Friends ekki eina tekjulind Aniston

Jennifer Aniston | 16. febrúar 2020

Friends ekki eina tekjulind Aniston

Auðæfi leikkonunnar Jennifer Aniston eru metin á 300 milljónir Bandaríkjadala eða um 38 milljarða íslenskra króna. Aniston er ein af ríkustu konum í Hollywood í dag og þénar ansi vel fyrir öll sín verkefni. 

Friends ekki eina tekjulind Aniston

Jennifer Aniston | 16. febrúar 2020

Aniston vann SAG-verðlaun í janúar.
Aniston vann SAG-verðlaun í janúar. AFP

Auðæfi leik­kon­unn­ar Jenni­fer Anist­on eru met­in á 300 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala eða um 38 millj­arða ís­lenskra króna. Anist­on er ein af rík­ustu kon­um í Hollywood í dag og þénar ansi vel fyr­ir öll sín verk­efni. 

Auðæfi leik­kon­unn­ar Jenni­fer Anist­on eru met­in á 300 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala eða um 38 millj­arða ís­lenskra króna. Anist­on er ein af rík­ustu kon­um í Hollywood í dag og þénar ansi vel fyr­ir öll sín verk­efni. 

Hún öðlaðist frægð í gegn­um þætt­ina Friends og fékk vel greitt fyr­ir hlut­verk sitt í þeim 10 serí­um sem fram­leidd­ar voru af þátt­un­um. En það eru þó ekki einu tekj­ur Anist­on í gegn­um tíðina en hún hef­ur tekið þátt í fjölda aug­lýs­inga­sam­starfa sem og leikið í kvik­mynd­um. 

Fyr­ir hlut­verk sitt í Friends fékk hún um 90 millj­ón­ir í heild­ina en fyr­ir hvern þátt í fyrstu seríu fengu hún og mót­leik­ar­ar henn­ar greidda 22.500 Banda­ríkja­dali. Laun­in hækkuðu í takt við vin­sæld­irn­ar og fengu þau að lok­um 1 millj­ón fyr­ir hvern þátt í 10. serí­unni. 

Friends hef­ur haldið áfram að skila Anist­on og hinum leik­ur­un­um krón­um í kass­ann í gegn­um árin, meðal ann­ars frá Net­flix auk þess sem sjón­varps­stöðvar þurfa að greiða gjald fyr­ir að end­ur­sýna serí­urn­ar á miðlum sín­um.

Anist­on hef­ur leikið í 42 kvik­mynd­um til þessa. Þar á meðal eru Bruce Al­mig­hty, Marley & Me, The Break Up, Just Go With It, Horri­ble Bosses, We're the Millers og fleiri. Frá 1997 til 2011 þénaði hún um 75 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala fyr­ir að leika í kvik­mynd­um. Í dag er hún sögð taka í það minnsta 8 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala fyr­ir hvert kvik­mynda­verk­efni.

Anist­on fer nú með hlut­verk í Apple TV+ þátt­un­um The Morn­ing Show og fær hún greidd­ar 1,25 millj­ón­ir fyr­ir hvern þátt sem ger­ir hana fimmtu launa­hæstu kon­una í sjón­varpsþátt­um í Banda­ríkj­un­um. 

Hún hef­ur einnig unnið með snyrti­vöru­fram­leiðend­um og meðal ann­ars fram­leitt ilm­vatn í sam­starfi við El­iza­beth Arden. Árs­tekj­ur henn­ar á síðustu árum hafa verið að jafnaði yfir 20 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala. 

Anist­on er vel kunn­ug aug­lýs­inga­brans­an­um en hún og mót­leik­ari henn­ar Matt­hew Perry léku meðal ann­ars í kennslu­mynd­bandi fyr­ir Windows 95 árið 1995.

mbl.is