

Leikstjórinn Bong Joon-ho var nokkuð óvæntur senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrrakvöld. Túlkur hans, Sharon Choi, var líklega enn óvæntari senuþjófur, sem heillaði viðstadda með óaðfinnanlegri túlkun og yfirvegun á sviðinu. Hún fékk kannski ekki Óskar en hún sigraði hjörtu þeirra sem fylgdust með og samfélagsmiðlanotendur voru mjög forvitnir um Choi. 

Túlkurinn stefnir á frama í kvikmyndagerð

Óskarsverðlaunin 2020 | 11. febrúar 2020

Sharon Choi, túlkur suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho, stefnir á frama …
Sharon Choi, túlkur suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho, stefnir á frama í kvikmyndagerð og vinnur að handriti um verðlaunahátíðir. AFP

Leik­stjór­inn Bong Joon-ho var nokkuð óvænt­ur senuþjóf­ur á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í fyrra­kvöld. Túlk­ur hans, Sharon Choi, var lík­lega enn óvænt­ari senuþjóf­ur, sem heillaði viðstadda með óaðfinn­an­legri túlk­un og yf­ir­veg­un á sviðinu. Hún fékk kannski ekki Óskar en hún sigraði hjörtu þeirra sem fylgd­ust með og sam­fé­lags­miðlanot­end­ur voru mjög for­vitn­ir um Choi. 

Leik­stjór­inn Bong Joon-ho var nokkuð óvænt­ur senuþjóf­ur á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í fyrra­kvöld. Túlk­ur hans, Sharon Choi, var lík­lega enn óvænt­ari senuþjóf­ur, sem heillaði viðstadda með óaðfinn­an­legri túlk­un og yf­ir­veg­un á sviðinu. Hún fékk kannski ekki Óskar en hún sigraði hjörtu þeirra sem fylgd­ust með og sam­fé­lags­miðlanot­end­ur voru mjög for­vitn­ir um Choi. 

Choi, sem er 25 ára, stefn­ir á frama í kvik­myndaiðnaðnum og er nafn henn­ar svo sann­ar­lega komið á kortið. Choi hef­ur fylgt Bong eft­ir síðan á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í fyrra, þar sem mynd hans, Paras­ite, hlaut Gullpálm­ann. 

Choi er eng­inn venju­leg­ur túlk­ur, en hún hef­ur til­einkað sér að túlka kjarna orða Bong, í stað þess að beinþýða allt sem hann seg­ir. Choi og Bong eru góðir vin­ir og bú­ast má við að Bong styðji hana í einu og öllu í framtíðinni. 

„Hún er kvik­mynda­gerðar­kona og lærði kvik­mynda­gerð í há­skóla,“ sagði Bong baksviðs á Óskar­sverðlauna­hátíðinni á sunnu­dags­kvöld. Bong seg­ir Choi vera með hand­rit í smíðum. „Það er mjög for­vitni­leg,“ seg­ir Bong, en hand­ritið fjall­ar um verðlauna­hátíðir í kvik­mynda­geir­an­um, þar sem Choi þekk­ir svo sann­ar­lega vel til.

Frétt BBC

mbl.is