Reyna að gleyma minningum

Samfélagsmál | 18. mars 2020

Reyna að gleyma minningum

Einstaklingar sem upplifðu áföll í æsku eru fimm sinnum líklegri til að þjást af áfallastreituröskun heldur en þeir sem urðu ekki fyrir áfalli og í nýrri rannsókn Margrétar Tórshamar Georgsdóttur koma fram sterk tengsl milli áfalla í æsku og fíkniefnaneyslu síðar á lífsleiðinni.

Reyna að gleyma minningum

Samfélagsmál | 18. mars 2020

Margrét Tórshamar Georgsdóttir vann rannsókn á tengslum áfalla í æsku …
Margrét Tórshamar Georgsdóttir vann rannsókn á tengslum áfalla í æsku og fíkniefnaneyslu. mbl.is/Árni Sæberg

Ein­stak­ling­ar sem upp­lifðu áföll í æsku eru fimm sinn­um lík­legri til að þjást af áfall­a­streiturösk­un held­ur en þeir sem urðu ekki fyr­ir áfalli og í nýrri rann­sókn Mar­grét­ar Tór­s­ham­ar Georgs­dótt­ur koma fram sterk tengsl milli áfalla í æsku og fíkni­efna­neyslu síðar á lífs­leiðinni.

Ein­stak­ling­ar sem upp­lifðu áföll í æsku eru fimm sinn­um lík­legri til að þjást af áfall­a­streiturösk­un held­ur en þeir sem urðu ekki fyr­ir áfalli og í nýrri rann­sókn Mar­grét­ar Tór­s­ham­ar Georgs­dótt­ur koma fram sterk tengsl milli áfalla í æsku og fíkni­efna­neyslu síðar á lífs­leiðinni.

Rann­sókn Mar­grét­ar er hluti af meist­ara­verk­efni henn­ar við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri en hún notaðist við eig­ind­lega rann­sókn­araðferð, Vancou­ver-skól­ann í fyr­ir­bæra­fræði, sem er hent­ug að henn­ar sögn til að auka þekk­ingu og dýpka skiln­ing á viðfangs­efn­inu.

Að sögn Mar­grét­ar er þetta góð leið til að fá inn­sýn í viðfangs­efnið en tengsl áfalla í æsku við fíkni­efna­neyslu hafa ekki verið rann­sökuð oft hér á landi. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að auka þekk­ingu og dýpka skiln­ing á áhrif­um áfalla í æsku á fíkni­efna­neyslu, ásamt því að skoða hvort og þá hvernig hægt væri að bæta úrræði fyr­ir þá ein­stak­linga. Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar er að skoða reynslu karl­manna sem höfðu verið í fíkni­efna­neyslu af áföll­um í æsku.

Eitt af því sem kom Mar­gréti á óvart var hversu mörg áföll­in voru sem viðmæl­end­ur henn­ar höfðu upp­lifað í æsku. Eins hvað þeir höfðu svipaða sögu að segja þrátt fyr­ir að þeir komi úr ólík­um átt­um og þekk­ist ekki neitt.

Áföllin höfðu mikil áhrif á andlega líðan þeirra og hjá …
Áföll­in höfðu mik­il áhrif á and­lega líðan þeirra og hjá flest­um fylgdu af­leiðing­arn­ar þeim fram á full­orðins­ár. mbl.is/Ó​mar

Áföll­in höfu mik­il áhrif 

Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni voru sjö karl­menn. Meðal­ald­ur þeirra var 34 ár. All­ir höfðu þeir reynslu af bæði áföll­um í æsku og fíkni­efna­neyslu.

All­ir karl­arn­ir lýstu áföll­um sem þeir upp­lifðu í æsku sem höfðu mik­il áhrif á líf þeirra. Áföll­in sem karl­arn­ir höfðu upp­lifað voru mis­mun­andi, skilnaður for­eldra á ung­um aldri, of­beldi af hálfu for­eldra, af­skipta­leysi for­eldra, dauðsfall í fjöl­skyldu, dauðsfall ná­ins vin­ar, einelti, nauðgun, van­ræksla í æsku, of­beldi á vinnustað og of­beldi af hálfu eldra fólks.

Einnig hafði einn þátt­tak­andi átt föður sem greinst hafði með krabba­mein, ann­ar hafði verið neydd­ur í trú­ar­starf á ung­um aldri og einn hafði verið rang­lega sakaður um kyn­ferðis­legt of­beldi. Flest­ir þeirra höfðu lent í fleiri en einu áfalli.

