Mistök sem ferðamenn gera í London

Ferðaráð | 15. febrúar 2020

Mistök sem ferðamenn gera í London

Það er hægara sagt en gert að haga sér ekki eins og kjáni í helstu stórborgum heimsins, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki heimsborgarar. 

Mistök sem ferðamenn gera í London

Ferðaráð | 15. febrúar 2020

Hefur þú gert þessi mistök í London?
Hefur þú gert þessi mistök í London? AFP

Það er hæg­ara sagt en gert að haga sér ekki eins og kjáni í helstu stór­borg­um heims­ins, sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru ekki heims­borg­ar­ar. 

Það er hæg­ara sagt en gert að haga sér ekki eins og kjáni í helstu stór­borg­um heims­ins, sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru ekki heims­borg­ar­ar. 

Huff­ingt­on Post ræddi við Lund­úna­búa og tók sam­an helstu mis­tök­in sem heima­menn telja að ferðamenn geri í borg­inni þeirra. 

Fara inn í rauðu síma­klef­ana

Það er vin­sælt að taka mynd af sér í rauðum síma­klef­um sem prýða London. Það sem ferðamenn vita kannski ekki er að síma­klefarn­ir eru vin­sæl „kló­sett“ á meðal þeirra sem eru á leiðinni á djammið. Það er því betra að taka bara mynd af sér fyr­ir utan. 

Taka leigu­bíla of oft

Marg­ir ferðamenn telja að það sé mun fljót­legra að taka leigu­bíl held­ur en að ferðast með neðanj­arðarlesta­kerf­inu. Í London er oft skelfi­lega mik­il um­ferð, ekki bara á álags­tím­um í kring­um vinnu. Það er því yf­ir­leitt mun fljót­legra að skella sér í lest­ina.

Standa vit­lausu meg­in í rúllu­stig­an­um

Það er best að standa alltaf hægra meg­in þegar rúllu­stig­ar eru notaðir í London. Ann­ars áttu á hættu að verða fyr­ir barðinu á ein­hverj­um sem er að drífa sig upp stig­ann vinstra meg­in. 

Bóka gist­ingu miðsvæðis

Það er al­veg óþarfi að bóka á dýr­asta svæði borg­ar­inn­ar, Zone 1, sem er al­veg miðsvæðis. Bókaðu held­ur í Zone 3 eða 4 og notaðu lest­ina til að kom­ast niður í bæ. Það get­ur borgað sig marg­falt. 

mbl.is