Greint var frá því í fyrradag að sannkallaður furðufiskur, gulur þorskur, hefði komið í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavíkur VE á þriðjudag. Sagði dr. Gunnar Jónsson fiskifræðingur að þarna væri á ferðinni eitt „magnaðasta helvíti úr sjó“ sem hefði fyrir augu hans borið.
Greint var frá því í fyrradag að sannkallaður furðufiskur, gulur þorskur, hefði komið í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavíkur VE á þriðjudag. Sagði dr. Gunnar Jónsson fiskifræðingur að þarna væri á ferðinni eitt „magnaðasta helvíti úr sjó“ sem hefði fyrir augu hans borið.
Greint var frá því í fyrradag að sannkallaður furðufiskur, gulur þorskur, hefði komið í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavíkur VE á þriðjudag. Sagði dr. Gunnar Jónsson fiskifræðingur að þarna væri á ferðinni eitt „magnaðasta helvíti úr sjó“ sem hefði fyrir augu hans borið.
Óhætt er að segja að áhöfnin hafi bætt um betur í næstu veiðiferð, nú í vikunni, er dreginn var á land annar gulur fiskur, en í þetta sinn með svörtum flekkjum. „Ábyggilega er mun líklegra að fá stærsta lottóvinninginn en að draga furðafiska um borð á sama stað í tveimur veiðiferðum í sömu vikunni. Held ég skili bara lottómiðanum mínum!“ segir Kjartan Guðmundsson, skipstjóri á Drangavík VE í viðtali á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
Báðir furðufiskarnir veiddust á svipuðum slóðum, um 9 mílum vestur af Surtsey. Haft er eftir Gunnari að þarna virðist vera „vistheimili fyrir erfðafræðilega afvegaleidda þorska“ sem sé sannarlega verðugt rannsóknarefni.