Auglýsingin sem þótti „of myndræn“ fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2020 | 13. febrúar 2020

Auglýsingin sem þótti „of myndræn“ fyrir Óskarinn

Auglýsing frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir nýbakaðar mæður hefur farið á flug á netinu eftir að sjónvarpsstöðin ABC neitaði að sýna hana á meðan Óskarsverðlaunin voru afhent á sunnudagskvöldið síðasta.

Auglýsingin sem þótti „of myndræn“ fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2020 | 13. febrúar 2020

Úr auglýsingu Frida Mom.
Úr auglýsingu Frida Mom. Skjáskot/Youtube

Aug­lýs­ing frá fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í vör­um fyr­ir nýbakaðar mæður hef­ur farið á flug á net­inu eft­ir að sjón­varps­stöðin ABC neitaði að sýna hana á meðan Óskar­sverðlaun­in voru af­hent á sunnu­dags­kvöldið síðasta.

Aug­lýs­ing frá fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í vör­um fyr­ir nýbakaðar mæður hef­ur farið á flug á net­inu eft­ir að sjón­varps­stöðin ABC neitaði að sýna hana á meðan Óskar­sverðlaun­in voru af­hent á sunnu­dags­kvöldið síðasta.

ABC taldi aug­lýs­ing­una frá Frida Mom vera of mynd­ræna en í henni má sjá nýbakaða móður vakna um miðja nótt og með erfiðleik­um fara á kló­settið. Hin nýbakaða móðir not­ar alls kon­ar vör­ur með mis­góðum ár­angri. Í lok aug­lýs­ing­ar­inn­ar seg­ir „Tím­inn eft­ir fæðingu þarf ekki að vera svona erfiður“ og á eft­ir koma vör­ur sem auðvelda kon­um þenn­an tíma. 

Frida Mom birti aug­lýs­ing­una á YouTu­be-rás sinni með þeim for­merkj­um að þess­ari aug­lýs­ingu hafi verið hafnað af ABC. „Hún er ekki of­beld­is­full, póli­tísk eða kyn­ferðis­leg. Aug­lýs­ing okk­ar er ekki trú­ar­leg né klúr og í henni sjást ekki byss­ur eða skot­vopn,“ seg­ir í mynd­bandi Frida Mom.



mbl.is