Fallegustu sumarbústaðirnir úti á landi

Ferðaráð | 22. mars 2020

Fallegustu sumarbústaðirnir úti á landi

Nú þegar ómögulegt er að skella sér í sólina til útlanda er samt mikilvægt að skella sér í frí. Útbreiðsla kórónuveiru um heimsbyggðina getur haft slæm áhrif á geðheilsuna og því er mikilvægt að finna gleðina. 

Fallegustu sumarbústaðirnir úti á landi

Ferðaráð | 22. mars 2020

Hvernig væri að skella sér í sumarbústað?
Hvernig væri að skella sér í sumarbústað? Skjáskot/Airbnb

Nú þegar ómögu­legt er að skella sér í sól­ina til út­landa er samt mik­il­vægt að skella sér í frí. Útbreiðsla kór­ónu­veiru um heims­byggðina get­ur haft slæm áhrif á geðheils­una og því er mik­il­vægt að finna gleðina. 

Nú þegar ómögu­legt er að skella sér í sól­ina til út­landa er samt mik­il­vægt að skella sér í frí. Útbreiðsla kór­ónu­veiru um heims­byggðina get­ur haft slæm áhrif á geðheils­una og því er mik­il­vægt að finna gleðina. 

Við erum svo hepp­in hér á Íslandi að búa að fjölda góðra sum­ar­bú­staða um allt land. Þótt hvert og eitt okk­ar eigi ekki sum­ar­bú­stað eru aðrir til í að leigja okk­ur þá. Á leigumiðlun­ar­vefsíðunni Airbnb má finna fjölda gull­fal­legra sum­ar­bú­staða. 

Við mæl­um með að skella sér í bú­stað, af­tengja sig frá frétt­um, lesa góða bók og hafa það nota­legt. Hér eru fal­leg­ustu ís­lensku sum­ar­bú­staðirn­ir á Airbnb.

Villa Lola í Eyjafirði.
Villa Lola í Eyjaf­irði. Skjá­skot/​Airbnb

Villa Lola í Eyjaf­irði

Villa Lola er í 10 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Ak­ur­eyri. Bú­staður­inn er ein­stak­lega fal­leg­ur og háir og fal­leg­ir glugg­ar ein­kenna húsið.

Hekla Comfort House.
Hekla Com­fort Hou­se. Skjá­skot/​Airbnb

Hekla Com­fort Hou­se á Hvols­velli

Hekla Com­fort Hou­se er í aðeins sjö mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Hvols­velli. Full­kom­inn staður til að skoða Suður­landið sem og til þess að taka það ró­lega. 

Gunnuhús.
Gunnu­hús. Skjá­skot/​Airbnb

Gunnu­hús við Meðal­fells­vatn

Ef þig vant­ar góða teng­ingu við nátt­úr­una á þess­um síðustu og verstu er Gunnu­hús í Kjós­inni hinn full­komni sum­ar­bú­staður. Útsýni yfir Meðal­fells­vatn er úr bú­staðnum.

Tveir kósý bústaðir.
Tveir kósý bú­staðir. Skjá­skot/​Airbnb

Kósí bú­staðir í Reyk­holti

Þessi hús eru ansi kósí. Annað húsið er 30 fer­metr­ar og hitt 15. Hinn full­komni staður fyr­ir tvö pör eða fólk með börn. Stutt er í Friðheima og Gull­foss og Geysi frá bú­staðnum, svona ef þið viljið vera ferðamenn í eig­in landi.

mbl.is