Áföll­in höfðu mik­il áhrif á and­lega líðan þeirra og hjá flest­um fylgdu af­leiðing­arn­ar þeim fram á full­orðins­ár. Marg­ir reyndu að leita leiða til að líða bet­ur en áttu erfitt með að finna eitt­hvað sem virkaði.

Karl­arn­ir prófuðu sig marg­ir áfram með fíkni­efni og hjá mörg­um þeirra slokknaði á þeim slæmu til­finn­ing­um sem þeir fundu fyr­ir og leið þeim vel það kvöldið. Þetta or­sakaði það að þeir byrjuðu að leita í fíkni­efni til að líða bet­ur.

Hjá nokkr­um þeirra tengd­ist upp­haf neyslu líka þeim fé­lags­skap sem þeir voru í en aðrir voru alltaf ein­ir að neyta efn­anna. All­ir karl­arn­ir nema tveir fóru í fíkni­efnameðferð og höfðu þeir mis­jafna reynslu af því. Hinir tveir hættu að neyta fíkni­efna upp á eig­in spýt­ur en sögðu báðir að ef þeim hefði ekki tek­ist það hefðu þeir farið í meðferð. Karl­arn­ir voru all­ir sam­mála um að áhrif áfalla á líðan þeirra hefðu haft áhrif á neysl­una og upp­lifðu þeir mikla vönt­un á skiln­ingi varðandi þetta.  

Karl­arn­ir áttu það sam­eig­in­legt að nota fíkni­efni sem nokk­urs kon­ar bjargráð frá van­líðan og tal­ar einn um að það hafi verið bein teng­ing milli van­líðunar og fíkni­efna­neyslu hans og var van­líðan af­leiðing áfalla.

Körl­un­um fannst fíkni­efn­in ná að róa hug­ann og gátu þeir þá átt gott kvöld án þess að hugsa um þá hluti sem ollu þeim slæm­um til­finn­ing­um.

Reyna að deyfa slæm­ar til­finn­ing­ar

„Þetta er einnig í sam­ræmi við fyrri rann­sókn­ir sem sýna að þetta er al­gengt hjá ein­stak­ling­um sem lent hafa í áföll­um í æsku. Viðkom­andi leit­ar gjarn­an að leiðum til að líða bet­ur og end­ar á að fara þessa leið, að nota fíkni­efni til að deyfa slæm­ar til­finn­ing­ar og reyna að gleyma minn­ing­un­um,“ seg­ir í rann­sókn Mar­grét­ar. 

Að sögn Mar­grét­ar voru þeir fimm sem höfðu farið í meðferð sam­mála um að auka þyrfti and­lega aðstoð í meðferð. Ekki sé nóg að ætl­ast til þess að menn opni sig í hóp­tím­um um sín innstu sár og upp­lif­an­ir held­ur þurfi að bjóða upp á ein­stak­lingsviðtöl þar sem kafað er dýpra í leit að rót vand­ans. 

Þó svo að flest­ir karl­arn­ir hafi verið ánægðir með viss­an hluta af meðferðarúr­ræðum var ým­is­legt sem þeim fannst ábóta­vant og í sum­um til­fell­um hrein­lega óboðlegt. Þeim þótti óþægi­legt að vera sett­ir í sömu meðferð og langt leidd­ir ein­stak­ling­ar og einnig fór trú­ar­starf í taug­arn­ar á þeim.

Í meist­ara­prófs­rit­gerð Mar­grét­ar kem­ur fram að rann­sókn­ir hafi sýnt að trú­ar­starf í meðferð er ekki mik­il­vægt fyr­ir ár­ang­ur henn­ar, eng­inn mark­tæk­ur mun­ur sást á ed­rú­mennsku trúaðra þátt­tak­enda og ótrúaðra.

Mennirnir reyndu að deyfa slæmar minningar með því að neyta …
Menn­irn­ir reyndu að deyfa slæm­ar minn­ing­ar með því að neyta fíkni­efna. AFP

„Hins veg­ar kom í ljós að þeir sem voru ekki trúaðir voru síður lík­leg­ir til að fara í meðferð þar sem trú­ar­starf var iðkað og enn ólík­legri til að halda áfram að mæta á AA-fundi eft­ir að meðferð lauk. Því velt­ir rann­sak­andi upp þeirri spurn­ingu hvort trú­ar­starf í meðferð geri meira slæmt en gott.

Einn karl­anna tók það fram að ef hann þyrfti að fara í meðferð þyrfti hann að breyta sín­um hugs­un­ar­hætti þar sem trú­artengd meðferð ætti ekki við hann.

