Portman sökuð um að vera sjálf vandamálið

Óskarsverðlaunin 2020 | 12. febrúar 2020

Portman sökuð um að vera sjálf vandamálið

Bandaríska leikkonan Rose McGowan kallar stöllu sína Natalie Portman fúskara og segist hafa viðbjóð á henni í kjölfar þess að Portman mætti á Óskarsverðlaunahátíðina á sunnudagskvöld íklædd kjól sem áletraður var nöfnum kvenkyns leikstjóra, sem Portman sagði að litið hefði verið fram hjá við Óskarstilnefningar, en fimm karlar voru tilnefndir í flokki leikstjóra á hátíðinni.

Portman sökuð um að vera sjálf vandamálið

Óskarsverðlaunin 2020 | 12. febrúar 2020

Portman sjálf á framleiðslufyrirtæki í kvikmyndabransanum, en hefur aldrei ráðið …
Portman sjálf á framleiðslufyrirtæki í kvikmyndabransanum, en hefur aldrei ráðið kvenkyns leikstjóra aðra en sjálfa sig til þess að leikstýra mynd. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Rose McGow­an kall­ar stöllu sína Na­talie Portman fúsk­ara og seg­ist hafa viðbjóð á henni í kjöl­far þess að Portman mætti á Óskar­sverðlauna­hátíðina á sunnu­dags­kvöld íklædd kjól sem áletraður var nöfn­um kven­kyns leik­stjóra, sem Portman sagði að litið hefði verið fram hjá við Óskarstil­nefn­ing­ar, en fimm karl­ar voru til­nefnd­ir í flokki leik­stjóra á hátíðinni.

Banda­ríska leik­kon­an Rose McGow­an kall­ar stöllu sína Na­talie Portman fúsk­ara og seg­ist hafa viðbjóð á henni í kjöl­far þess að Portman mætti á Óskar­sverðlauna­hátíðina á sunnu­dags­kvöld íklædd kjól sem áletraður var nöfn­um kven­kyns leik­stjóra, sem Portman sagði að litið hefði verið fram hjá við Óskarstil­nefn­ing­ar, en fimm karl­ar voru til­nefnd­ir í flokki leik­stjóra á hátíðinni.

McGow­an bend­ir á það í færslu á Face­book að Portman sjálf hafi ein­ung­is unnið með tveim­ur kven­kyns leik­stjór­um á ferli sín­um – og önn­ur þeirra hafi verið Portman sjálf.

Rose McGowan við upphaf réttarhaldanna yfir Harvey Weinstein í byrjun …
Rose McGow­an við upp­haf rétt­ar­hald­anna yfir Har­vey Wein­stein í byrj­un árs. AFP

Þá bend­ir hún á þá staðreynd að Portman á sitt eigið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og hef­ur alltaf ráðið karla til þess að leik­stýra kvik­mynd­um sín­um – nema í þeim til­fell­um þar sem hún sjálf hef­ur leik­stýrt.

„Hvað er málið með leik­kon­ur af þínu sauðahúsi?“ spyr McGow­an og bæt­ir við að allra fræg­ustu leik­kon­ur heims gætu virki­lega breytt heim­in­um með því að taka af skarið í stað þess að „vera vanda­málið“.

Natalie Portman klæddist kjól með ísaumuðum nöfnum kvenkyns leikstjóra á …
Na­talie Portman klædd­ist kjól með ísaumuðum nöfn­um kven­kyns leik­stjóra á Óskar­sverðlauna­hátíðinni á sunnu­dags­kvöld. Hún er nú sökuð um hræsni. AFP

„Já þú, Na­talie. Þú ert vanda­málið. Hræsni er vanda­málið. Falsk­ur stuðning­ur við aðrar kon­ur er vanda­málið. Ég beini orðum mín­um til þín, þar sem þú ert nýj­asta dæmið um konu sem er ein­ung­is að leika hlut­verk konu sem ber hag annarra kvenna fyr­ir brjósti,“ skrif­ar McGow­an, sem var fyrsta kon­an til þess að stíga op­in­ber­lega fram og saka kvik­mynda­mó­gúl­inn fyrr­ver­andi Har­vey Wein­stein um nauðgun í apríl árið 2017.



mbl.is