Leiðir til að finna ástina í samkomubanni

Leiðir til að lifa af | 26. mars 2020

Leiðir til að finna ástina í samkomubanni

Það er heldur hart í ári fyrir þá sem eru í ástarleit. Heimsfaraldur og samkomubann eru ekki hlutir sem vinna með fólki sem er að leita sér að lífsförunaut. Það skilar þó engu að kasta inn handklæðinu núna og verða að sófakartöflu. 

Leiðir til að finna ástina í samkomubanni

Leiðir til að lifa af | 26. mars 2020

Það er held­ur hart í ári fyr­ir þá sem eru í ástar­leit. Heims­far­ald­ur og sam­komu­bann eru ekki hlut­ir sem vinna með fólki sem er að leita sér að lífs­föru­naut. Það skil­ar þó engu að kasta inn hand­klæðinu núna og verða að sófa­kart­öflu. 

Það er held­ur hart í ári fyr­ir þá sem eru í ástar­leit. Heims­far­ald­ur og sam­komu­bann eru ekki hlut­ir sem vinna með fólki sem er að leita sér að lífs­föru­naut. Það skil­ar þó engu að kasta inn hand­klæðinu núna og verða að sófa­kart­öflu. 

Staðirn­ir til að finna ást­ina eru færri núna. Það er bannað að djamma, bannað að fara í sund og bannað að fara í rækt­ina. Allt eru þetta frá­bær­ir staðir til að finna ást­ina en þó ekki einu leiðirn­ar. Ýmsar leiðir eru til að finna ást­ina á tím­um kór­óna­veiru, með eða án aðstoð tækn­inn­ar. 

Tind­er

Stefnu­móta­for­rit eru aug­ljós­lega fín­asta leið til þess að leita sér að ást­inni og gæti þessi aðferð jafn­vel virkað bet­ur en nú þar sem þið neyðist til að spjalla mun leng­ur sam­an áður en þið ákveðið að hitt­ast. Náðu aft­ur í Tind­er ef þú varst búin að gef­ast upp á því. Prófaðu að hrista upp í hlut­un­um, skrifa ein­hverja skemmti­lega lýs­ingu um þig og „svæpaðu“ eins og vind­ur­inn. 

Byrjaðu að deita meðleigj­and­ann þinn

Þetta ráð virk­ar reynd­ar bara ef þú átt meðleigj­anda og ef meðleigj­and­inn er af því kyni sem þú hrífst af. Ef það er ekki mögu­leiki prófaðu næsta ráð. 

Kannaðu kost­ina í fjöl­býl­is­hús­inu 

Ef þú býrð í fjöl­býl­is­húsi er þetta skot­helt ráð. Ef þú hef­ur hingað til ekki veitt ná­grönn­um þínum at­hygli þá skaltu opna aug­un núna. Er mögu­leiki á að þú finn­ir lífs­föru­naut þinn í stiga­gang­in­um? Hver veit? Prófaðu að banka upp á hjá sæta ná­grann­an­um og fáðu lánað egg eða hveiti. Ef allt geng­ur vel get­ur þú farið yfir með eitt­hvað bakk­elsi, eða jafn­vel boðið í kaffi. 

Deitaðu vinnu­fé­lag­ann þinn 

Þetta ráð er smá snúið þar sem gríðal­ega marg­ir vinna heima hjá sér þessi dægrin. Með tækn­inni er þó ým­is­legt hægt. Spjallaðu meira við sæta sam­starfs­fé­laga þinn á Face­book, stingdu jafn­vel upp á að spjalla á FaceTime. Hlut­irn­ir eru fljót­ir að ger­ast á tím­um sam­komu­banns og það eru all­ir hálf einmana þessa dag­ana. 

mbl.is