„Spurn­ing er hvort betra væri að setja á fót úrræði þar sem trú væri ekki part­ur af meðferðinni, held­ur væri meira ein­blínt á sál­ræna þætti og úr­vinnslu áfalla. Einnig voru biðlist­ar nefnd­ir sem hindr­un og það að vönt­un væri á upp­lýs­ing­um hvað varðar úrræði eft­ir meðferð.

Fjöldi ein­stak­linga sem fell­ur fljót­lega eft­ir að meðferð lýk­ur bend­ir til þess að efti­r­áúr­ræði og upp­lýs­ing­ar um þau gætu verið gagn­leg. Efti­r­áúr­ræði ýtir und­ir áfram­hald­andi bata og oft þykir ein­stak­ling­um það hjálp­legt að kynn­ast öðru fólki í svipuðum aðstæðum eft­ir meðferð,“ seg­ir í rit­gerð Mar­grét­ar.

Vant­ar að vinna á und­ir­liggj­andi vanda

Svo virðist sem skort­ur sé á meðferðarúr­ræðum hér á landi sem vinna á und­ir­liggj­andi vanda fíkni­efna­neyslu, seg­ir Mar­grét.

Í þeim úrræðum sem eru á Íslandi eru ýms­ar afþrey­ing­ar í boði. Nefna má hópameðferðir, lista-, íþrótta- og tón­list­ar­tíma og hafa ein­stak­ling­ar aðgang að sál­fræðing­um eða öðrum stuðnings­full­trú­um. Afeitrun er al­geng­asta aðferðin sem notuð er í meðferðarúr­ræðum hér á landi en þar er reynt að koma í veg fyr­ir að ein­stak­ling­ur­inn hafi aðgang af efn­un­um svo hann hald­ist edrú.

„Oft er hann ein­angraður frá sam­fé­lag­inu með úti­vist­ar­tím­um og tak­mörkuðum aðgangi að síma og in­ter­neti. Rann­sókn­ir sýna að þessi aðferð er ekki ár­ang­urs­rík. Það eru fleiri sem falla eft­ir slíka meðferð held­ur en þeir sem hald­ast edrú. Aðeins um 20% ein­stak­linga hald­ast edrú eft­ir meðferð og um 50% hætta áður en meðferð er lokið,“ seg­ir í rit­gerð Mar­grét­ar.

Hún bend­ir á að rann­sókn­ir sýni að áfallamiðaðar meðferðir hafi reynst ár­ang­urs­rík­ar fyr­ir fólk sem lend­ir í áföll­um og eru að glíma við fíkn og væri því til­valið að bjóða upp á slíka meðferð í þeim úrræðum sem í boði eru.

„Ég var alltaf á nál­um“

„Ábóta­vant er að unnið sé úr rót vand­ans. Rann­sókn þessi get­ur bætt þá þekk­ingu í sam­fé­lag­inu, einnig varðandi þau úrræði sem í boði eru, að vinna þurfi úr sál­ræn­um erfiðleik­um og áföll­um til að minnka lík­urn­ar á því að ein­stak­ling­ar falli eft­ir meðferð. Ekki er nóg að losa ein­stak­ling­inn aðeins við fíkni­efn­in ef áföll­in og slæm­ar minn­ing­ar skjóta upp koll­in­um í ed­rú­mennsku. Til­efni er til að huga bet­ur að ein­stak­ling­um í fíkni­efna­neyslu og at­huga hvað liggi að baki,“ seg­ir Mar­grét.

Margrét Tórshamar Georgsdóttir segir að það þurfi að leita að …
Mar­grét Tór­s­ham­ar Georgs­dótt­ir seg­ir að það þurfi að leita að or­sök­um þess að fólk leiti í skamm­tíma­lausn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

All­ir karl­arn­ir höfðu reynslu af áhrif­um á and­lega líðan í kjöl­far áfall­anna sem þeir höfðu lent í, kvíðarösk­un, þung­lyndi, sjálfs­vígs­hugs­un­um, áfall­a­streiturösk­un, hræðslu og van­trausti í garð ann­ars fólks. Það hafði veru­leg áhrif á þeirra dag­lega líf og fannst þeim öll­um af­leiðing­ar áfall­anna fylgja þeim enn þann dag í dag upp að vissu marki.

