Fengu gjafapoka að andvirði 27 milljóna

Óskarsverðlaunin 2020 | 12. febrúar 2020

Fengu gjafapoka að andvirði 27 milljóna

Allir þeir sem tilnefndir voru í stærstu flokkunum á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi fengu gjafapoka að andvirði 27 milljóna íslenskra króna. 

Fengu gjafapoka að andvirði 27 milljóna

Óskarsverðlaunin 2020 | 12. febrúar 2020

Þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt fóru heim …
Þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt fóru heim með gullstyttu og gjafapoka. AFP

All­ir þeir sem til­nefnd­ir voru í stærstu flokk­un­um á Óskar­sverðlauna­hátíðinni síðustu helgi fengu gjafa­poka að and­virði 27 millj­óna ís­lenskra króna. 

All­ir þeir sem til­nefnd­ir voru í stærstu flokk­un­um á Óskar­sverðlauna­hátíðinni síðustu helgi fengu gjafa­poka að and­virði 27 millj­óna ís­lenskra króna. 

Öll þau sem til­nefnd voru í flokk­un­um besti leik­stjóri, leik­ari í aðal og auka­hlut­verki og leik­kona í aðal og auka­hlut­verki fóru heim með þenn­an veg­lega gjafa­poka. Pok­arn­ir kall­ast „All­ir vinna“ og eru ekki form­leg­ur hluti af Óskar­sverðlaun­un­um held­ur frá markaðsfyr­ir­tæk­inu Dist­incti­ve As­sets. 

Í pok­an­um var meðal ann­ars 12 daga lúx­us­sigl­ing, 24 karata gull vape, sér­hönnuð gler stytta og margt fleira. Verðmæti pok­ans er sam­kvæmt For­bes um 215.000 banda­ríkja­dal­ir eða um 27 millj­ón­ir ís­lenskra kóna. 

Stofn­andi Dist­incti­ve As­sets, Lash Fary, sagði að „all­ar mann­eskj­ur, óháð fjár­hags­stöðu og frægðar, eigi skilið gleðina sem fylg­ir gjöf“.

Nán­ar má lesa um inni­hald pok­ans í frétt For­bes.

Leonardo DiCaprio, Margot Robbie og Quentin Tarantino fóru líka heim …
Leon­ar­do DiCaprio, Margot Robbie og Qu­ent­in Tar­ant­ino fóru líka heim með svona poka þrátt fyr­ir að hafa ekki unnið í sín­um flokk­um. AFP
mbl.is