Einn þeirra ólst upp á heim­ili þar sem hann var beitt­ur and­legu, lík­am­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi sem or­sakaði mikla spennu hjá hon­um og hann svaf stund­um ekki svo vik­um skipti, nema þá í nokkr­ar mín­út­ur í senn. Þetta sagði hann hafa endað með því að hann hafi þurft að flýja heim­ili sitt og var tek­inn á annað heim­ili þar sem hann var einnig beitt­ur lík­am­legu of­beldi og sagði: „Ég var alltaf á nál­um, ég svaf ofboðslega lítið.“

Í meist­ara­rit­gerð Mar­grét­ar tal­ar einn þeirra um þung­lyndið sem hann upp­lifði eft­ir að hafa al­ist upp við of­beldi af hálfu for­eldra sinna. Hann hafði einnig upp­lifað mik­inn kvíða ásamt áráttu og þrá­hyggju. Hann talaði um að hann hafi beðið eft­ir höfn­un frá fólki og alltaf bú­ist við því versta, hann hafi á tíma­bili verið hrædd­ur við alla. Hann sagðist eiga erfitt með að halda í vinnu vegna kvíða, hann hafi verið að vinna á um tíu mis­mun­andi stöðum en lengsti tím­inn sem hann hef­ur verið á ein­um stað væri um mánuður. Nefndi hann erfiðleika með svefn sem af­leiðingu af þess­ari van­líðan.

All­ir þátt­tak­end­ur töluðu um að áföll­in fylgdu þeim að ein­hverju leyti enn í dag og marg­ir töldu að það myndi halda áfram alla ævi. Þetta var rauður þráður í gegn­um öll viðtöl­in seg­ir Mar­grét.

Hef­ur eng­ar vænt­ing­ar til fólks

Einn seg­ir að sér finn­ist hann vera eft­ir á og vegna aðstæðna sinna í upp­eldi hafi hann aldrei getað safnað sér pen­ing­um vegna þess að hann vildi koma sér út úr heim­ilisaðstæðum sem fyrst og hafi því farið ung­ur á leigu­markað. Þessi maður var neydd­ur í trú­ar­starf af for­eldr­um sín­um og varð fyr­ir slæmri fram­komu í trú­ar­leg­um búðum. 

Hann hafi ekki áttað sig á mik­il­vægi þess að vera ábyrg­ur sam­fé­lagsþegn fyrr en mjög seint og að þessi áföll hafi mótað hans leið í líf­inu. Hann tók þó fram að hann sæi ekki eft­ir þeim ákvörðunum sem hann tók í kjöl­far áfall­anna, í hans aug­um hafi það verið mik­il­vægt að hafa gengið í gegn­um erfiðleika og að hafa þurft að hafa fyr­ir hlut­un­um til að þrosk­ast. Þetta hafi verið erfitt á meðan á því stóð en að sama skapi hafi hann þrosk­ast mikið við þessa reynslu, en hún hafi þó áhrif á hann enn í dag.

Ann­ar tal­ar um mikla and­lega erfiðleika sem hann glím­ir enn við í dag og hann tel­ur vera beina af­leiðingu áfall­anna. Sá varð fyr­ir of­beldi á vinnustað, van­rækslu í æsku og einelti. Hann seg­ist þó vera á upp­leið og að sér líði bet­ur. Það komi þó fyr­ir að minn­ing­arn­ar skjóti upp koll­in­um og til­finn­ing­arn­ar fylgi þá með. Það fylgi því mik­il úr­vinnsla að vinna úr slík­um áföll­um og það virki ekki þannig að ein­stak­ling­ur fari í meðferð við fíkn og komi þaðan út læknaður held­ur sé svo margt á bakvið sem þarf að vinna úr líka. „Ef þú vinn­ur ekki úr því, að þá fer það ekki neitt.“

Allir höfðu mennirnir orðið fyrir áföllum í æsku sem höfðu …
All­ir höfðu menn­irn­ir orðið fyr­ir áföll­um í æsku sem höfðu haft áhrif á allt þeirra líf. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son

Áföll­in og áhrif þeirra munu fylgja þeim sem varð fyr­ir and­legu, lík­am­legu og kyn­ferðis of­beldi á heim­ili, alla tíð og hann er stöðugt á varðbergi. Hann hef­ur ekki nein­ar vænt­ing­ar til fólks og seg­ir að karl­menn á ákveðnum aldri væru í hans aug­um sér­stök ógn. Það voru þeir karl­menn sem voru á aldri við fóst­ur­föður hans. Hann er fljót­ur upp í skapi en í mörg ár var hann of­beld­is­full­ur í kjöl­far áfall­anna, réðst á fólk ef hon­um fannst ein­hver horfa á sig vit­laust eða gefa sér ein­hverja ástæðu til að ef­ast um þau: Ég ólst upp við svo mikið af lyg­um og bulli og miklu ógeði og svona að ég er rosa­lega fljót­ur að stoppa um leið og ein­hver stíg­ur bara aðeins út úr sann­leik­an­um.“

Áföll­in sem einn mann­anna lenti í hafa enn þá áhrif á hann en hann var beitt­ur of­beldi af hálfu for­eldra sinna. Hann er hrædd­ur við all­an ágrein­ing og seg­ist frek­ar leyfa fólki að vaða yfir sig held­ur en að segja eitt­hvað. Of­beldi var venju­leg­ur hlut­ur fyr­ir hon­um á tíma­bili og ef ein­hver gerði grín að hon­um eða fór í taug­arn­ar á hon­um hikaði hann ekki við að berja viðkom­andi: „Ég man eft­ir að mamma ætlaði eitt­hvað að taka eitt­hvað í lurg­inn á mér og ég al­veg svo­leiðis lamdi hana í hakk með belti. Þá var ég allt í einu fíflið sko... ég man að... þá átti að fara að loka mig inni og senda mig á geðdeild af því ég var orðinn of­beld­is­full­ur.. þú veist þetta meikaði ekk­ert sens fyr­ir mér sko, af hverju má berja mig í stöppu en þegar ég lem til baka þá er ég ruglaður skil­urðu?“

Þar sem hann forðaðist að vera heima hjá sér sótt­ist hann mikið í vin­ina. Ein­angr­un frá fjöl­skyldu og eðli­legu fé­lags­lífi hafi leitt til þess að hann hafi sótt í þenn­an fé­lags­skap sem endaði svo á að snú­ast bara um neysl­una: „Fé­lags­skap­ur­inn var hætt­ur að snú­ast um nokkuð annað en að reykja sko og eft­ir að það var reykt þá var bara legið uppi í sófa að gera ekki neitt þangað til það rann af öll­um og þá var ekk­ert meir sko. Þannig að það... það var í raun­inni svona að leiddi að þessu, það var svona ein­angr­un... frá svona hvað seg­ir maður svona eðli­legu fé­lags­lífi. Í raun­inni ein­angr­un frá fjöl­skyld­unni.“

Vant­ar fleiri ís­lensk­ar rann­sókn­ir

Skort­ur er á ís­lensk­um rann­sókn­um um tengsl áfalla og fíkni­efna­neyslu og brýn þörf á úrræðum fyr­ir þolend­ur áfalla sem leiðast út í fíkni­efna­neyslu seg­ir Mar­grét. Oft lita for­dóm­ar það hvernig horft er á fíkni­efna­neyslu í sam­fé­lag­inu. Vönt­un er á að unnið sé með rót fíkni­vand­ans, sem geta verið áföll að sögn Mar­grét­ar.

Hún seg­ir að það væri áhuga­vert að gera aðra rann­sókn með fleiri þátt­tak­end­um svo hægt sé að ná enn betri og dýpri skiln­ingi á stöðu þeirra sem hafa glímt við fíkni­efna­vanda. Einnig væri hægt að gera meg­in­d­lega rann­sókn á Íslandi til að at­huga hvort tengsl séu á milli áfalla í æsku og fíkni­efna­neyslu seinna á æv­inni. „Rann­sókn þar sem sér­stak­lega væri skoðað hvaða meðferðir hafa virkað hingað til gæti skipt sköp­um fyr­ir heil­brigðis­kerfið og fíkn­i­nefna­neyt­end­ur. Áhuga­vert væri einnig að sjá hvort biðlist­ar hafi áhrif á ed­rú­mennsku, hvort að fólk sé ólík­legra til að hætta neyslu fíkni­efna ef biðin eft­ir meðferðarúr­ræði er löng,“ seg­ir Mar­grét.

„Það er hell­ing­ur af ynd­is­legu fólki í heil­brigðis­geir­an­um sem ger­ir sitt besta með þær aðstæður sem við höf­um og alls ekki við það að sak­ast. Við þurf­um að huga að und­ir­liggj­andi or­sök­um þess að marg­ir leiti í þess­ar skamm­tíma­lausn­ir frá van­líðan, það er ekki í lagi að þess­um ein­stak­ling­um líði svona illa að þau telji sig knú­in til að finna bara ein­hverja lausn. Ég á aðstand­anda sem var í meðferð fyr­ir stuttu síðan og þegar ég heim­sótti hann spurði ég hann hvort hann fengi ekki ein­hverja sál­fræðihjálp eða eitt­hvað slíkt og hann sagði bara nei.. það þyrfti ekki. Ég þekki hann nógu vel til að vita að hann hef­ur lent í allskon­ar og það var eng­inn að spá í því, bara neysl­unni sjálfri,“ seg­ir Mar­grét Tór­s­ham­ar Georgs­dótt­ir. 

mbl.is